Morgunblaðið - 20.12.1967, Síða 25

Morgunblaðið - 20.12.1967, Síða 25
MORGUNBLAÐK), MIÐVIKUDAGUR 20. DES. 1967 25 Verzlimin Hraunver. (Ljósm.: Mbl. R. M.) Ný kjörbúð í Hafnarfirði NÝ kjörbúS var opnuð að Álfa- skeiði 115 í Hafnarfirði fyrir skömmu. Hún heitir Hraunver, og eigendur eru Guðmundur Óskarsson, byggingaverkfræð- ingur, Gísli Jónsson og Þor- steinn Guðbergsson, sem verður verzlunarstjóri. Á fundi með fréttamönnum sagði Guðmund- ur, að framkvæmdir við bygg- ingu verzlunarhúsnæðis hefðu hafizt fyrir um einu og hálfu ári og nú væri búið að taka í notk- un 500 fermetra húsrými. Þetta er þó aðeins byrjun á uppbyggingu lítils verzlunar- hlverfis, eða þjónustumiðstöðvar því að á næstunni munu rísa við hlið Hraunvers ýmis nauðsynleg þjónustufyrirtæki. I Hraunveri verður lögð áherzla á að hafa til sölu allar nauðsynlegar ný- lenduvörur, svo sem kjöt, mjólk. fisk og brauð. Því miður, sagði Guðmundur, höfum við ekki get að fengið strax ýmsar nauð synjavörur, vegna óvissu í tolla málum. en vonandl rætist úr því fljótlega. Gert er ráð fyrir að kvöld- og helgarsala verði í Hraunveri, sem er eina nýlendu vöruverzlunin þarna á nokkuð stóru svæði. Húsasmíðamelstari við byggingu Hraunvers var Óla.fur Pálsson, en múrarameist- I ari Guðni Steingrímsson. Sveitastúlkurnar KOMIN er út hjá Prentsmiðju Jóns Helgasonar bókin „Sveita- stúlkurnar" eftir írsku skáldkon una. Ednu Ojgrien. Þetta er fyrsta skáldsáfa höfundar og vakti þegar óskipta ahygli er hún kom fyrst út árið !963, er Edna var 21 árs. Bókin segir frá Caithleen Brady, írskri sveitastúlku, sem er bæði rauðhærð og græneyg eins og vera ber og frá vinkonu hennar, Böbu, dóttur dýralækn- isins í þorpinu, greinir fr'á upp- vexti þeirra og fyrstu kynnum af stórborginni, af l'ífinu og ást- inni, eins og segir í umsögn á bókarkáipu. Edna 0‘Brien hefur skrifað tvær bækur aðrar um Caithleen og kunningja hennar og hefur önnur bókin í bókaflokki þess- um, „Stúlkan með grænu augun“ verið kvikmynduð. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi bó’kina á íslenzku, en Prent- - BÓKMENNTIR Framhald af bls. 17. Skáld af hans tagi eru stundum farsælustu menntaberarnir. Á- samt fjölmörgum öðrum átti Sigurjón þátt í þeirri vakning, sem lyfti héraði hans til forystu í félags- og menningarmálum fyrir síðustu aldamót. Nafn hans verður aldrei fellt niður úr sögu þeirrar hreyfingar. Þó hann veldi aðra og sér óhagkvæmari leið í skáldskapnum en t. d. Þorgils gjallandi og Guðmundur, bróðir hans, hefur hann augljóslega verið að velta fyrir sér sömu spurningunum. Skýlaus réttur tilfinninganna og eigin samvizka — það voru leiðarljós þessara tíma. Okkur, sem nú lifum, kann að virðast sem uppreisn þessara manna gegn stirðnuðum venjum eins og kreddum kirkjunnar hafi ekki aðeins verið barnaleg, heldur alóþörf. Hverju skipti það t. d., hvaða setningar prestur þuldi yfir krakka, um leið og nafn var við hann fest? Nú á dögum er ekki tekið eftir slíku. Fólk heyrir það ekki, hvað þá það hugsi nokkuð um það. En aldamótamennirnir í Þing- eyjarsýslu litu öðrum augum á þá hluti. Þeir vildu hafa allt á hreinu, þar með talin skipti sín við skaparann. Arnór Sigurjónsson hefur sýnt Edna O'Brien smiðja Jóns Helgasonar prent- aði og gaf út. minning föður síns verðuga ræktarsemi með því að gefa út þetta úrval af ljóðum hans. Fyr- ir aftan kvæðin er svo prentuð alllöng ritgerð Arnórs um skáld- ið. Aldrei bregzt, að Arnór skrifi læsilega og skemmtilega. Rit- gerð hans um föður sinn er ekki aðeins skrifuð af hlýju ræktar- arsemi, heldur einnig af skiln- ingi og þekkingu á því efni, sem fjallað er um. „Skáld eru til þess að skilja þau fremur en að mikla þau og dá þau,“ segir hann í upphafi ritgerðarinnar; en það er einmitt í anda þeirra um- mæla, sem Arnór segir frá föður sínum. Að vísu hefði ég kosið, að Arnór hefði sagt færra um fé- lagsmálastörf föður síns, en fleira um skáldskapariðkanir hans. Sagan af kaupfélaginu, svo dæmi sé tekið — er hún ekki meiri verzlunarsaga og héraðs- saga en svo, að hún eigi heima í ljóðasafni sem þessu? Eg varpa þessu fram sem álitamáli. Því öll er ritgerðin hin merk- asta og verður áreiðanlega kær- komin mörgum, sem annars láta sér fátt um ljóðasöfn finnast, yfirleitt. Að útilti er bókin látlaus, en smekkleg og sæmir vel minning skáldsins, Sigurjóns Friðjónsson- ar. Nokkur frumvörp af- greidd sem lög — á fundum Alþingis um helgina og í gœr Á LAUGARDAG voru haldnir tveir fundir í báðum deildum Alþingis. Á fyrri fundi efri deildar kom frumvarpið um ráðstafanir á gengishagnaði af útfluttum sjávarafurðum til 2. umræðu og mælti Pétur Bene- diktsson fyrir nefndarálitinu og breytingartillögum er sjávarút- vegsnefnd deildarinnar flutti. Var innan nefndarinnar sam- staða um breytingar á frum- varpinu, en þær voru allmarg- ar m.a. ákveðið að bætur til bræðslusíldariðnaðarins á Norð ur- og Austurlandi næði einnig til fiskimjölsverksmiðja og að úthlutun bóta vegna hækkunar á rekstarkostnaði vegna geng- isbreytingar, við framleiðslu sjávarafurða til ársloka 1967, verði úthlutað af 5 manna nefnd, og skulu fjórir nefndar- menn tilnefndir af aðilum sjáv- arútvegsins, en formaður nefnd arinnar verður skipaður af ráð- herra. Við 2. umræðu tóku einn ig til máls Eggert G. Þorsteins- son sjávarútvegsmálaráðherra og Ólafur Jóhannesson (F). Á öðrum fundi deildarinnar var i 'Mctmtrscjo HARÞU RRKAN FALLEGRI*FLJÓTARI • 700W hitaelemenL stiglaus hitastilling 0—80°C og „turbo" loftdreifarinn veita þægilegri og fljótari þurrkun • Hljóðlót og truflar hvorki útvarp né sjónvarp • Fyrirferðarlítil í geymslu, því hjólminn mó leggja soman • Með klemmu til festingar ó herbergishurð, skóphurÓ efia hillu • Einnig fóst borftstativ eöa gólfstativ, sem leggja mó saman • Vönduð og formfögur — og þér getiÖ valiö um tvaer fallegar litasamstæður, blóleita (turkis) efta gulleita (beige). • Ábyrgft og traust þjónusta. GOÐ JOLAGJOF FÖNIX FYRST A\ FLOKKS F R Á .... SlMI 24420 - SUÐURG. 10 - RVlK málið síðan afgreitt til neðri deildar og þar tekið til fyrstu umræðu. f fyrradag kom það síðan til 2. umræðu og mælti þá Birgir Finnsson fyrir áliti meiri hluta sjávarútvegsnefndar en Lúðvík Jósefsson fyrir áliti minni hluta nefndarinnar. Björn Pálsson gerði grein fyrir breyt- ingartillögum er minni hluti nefndarinnar flutti. Aðrir sem þátt tóku í umræðunum voru Eggert G. Þorsteinsson, sjávar- útvegsmálaráðherra, Gísli Guð- mundsson og Jón Skaftason. í ræðu sjávarútvegsmálaráðherra kom fram, að ákveðið hefði verið að fella niður söluskatt af vátryggingargjöldum fiski- skipa og sagði hann að flutt yrði um það breytingartillaga, er fjárlagafrumvarpið kæmi til 3. umræðu. Á fundi neðri deildar í fyrra- dag voru einnig frumvörpin um framfærslulög og sveitarstjórn- arlög afgreidd sem lög frá Al- þingi. Frumvarpið um almanna tryggingar kom til 2. umræðu í Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2y4” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. Akureyri: Glerárgötu 26. Sími 21344. deildinni og mælti Guðlaugur Gíslason fyrir áliti nefndar. Skúli Guðmundsson flutti breyt ingartillögu við frumvarpið og gerði með henni ráð fyrir að rannsókn færi fram á ,því hvort ekki væri hægt að koma við hagkvæmara kerfi við greiðslu almannatrygginga. Við atkvæða greiðslu var tillaga Skúla sam- þykkt samhljóða og málinu því aftur vísað til efri deildar. I efri deild kom frumvarpið um tekju- og eignaskatt til 2. umræðu og mælti þá Geir Hall grímsson fyrir áliti nefndar. Einar Ágústsson og Páll Þor- steinsson fluttu breytingartil- lögu við frumvarpið, og enn- fremur tók til máls Magnús Jónsson fjármálaráðherra. Við atkvæðagreiðslu voru breyting- artillögur felldar, og málið síð- an afgreitt til 3. umræðu. BÍLAKAUP^ [ Vel með farnir bílar til sölu og sýnis í bílageymslu okkar að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup.. — | Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. BÍLAKAUP Mercury Cougar árg. 67. Rússajeppi árg. 57. Trabant station árg. 64. Skoda 1201 árg. 61. Volkswagen sendibíll árg. 61. Moskwitch árg. 59, 60, 66. Anglia árg. 59. Volkswagen árg. 57. Skoda Oktavia árg. 61, 62. Galaxis árg. 63. Opel Caravan árg. 62, 63. Opel Record árg. 62, 64. Willy’s árg. 66. Taunus 12 M árg. 64, Hilman IMP árg. 65. Anglia sendibifreið árg. 62. iTökum góða bíla í umboðssölul I Höfum rúmgott sýningarsvæði innanhúss. UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 StMI 22466 IMÝ SKÁLDSAGA: Ást í álfum tveím Höfundur Páll Hallbjörnsson Iívar er lífshamingju að finna? Því er svarað í bókinni á bls. 112 og 155. BÓKAÚTGÁFAN REIN.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.