Morgunblaðið - 20.12.1967, Qupperneq 20
20
MORGTJNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DES. 1967
Nauðimgaruppboð
annað og síðasta í kjallarahúsnæði í Fögrubrekku
14, þinglýstri eign Auðuns Benediktssonar, fer
fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. desember
1967, kl. 15.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
i STLTTIJ MÁLI
Quebec, 18. des.
AUÐLINDARÁÐHERRA Que-
beck-fylkis í Kanada bar til
baka í dag fregnir frá Frakk-
landi þess efnis, að fundizt hefðu
miklar úraníumnámur í Que-
bec.
Stignir bílor,
ruggnhestnr, rólur
Gólfdúkar — gólfflísar
Glæsilegir litir. Gott verð
LITAVER
Grensásvegi 22 og 24. — Símar 30280 og 32262.
IMÝTT - NVTT
FRÁ KROMMEUIE
Hreinn vinyl-gólfdúkur
Mjög vönduð vara. — Hagstætt verð.
Litaver
Grensásvegi 22 — 24.
Spyrjum að leikslokum
ÆSISPENNANDI SAGA eftir metsöluhöfundinn ALISTAIR MAC-
LEAN. — Leynilögreglumanninum Philip Calvert er falið að leysa
gátuna um skip hlaðin gulli, er hurfu með dularfullum hætti af
yfirborði sjávar. Leynilegar athuganir brezku lögreglunnar og
eðlisávísun beindu athygli hans að afskekktum stað á vesturströnd
Skotlands. Þar gerast margir undarlegir atburðir, en lausn gátunn-
ar virðist þó ekki á næsta leiti. Eftir hraða og viðburðaríka at-
burðarás koma svo hin óvæntu sögulok. — Alistair MacLean er í
essinu sínu í þessari sögu. Ib. kr. 325,00.
Læknir kvennn
ENDURMINNINGAR MIKILHÆFS og gáfaðs læknis, FREDERIC
LOOMIS. — Hið mikilsvirta bandaríska tímarit, Saturday Review
of Literature, segir um bókina m. a. á þessa leið: „Konur, ungar
sem eldri, munu finna í þessari bók ótalmargt, sem þær þurfa að
vita og vilja gjarnan vitá um sjálfar sig, og flest hugsandi fólk
mun finna óblandna ánægju í leiftrandi kímni hennar og glöggum
skilningi á mannlífinu.“ Ib. kr. 278,00.
Svörtu hesturnir
ÞETTA ER FYRSTA BÓKIN UM BEVERLY GRAY eftir CLARIE
BLANK sem nú kemur út öðru sinni eftir að hafa verið ófáanleg og
mjög eftirspurð árum saman. Bækurnar um Beverly Gray eru
óskabækur allra ungra stúlkna, enda bæði skemmtilegar og góðar
bækur. Ib. kr. 220,00.
Verð bókanna er tilfært án söluskatts. Sendum burðargjaldsfrítt
gegn póstkröfu um land allt.
I Ð U N N Skeggjagötu 1 - Símar 12923 og 19156 - Pósthólf 561
RISMIKIL OG SPENNANDI ÁSTAR- OG ÖRLAGASAGA eftir
TARJEI VESAAS einn nafnkunnasta núlifandi höfund á Norður-
löndum. Með útkomu þessarar sögu hófst frægðarferill höfundar-
ins og náði hámarki, er honum voru veitt bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs 1963. Óhætt má fullyrða, að persónur þessarar
sögu og örlög þeirra muni verða lesandanum eftirminnileg, svo og
þáttur hestanna, gæðinganna góðu, sem áttu rikan þátt í að skapa
eiganda sínum örlög. Ib. kr. 275,00.
Beverly Gray
Nóatúni
Þetta er nýjasta læknaskáldsagan eftir
SHANE DOUGLAS
Saga um ástir og örlög saklausrar stúlku
LAUN ÁSTARINNAR er jólabók kvenna.
SANNAR FRÁSAGNIR ÚR STRÍÐINU
Allir karlmenn kunna að meta sanna
hreysti og hetjudáðir. í þessari bók eru
frásagnir manna, sem lentu í misk-
unnarleysi stríðsins og háðu harða bar-
áttu fyrir lífi sínu.
TIL SÍPASTA MANNS er karlmannabók.
HÖRPUÚTGÁFAN.