Morgunblaðið - 20.12.1967, Page 32

Morgunblaðið - 20.12.1967, Page 32
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1967. H ERRADEILD Strandferðaskipin smíðuð á Akureyri? — Verkefnin upp á um 60 millj. kr. hvort skip MBL. hefur fregnað, að líkur bendi til þess, að annað hvort eða bæði strandferðaskip Skipaútgerðar ríkisins verði byggð á Akureyri, m.a. vegna batnandi samkeppnisaðstöðu íslenzkra skipasmíðastöðva eftir gengislækkunina. Munu nú fara fram athug- anir milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabanka íslands á fjár- öflun til þessara fram- kvæmda og munu endanleg- ar ákvarðanir liggja fyrir innan tíðar. Hvort skip fyrir sig er 1000 dwt. að stærð og er þetta án efa stærsta verkefni sem ís- lenzkri skipasmíðastöð hefur verið falið til þessa. Ef höfð ¥ I Smygl Gullfossi ALLMIKIÐ magn af sanygl- varningi fannst í Gullfossi, þegar hann kom til Reykja- víkur frá Hamborg í fyrra- dag. Var þarna um að ræða tóbak, áfengi, sælgæti og fatn að og var sanyglið falið í kæligöngum skipsins. Ekki var búið að telja upp smyglið í gærkvöldi og höfðu tollþjónar ekki leitað af sér allan grun, þegar Mbl. vissi síðast, og ekki var vitað hverj ir eru eigendur varningsins. Virðuleg útför Hnrolds Björnssonor IJTFÖR Haralds Björnssonar leikara var gerð frá Dómkirkj- unni í gær og hófst athöfnin kl. tvö eftir hádegi. Séra Jón Auð- uns dómprófastur flutti líkræð- una, stúdentakórinn söng, Jón Sigurbjörnsson óperusöngvari söng einsöng, en Ragnar Björns- son lék á orgelið. Leikarar báru kistuna úr kirkju. en synir og frændur hins látna báru kist- una síðasta spölinn í kirkju- garðinum. Fjölmenni var við jarðarförina, sem fór mjög virðulega fram. Stálfötum stolið TUTTUGU og þremur stáifötum var stolið úr ólæstum bíl, sem stóð í portinu við veitingahúsið Glaumibæ milli kl. 18:30 og 21 sl. mánudag. Voru stálfötin öll í einum pakka og ætluð til jóla- gjafa. Það eru vinsamleg tilmiæli rannsóknarlögreglunnar, að þeir, sem verða þess varir, að stálföt séu boðin til kaups, l'áti hana vita (hið bráðasta. Þingsályktunartillaga Friðjóns Þórðars.: Rnnnsóknarlögreglon verði undir yfirstjórn Iögreglusfjóro FRIÐJÓN Þórðarson hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunar- tillögu um breytta skipan lög- reglumála í Reykjavík þess efn- is að ríkisstjórnin undirbúi breytta skipan á yfirstjórn lög- reglunnar í Reykjavík. þannig, að hin almenna lögregla og rann sóknarlögreglan heyri framveg- Þingi frestnð til 16, jnnnnr í gær var lögð fram á Aiþingi tillaga til þingsályktunar um frestun Alþingis. Flutningsmaður er forsætisráðherra, Bjarni Bene- diktsson. Er tillagan svohljóð- andi: Alþingi ályktar að veita samþykki til þess, að fundum þingsins verði frestað frá 20. desember 1967 eða síðar, ef henta þykir, enda verði þáð kvatt sam- an á ný eigi síðar en 16. janúar 1968. 4 is undir yfirstjórn lögreglustjór- ans í Reykjavík. Rannsóknarlögreglan hefur hingað til heyrt undir sakadóm araembættið. er hliðsjón af þeim föhim, sem fyrir liggja samkvæmt úthoði má gera ráð fyrir, að byggingarkostnaður skipanna Deíldnrfundum lokið jólnhlé fyrir SIÐUSTU deildarfundir Alþing- is fyrir jólahlé voru haldnir í gær, og voru þá fjögur frum- vörp afgreidd sem lög frá Al- þingi; Voru það frumvörpin um almannatryggingar, söluskatt, tekju- og eignarskatt og Bjarg- ráðasjóð. í neðri-deild árnaði Sigurður Bjarnason, deildarforseti síðar. þingmönnum gleðilegra jóla og farsæls árs en Lúðvík Jósefsson færði forseta þakkir fyrir góða fundarstjórn og árnaði honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og nýárs. Tóku þingmenn undir með þvi að rísa úr sætum. Jónas G. Rafnar forseti efri- deildar árnaði deildarþingmönn- um gleðilegra jóla og nýárs. en Ólafur Jóbannesson þakkaði for seta og bar jóla og nýársóskir fram til hans og fjölskyldu. Tóku þingmenn undir með því að rísa úr sætum. liggi öðru hvoru megin við 60 millj. kr. á hvort skip. Hljómskálagarðinum „Nú sefur jörðin sumar- . græn“. Ætli listaskáldinu I góða sé ekki eitthvað svipað 1 í hug, þar sem það stendur á stalli sínum í Hljómskála- , garðinum? — (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.l Fjárveitingar til nýbygginga skóla hækka um 35,2 millj. VIÐ þriðju umræðu fjárlaga á Alþingi í gær, kom fram í ræðu Jóns Árnasonar formanns fjár- veitinganefndar, að nefndin leggur til að fjárveitingar til ný bygginga skóla verði hækkaðar frá því sem þær eru á yfirstand- andi ári um 35,152 millj. kr. — Nema þá fjárveitingar til stofn- kostnaðar skóla samtals 187,245 millj. kr., sem skiptist þannig: Til barnaskóla, gagnfræðaskóla 1,5 milljón króna til byggingar safnhúss DAGAR TIL JÓLA VIÐ 3. umræðu fjárlaga í gær flutti meirihluti f járveitinga- nefndar tillögu um, að stofnað- ur skyldi Byggingasjóður safna- húss og lagði til, að 1,5 millj. kr., yrði veitt til sjóðsins nú í fjár- lögum næsta árs. í ræðu Jóns Árnasonar, for- manns fjárveitinganefndar, kom m.a. fram, að fyrir nokkrum ór- um hefði verið samþykkt þings- ályktunartillaga um að sameina Landsbókasafn og Háskólabóka- safn í einni bókhlöðubyggingu. Ekkert hefði þó orðið úr fram- kvæmdum, þar sem fjárveit- ingar hefði ekki verið fyrir hendi. Þá sagði Jón Árnason, að með þessari fjárveitingu sköpuðust möguleikar til að vinna að nauð- synlegum undixbúningi og koma málinu á rekspöl, hvort sem úr sameiningunni yrði eða ekká. og héraðsskóla, samtals 128,568 millj. kr., til húsmæðraskóla 6,155 millj. kr., til iðnskóla 5,540 millj. kr. og til annarra skóla 46,982 millj. kr. Þá lagði nefndin til að fjár- veiting til menntaskóla á ísa- firði hækkaði um 1.150 þús. kr., og til menntaskóla á Austur- landi um sömu upphæð. Einnig, að veitt verði 1 millj. kr. til undirbúnings íþróttahúsbygging- ar við Kennaraskóla fslands og að fjárveiting til íþróttakennara skólans á Laugarvatni hækki um 1,2 millj. kr. Skýrsla um framkvæmd vegaáætlunar 1967 LÖGÐ hefur verið fram á Al- þingi skýrsla samgönigumálaráð- herra um framkvæmd vegaáætl unar 1967. Greinir vegaáætlunin m.a. frá enduTskoðun vegaáætl- unar 1967 og 1968 og kemur þar fram að heildarútgjöld Vegasjóðs á árinu 1966 voru 320,4 mifllj. kr., eða 6.7 millj. kr. hærri en áætl- að hafði verið, en heildartekjur voru 331,6 millj. kr.. í skýrslunni er einnig getið um áhrif verðbækkana, ábrif veð urfars og náttúruhamfara, um- ferðartalningu og vegaeftirlit inn. heimtu tekna og greiðlsluyfirliit, föst lán til vegafraimkvæmda, við hald þjóðvega, skiptingu fjárveit inga til hraðbrauta, til þjóð- brauta; til landsbrauta og fjalla- vega. Þá er og í skýrslunni sund urliðun á fjárveitingum til brú- anbygginga. framlög til sýsluvega sjóða og til vega í kaupstöðum og kauptúnum. Ekiö á hús á Akranesi EKIÐ var á þrjú hús á Akranesi aðfaranótt þriðjudags og var bíl- stjóri annars bílsins réttinda- !aus og ölvaður. Engin síys urðu á fólki, en bílarnir skemmdust mikið. Fyrra óhappið varð á Kirkju- braut. Þar missti ökumaður vald á bíl sínum vegna hálku og rann billinn á glugiga í skóbúð- inni Staðarfell og braut þar stóra rúðu. Okumanninn sakaði ekki, en nokkrar skemmdir urðu á bílnum. Réttindalaus unglingur, sem. var undir álhrifuim áfengis, ók á tvö hús við Vesturgöt/u. Var bróðir eiganda bílsins með í för inni, en hvorugan sakaði. Litl- ar skemmdir urðu á húsunum tveimur en bíllinn skemmdist mikið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.