Morgunblaðið - 30.12.1967, Side 5

Morgunblaðið - 30.12.1967, Side 5
MORGXJKTB'L.AÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DES. 1967 5 4* V' — Kvæðin í þessari bók heilluðu mig mest. Þau bjóða upp á svo margt, segir lista- maðurinn og horfir spekings- lega á myndir sínar, en þær eru alls fimm. — Hefur þú fengizt við þetta áður? — Það held ég nú. Ég byrj- aði að mála níu ára — hætti fimmtán ára, en byrjaði svo aftur í sumar. — Nú, ég er þá að skjal- festa sögu „sénís". — Það veit ég hreint ekki, segir Ólafur og glottir. — Hefur þú lært eitthvað? — Já, ég var tvö ár í Hand- íða- og myndlistarskólanum — það var þegar ég var tólf og þrettán ára. við leikum okkur svo lítið með persónurnar sjálfar. Að lokum verður svo stiginn dans til klukkan fjögur um nóttina og leikur sextett Óla Gauks fyrir dansinum. — Þú gleymir aðalatriðinu, maður. — Hvað er það? — Jú, Jólagleðin verður annað kvöld (í kvöld 30. des- ember) og byrjar klukkan 7:30, segir sá skynsami og brosir. — Þar varstu gáfaður, segja hinir tveir og horfa með að- dáun á snillinginn. — Þið eruð búnir að sprengja Háskólabíó utan af ykkur? — Það er ég nú hræddur um. Fyrst var Jólagleðin haldin í skólanum sjálfum, en flutt í Háskólabíó fyrir ein- um sjö árum. Nú dugar ekk- ert minna en stærsti salur landsins. Nú eru þremenningarnir farnir að ókyrrast heldur betur og sjáum við okkur ekki annað fært en sleppa þeim að sinni. í einu horninu stendur ung blómarós og horfir íbyggin á nokkrar myndir, sem búið er að hengja upp. Á kynningar- spjaldinu stendur, að þetta séu myndir við ljóðabókina „Bí, bí og blaka“ unnar af Margréti Reykdal. — Hvers vegna valdir þú (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) þessa bók, Margrét? — Ætli það hafi ekki verið vegna þess, að hinar voru allar fráteknar, segir blóma- rósin. — Hvað átt þú margar myndir? — Þær eru átta. — Er gott að vinna úr kvæðum Jóhannesar? — Sumum já — öðrum ekki. — Og hvað verður svo um þessar myndir, þegar Jóla- gleðin er afstaðin? — Þær týnast. Það verður málað yfir þær næst, segir Margrét, og það er ekki laust við að saknaðar kenni í rödd- inni. Ólafur Guðgeirsson á þarna fimm myndir við ljóð úr bók- inni „Hart er í heimi“. Helgi Torfason (til vinstri) og Jón Bragi með álftina, sem kvakaði. Við þurfum ekki frekar vitnanna við og leitum því uppi þann, sem hefur „skúlpt úrinn“ á samvizkunni. — Helgi Torfason heiti ég. — Við hvaða bók eiga þín verk? — „Álftirnar kvaka“ og þetta er álftin, segir Helgi og Framhald á bls. 23 Veizlubrauðit) frá Brauðbæ * ; er ekki aðeins bezt ! heldur líka ódýrast Kveðjið gamla árið og heilsið því nýja með smurbrauðinu frá okkur. Fantið tímanlega. Sendum hvert sem er. LOKAÐ Á NÝJÁRSDAG. cjCanclí ómonnam oók>n m uu (M er aró menntskælingar í Laugardalshöllinni — AÐGANGSEYRIRINN að Jólagleði MR er það eina, sem ekki hækkar frá í fyrra, þrátt fyrir verðbólgu og gengisfellingu, segir Vilmund ur Gylfason, form. Jólagleði- nefndar, þegar fréttamenn Mbl. litu inn í íþróttahöllina í Laugardal í gær. — Jóla- gleðin er ein helzta hefðin í skólalífinu og ég held mér sé óhætt að fullyrða, að und- irbúningsvinnan í ár fari fram úr öllu, sem áður hefur verið gert. Á víð og dreif um salinn eru menntaskólanemendur að ganga frá skreytingunum, en þær eru allar unnar við ljóð Jóhannesar úr Kötlum og er það í fyrsta skiptið, sem skreytingarnar á Jólagleði MR eru unnar við verk ís- lenzks nútimaskálds. Eftir nokkur hlaup um sal- inn tekst okkur að króa af þá þrjá, sem sagðir eru lífið og sálin í undirbúningnum, en auk Vilmundar eru það Jón Bragi Bjarnason og Stefán Friðfinnsson, sem segist vera eini maðurinn með viti í nefndinni. — Laukrétt, segir Vilmund- „Lifið og sálin í undirbúningnum“. Frá vinstri: Jón Bragi Bjarnason, Stefán Friðfinnsson (sá skynsami) og Vilmundur Gylfason. Ólafur Guðgeirsson við mynd sína „Sjómannasöngur“. ur, en það er móður hans að þakka. Hún er skynsemislind Jólagleðinnar í ár. — Hvenær hófuð þið undir- búninginn? — Blessaður vertu, við vinnum þetta eins og íslend- ingar — með góðum áætlun- arbúskap — og byrjuðum í sumar. Við komum hingað í Höllina 3. desember og vorum þá búin með það mesta. — Hvað vinna margir nem- endur að Jólagleðinni? — Það munu vera um 60 manns af um 1000 nemend- um. Skreytingarnar við verk Jóhannesar eru tæplega 70 myndir og auk þess nokkuð af „skúlptúr". Svo er margt fleira, eins og t.d. skemmti- atriðin sjálf, sem eru stór- glæsileg. — Og þau eru? — Nú, það er bezt að byrja á ræðu kennara, sem Guðni Guðmundsson flytur að þessu sinni. Hápunkturinn er dag- skrá, sem við höfum tekið saman úr verkum Jóhannesar úr Kötlum. Þá verðum við líka með Skugga-Svein — eiginlega hálfgerða skopstæl- ingu. Textinn er óbreyttur, en Margrét Reykdal við tvær mynda sinna við „Bí, bí og blaka". Jélogleði MR1967

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.