Morgunblaðið - 31.12.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DES. 1967 - ÁRAMÖT Framhald af bls. 17. sinni komið á sáttum í borg arastyrjöldinni í Nigeríu og þar með opnað aftur mikils verðan skreiðamarkað. ★ Allar þær orsakir, sem nú voru taldar, liggja til erfið- leika okkar. Við þær fáum við ekki ráðið, en við getum látið þessi víti verða okkur til varnaðar. Héðan af ætti öllum að vera augljóst, hversu háðir Islendingar eru alheimsvið- skiptum, og hversu ríka á- herzlu við verðum að leggja á, að í þeim skapist ekki ó- eðlileg höft, sem skerði okkar eigin lífskjör. Þess vegna er okkur höfuðnauð- syn að taka þátt í alþjóð- legu samstarfi, þar á meðal og ekki sízt að fá viðhlít- andi aðild að Fríverzlunar- bandalaginu EFTA, og ná samningum við Efnahags- bandalagið, sem opni mikils verða markaði þess á ný fyr ir okkur, án þess við þurf- um að taka á okkur nokkr- ar þær skuldbindingar, sem okkur væri ofviða og fylgja mundu, ef við gerðumst fullkomnir aðilar. Þá verðum við ótrauðir að halda áfram, þar sem upp var tekið áður en núver andi örðugleikar hófust, um að gera efnahag okkar styrk ari og atvinnuvegi fjöl- breyttari, en þeir eru nú. Þetta verður ekki gert í skjótri svipan, en bygging álbræðslu ásamt kísilgúr- verksmiðju og áframhald- andi virkjun stórfljóta, vísa veginn fram á við. Með þessu er ekki verið að vinna á móti okkar gömlu atvinnu greinum. Síður en svo. Þvert á móti er verið að styrkja þær. íslenzkur iðn- aður er nú þegar þjóðinni ómetanlegur. Sjálfsagt er að halda áfram að efla hann, eins og nú er markvisst að unnið, m.a. með því að stofna til skipasmíða í land- inu, í stærri stíl en nokkru sinni áður. Deila má um, hvort í bili eigi að sækja eftir framleiðsluaukningu í íslenzkum landbúnaði, en án sterks landbúnaðar fær ís- lenzk þjóðmenning ekki staðizt til lengdar. Alveg eins og léleg verzlun getur gert að engu allan arð af öðrum atvinnugreinum. — Sjávarútvegurinn veikist ekki við það, að hægt sé að létta af honum einhverjum þeim byrðum, sem þjóðfé- lagið hefur hingað til þurft á hann að leggja. í Noregi er hægt að styrkja sjávar- útveginn með raunveruleg- um framlögum frá öðrum sterkari atvinnugreinum. Hér hefur löngum þurft að sækja þá styrki, sem kallað er að sjávarútvegurinn fái, til hans sjálfs, einfaldlega vegna þess, að í annað hús er ekki að venda, þegar á reynir. Allir íslenzkir atvinnu- vegir eru órofaheild. En sú heild er enn of veik, af því að hún er of fábreytt. Heild ina verður að styrkja. Með því að gera þættina fleiri, verður minni hætta á, að ofreyndir séu þeir, sem fyrir eru. Á næstu grösum eru næg verkefni um frambúðar upp byggingu atvinnuveganna. En í bili er mest um það vert, að komandi mánuði kunni hver og einn og allir í hóp að gæta svo hófs í kröfugerð, að ekki verði tor- velduð sóknin til betri tíma, sem ótrautt verður haldið áfram jafnskjótt og úr vegi eru þeir erfiðleikar, sem nú steðja að. HOMT BLANC Útsölustaðir: HELGAFELL Laugaveg 100 jMjálsgata 64 Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis verðskrá. ö Farimagsgade 42 Kþbenhavn 0. r ' Sjgurður Helgason héraðsdómslögmaðyr . Dlcranesveg 1S. — Siml 42390. ^ _ SVAR MITT fJS" EFTIR BILLY GRAHAM SVAR MITT eftir Billy Graham ÉG er kaupsýslumaður og hef stóra skrifstofu, þar sem allmargar ungar konur yinna undir minni stjóm. Ég er kvæntur og á tvö myndarleg böm. Ég er hræddur um, að ég hafi gert mér of dælt við eina skrifstofustúlkuna. En ég iðrast þess og vil ekki halda þessu áfram. Hvemig á ég að lag færa þetta? Ber mér að segja konu minni alla sög- una? ÞÉR eruð lánsamur, að þér hafið séð misgjörð yðar, áður en allt var í óefni komið. Margur maðurinn hefur orðið að gjalda slíka reynslu dýru verði — verði, sem stóð í engu hlutfalli við þá stundaræsingu, sem er samfara því að sleppa fram af sér beizlinu. Engin ástarævintýri utan hjónabandsins bæta upp missi heimilis, mannorðs og sálar. Ef þér trúið mér ekki, skulið þér spyrja einhvern, sem hefur reynsl- una. Til þess að kippa þessu í lag skuluð þér strax taka fyrir rætur meinsins með því að biðja Guð að fyrirgefa yður, að þér hafi gengið á brún hengiflugs- ins. Segið því næst ungu konunni, sem um er að ræða, að þér harmið óviðeigandi framkomu yðar og að þér séuð fús til þess að veita henni fullar bætur, ef ástæða er til. Segið henni einnig, að þér hafið í hyggju að vera kyrr hjá fjölskyldu yðar. Þetta ætti að nægja, ef þið hafið ekki gengið of langt. Sé sam- band ykkar hins vegar orðið mjög náið, má vera, að „kostnaðurinn“ við að greiða úr málinu verði miklu meiri. Hvað sem því líður, er yður hyggilegast að láta alveg af fyrri hegðun yðar, og látið til skarar skríða svo fljótt sem verða má. Sá, sem lifir í lýgi, getur ekki átt frið í hjarta. Ræðismenn í Seattle og Jóhannesarborg Frá ríkisráðsfundi f FRÉTT frá ríkisráðsritara, sem Mbl. barst í gær, segir á þessa leið: Á fundi ríkisráðs í Reykjavík í dag staðfesti forseti íslands þessi lög: (1) Fjárlög fyrir árið 1968, (2) Lög um breyting á lögum nr. 10/1960, um söluskatt, (3) Lög um breyting á lögum nr. 90/1965, um tekjuskatt og eignarskatt, (4) Lög um breyting á fram- færslulögum nr. 80/1947, (5) Lög um breyting á lögum nr. 40/1963, um almanna- tryggingar, (6) Lög um breyting á sveitar- stjórnarlögum nr. 58/1961, (7) Lög um Bjargráðasjóð íslands, farið utan ríkisráðsfundar. Ríkisráðsritari, 29. desember 1967, Birgir Thorlacius. t Föðursystir mín, Lára Guðmundsdóttir frá Ofanleiti, andaðist á Landakotsspítala þ. 29. þ. m. Jarðarförin verður auglýst síðar. F. h. aðstandenda, Ingólfur Sigurðsson. t Fósturfaðir okkar Haga 20. 4. 1877. —- 10. 11. 1067. Lokið er löngum degi lífsins á framavegi. Kveldsól að hafi hnígur. Hula á loftið stígur. Bliknaður hnípir hagi. Harmur í stormsins lagi. Þungt fellur sær við sanda. Syrtir til beggja handa. Hákon í Haga látinn. — Hann er af mörgum grátinn. Harmskúrir Haga lauga. Húsbóndans brostið auga. Ástvinar sáran saknað. Samvistarbandið raknað. Heimilishaginn bætti. Hjúanna velferð gætti. Börnum hann reyndist blíður. Búfénað umgekkst þýður. Ætíð var björg í búi. — BJÖRG var hans maki trúi. Víst er nú margs að minnast. Margir ei slíkir finnast. Ungur var öðrum skýrri. Ugði að brautum nýrri. Farsæl var framtakshendi. Framsækni öðrum kenndi. Deiglynda djörfung stælti. Dáðrekki lofsorð mælti. Ráðhollur reyndist öllum. Ríkur af frumleik snjöllum. Einart fór eigin leiðir. Urðu þar vegir greiðir. Valdist því til að vinna verkin í þarfir hinna. Skapfestu sífellt sýndi. Sjálfstæðiskenndir brýndi. Hnittyrði sinnið hressti. Hreyfur við sína gesti. Höfðingi greiðahraður. Héraðsins sæmdarmaður. Færist að húm með hausti. Hniginn er bóndinn trausti. Foringinn féll að velli, fullhugi jafnt í elli. Vítt heyrist héraðsbrestur. Höfðinginn dauðans gestur. Lokið er lífsins degi. Lofstírinn deyr þó eigi. Lifir til heiðurs Haga Hákonar reisn — og saga. Magnús frá Skógi. Asoko Joponi nm smíði kjornorku- vopnn Moskvu, 29. des. — NTB — SOVÉTRÍKIN ásökuðu japönsku stjórnina í dag fyrir að hafa i- ætlanir á prjónunum um smíðl kjarnorkuvopna. í málgagnl Sovétstjórnarinnar, Izvestija, seg ir, að stjórn Éisaku Satos aukl sífellt fjárframlög til hernaðar- Segir blaðið, að Sato fylgi „nýrrt stefnu“ eftir heimsókn sína til Washington, þar sem hann hitti að máli Johnson Bandaríkja- forseta. (8) Lög um ráðstöfun á gengis- hagnaði af útfluttum sjávar- afurðum o. fl. Gefin voru út skipunarbréf handa dr. Oddi Guðjónssyni, ambassador í Sovétríkjunum, til þess að vera jafnframt ambassa- dor í Búlgariu, Rúmeníu og Ung- verjalandi. Björn Sýrusson verður jarðsettur frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 3. janúar kl. 10 f. h. Blóm vin- samlegast afþökkuð. Guðrún Þórðardóttir, Una Eyjólfsdóttir, Ingólfur Guðbrandsson. Þá var Jón Marvin Jónsson skipaður ræðismaður Islands í Seattle í Bandaríkjunum og Hilmar A. Kristjánsson skipaður ræðismaður fslands í Jóhannes- arborg í Suður-Afriku. Ennfremur voru staðfestar ýmsar afgreiðslur, er fram höfðu AU6LYSINGAR SIMI 22.4.BO t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu samúð, vinarhug og virðingu við andlát og útför eiginmanns míns og föður, Sveins Helgasonar stórkaupmanns. Gyða Bergþórsdóttir, Árni B. Sveinsson. Þá segir blaðið, að stefna Sat- os muni leiða til þess, að lífs- kjör almennings í Japan versni gtórlega og einnig saimband Jap- ans og nágrannalandanna. Stjórnmálafréttaritarar f Mosfcvu segja, að umsögn blaðs- ins mdnni á árásir Sovétríkj- anna á V-Þýzkaland að undan- förnu. Innilegar þaltkir til allra er sýndu mér virðingu og vinar- hug á 75 ára afmæli mínu. Gleðilegt ár. Margrét Jónsdóttir Skólavörðustig 21a.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.