Morgunblaðið - 20.12.1967, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.12.1967, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DES. 1967 — En sá lakasti var nr. 83 af 106 ÍSLENZKU skíðamennirnir sem nú æfa með þátttöku í Olym- píuleikunum í Grenoble í febrú- ar fyrir augum, tóku þátt í s/kíða móti í 'Val d'fser í Frakklandi um helgina. Heildarárangur þeirra var góður að dómi Stef- áns Kristjánssonar, formanns Skiðasambands íslands, þó eng- inn þeirra ^kæri sig úr i einstök- um greinum keppninnar. í stórsvigi tóku þátt 106 kepp- endur. Þar varð röð íslending- anna þessi: Magnús Ingólfsson nr. 74, ívar Sigmundsson nr. 77, Reynir Brynjólfsson nr. 79, Björn Ólsen nr. 80, Hafsteinn Sigurðsson nr. 83. í svigi varð röð ísiendinganna þessi: Björn Ólen nr. 35, Reynir Brynjólfsson nr. 38, fvar Sigmundsson nr. 45. Hinir voru dæmdir úr leik fyrir að sleppa hliði eða af öðr- um ástæðum. Reynir Brynjólfsson nr. 32, ívar Sigmundsson nr. 36. Stefán Kristjánsson sem var tíðindamaður blaðsins að þess- ari frétt, sagði það álit sitt, að fraramistaða íslendinganna væri góð einkum úrslitin í saman- iögðum greinum. Án þess að íjþróttasíðan vilji rýra gildi þeirra afreka er ís- lendingarnir hafa náð þar ytra, virðist sem margir af þeim er hóf-u keppni í stórsviginu hafi hætt. Sé svo ekki og íslending- arnir séu svona miklu betri í svigi en stórsvigi, þá skulum við fyrstir taka þessi vafaorð til baka og vonast til hins bezta er til sjálfra OL-leikjanna kemur. Endamastur lyftunnar og séð niður brautina. 1250 metra skíðalyfta á Isafirði Nr. 30 var bezta sæti er ísland hlaut í Val d'lser — Vigð eftir áramótin, hefur reynzt vel Safnanlagt náðu fslendingarn- ir þessum árangri: Björn Ólsen nr. 30 af 106 er hófu keppni, Danski knattspyrnumaður- inn Finn Dössing hefur feng- ið lausn frá atvinnusamningi síum við Dundee Utd. Hann var keyptur fyrir 3 árum, gekk vel í byrjun, en hefur lítið leikið með liðinu í ár — eða aðeins í 8 leikjum. Finn Dössing heldur heim til Vi- borgar. UM þessar mundir er reynd ný skíðalyfta á fsafirði, en hún verður formlega vígð rétt eftir áramótin. Þetta er hið mesta mannvirki þó ekki verði saman borið við stólalyftuna á Akur- eyr, enda bæði ódýrara og á annan hátt uppbyggt. Hér er um svonefnda Pomalyftu að ræða, en þær eru frægar um heim allan .fyrir öryggi og gæði, og enda byggðar á einstöku einkaleyfi að því er sæta-útbún- aði viðvíkur. Kristinn Benediktsson skiða- kappi sem hefur umboð fyrir lyftufirmað hér á landi ræddi við fréttarnenn á dögunum ásamt Daniel Bertrand sem kom frá fyrirtækinu til lokastillinga á iyftunni. Þeir lýstu lyftunni á ísafirði, og rómaði Frakkinn skíðalandið þar um kring og kvaðlst undrandi á því að ekki hefði fyrr verið þar sett upp lyfta af einhverju tagi. Hin nýja lyfta á ísafirði er 1250 m að lengd og nær frá skíðaskála Skíðatfélags ísafjarð- ar að svokölluðum Gullhól, en hann er í tæpl 500 m hæð yfir sjávarmál. Frá endastöð brautarinnar eru brekkur við alira hætfi, atfliðandi og brattar og sú lengsta, frá Gull- hól að Seljalandi um 3 km að lengd. Einnig gefst tækifæri til göngutúra frá endastöð um víð- áttuimikið landtflæmi, hvort sem menn óska sléttlendis að kalla eða léttra brekka. Lyftan að Gulthól er dráttar- braut, þannig að menn skjóta einskonar diski undir bossa sinn og eru dregnir upp. Lyftan getur flutt skíðamann á hverjum 23 m kafla vírsins frá upphatfsstöð að endastöð og „afköist“ hennar eru 535 farþegar á klst. í lyftubrautinni eru 12 möstur sem halda vírnum uppi og svo brottfararstöð. Lyfíubú n a ður in-n er með sérstæðum og atfar þægi- Framh. á bls. 31 MARÍA SKAGAN: I MEISTARANS HÖNDUM SÖGUR LÍFS OG DAUDA Þetta er bók allra þeirra, sem hugsa um lifið og gátur tilverunnar. Bók þessi er gefin út til ágóða Sjálfsbjargar, Landssamb. fatlaðra í meistarans höndum — sögur lífs og dauða — heitir bók, sem Maria Skagar, hefur þýtt og tek- ið sarnan úr ýmsum stað, en gef- in er út að tilhlutan Sjálfsbjarg ar, iandssambands fatlaðra. Séra SiguTður Haukur Guðjónsson rit- ar formála, þar sem hann minnir á starf Sjálfsbjargar og byggingu vinnu- og dvaiarheimilis samtak- anna. En þessi bók „á að minna þig, hver sem þú ert, á það, að hafið er verk, er þína hönd þarf til að bera til sigur'*. María Skagan hefur safnað efni í bókina og lagt handritið fram sem gjöf til Hjálparsjóðs Sjálfs- bjargar, en prentsmiðjur, bók- bandstofur og fleiri munu hafa lagt skerf til þess að draga úr kostnaði við útgáfu hennar, svo að andvirði hennar geti runnið sem minnst skert til Sjálfsbjarg- ar, en þangað á allur ágóðinn af söiunni að fara, Bók þessi er snoturlega úr garði gerð, og vert er að minna á það, að sá, sem kaupir hana, leggur ekki aðeins góðan styrk þeim, sem stuðnings þurfa við, heldur fær í hendur mjög eigu- lega bók — bók, sem ekki er Verð kr. 220.— lík neinni annarri bók, sem kom- ið hefur út á þessu hausti. Hún hefur að geyma margar stuttar smásögur og frásagnir, flestar örstuttar. Þetta eru eigin- lega dæmisögur, er greina frá merkilegum atvikum og orðum, tilvitnanir teknar úr merkum bók um, orð spekinga endurflutt. Þetta eru lærdómsríkar sögur og vel sagðar og valdar. Fyrst eru allmargar sögur úr bókum Kahlil Gibran, sem María Skagan hefur þýtt, síðan sagnasyrpa úr Gang- lera, og hafa þar ýmsir um fjall- að, og loks er meira en hekning- ur bókarinnar safn úr ýmsuim rit um, erlendum sem innlendum. María Skagan er augsýnilega vel ritfær og glöggur veljandi. Sumar þessara önstuttu sagna eru perlur, otft sagðar í léttum tón- en ætíð alvöru lífsins í kjarna. Það er gaman að fletta slikri bók og lesa. Það er eins og að skoða myndasafn. Þessi bók á skilið mikla sögu, bæði vegna þess stuðnings, sem það mundi veita góðu málefni. og vegna sjálfrar sín. I MEISTARANS HÖNDUM SÖGUR LÍFS OG DAUÐA o BÓKAÚTGÁFA GUÐJÓNS Ó. HALLVEIGARSTÍG 6-8 SÍMI 15434

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.