Morgunblaðið - 26.01.1968, Page 10

Morgunblaðið - 26.01.1968, Page 10
10 MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1968 u FRÉTTAIUYIMDIR Mikill eldur kviknaði í olíuhreinsunarstöð Shell- félagsins i Rotterdam á Iaugardag. — Sjást hér nokkrir slökkviliðsmenn með eldhafið í baksýn. A næstunni ætla bandarískir vísindamenn að skjóta á loft tungl- ferju eins og þeirri, sem notuð verður til að koma fyrstu Banda- ríkjamönnunum til tunglsins. Nefna þeir ferjuna „Lunar Module 1“ og sýnir þessi teikning hvernig ferjan lítur út á leið til lendingar á tunglinu Þegar Bretar yfirgáfu Aden seint á síðasta ári, skildu þeir þar eftir mikið af birgðum og vistum. Var þessum birgðum komið fyrir á smáeyju við ströndina þar sem mynd þessi var tekin nýlegal Þarna er margt að finna eins og t. d. risastóra flugvélahreyfla, sjúkrabíla, vöru- og fólksflutn- ingabifreiðir, hundruð skjalaskápa,, og fleiri tonn af gaddavír, sem allt liggur undir skemmdum í sólsk ininu. Frá Lady Bird, kona Johnsons, forseta Bandaríkjanna, hafði boð inni á fimmtudagskvöld í fyrri viku, og var söngkonan Eartha Kitt meðal gesta. Sjást þær hér ræðast við í samkvæminu, en seinna gerðist söngkonan mjög harðorð um æsku landsins, og sagði m. a. að það væri stríðinu í Víetnam að kenna að unglingar reyktu marihuana og neyttu eiturlyfja. Nýlega skípaði Lyn ion B. Johnson Bandaríkjafor seti nýjan varnarmalaraðherra til að taka við emb- ætti af Ro! eit M'Namara, sem fer til starfa hjá Alþjóðabankanum. — Nýi ráðherrann heitir Clark Clifford, og sést hér ræða við Johnson. Konan á myndinni heitir Leonarda di Girolamo og er frá Gebell- ina á Sikeley, bænum, sem einna verst varð fyrir barðinu á jarð- skjálftunum miklu fyrr í mánuðinum. Er hún þarna grátandi yfir látinni sjö ára dóttur sinni, Eleonoru, sem fannst undir rústum heimilis þeirra 50 klukkustundum eftir jarðskjálftann. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að bora og sprengja 25000 rúm- metra af klöpp í grjótnáminu í Selási og koma efninu til grjótmulningsstöðvarinnar við Elliðaár. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 8. febrúar n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.