Morgunblaðið - 31.12.1967, Blaðsíða 24
!
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DES. I3C7
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MIKLA
Ekki hef ég ráð á að klæða svo stórt svæði.
mitt. Hann sagðist haifa viljað
líta í einhver gömul blöð. Af-
greiðsliumaðurinn Iþar var önn-
um kafinn. Ég hef hitt hann.
Hann sagði, að einhver hefði
spurt um blöðin þetta kvöld, en
þarna hafði verið fullt af fólki
kring um hann, Hann getur ekki
þekkt Tony aftur. Því miður,
góða mín. Ég mundi gera hvað
sem væri til að bjarga honuim,
en þú gekkst svo hart að mér.
Það leið nokkur stund áður en
hún sagði: — Ég skil. — Og skrif
stofan? Hlvers vegna fór hann
þangað aftur?
— Ég er hræddur um, að lög-
reglan sé búin að komast að
því. Hann fór þangað til þess að
tala í landssímiann. Hún er búin
að finna þetta saimtal. Tony tal-
aði við einhverja njósnas'krif-
stofu í New York.
Hún reis upp snöggt. —
Njósnaskrifstofu? Guð minn
góður, hvað eigum við að gera?
Þau létu mig þá fara út. Hr.
Elliott hafði alls ekki viljað
hafa mig þarna inni, og hann var
feginn að losna við mig. Það
leið heil klu'kkustund áður en
hann kom út, tók bílinn sinn og
lagði af stað til borgarinnar. Og
þegar Amy kom inn, fann hún
Maud hágrátandi.
Tony fékk aldrei að vita um
þessa heimsókn. Hann reyndi, og
með góðum árangri, að láta á
engu bera, alla þessa viku. Og
Maud gerði slíkt hið sanra, eftir
þetta kast sitt, en ég held, að
hún hafi haft vandlega auga með
honum.
— Hefurðu áhyggjur af ein-
hverju, Tony?
— Auðvitað hef ég áhyggjur.
— Geturðu ekki sagt mér frá
því?
Hann glotti til mín. — Það er
þetta valbrármerki. Mér þykir
leitt að segja það, en Pat virðist
finna mér það til foráttu.
Svo færði hann henni bjána-
legar smágjafir, teningavél, sem
var eins og peningakassi. Þetta
var leikfang, sem 'hægt var að
draga upp.
Þá hló Maud og sorgarvipur-
inn hvarf af henni stundarkorn.
En þegar Tony var með mér
einni, var hann þreyttur og nið-
urdreginn. Byssan hans hafði
ekki fundizt þótt leitað hefði ver
ið í öllu húsinu og allt í kring.
Þeir höfðu mieira að segja tæmt
gosbrunninn við leikhúsið, og
maður hafði farið á stiga og leit
að í efri skálinni. Og ekkert
fréttist til Evans. Bátarnir voru
'hiættir að slæða ána, en samt
var leitinni haldið áfram. Og
Bessie var komin á ról, með
hjúkrunarkonu við hlið sér,
enda þótt ég héldi, að grunur
hennar á Tony htefði eitthvað
minnkað.
Einlhvern tíma meðan hún var
að hressast, átti 'hann langt sam
tal við ’hana. Amy er reiðúbúin
að sverja, að á mieðan á því sam-
tali stóð, hafi hún haft litlu,
perluskeftu skammfbyssuna sína
undir koddanum. En hvað sem
um það var, held ég, að hann
hafi sagt henni hversu vitleysis-
leg og hlægileg þessi hræðsla
hennar væri. Og ihættuleg í
þokkalbót.
— Til hvers ætti ég að fara
að Skjóta á þig? sagði hann. —
Það er eins og hver önnur vit-
leysa. Og ég er nú ekki fulik'om-
inn fábjéni. Ef ég hefði eitthvað
slíkt í hyggju, mundi ég að
minnsta kosti hafa fjarverusönn
unina mína í lagi.
Eftir þetta var hún ekki eins
ögrandi. Þó ekki vingjarnleg.
Það var hún aldrei við neitt
okkar. Og enn læsti hún að sér.
En ég held, að nú hafi hún ver-
ið í vafa eins og við hin öll. Hún
gat ekki sagt lögreglunni annað
en það, að hún hefði verið á
heimleið og ekið hratt, að hún
hefði heyrt tvo eða þrjá skot-
hvelli, og snögglega misst stjórn
á bílnum.
En hún hafði engan séð, eins
og ungfrú Mattie hafði gert, og
þegar Jim spurði ungfrúna, var
hún elkki viss í sinni sök.
—• Þetta var bara maður, sem
stóð hjá bíl, sagði hún.
Við fengum nú svolítið hlé í
bili, þessa októlberdaga. Maud
var orðin miklu hressari, Bessie
var að hugsa um að fara, æs-
ingurinn í nágrenninu hafði
hjaðnað niður og veðrið var
gott. Ég fór oft út að ríða og
Roger elti mig alltaf. Einn dag-
inn hringdi Nan Osgood til mín
úr þorpinu, og sagði mér, að
leikfélagið ætlaði að fara að
leika „Blævæng frú Winde-
mere“ ag hvort ég gæti hjálpað
þeim eitfhvað.
— Ég get hj'álpað ykkur um
blævænginn, sagði ég í gamni.
— En að öðru leyti get ég víst
ekkert ihjálpað. Það er litið að
gera hjá mér í bili, en það stend-
ur áreiðanlega ekki lengi.
Og það stóð heldur ekki lengi.
Ég held, að það hafi verið næsta
dag, að Maud sendi eftir mér.
Það var enginn hjá henni nema
Hilda. Amy hafði lagt sig og nú
sendi hún Hildu út, formálalaust.
Ég hafði komið með minnisibók
og blýant, en ihjún veifaði hvoru
tveggja frá sér.
— Ég þarf að tala við þig,
sagði hún. — Það er dálítill und-
ir’búningur, sem ég þarf að gera.
47
\
Ég er nú orðin skiárri. Lílklega
lifi ég það að verða leiðinleg
kellingaskrukka. En rétt ef ske
kynni........
Það sem hún vildi segja mér,
var innihald járnSkápsins síns.
Ekki einasta skartgripina henn-
ar, enda voru miargir þeirra
geymdir í bankahólfi. Hún hafði
ekki heima annað en það, sem
hún var vön að 'bera. Þetta var
allt skrásett og Tony kæmi til
að greiða gíturlegan erfðafjár-
skatt af því, þegar þar að kæmi.
En það væri umslag í skápnum.
Ef eitthvað kæmi fyrir hana,
átti ég að ná í það, 'áður en mats
mennirnir, eða hverjir það nú
voru, kæmust í það.
— Taktu 'það og fáðu Tony
það, sagði hún. — Láttu engan
annan snerta það. Það eru ýmis-
leg sikjöl í því og vo bréf til Ihans.
Ég vil ekki, að neinn annar lesi
það. Þú ættir að opna skápinn
núna. En læstu fyrst dyrumum.
Hún las mér fyrir læsinguna,
þegar ég hafði opnað Ihurðima í
veggnum, og sagði mér að læra
hana utahbókar. Svo opnaði ég
skápinn, og fékk henni langt,
brúnt umslag. Hún sat dálitla
stund með það í höndunum. Svo
dró hún andann djúpt og fékk
mér það aftur.
Eftir þetta vildi hún líta á
skartgripina sína, og ég breiddi
þá á borðið fyrir framan hana.
Hún atlhugaði þá, og ég samdi
skrá yfir þá. Hún fitlaði kæru-
leysislega við þá, með einkenni-
lega fjarrænan svip á andiitinu.
Þessir gripir hafa áreiðanlega
verið hálfrar milljónar dala
virði.
Hún var nú orðin þreytt. Hún
lagðist aftur á bak í stólinn og
lokaði augunum, og nú varð mér
betur ljóst en nokkru sinni áður,
hve mjög hún var orðin breytt.
Hjartanlegi hláturinn hennar
var horfinn, ábu.gi hennar sömu-
leiðis og jafnvel gljáinn á faliega
hárinu hennar.
— Ég er orðin gömul, Pat,
sagði hún. — Gömul og þreytt.
Ég hafði vonað að fá að sjá
barnaibörnin mín, en líklega verð
ur það aldrei. Ef bara þið
Tony.........
Amiy kom nú inn. Ég var bú-
in að loka skápnum og vegghurð
inni, og eins var ég búin að
opna læsinguna á dyrunum, en
hún var nú samt með einhvern
gru n s em das vip.
— Hvaða samsæri eruð þið nú
að brugga? sagði hún. — Það lít-
ið að minnsta kosti þannig út.
Út með þig, Pat. Ef þú vilt koma
af stað eirthverjum vandrœðum,
þá farðu til hennar frú Tony.
Hún kann að meta það.
Vitanlega voru mlálin í fullum
gangi, enda þótt við vissum ekk-
ert um það þarna í húsinu. Það
var til dæmis um þessar mundir,
að Jim leitaði í herlberginu hans
Evans. Fregnin um, að lögregl-
an hefði yfirheyrt Tony og væri
að leita að byssunni hans, hafði
borizt til Jessie MoDonald. En
hún var önug og vildi fyrst ekki
hleypa honum inn.
— Mér þætti vænt um, ef þér
vilduð láta mig í friði, sagði hún
og rýndi á hann svörtum Skota-
augunum sínum. — Ég stend í
hausfhreingerningu. En ég segi
ekki annað en það, að lögreglan
ætti að hætta að stinga nefinu í
þetta og lofa heiðarlegu fólki að
sofa 1 friði.
— Heiðarlegt fólk þarf ekkert
að vera hrætt við lögregluna,
frú McDonald, sagði hann vin-
gjarnlega.
Hann hafði nú ekki búizt við
miklum árangri, og að minnsta
kbsti hafði ihann ekki búizt við
því, sem hann fann. Gólfteppið
hans Evans háfði verið tekið út
til að viðra það, en undir rúm-
inu fann hann lau'sa gólffjöl.
Hann reif hana upp, þrátt fyrir
mótmæli frá Jessie og fann að
þarna var einskonar felustaður.
Þegar hann löks reisti sig upp,
var hann með sparisjóð^bók í
hendinni. Hún leit 1 fyrstu ekki
út fyrir að vera neitt merkileg,
en þegar hann opnaði hana, ætl
uðu augun út úr höfðinu á (hon-
um.
Þarna stóð, að á undanförnum
tíu árum hafði Evanis sparað
saman auk þess, sem vœnta
hefði má'tt, eittihvað átján þús-
und dölum, og innleggin voru
með reglulegu mi'llibili.
— Þú skilur, hvernig mér
varð við, Pat, sagði hann seinna.
Þarna hafði hann lagt inn hundr
að og fimmtíu dali á mánuði,
en kaupið hans er áttatíu og
frítt húsnæði, og hann lifði fyr-
ir svo sem fjörutíu á mánuði.
Hvaðan fékk hann hitt?
Hann sýndi Jessie bókina, sem
botnaði ekkert í þessu og svo
hringdi hann í bankann í borg-
inni. Jú, Evans hafði lagt þetta
inn sjálfur, og alltaf í reiðufé.
Nei, hann hafði aldrei tekið
neitt út. Peningarnir voru þarna
ósnertir.
Þannig komst Evans aftur inn
í söguna, og Jim hallaði sér aft-
ur á bak í stólnum sínum og
reyndi að komast að samheng-
inu. Þetta líktist mest fjárkúg-
un, en hver varð fyrir þeirri
kúgun?
Hann athugaði minnisiblöðin
sin: Morðið á Don, banatilræðið
við Bessie, handtaka Bills.
— Bessie kom ekki til greina,
sagði hann. — Hún hafði ekki
verið gift Tony nerna í fimm ár.
Lydia kom ekki til greina. Hún
hafði ekki meiri tekjur en hún
þurfti til að lifa á. Og auk þess
gat ég nú illa hugsað mér hana
greiða nokkrum manni þagnair-
peninga. Sama gilti frú Wain-
wriglht. Hún hefði getað borgað,
en þ'á hefði hún ekki haft hann
áfram í þjónustu sinni, hefði svo
verið. Og Tony var ekki nemna
rétt tvítugur þegar þetta byrj-
aði. Hver þá?
Hann hringdi til Hoppers og
sagði honum, að hverju hann
hefði komizt og Hopper kom um
hæl.
— Það 'hlýtur að vera einhver
hér á næstu grösum, héit hann.
— Hann fékk þetta í reiðufé og
það 'hefur aldrei komið í póstL
Að minnsta kosti segja þau Mc
Donaldshjónin, að hann hafi
aldrei fengið bréf árum saman.
Nú sömdu þeir í félagi skrá
yfir alla, sem höfðu nokkuð ver-
ið við málið riðnix. Loksins
snuggaði Jim eitthvað og sagðd:
— Við skulum ibyrja við dauða
Morgans, Þar er lykillinn að
þessu, Hopper. Setjum svo, að
stelpan, sem hann strauk með
sé komin hingað aftur. Setjum
svo, að 'hún sé setzt hér að, gift
og allt þess háttar. Þá kemur
Don hingað og hefur í (hótunum
við hana. Viil kannski hafa fé út
úr henni. Hún drepur hann og
Evans sér til hennar.
Hopper glotti. — Áttu kanniski
við Bessie Wainwright? Það eru
ekki nema sex ár síðan hún gift-
ist. Tony. Þá kemur hún ekki til
mála.
Jim fleygði sparisjóðsbókinni
á borðið roeð viðbjóði — Gott
og vel. Þetta er þá einhver brjáil
æðingur. Eða þá ég er brjálæð-
ingur. Ég ætti að leggja mig
strax inn í geðveikrahæli.
— Ef hann er brjálæðingur,
finnst mér hann kunna hand-
verkið grunsamlega vel, sagði
Hopper, stuttur í spuna.
Engu að síður urðu þeir sam-
mála um, að tvennt viæri senni-
legt: að Evans hefði verið að
taka á móti þagnarpeningum firá
einhverjum og það hefði aftur
orðið honum að fjörtJjóni.
— iÞað getur verið alveg övið-
komandi miorðinu á Mórgan,
sagði Hopper.
s/?/ffíy/'|BRAUÐI
smurt brauö IHÖLLINI brauötertur
LAUGALÆK 6
)opid frá kl. 9-23:30 9» SÍMI 30941<*/»*. næg bílastædi(
— Hann Tony 'á það, sagð
hún. — Hann siklur það allt.
Kaupmannasamtök
íslands
óska félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs
nýjárs og þakka samstarf og viðskipti á liðnu ári.
Félag blómaverzlana.
Félag húsgagnaverzlana.
Félag ísl. byggingarefnakaupmanna.
Félag leikfangasala.
Félag raftækjasala.
Félag tóbaks- og sælgætisverzlana.
Skókaupmannafélagið.
Kaupmannafélag Hafnarfjarðar.
Kaupmannafélag Siglufjarðar.
Félag búsáhalda- og járnvörukaup-
manna.
Félag ísl. bókaverzlana.
Félag kjötverzlana.
Félag matvörukaupmanna.
Félag söluturnaeigenda.
Félag vefnaðarvörukaupmanna.
Kaupmannafélag Sauðárkróks.
Kaupmannafélag Akraness.
Kaupmannafélag Keflavíkur.
Kaupmannafélag ísafjarðar.
Einstaklingar innan K.í.