Morgunblaðið - 31.12.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DES. 1967
Útgefandi:
Framkvæm dastjóri:
Kitstjórar;
Ritstjórnarfulltrúi:
Fréttastjóri:
Auglýsingar:
Ritstjórn og afgreiðsla:
Auglýsingar:
í lausasölu:
Áskriftargjald kr. 105.00
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Jphannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðaistræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími. 22-4-80.
Kr. 7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
AÐ SIGRAST Á
ERRÐLEIKUNUM
^ A
111 p; U1 FAN UR HEIMI
Hvað varð um Nkrumah?
L ári því, sem nú er að
ljúka, steðjuðu marg-
háttaðir erfiðleikar að ís-
lenzku þjóðinni. Tímabil
hagstæðra viðskiptakjara og
sæmilegra aflabragða var á
enda, og þess í stað varð
aflabrestur og gífurlegt verð
fall helztu útflutningsaf-
urða, svo að tekjur þjóðar-
heildarinnar af viðskiptum
við aðra minnkuðu stórlega.
Þessir erfiðleikar voru
þess eðlis, að margir töldu
ólíklegt, að ríkisstjórn, sem
styðst við nauman þing-
meirihluta, fengi við bá ráð-
ið, og á haustmánuðum
leyndi sér ekki, að foringjar
Framsóknarflokksins og
kommúnista töldu, að nú
væri stundin upp runnin.
Nú mundi unnt að nota sér
erfiðleikana og magna þá
svo, að ríkisstjórnin mundi
falla, og höfðu þessir stjórn-
málaforingjar raunar gert
með sér bandalag um að
knýja fram myndun svo-
nefndrar þjóðstjórnar.
Það er skemmst frá að
segja, að þessum áformum
var afstýrt, og ríkisstjórnin
er nú sterkari en hún var
áður. Það skiptir þó ekki
meginmáli, heldur hitt, að
málefnum þjóðarinnar hef-
ur verið farsællega stjórnað
á þessum miklu erfiðleika-
tímum, þannig að ekki ætti
að vera óhófleg bjartsýni að
ætla, að mesti vandinn sé
að baki og framundan sé
nýtt tímabil hagsældar og
framfara.
Um það verður ekki deilt,
að Bjarni Benediktsson for-
sætisráðherra, hafði forust-
una um lausn hins mikla
vanda, eins og honum líka
bar stöðu sinni samkvæmt,
og eftirá verða allir að við-
urkenna, að stefna hans var
rétt, þótt ýmsir efuðust
lengi vel um, að tilraunir
hans til að ná samstöðu við
helztu verkalýðsforingja
mundu bera tilætlaðan ár-
angur.
Auðvitað voru hinar póli-
tísku aðstæður að sumu
leyti hagstæðar ríkisstjórn-
inni. Þannig er talsvert far-
ið að gæta óánægju og jafn-
vel vonleysis í röðum Fram-
sóknarmanna, eftir langvar-
andi dvöl utan stjórnar-
ráðsins, og átökin í Alþýðu-
bandalaginu eru nú orðin
með þeim hætti, að hinir
eiginlegu verkalýðsforingj-
ar hafa sama hag af því og
aðrir að einangra kommún-
istaklíkuna og gera hana
áhrifalausa, en það var auð-
vitað forsenda þess, að unnt
reyndist að eiga heilbrigðar
viðræður við verkalýðsfor-
ustuna, því að kommúnistar
vilja ekki fremur nú en áð-
ur, að heilbrigt þjóðfélags-
ástand ríki á íslandi.
Þótt Bjarni Benediktsson
hefði forustuna um happa-
sæla lausn mikils vanda, er
ljóst, að áhyggjurnar hvíldu
einnig þungt á meðráðherr-
um hans og ýmsum stjórn-
málamönnum öðmrn og
helztu embættismönnum og
ráðunautum ríkisstjórnar-
innar. Geta þeir allir vel
við sinn hlut unað og eins
þingflokkar beggja stjórnar-
flokkanna, sem stóðu fast
saman. Loks ber að meta
það, að helztu forustumenn
launþegasamtakanna sýndu
nú meiri ábyrgðartilfinn-
ingu en oft áður og tóku
þátt í að firra því, að erfið-
leikarnir yrðu að hreinu
neyðarástandi, sem hér
hefði ríkt, ef til víðtækra
verkfalla hefði dregið.
Að sjálfsögðu tókst ekki
að leysa vandann, án þess
að einhverjir yrðu að taka
á sig byrðar um stundar-
sakir; þvert á móti Ieystist
hann vegna þess, að allir
öxluðu byrðarnar. Auðvit-
að má alltaf um það deila,
hvort einum hafi verið gert
erfiðara fyrir en öðrum, og
margt þarf enn að endur-
meta og skoða betur eftir
því, sem áhrif efnahagsað-
gerðanna koma fram. En
meginatriðið er, að fólkið
trúir því, að ríkisstjórn
Bjarna Benediktssonar vill
gera allt, sem í mannlegu
valdi stendur, til þess að
byrðarnar skiptist sem rétt-
látast niður, alveg eins og
hún hefur stutt að því, að
auðlegðin dreifðist sem sann
gjarnast, þegar mikill feng-
ur var.
En hvað boðar nýja árið?
Ljóst er, að framan af ári
verður enn að glíma við
margháttaðan vanda og gera
ráðstafanir, sem einum eða
öðrum líkar miður. Hjá því
verður ekki komizt til að
tryggja varanlegan árang-
ur gengislækkunarinnar og
traust efnahagslíf á kom-
andi árum, efnahagslíf
HLJÓTT hefur verið um
Kwame Nkrumah fyrirum for
seta Ghana síðan honum var
steypt af stóli í byltingumii
í febrúar 1966. Hann hefur
haft hægt um sig í útlegð-
inni í Guineu þótt hann sætti
sig aldrei við þá tilhugsun að
ef til vill auðnist honum
aldrei að snúa aftur til Ghana.
En hamingjan hefur ekki ver
ið horuum hliðholl og nú hafa
eiginkona hans og bezti vin-
ut hans snúið baki við hon-
um .Kona hans, Fathia. sem
hann kvæntist 1957, hefur
sótt um skilnað, og vinur
hans. Sekou Touré forseti
Guienu, sem skaut yfir hann
skjólshúsi eftir byltinguna,
hefur múlbundið hann af
ótta við að annars geti hann
spillt tilraunum þeim sem
hann hefur ákveðið að gera
til þess að bæta sambúðina
við nágrannaríkin í Vestur-
Afríku.
Fathia, kona Nkrumah. er
35 ára gömul og fædd í
Egyptalandi, gn þar hefur
hún dvalizt síðan maður henn
ar var settur af. Hún heim-
sótti mann sinn í sumar og
dvaldist hjá honum skamma
hríð. Nú hefur hún ákveðið
að sækja um skilnað á þeirri
forsendu að hann sé í tygjum
við aðrar konur. Fathia vill fá
að halda börnunum, en um
eitt þeirra. Gorke Gamal,
sem er níu ára gamall, sagði
lófalesari í Accra eitt sinn að
hann ætti eftir að verða „keis
ari Afríku".
Touré forseta er bersýni-
lega alvara með tilraunum sín
um til þess að bæta sambúð-
ina við erlend ríki. 1 apríl
verður hann sessunautur for
seta Ghana. Joseph Ankrah
á ráðstefnu æðstu manna
Vestur-Afríku, sem haldin
verður í Monrovia, höfuð-
borg Líberíu.
Hann er fastákveðinn í að
sækja þessa ráðstefnu þrátt
fyrir það að hann verður að
setjast við sama borð og
svarnasti fjandmaður hans,
Felix Houhoet-Boigny, for-
seti Fílabeinsstrandarinnar.
Ferðafrelsi Nkrumah hefur
verið takmarkað svo mjög,
að segja má að hann sé raun
verulega fangi. Honum hefur
byggt á frjálsum viðskipta-
háttum, jafnrétti manna og
traustum fjárhag einstak-
linganna.
En þær ráðstafanir, sem
óhjákvæmilegar verða á
næstu mánuðum, munu
áreiðanlega bera ríkulegan
ávöxt. Atvinnuvegirnir
munu eflast og ný og öflug
fyrirtæki rísa upp, sem
tryggja lífsafkomu fólksins.
Listir og menntir munu enn
styrkjast og frjálsræði til
orðs og æðis einkenna ís-
lenzkt þjóðlíf enn frekar en
nú er.
Vissulega er um þessi ára-
mót mest ástæða til að
hvetja menn til djörfungar
á öllum sviðum. Ekkert víl
á nú við, heldur að snúa
varnarsigri, sem unninn er,
verið gert nær ókleift með
öllu að láta í Ijósi skoðaniir
sínar. Embættismaður, - sem
dvelst í húsi Nkrumah. Villa
Silly (Fílahúsinu) niður við
ströndina, les öll bréf, sem
honum berast. Meira að segja
reikningar og boðspjöld verða
að fara fyrst til hans.
Útvarpsáróðri hætt
Tekið hefur verið fyrif út-
varpssendingar Nkrumah og
stuðningsmanna hans til
Ghana, en honum er leyft að
senda morsskeyti til fylgis-
manna sinna í Ghana og
hlusta í geysiöflugu móttöku-
tæki á lögregLumenn og her-
menn í Accra talast við í tal-
stöð.
Menn úr fylgdarliði
Nkrumah segja að hann sé
ekki eins daufur og niður-
dreginn og ætla mætti ef
dæmt er eftir myndum sem
teknar hafa verið af honum
við opinber tækifæri. Það
eina sem ami að honum sé
vonleysi veg.na þess mótlæt-
is er hann hafi átt við að
stríða. Reiði hans, sem er
fræg, brjótist oft fram og ef
hann fengi að leysa frá skjóð
upp í öfluga sókn til mikilla
framfara. Við þurfum að
efla þá atvinnuvegi, sem
fyrir eru. Við þurfum að
hraða, eins og frekast má
verða, undirbúningi að frek
ari stóriðju. Við þurfum að
efla menntastofnanir lands-
ins, og við þurfum að bæta
vegakerfi þess. Verkefnin
eru ótæmandi. En sá grunn-
ur, sem við nú stöndum á,
er traustur. Á honum getum
við byggt og munum byggja
það þjóðfélag hagsældar,
menningar og lífshamingju,
sem stendur engu þjóðfélagi
að baki, ef stefna friálsræðis
og frjálslyndis fær að ríkja.
Gleðílegt nýárl
unni befði hann sennAlega
frá mörgu að segja.
Lífverðir hans, fyrrverandi
embættismenn. fyrrverandi
stúdentar, sem voru við nám
í Peking, og aðrir sem dvelj-
ast með honum í útlegðinni,
koma ti'l Villa Silly einu sinni
í mánuði til þess að fá greidd
an sinn hluta styrks þess
sem Guineostjórn greiðir
Nkrumah. Svo er látið heita
að hér sé um að ræða vexti af
láni, sem Ghanastjórn veitti
Guineu 1958.
Fáir aðrir en þeir sem til-
heyra þessu fylgdarliði fá að
ræða við Nkrumah nú orðið.
Þá sjaldan sem Touré býður
honum að koma fram við op-
inber tækifæri er þess ekki
vænzt að hann geri neitt ann
að en að heilsa gestum með
handabandi. Hann er hættur
að fá sér kvöldgöngur eða
aka um götur Conakry, höf-
uðborgarinnar, í bifreið
sinni.
Nkrumah óttast að Ghana-
stjórn hafi áform á prjónun-
um um að ræna sér og virð
ist ekki óánægður með hálf-
gerða einangrun sína. sem
stjórnin í Guineu telur nauð-
synlega af öryggiisástæðum.
Menn úr fylgdarliði hans
segja að hann vinni að samn-
ingu æviminninga sinna og
hafi í hyggju að flytjast til
Kúbu.
Opinberlega er hann enn-
þá „meðforseti" Guineu, enda
þótt ekki sé gert ráð fyrir
slí’ku embætti 1 stjórnarskrá
Ghana. Þegar Nkrumah flúði
til Guineu sýndi Touré hon-
um það vinarbragð að bjóða
honum að gegna forsetaem-
bættinu ásamt sér, en þessi
ráðstöfun hefur aðeins haft
táknræna þýðingu. Nú segir
Touré að „allir píslarvottar
nýlendustefnunnar séu með-
forsetar s.ínir“.
Fylgdarmenn Nkrumah
hafa meira ferðafrelsi e.n upp
gjafaforsetinn en flestir
þeirra vilja snúa aftur til
Ghana og mundu gera það
ef þeir ættu það ekki á hættu
að verða handteknir. Sumir
þeirra hafa horfið og er tal-
ið að þeir hafi farið í kan-
óum til grannríkisins Sierra
Leone.
Höfuðborgin í
Jemen í umsútri
Aden, 28. des. NTB-
MOHAMED A1 Bidr, fyrrum
konungur (imam) Jemen sagVl í
útvarpsræðu í kvöld, að hermenn
hans héldu enn höfuðborg Jem-
en, Sana, í umsrátri, búnir sov-
ézkum skriðdrefkum sem þeir
hefðu tekið herfangi af tiersveit-
um lýðveldiststjórnarinnar.
A1 Badr sagði, að konungssiun
ar hefðu á sínu valdi alla vegi
sem liggja til Sana. Blöð í Kaíró
herma, að harðir bardagar hafi
geisað í útihverfum Sana tv®
síðustu daga, en lýðveldissinnar
hafi hrundið árásum konungn-
sinna. í gær hermdu fréttir frá
Kairó að fulltrúar Sovétrikj-
anna og fleiri þjóða væru að húa
sig undir að fara frá Sana.