Morgunblaðið - 30.12.1967, Blaðsíða 14
14
MOBGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DES. 1067
Jón Stefán Arnórsson
fra Hesti — Minning
Anna Sigríður
Jónsdóttir - Minning
F. 12/11. 1893. — D. 18/12. 1967.
í DAG —• 30. desem/ber — verð-
ux til moldar borinn að Hvann-
eyri í Borgarfirði, Jón Stefán
Arnórsson frá Hesti, kaupsýslu-
maður í Reykjavík um áratugi.
Hann lézt í sjúkrahúsi hér í
höfuðborginni 18. þessa mánaðar
eftir skamma veru þar, en hafði
kennt vanheilsu um nokkurt
árabil, þótt ekki félli honum
verk úr hendi að jafnaði, enda
var hann starfifús og starfhæfur,
áhugasamur og öruggur í hvi-
vetna.
Hann kaus sér sjálfur hinzta
hvílustað við 'hlið foreldra sinna
í dánarreit þess kirkjusafnaðar
er faðir hans hafði þjónað alla
sína embættistíð í nærri þrjátíu
ár.
Foreldrar Jóns voru þau
prestshjónin á Hesti, séra Arnór
Þorláksson og Guðrún Elísabet
Jónsdóttir. Voru þau bæði af
merkum og þjóðkunnum ættum.
Faðir séra Arnórs var Þorlákur
Stefánsson, síðar prestur að Und
irfelli í Vatnsdal. Hann átti tíu
syni, þeirra á meðal voru þrír
prestar og hinn kunni listmálari
Þórarinn Benedikt. Móðir séra
t
Hjartans þakkir fyrir auð-
sýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför
Magnúsar Ingileifssonar
frá Vík.
Sérstaklega viljum við
þakka þeim, sem önnuðust
hann í veikindum hans.
Guð blessi ykkur.
Börn hins látna.
t
Innilegar þakkir fýrir auð-
sýnda samúð við andlát og
útför
Guðrúnar Bjarnadóttur
Kirkjubraut 7, Akranesi.
Systkin hinnar látnu.
t
Innilegar þakkir færi ég öll-
um þeim mörgu er auðsýndu
samúð og vinarhug við and-
lát og jarðarför
Sigríðar Jónsdótíur
frá Smiðjuhóli.
Fyrir hönd systra hennar,
Þorsteinn Sveinsson.
t
Alúðarþakkir öllum læknum
og starfsfólki spítalans, vinum
og vandamönnum er veittu
hjálp í veikindum konu minn-
ar og móður okkar,
Hafdísar Haraldsdóttur,
Hólmgarði 25.
Hjartans þakkir fyrir virð-
ingu og samúð við andlát og
útför hennar.
Magnús Tómasson
og dætur.
Arnórs, kona séra Þorláks, var
Sigurbjörg dóttir Jóns prests
Péturssonar í Steinnesi. Einn
bræðra hennar var Halldór
prófastur á Hofi, þjóðkunnur al-
þingismaður og einn af þjóð-
fundarhetjunum 1851. Móðir
Jóns Arnórssonar var sem áður
grenir, Guðrún Elísabet Jóns-
dóttir frá Neðranesi í Stafholts-
tungum. Hún var dóttursonar-
dóttir eða þriðji ættliður frá
Jóni presti í Steinnesi og því ná-
skyld manni sínum. Hún var
einnig þriðji ættliður bæði frá
Stefáni amtmanni Stephensen á
HvítárvöUum og séra Þorvaldi
Böðvarssyni presti og sálma-
skáldi í Holti.
Jón Stefán Arnórsson var
fæddur á Hesti 12. nóv. 1893 og
ólst upp og var ihjá foreldrum
sínum þar, á meðan þeirra naut
vio, en þau urðu bæði skamm-
líf. Móðir hans lézt í ársbyrj-
un 1906 en faðir hans 1913 að-
eins 54 ára að aldri og hafði
búið við vanheilsu nokkur síð-
ustu árin.
Bernskuheimili Jóns var jafn-
an fjölmennt. Þau systkini, börn
séra Arnórs, voru tiu, þrjár dæt-
ur og sjö synir og flest þeirra
á Hesti að jafnaði. Einn sonur-
inn, Lárus, síðar prestur á Mikla
bæ og yngsta dóttirin, Guðrún
Elísabet, seinna prestsfrú á
Skinnastað, voru þó bæði alin
upp á Staðarhrauni hjá séra
Stefáni prófasti, en hann var
móðurbróðir þeirra. Hin voru
lengst af heima á Hesti meðan
foreldrar þeirra lifðu, en þau
létust bæði á bezta aldri eins og
fyrr er sagt.
Jón Arnórsson stundaði hvers
konar heimilis- og bústörf í
æsku, jafnskjótt og hann var
fær til, eins og öll systkini hans
og var í rauninni bústjóri hjá
föður sínum fljótt eftir ferm-
ingu. Voru það mikil umsvif og
áreynsla fyrir svo ungan mann
á barnmörgu heimili. Um skeið
annaðist hann einnig póstferðir
frá Hesti um Lundarreyjkjadal
og Skorradal. Faðir hans var
mikill áhuga- og framkvæmda-
maður. Þannig reisti hann stórt
íbúðarhús úr steinsteypu . á
pretssetrinu um aldamót. Var
hann meðal þeirra fyrstu er
slík hús reistu þótt leiðtoeining-
ar og aðstoð væri þá engar eða
litlar að fá í landinu. Hann
va reinnig umtoótamaður um
ræktun og bætti tún jarðarinn-
ar og stækkaði sem miklu nam.
Þegar séra Arnór lét af em-
bætti vorið 1913, sundraðist fjöl-
skyldan og flutti burtu. Fóru
flest systkinanna þá til Reykja-
vikur og nutu þá í fyrstu leið-
beininga og aðstoðar frændfólks
síns ,sem þar var, en á'hugi og
dugur gerði þeim fljótt fært að
takast hin ýmsu störf á hendur
og komast áfram af eigin ramm-
leik.
Haustið 1914 hófJón Arnórs-
son nám í Verzlunarskóla ís-
lands og lauk þaðan burtfarar-
prófi vorið 1916, með góðum
einkunum í öllum námsgrein-
um skólans. Skólanám hafði
hann ekki stundað áður, en
reyndist þó í Verzlunarskólan-
um meðal færustu nemenda
hans.
Að námi loknu tókst hann á
hendur kaupsýslustörf. Var hjá
Pípuverksmiðjunni fyrstu þrjú
árin, en síðan fór hann í störf
hjá heildverzlun Jóhanns Ólafs-
sonar & Co. næstu sex árin en
hvarf þá um sinn til náms er-
lendis nokkur ár, en kom aftur
heim 1929 og vann þá að nýju
hjá Jóhanni Ólafssyni. Voru
þeir skólabræður út Verzlunar-
skólanum og sýndu hvor öðrum
jafnan mikla virðingu og traust.
Eftir margra ára starf við heild-
verzlun Jóhanns rak hann bóka-
og ritfangaverzlun í Bankastræti
14 um alimörg ár, en tókst síð-
an á hendur umtooð fyrir Happ-
drætti Háskóla íslands og gegndi
því starfi til dánardags eða um
áratugi. Var það síaukið starf
og því tímafrekara sem lengur
leið. Við þetta starf veiktist hann
í öndverðum þessum mánuði og
átti ekki afturhvarf þangað. —
Starfsfólk hans þar hefir dást
að honum fyrir framkomu hans
sem stjórnanda og telur hann
hafa verið ágætan húsbónda.
Jón var kvæntur Helgu Stellu
Jóhannesdóttur er bjó honum
gott heimili og lifir hún mann
sinn. Þau áttu fjögur börn, eina
dóttur Margréti, og þrjá syni,
Hilmir, Jón Stefián og Mími.
Hafa þau öll stundað nám eða
gera enn, ýmist bóklegt eða verk
legt. Þau eru efnileg og myndar
fólk sem mikils má vænta af.
Systkinin frá Hesti, börn séra
Arnórs og frú Guðrúnar Elísa-
betar, sem voru tíu, hafa flest
kvatt þennan heim, aðeins þrjú
þeirra eru enn á lífi. Þau eru:
Marta María Guðrún, Steingrím-
ur verzluarfulltrúi og frú Guð-
rún Elísabet kona séra Páls Þor-
leifssonar frá Skinnastað.
Við sem vorum Jóni Arnórs-
syni samtíða í Verzlunarskóla
íslands fyrir meira en fimmtíu
árum, minnumst ætíð góðxar og
ljúfmannlegrar framkomu hans
þar. Samvizkusemi og skyldu-
rækni hans var þá þegar slik,
að betra varð ekki á kosið. Við
sem lukum námi þar vorið 1916
vorum 22. Af þeim eru ellefu
faflnir í valinn. — Jón Arnórs-
son var sá ellefti sem kvaddi.
Við sem eftir erum þökkum
honum samveruna þar og öli
ágæt kynni síðan. Okkur hefir
nokkrum sinnum veizt sú
ánægja, að koma saman og rifja
upp ýmislegt frá liðnum tíma
og átti Jón ætíð ánægjulegan
þátt að þeim samkomum með
háttvísi sinni og fórnarlund.
Ég votta eftirlifandi konu
Jóns, börnum hennar og öðrum
vandamönnum, samúð okkar
skólasystkina hans og óskum
henni og þeim bjartrar og heilla-
ríkrar framtíðar.
Jón fvarason.
Nýjórsvopnnhlc
í Vietnam
SUÐUR-vietnamska stjórnin á-
kvað í dag að gera sólarhrings
vopnahlé um áramótin, og hefst
vopnahléð kl. 18 að staðartíma á
gamlársdag. Annað vopnahlé er
fyrirhugað á nýjárshátíð Vietnam
manna í lok janúar og stendur
það í tvo sólarhringa.
Samkvæmt tölum sem birtar
voru í Saigon í dag hafa 15.812
bandarískir hermenn fallið,
52.665 særzt alvarlega, 46.640
hlotið minní sár og 886 hafa
týnzt eða verið teknir til fanga
síðan fyrsti bandaríski hermað-
urinn féll í Vietnam í janúar
1961. Nú eru í Suður-Vietnam
478.000 bandarískir hermenn og
berjast þeir ásamt 600.000 suður-
vietnömskum hermönnum við
223.000 Vietcongmenn og Norður-
Vietnammenn.
F. 3. júlí 1944. — D. 23. des. 1967.
f DAG, laugardaginn 30. des.
verður gerð frá fríkirkjunni í
Hafnarfirði útför Önnu Sigríðar
Jónsdóttur, HellLsgötu 12B hér
í bæ.
Andlátsfregn hennar kom eins
og reiðarslag yfir okkur kunn-
ingja hennar að hún Anna hefði
dáið á Þorláksmessu. Ég sem
hafði hitt hana þá fyrir nokkrum
dögum svo glaða, káta og hressa,
datt sízt í hug að þetta væri síð-
asta skipti í lifanda lífi sem ég
hitti hana. Þá var hún á leið í
vinnu, en hún starfaði sem af-
greiðslustúlka á Bifreiðastöð
Hafnarfjarðar og var búin að
starfa þar undanfarin ár að und-
askildu einu ári erlendis En er
til baka kom bauðst henni vinn-
an þar aftur, enda var hún mjög
vel liðin í sínu starfi af bifreiða-
stjórunum fyrir dugnað sinn og
samvizkusemi í öllu sem hún
gerði.
Söknuðurinn er sár að sjá á
bak svo tryggri stúlku, sem hún
var í sinni stöðu í þeirra þágu,
að þeir geta aldrei fiullþakkað. —
En maelt er svo að þeir deyi
ungir sem guðirnir elski. Það
kann að vera rétt en sarnt reyn-
ist okkur svo sárt að eiga að
sætta okkur við það, við sem
erum svo fámenn þjóð, að horfa
á unga fólkið hverfa í blóma
lífsins eins og Önnu Sigríði Jóns-
dóttur.
— Jólahald
Fraimhald af bls. 10
þá hátíðar- og herramannsmat-
ur. Þetta minnir mig á göngu
silungsveiði í Mývatni hér áður
fyrr. Þá var hængurinn jafnan
sem stærstur, látinn hanga úti
og síga vel síðan var hann sett-
ur í pott og soðinn. Þótti silung-
urinn þannig með farinn, því-
líkt hnossgæti, að margir, bæði
hér og víðar, töldu enga jóla-
hátíð án þessa réttar.
Ég spurði Birgir og Helgu
hvaða mat þau mundu hafa á
jólaborðinu á aðfangadagskvöld
að þessu sinni. — Þau svöruðu:
rjúpur. Einnig gerðu þau ráð
fyrir, að útvega sér laufatorauð
væri þess kostur. Annars reyna
að búa það til sjálf. Það upp-
lýstist, að Birgir hefur í frí-
stundum í vetur hlaupið upp
um fjöll og heiðar til að skjóta
rjúpur í jólamatinn. Enginn
vafi er á því, að slíkar ferðir
upp á fjöll er hin bezta heilsu-
bót, auk þess er lí'ka stundum
nokkur veiðivon. Þau hjónin
sögðust vera vön að hafa lif-
andi jólatré um jólin. Ekki
mundi toreytt útaí þeirri venju
nú. Væri þá ætlunin að ganga
með börnunum í kringum tréð,
þegar búið væri að skreyta
það, og syngja jólasálma. í sam-
bandi við eldhættu í þessum
nýju timtourhúsum, og þá alveg
sérstaklega um jólin og áramót,
upplýsti Birgir, að til væru hand
slökkvitæki í hverju húsi. Þá er
einnig vélknúin slökkvidæla á
vegum Kísiliðjunnar. Má tengja
hana við brunahana í Lyng-
hraunghverfinu, ef eldur skyldi
einhvers staðar verða laus.
Aðeins rúmlega tvítug er hún
kvödd á brott í sína hinztu för,
þetta reynist okfcur ofraun, en
vegir Guðs eru órannsakanlegir.
En á meðal okkar sem eftir stönd
um, lifir minningin um hana
björt og fögur.
Söknuðurinn er sárastur meðal
foreldra, systkina og litlu syst-
kinabarnanna sem nú verða að
sjá á bak elskaðri dóttur, systur
og frænku sem var svo blíð við
þau, jafnmild og góð svo unun
var á að horfa, er nú í dag
kvödd hinztu kveðju.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum mínum þakka þér fyrir
alla þína vináttu, Anna mín. Ég
vil svo að lokum biðja Guð að
styrkja harmislegna foreldra og
systkin í þeirra miklu sorg er
þau kveðja heittelskaða dóttur
og systur.
Guð blessi minningu þína.
Vinkona.
KVEÐJA
frá foreldrum, systkinum
og systkinabörnum.
Ó, drottinn vor guð, við skynjum
svo skammt
og skelfumst er sorgin oss
hrekur.
Þin miskunn hún lýsir upp
mannheiminn samt,
þín mildin hún gefur og tekur.
Þú gafist okkur meyna, er
grátum við nú
og gleðina lét okkur skína,
með barnslegu lyndi, með
toarnslegri trú
hún birti okkur englana þína.
Nú þökkum við, guð, hennar
ævinnar ár
því allt sem er gott kemur frá
þér,
bernsku og æsku og bros hvert
og tár
við toiðjum, ó geymd'ana hjá þér.
Og leiddu hana, guð, og græddu
hennar sár
í geislanum eilífðar bjarta,
en minningin hennar um ó,komin
ár
okkar li'fir í hjarta.
S.K.
Birgir kvaðst ekki láta sín
börn ganga með logandi eld á
kertum um jólin. Aldrei er of
varlega farið í þeim efnum.
Birgir og Helga gerðu ráð fyrir,
að*um þessi jól yrðu minna um
heimsóknir en oft áður, þar sem
þaú'væru nú ekki rneðal for-
eldra, frænda né venzlafólks. Þó
sögðust þau vera búin að kynn-
ast hér mörgu ágœtis fólki. Ekki
væri sjónvarpið hér enn til að
drepa tímann. Ekki kváðust þau
sakna þess, enda þótt margir
þættir þar væru að sjálfsögðu
mjög skemmtilegir. Hér yrði oft
betri tími en áður til lesturs
góðra bóka og vera með bless-
uðum börnunum. Væri það sann
arlega góðra gjalda vert.
Að svo mæltu kveð ég þessi
heiður.sihjón, þakka skemmtilega
viðræðustund, ánægjuleg við-
kynni og góðar viðtökur.
Ég býð alla hina nýju inn-
flytjendur velkomna í sveitina
og óska þeim gæfu og gengis á
komandi ári.
— Krbatján.
Hjartans þakklæti mitt til
allra þeirra, er glöddu mig
með heimsókn, gjöfum, blóm-
um og heillaóskum á 75 ára
afmæli mínu 23. þ.m.
Beztu óskir mínar um gleði-
ríkt og farsælt komandi ár
til ykkar allra.
Elísabet Kristjánsdóttir,
Kleppsveg 6, Reykjavík.