Morgunblaðið - 20.12.1967, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DES. 1967
Af leikendunum í jólaleikritinu í Breiðagerðlsskóla.
ÞAU ERU svo prúð og falleg
lillu börnin, sem inni sitja í
stofunni hjá honum Marinó.
Þau eru um það bil að halda
helgistund. Búið er að útbýta
jólapóstinum um stofuna og
Ijúf sitja þau og bíða, því
þeiu eiga von á að beyra jóla-
sögu, og fá að syngja jólalög.
Okkúr langar rétt til að spjalla
við þau nokkur orð, áður en
við verðuim að hafa hraðann á
til að spilla því ekki, að helgi
stundin geti hafizt hið fyrsta.
Þarna sitja tvær litlar stúlk
ur við fremsta borð í glugga
röð.
— Hvað heitið þið litlu
stúlkur?
Kristín Halldórsdóttir og
Ólöf Guðmundsdóttir. Þær
brosa, undirleitair.
— Þið hlakkið auðvitað til
jólanna?
— Já. Voða mikið.
— Hvað viljið þið fá í jóla
gjöf?
— Við vitum það ekki.
— Alls ekkr. Þær tísta.
Ungur maður á saima aldri
réttir upp höndina:
— Já?
— Ég veit, hvað ég vil fá
í jólagjöf. Alveg ákveðið.
Töfluskreyting
Pétur Steinn Guðmunds
— Og hvað viltu fá í jóla-
gjötf?
— Fótbolta.
— Þakka þér fyrir, ég skal
koma þessu áleiðis til jóla-
sveinsins.
Annar ungur maður segist
líka vita, hvað hann vi-Iji fá.
Hann heitir BrynjólfuT, og
hann vill fá skauta.
Þarna er líka lítil stfúlka.
Hún vill fá skauta, og hún
heitÍT Sigríður Jóna Eggerts-
dóttir. Við lofum að segja
jólasveininum frá því fyrir
hana.
Hérna sitja tveir ungir
menn óþreyjufullir.. Þá lang
ar að fá að vera með í þessu.
— Hvað heitið þið, strák-
ar?
— Ólaíuir Valur Ólafsson
og Haraldur Balduirsson.
— Og við eigum að leika
í leikritinu?
— Leikritinu?
— Já og hann Guðimundur
á að leika líka og hún Katrín
Ba'.dursdótíir.
— Megum við ekki fá hér
smá-mynd af ykkur leikend-
unum, hérna hjá póstkassan-
um?
Jú, segja þau öll í kór. Og
svo er smellt af.
— Gleðileg jól, við biðjum
að heilsa jólasveininum . . .
Brynjólfur með kertið sitt
- VIÐRÆÐUR
Framh. af bls. 1
ar skoðunar en hann sjálfur.
Á öðrum sviðum stefnumála
bandalagsins væru Frakkland og
Vestur-Þýzkaland sammála, sagði
Brandt.
Brandt lagði áherzlu á, að al-
menningsálitið í Vestur-Evrópu
krefðist þess, að samningavið-
ræður um stækkun Efnahags-
bandalagsins yrðu hafnar. Engin
af vandamálunum í sambandi við
slíka stækkun væru óleysanleg.
Couve de Murville, utanríkis-
ráðherra Frakklands, lýsti þvf
yfir, að Frakkland hefði í grund-
vallaratriðum engar mótbárur
gegn inngöngu Breta, en það
væri hvorki æskilegt né skyn-
samlegt, að viðræður yrðu hafn-
ar nú. Afstaða Frakka væri ekki
neikvæð, en þeir vildu bíða
átekta.
Hollenzki utanrikisráðherrann
Joseph Lunis gerði lífið eitt að
gamui sínu á meðan viðræðurn-
ar fóru fram, og sagði, að sér
liði líkt og Indíána í stríðsdansi.
Couve de Murville og ég erum,
þegar öllu er á botninn hvolft,
síðustu Móhíkanarnir, þar sem
við erum þeir hér er tóku einnig
þátt í viðræðunum við Bretfa
1961 og 1962, sagði hann.
Á síðdegisfundinum sagði
Couve de Murville, að stækkun
Efnahagsbandalagsins úr sex
Elín Jónsdóttir
— Minninq —
f DAG verður lögð til hinztu
hvíldar á bernskustöðvum sínum
á Eyrarbakka, Elín Jónsdóttir,
húsfreyja á Lokastíg 9 hér í
borg.
Hún lézt á Borgarspítalanum
þann 8. desember, liðlega 66 ára
gömul, eftir stutta en stranga
legu.
Elín var fædd í Mundakoti á
Eyrarbakka 27. október 1901, og
var dóttir hjónanna Guðrúnar
Jóhannsdóttur frá Mundakoti af
Bergsætt og Jóns Einarssonar,
hreppsstjóra frá Heiði á Síðu,
af Hlíðarætt.
Þau Jón og Guðrún bjuggu í
Mundakoti, föðurleifð Guðrúnar,
í 44 ár eða frá 1892 til 1936.
Elín var þriðja í röðinni af 5
5 börnum þeirra hjóna. Af þeim
Mundakotssystkinum eru nú 3
látin. Áður voru farnir bræð-
urnir Jóhann Guðjón, bókari,
sem var elztur þeirra systkina
í tíu myndi breyta eðli sam-
takanna. enda þótt hin nýju riki
myndu algjörlega fallast á Róm-
arsáttmálann. Hann kvaðst vera
sanntfærður um, að Bretland
hefði í hyggju að skapa nýju
Efnahagsbandalagi fullkomlega
önnur markmið og stefnu. Han.n
taldi ekki, að bandalagið ætti að
taka upp viðræður við Breta
um, hvernig efnahagsjafnvægi
yrði komið á að nýju í Bret-
landi. Það myndi hafa óheppi-
legar afleiðingar fyrir efnahag
Breta, ef það, eftir tveggja til
þriggja ára tímahil ætti eftir að
koma í ljós, að samningaviðræð-
urnar hefðu ekki borið neinn
árangur, sagði de Murville.
Afstaða Breta fyllilega ljós.
Harold Wilison, forsætisráð-
herra Bretlands sagði í Neðri
deild brezka þingsins í dag, að
brezka stjórnin hefði ekki í
hyggju að draga til baka umsókn
sína um inngöngu í Efnahags-
bandalagið. Við höfum staðið í
nánu samtoandi við ríkisstjórnir
hinna sex ríkja bandalagsins og
þeim er það fyllilega ljóst. hver
afstaða Bretlands er, var svar
wilsons við mörgum spurning-
um, sem beint var til hans varð
andi Efnahagsbandalagið.
Þingmaðurinn Robin Turton
úr íhaldsflokknum, sem alltaf
hefur verið andvígur aðild Breta
að EBE, skoraði á forsætisráð-
herrann að afturkalla strax um-
sóknina, þannig að endir yrði
bundinn á þessa auðmýkjandi að
stöðu fyrir Bretland, eins og
hann nefndi það.
wilson svaraði því til, að ekki
væri um neina auðmýkingu að
ræða. sökum þess, að stjórnin
sætti sig einfaldlega ekki við
sivar eins af rikjum EBE sem
svar frá öllum sex ríkjum banda
lagsins.
Annar þingmaður fhaldsflokks
ins, Patrick wall, sagði. að Wil-
son bæri nú að ihuga í alvöru
möguleikann á Norður-Atlants-
hafs fríverzlunarbandalagi vegna
neitunar Frakka. Wilson svaraði
því, að hann hefði mörgum sinn
um áður látið í ljós álit sitt á
slíkum möguleika. Hvorki nú
eða um fyrirsjáanlega framtið
gæti slikur möguleiki komið í
stað fyrir inngöngu Breta í EBE.
Hann lýsti því yfir, að hann
myndi gefa yfirlýsingu á morg-
un, ef kringumstæður eftir ráð-
herrafundinn í Briissel hefðu
skýrzt nánar.
- ÓTTAST UM LÍF
Framh. af bls. 1
blóðkornanna talin standa í
sambandi við hana.
í dag var sjúklingnum gefið
blóð samkvæmt ráðleggingum
fransks sérfræðings í hvít-
blæði, og virðist blóðgjöfin
hafa haft góð áhrif. Segjast
læknar við Groote Schuur
sjúkrahúsið í Höfðaborg vera
vongóðir um að geta bjargað
lífi hans með frekari blóðgjöf.
og yngsti bróðirinn, Gísli bóndi
í Mundakoti. Báðir létust þeir
fyrir aldur fram. Eftir lifa Jón-
ína húsfrú í Reykjavík, ekkja
Jóns Júníussonar, stýrimanns og
Ragnar forstjóri í Reykjavík.
Elín ólst upp í föðurgarði öll
sín bernsku- og æskuár. Þó fór
hún um tíma til Reykjavíkur til
að læra matreiðslu, kjólasaum
og hannyrðir.
Elín var glæsileg ung stúlka,
hún var björt yfirlitum og hár-
ið var mikið og ljóst. Hún var
háttprúð í framkomu og gædd
kvenlegum yndisþokka.
Þann 12. júní 1926 giftist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum
Ársæli Jóhannssyni, skipstjóra,
frá Hofi á Eyrarbakka, hinum
ágætasta manni.
Þau hjónin eignuðust 4 börn,
sem öll hafa erft glæsileik for-
eldra sinna. Þau eru: Jón verzl-
unarstjóri í Reykjavík, kvæntur
Maríu Þorláksdóttur, Elín hús-
freyja í Reykjavík, Jóhann skip
stjóri, búsettur í Hveragerði,
kvæntur Öldu Jónsdóttur og
Gunnar Þór, rennismiður í
Reykjavík, kvæntur Arndísi Jó-
hannsdóttur.
Heimili þeirra Ársæls og Elín-
ar stóð alla tíð í Reykjavík, en
hann var lengi framan af skip-
stjóri á togurum þaðan. Þau
hjónin voru mjög samhent um
að búa börnum sínum gott heim
ili, en að sjálfsögðu kom upp-
eldi og umönnun barnanna að-
allega í hlut húsmóðurinnar
eins og annarra sjómannskvenna.
Um margra ára skeið dvaldist
hún á sumrum með börn sín í
Hveragerði, en þar áttu þau
vandaðan bústað.
Hennar heimur og starfsvett-
vangur var nær eingöngu heim-
ilið, ogþ ar var hún drottning í
ríki sínu. Um hana eiga einkar
vel við orðskviðirnir: „Væna
konu, hver hlýtur hana? Hún
er mikils meira virði en perlur.“
Elín var hin sanna húsmóðir í
þess orðs dýpstu merkingu.
Heimili hennar var ætíð mótað
öruggum smekk, samræmi og
snyrtimennsku úti og inni.
Hún hafði yndi af að fegra og
fága umhverfi sitt, og reglusemi,
samvizkusemi og vandvirkni
voru henni í blóð borin.
Allt lék í höndum hennar,
hvort heldur hún sneið og saum
aði flík eða fína dúka.
Elín var ævinlega glöð og
hressileg heim að sækja og veitti
gestum sínum af rausn og mynd
arskap.
Að eðlisfari var hún dul um
sína hagi og hlédræg og flíkaði
ekki tilfinningum sínum, en vin
um sínum var hún trygg og naut
sín vel í þeirra hópi.
Elín var lengst af ævinnar
heilsuhraust, en síðustu árin var
hún þó nokkuð böguð af gigt.
Þrátt fyrir það annaðist hún
heimili sitt eins og áður, þar til
hún lagðist sína síðustu legu.
Ættingjar hennar og vinir
sakna hennar sárt og eiga erfitt
með að sætta sig við hin snöggu
og óvæntu umskipti. En enginn
má sköpum renna.
Eiginmanni hennar og börn-
um votta ég samúð og bið þeim
blessunar Guðs og þakka ánægju
legar samverustundir.
Guðrún Jónsdóttir.