Morgunblaðið - 30.12.1967, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DES. 1967
15
NÚTÍMALJÚÐ
SÆLIR eru þeir sem nú eru
hættir að kenna. Út eru komin
svokölliuið Nútímaljóð ætluð
handia skólu'm. líklega til menn
ingarauka þeim aldursflokki
nemenda, sem nú þykir fínast að
nefna táninga, — unglingur er
ekki nógu enskulegt fyrk þá
manntegund, sem nú þykist hér
innsti koppur í búri. — Og sé
þar rétt til getið að nafnagift
bókarinnar og vali efnisins ráði
að meira eða minna leyti hermi-
hneLgð og afrækjulháttur við eig-
in siði og innlent málfar þá er
það í stíl við annað að kalla það
ljóð, sem hnökrast fram á hend-
ingaleysi og kvæði, sem ekki
verður kveðið þótt kveða megi
að því.
Og bókin er hættuleg. ÍMafn
hennar er rangmæli um margt
af innibaldi hennar. þótt ljóð
séu þar til og þau sum bæði góð
og fögur, þá em jafmvel þau,
sem góð eru í slíkum félagsskap
að lítt mótuðum lesendum eru
þau samskonar hætta og ána-
maðkur á öngli er laxi í hyli.
Flestum miun það skiljaniegt
á ungum aldri, að einu sinni
einn er einn- en þegar svo langt
er komið margföldunartöflunni
að vita þarf, að níu sinnum níu
séu áttatíu og einn, kynnu væru
kaérir krakkar að hafa tekið upp
á að tileinka sér slíkt með hönd-
um trúarinnar fremur en skiln-
ingsins nema þeir þeir hafi lært
því vandlegar um ,.mengi“ áður
en svo langt var komið. Líkt og
slíkum stærðfræðingi við reikn-
ing sinn mun of oft fara miðl-
ungs unglingum frá ljóðlausum
gjálífisheimilum við lestur „Nú-
tímaljóða". Það má hrífast af
fyrstu kvæðum bókarinnar. Þor
steinn Valdimarssón hefir ljóð-
rænu næga og söngkennd auk
vits og hagmælsku til að orka
notalega á óbrjálaðan lesanda.
Gólfdúkar — gólfflísar
Glæsilegir litir. Gott verð
En það fýfcur fljótlega í það
skjól, og víða hvar kynni pjatt-
rófusonurinn og tildurtelpan að
geta fengið það í kollinn við
Iestur áðurnefndrar námsbókar
að úr því forustusauðurinn og
einn og einn hinna síðarteknu
renna svona mjúklega. þá beri
að gleypa við öllum hinum sem
ihöfðingjum nútímabókmennta
og að allt, sem er stuttaralegra,
tilgerðarlegra eða óskiljanlegra
en venjulegt heilvita manna
mál, sé þá líka einhvers kon-
ar yfirstétt allrar framsetningar
og heiti ljóð og við því beri að
gieypa eins og þeim kvæðum,
sem kveðin verða og bundin eru
reglum brags'og hljómfalls. Bót-
in er. að auðvitað munu fáir
kennarar láta læra leirburðinn
í kverinu. Afköstin við nármð
yrðu fljót að sýna þeim vitleys-
una í því verki.
Nokkur huggun er það einn-
ig, að af öllum þeim hópi fædd-
um eftir frostaveturinn síðari
sem orpið hefir ýmist fúlum
eggjum eða frjóum fyrir prent-
smiðjur til útungunar síðustu
þrjátíu árin, hafa ekki nema 12
einstaklingar fundið náð fyrir
augum jafnvel þeirra manna,
sem þó þykir óljóð vera Ijóð
og þunfa sérstakrar skýringar.
Hvernig skyldu hinir vera að
skáldagildi og öðrum kostum?
— Nei. í öllum bænum svar-
ið því ekki!
Ég vil ekki vita það. Hugboð-
ið eitt er nógu hryggilegt. Auk
alls annars er útgáfukostnaður
kversins tekinn af almannafé.
Sigurður Jónsson frá Brún.
Hafnarfjörður
Blaðbera vantar í hverfið Snðurgata
frá 45 og Hringbraut.
LITAVER
Grensásvegi 22 og 24. — Símar 30280 og 32262.
Afgreiðslan
Arnarhrauni 14 — Sími 50374.
IMÝTT - IMÝTT I
FIíÁ KROMMEUIE j
Hreinn' vinyl-góif dúkur
Mjög vönduð vara. — Hagstætt verð.
Litaver I
Grensásvegi 22 — 24. i
FLUGFREYJUR
©AUGLYSINOASTOFAN
Oskum
að ráða
stúlkur til flugfreyjutstarfa á
tímabiilinu 1. aprfl til 1. júlí
njk.
Lágmarksaldur 19 ár.
Ensku- og dönskukunnátta
nauðsynleg. Kvöldnóimskeið
haldin í febr./marz.
Um-sóknapeyðublöðuim, sem
fiást á akrifstofum vorum sé
skilað fyrir 20. jan. n.k.
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Flugeldar
blys
stjörnuljós
Tivoliblys 7 gerðir, loga V2-IV2 klukkutíma
Málningavöruverzlun
Péturs Hjaltested
Suðurlandsbraut 12 — Sími 82150.
GLAUMBÆR
NVJÁRSFAGINiAÐIJR
1. janúar 1968.
HLJÚMAR
MÁNAR og
NÆTURGALÁR
ásamt hinum bráðsnjalla
ÓMARI
RAGIMARSSYIMI
skemmta gestum.
Aðgöngumiðar og borðpantanir í dag frá
kl. 2—7. Ósóttir aðgöngumiðar á ára-
mótafagnaðinn á gamlárskvöld seldir í dag.
GLAUMBÆR simi 11777