Morgunblaðið - 31.12.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.12.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DES. 1967 3 Sr. Jón Auðuns dómprófastur: Við fossbrúnina VIÐ mætumst í kveld, á síð- asta kveldi gamla ársins, og er- um að koma úr ferð, úr ár- langri ferð. Eins og fallþungt fljót hefir tíminn runnið, og nú nemum við staðar þar, sem það steypist fram af brúninni. Við lokum augum, þá sjáum við betur fljótið mikla, kyn- slóðirnar, sem koma og fóru, hurfu fram af fossbrúninni. Endalausar fylkingar koma inn um dularhlið fæðingarinnar, nema staðar á sviðinu um stund, hverfa síðan út um dularhlið dauðans. Svo hefir gengið um þúsundir þúsunda ára. Nú sitjum við við brúnina, sem fossinn steypist fram af og sópar með sér kynslóðum burt. Þetta voru menn líkir þér og mér. Þeir elskuðu og hötuðu, þjáðust og vonuðu og áttu sína drauma, sínar þrár með ótrú- lega líku móti og ég og þú. Eins og þeir hurfu, hverfum við, ég og þú. Eru ekki ein- hverjir vinir horfnir, sem þú heilsaðir kátri nýárskveðju fyr- ir einu ári? Hvar verður þú um önnur áramót? Um örlög þeirra og þin er eðlilegt að þú hugsir í kveld, meðan niðurinn af öldu aldanna eggjar þig til að spyrja og hver dropi, sem fram af brúninni fellur, er þér frýjuorð? Við sitjum við fossbrúnina, sem fljótið steypist fram af. Hvað vitum við um þetta vold- uga fljót og ferð þess alla, þótt við sjáum einhvern stuttan spöl á hinni löngu, löngu leið þess? Hvað veizt þú um Jökulsá á Fjöllum, hina miklu ferð henn- ar um byggðir og óbyggðir, þótt þú setjist um stund við brún- ina, þar sem Dettifoss steypist fram af berginu og hverfur? Við þig, sem kannt að lesa þessar línur á gamlárskveld, langar mig að tala. Árið er að hníga hjá okkur. Austur í löndum eru þegar kom in áramót, þar er búið að hringja nýtt ár inn. En hvern- ig verður þér innanbrjósts, þeg- ar þú heyrir klukkurnar hringja inn nýtt ár í nótt. Láttu óm hins vígða málms þá minna þig á það, sem þér gleymist oft, að tíminn líður, fljótið mikla heldur áfram, og að sjálfur ert þú óðfluga að berast að foss- brúninni. Verður þér órótt við þá tilhugsun? Þetta verður svo, hvort sem þér líkar betur eða verr. Margt er á þínu valdi að hindra, — en ekki þetta. Þú vilt ekki um þetta hugsa. En ef þú heyrir klukkurnar í nótt hringja eilífðina yfir kumbli deyjandi árs, verður hjarta þitt rótt og sál þín finnur frið. Ertu sáttur við árið, sem er að kveðja, eða átt þú eitthvað sökótt við það? Uxu þér erfiðleikar þess í aug- um? Urðu þér vonbrigðin beizk og sár? Gættu þá þess, hugsaðu þá um það, að þetta ár, fullt af baráttu, synd og sorgum, fullt af vonbrigðum og vandamálum, var að gefa þér dýrmæt tæki- færi til vaxtar og þroska, tæki- færi sem táralaus, áhyggjulaus Paradís hins saklausa óvita hefði ekki megnað að gefa þér. Þetta getur þú eðlilega ekki skilið fyrr en þér lærist að sitja við fossbrúnina minnugur þess, að það er ekki neana örlítill spölur af allri leið fljótsins mikla, sem þú hefir þar fyrir augum. Þér getur ekki skilizt þetta fyrr en þér lærist að skoða árin af sjónarhóli eilífðarviss- unnar. Við mætumst í kveld, komin úr árlangri ferð, og erum að leggja upp til nýrrar ferðar. En andartaksstund setjumst við á bakkann, við brúnina, sem fljót- ið steypist fram af. Þar er margt að sjá. Þar er mikið að heyra. En hvað sem þú sérð, og hvað sem þú heyrir, þá minnst þeirr- ar náðar, sem þú nauzt á liðnu ári. Sjáðu, sjáðu sól Guðs misk- unnar leika yfir fljótinu mikla. Og sjáðu regnbogann yfir foss- inum. Regnboginn er friðartákn. Hann er tákn sáttargjörðar milli himins og jarðar, milli Guðs og manna. Og þegar þú kemur auga á hann, þar sem þú situr við fossbrúnina, fellur rómur þinn inn í lofsöng milljarðanna, lífs og liðinna: Lofaður sé Guð, sem árið gaf með skuggum og skini. Hann gefi nýtt ár með far- sæld og friði. Áramótabrennur í ÁR verða að vanda áramóta- leyfi hafa verið fengin fyrir. brennur víðsvegar um borgina Vitað er og um fjórtán brenn- Þær verða fjörutiu og ein, sem ur sem enn var ekki búið að ganga frá leyfum fyrir, er blaðið hafði samband við Bjarka Elíasson, yfirlögreglu- þjón. XJmferðastjórn verður við brennustaði um kvöldið. Stærstu brennurnar, verða borgarbrennan á Miklatúni, brenna við Álfheima og Suð- urlandsbraut, brenna við Ægis síðu og Sörlaskjól. Aðrar brennur verða sem hér segir: Vestan Lauga'lækjarskóla, við Kleppsveg 98, við Suðurgötu og Hjarðar- haga, við Bl-esuigróf og Lauga- brekku, við Dalbrauít og Sundlauiga- veg, við Tungiuiveg og Miklu- braut, austan Kringlumýrarbraut- ar móts við Sítigahlið 61, á barnaleiksvæði við Langa gerði, móts við Langagerði 9, norðan í Selási við Suður- landsbraut, móts við Laugarnesveg 100, við Kringlumýrarbraut og Suðurlandsbraut, sunnan Suðuriandisbrautar móti Langholtsvegi, austan Kennaraskólans við Bólstaðahiíð, við Hoitaveg og Engjaveg, við Háaleitisbraut 109, við Hvassaleiti 103 á gamla golfvellinum, vestan við rafstöðina við Elliðaár, við Hraunibæ 112, norðan við Meistaravelli, við kynd'istöðina við Bæj- arháls, norðan Miklubrautar móti Fagradall, við Hamra'hlíð 33, norðan Kleppsvegar móti Brekkulæk, við Vtisturbæjarsundlaug móti Hagamel 43, í Smálör.duim við Vestur- landsveg, við Elliðaár r.eðan bæjar, við Hraur.bæ 194, móti Baugsvegi 11, austan Reykjavegar móti Laugarnesskóla, við Vesturbrúr. 28, á Vikingsvelli, á leikvel'li'num við Grund- argerði, við Ægtssíðu, við Sörlaskjól, veslan Réttarholtsvegar norðan Heiðagerðis. Fagra- Minnisblað lesenda að nýju á nýársdag kl. 14 og verður ekið eins og venjulega til kl. 00.30. Strætisvagnar Kópavogs: Ekið verður frá kl. 10 eins og venju- lega á sunnudögum til kl. 17. en eftir það eru engar ferðir, fyrr en á nýársdag kl. 14. Eftir pað verður ekið eins og venjulega til kl. 24. MORGUNBLAÐIÐ hefur nú að venju leitað upplýsinga. sem handhægt getur verið fyrir les- endur að grípa til um áramótin. Auk þeirra almennu upplýsinga, sem jafnan er að finna í Dag- bókinni, skal þessara getið: Slysavarðstofan: Sjá Dagbók. iSlökkvistöð í Reykjavík sími 11100, í Hafnarfirði simi 51109. Læknavarzla: Sjá Dagbók. Tannlæknavarzla: Tannlækna- félag íslands gengst fyrir bjón- ustu fyrir þá, sem hafa tann- pínu eða verk í munni. Á gaml- ársdag milli kl. 10 og 12. Sig- urður L. Viggósson, Skólavörðu- stíg 2, sími 22i554. Á nýársdag milli kl. 17 og 12, Þórir Gisla- son. Hrauntungu 97, Kópavogi, sámi 41687. Lyfjavarzla: Sjá Dagbók. Messur: Sjá Dagbók Tjtvarp: Dagskráin er birt í heild á öðrum stað í blaðinu. Sjónvarp: Dagskráin er birt í heild á öðrum stað í blaðinu. Rafmagnsbilanir tilkynnist í síma 18230. Símabilanir tilkynnist í síma 05. Hitaveitubilanir tilkynnist í síma 15359. Vatnsveitubilanir tilkynnist í síma 35122. Matvöruverzlanir verða lokað- ar á gamlársdag og nýársdag. Söluturnar verða opnir á gaml ársdag til kl. 13 biðskýli SVR til kl. 17, en á nýársdag verða söluturnar opnir til kl. 20,30. Benzínafgreiðslur verða opnar á gamlársdag frá kl. 09 til 16 og á nýársdag frá kl. 13 til 15. Mjólkurbúðir verða opnar á gamlársdag frá kl. 09 til 13, en lokaðar á nýársdag. Strætisvagnar Reykjavíkur verða í förum til kl. 17.30 á gaml ársdag, en á nýársdag verður ek ið frá kl. 14 til kl. 24. Leið 12 — Lækjarbotnar: Síðasta ferð á gamlársdag verður kl. 16.30, en á nýársdag verður ekið frá kl. 14.30. Atihygli skal vakin á því að á nýársdag hefst akstur kl 11 á þeim leiðum, sem að undan- förnu hefur verið ekið á frá kl. 07 til 09 á sunnudagsmorgna. Nánari upplýsingar í síma 12700. Landleiðir — Reykjavík-Hafn- arfjörður: Sáðiasta ferð vagn- anna á gamlársdag er kl. 17 *rá Reykjavík, en 10 mínútum síð- ar frá Hafnarfirði. Akstur hefst SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Háskólabíó Njósnarinn, sem kom inn úr : kuldanum (The spy who came in from the cold) Framleiðandi og leikstjóri: Martin Ritt Helztu hlutverk: Richard Burton Claire Bloom Oskar Werner Peter Van Eyck Háskólahíó hefur sannarlega hreppt þann stóra að þessu sinni með ofannefnda mynd. — Maður verður víst að meðtaka þá s.aðreynd sem ,.fait accompli" að njósnamyndir njóta einna beztrar aðsóknar af kvikmynd- um þeim. sem sýndar eru hérlend is nú um stundir, eru enda æði fyrirferðamiklar í þeim hópi. Ég befi myndað mér þá bráða- birgðaskoðun á því fyrirbæri. að nú sé fullorðið fó!k svo þaul- sæ’.ið við sjónvarpstæki sín, að færri gefi sér tíma til en áður að ganga í kvikmyndahús, til að skoða stórbrotnar myndir og Framh. á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.