Morgunblaðið - 26.01.1968, Síða 11

Morgunblaðið - 26.01.1968, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1068 11 „Ef þú hröpar ekki, mun gröfin umlykja þig“ Síðari grein grísku blaðakon- unnar Helen Vlachos um byltinguna og börn hennar LAUGARDAGINN 22. aipríl var lokið fyrsta áfanga byltingarinn- ar. Hin stórkostlega blekking hershiöfðingjanna hafði tekizt, og allir andstöðumenn þeirra höfðu í óðagoti leitað skjólis. Þeir höfðu látið sem þeir fhefðu konunginn á sínu bandi og þann ig höfðu þeir teflt skiák sína til vinnings. Meginlhluti alls Grikk lands með útvarpið sem einu fréttauppsprettu, trúði því statt og stöðugt, að konungurinn hefði stjórnað aðgerðum hersins þessa föstudagsnótt. Og ekki aðeins Grikkir hölluðiust að þessari skýringu, heldur trúði umheim- urinn henni líka, og sömuleiðis að yfirlýsingin um „bráða hættu“ væri bókstaflega sönn, ag að hinn ungi konungur hefði verið kvíðafullur veg'na væntan- legra kosninga og hefði því lagt blessun sína yfir byltinguna. All ir vildu fremur trúa þessum skýringum heldur en því, að fá- mennur hópur grískra herfor- ingja hefði upp á eigin spýtur teflt svo djarft. Higurinn vannst svo leifturhratt og sigurinn var svo alger, að ekki voru liðnar nema 30 klukku stundir frá því að herinn tók Aþenuborg, og þar til borginni var leyft að taka upp venjulega lifnaðarháttu. Elleniko-flugvöll- urinn var opnaður aftur til trai- ferðar á laugarda,gsmorgun og erlendir blaðamenn, ljósmyndar ar og sjónvarpsmenn streymdu í tugatali til landsins til að afla frétta um „byltingu“ sem var svo fullkomin að öll hennar ytri spor höfðu gersamlega verið þurrkuð út um nóttina. Hermenn herforingjar og brynvagnar voru horfnir. Samgöngur voru komn- ar í eðlilegt horf, bifreiðar og al- menningsvagnar brunuðu um göturnar, verzlanir allar opnar og fólk nuddist áfram rétt eins og ekkert hefði gerzt. Konungur og fjölskylda hans voru í konungshöllinni. Stjórn var ekki lengur til, helztu for- ystumenn hennar voru í fangelsi og aðrir miður sín af beizkju og blyigðun. Stjórnarandstaðan, þing menn Miðsambandsins og vinstri flokksins EDA voru ýmist í‘ fang elsi eða á hröðum flótta. Hers- höfðingjarnir höfðu frjálsar hendur um stjórn landsins. Þeir höfðu komið ár sinni fyr- ir borð. Þá viðurkenningu hljót- um við að veita þeim. Þessi fyrsti þáttur leiksins var sann- kölluð sigurganga og enn stað- festu þeir snilli sína með snagg- aralegum viðbrögðum, er kon- .ungurinn reyndi gagnbyltingu fyrir nokkrum vikum. En þeim hefur ekki alltaf tekizt svona snilldarlega. Þeir hafa að vísu haldið fast við grundvallarstefnu sína. Hún byggist á því að blekkja, villa fólki sýn, ljúga blygðunarlaust um allt og alila. Og þeir sömdu hina dulmögnuðu sögu um „bráða hættu frá komm únistum“ og þær mi’klu hörm- unigar, sem þeir heifðu forðað landinu frá. George Papadopolos, hershöfð- ingi var að nafninu til fulltrúi forsætisráðherrans, en í reynd var hann forsætisráðherra (með hr. Kollias sem vesælan og aum an lepp) tilkynnti, að hann myndi færa sönnur á að her- stjórnin hefði brugðið við á ell- eftu stundu. „Samsærismenn kommúnista voru í þann veginn að leggja til atlögu", sagði hann, „við vissum það og þúsundir lög reglumanna höfðu strangar gæt- ur á þeim. . . Við þurfum að minnsta kosti 70 stóra vörubíla til að tæma — þó ekki væri nema einn af þessum felustöðum", saigði hann. „Við ætlum að kveðja blaðamennina á vettvang og leyfa þeim að koma og sjá sannanirnar og taka myndir af þeim“. Sagan um vörubílana 70 var samvizkusamlega prentuð með feitu letri í grísku blöðun- þessa menn? Hafið þér einhvern | brot á öllum herlögum, og það tíma hitt þá“? Þessa spurningu ! voru hinir 700 nýliðar sem tóku hafa vinir míni'r og blaðamenn hvarvetna að úr heiminum lagt i fyrir mig. Nei, við þekktum ekki þessa menn, en við áttum eftir | að kynnast þeim. George Papadopolos hafði innt af hendi þjónustu í hinum ýmsu deiidum hersins um fjölda ára. Meðal starfsbræðra sinna í hern um var hann iðulega kallaður „Nasser“ vegna opinskárrar að- dáunar á einræðisherranum egypska. Hann var maður tor- trygginn, laumupokaiegur en snjall og ötull f sínu starfi. Saga er sögð — og raunar hef ■ur hún verið staðfest — er gerð- ist nokkrum mánuðum fyrir bylt inguna. Einhver ráð'herra í stjórn Stephanopolosar gekk á fund þáverandi varnarmálaráð- herra, hr. Kostopolos og bað hann að biðja Spandidakis, hers Ihöfðingj (sem þá var forseti her Aþenu 21. apríl. Þriðjudaginn 24. apríl kom inn anríkisráðherrann nýi, Stylianos Pattakos, hershöfðingi í vináttu- í heimsókn til heimilis okkar seint i um kvöld. Stuttur, samanrekinn, þráðbeinn í baki og virtist ekki kunna við sig óeinkennisklædd- i ur. Hann var fölur, kúguppgef- inn og tryllingslega hamingju- samur. Hann sat í sófanum, sötr- aði viskí og vatn og lýsti því — með því einu sem hægt er að nefna barnalega kæti — hvern- ig hann hafði leikið á alla — konunginn. stjórnina, herforingj ana. Af föðurlandsástæðum, að sjálifsögðu. Vegna öryggis þjóð- arinnar. „Frá hvaða ógn voruð þér að bjarga okkur“ spurðum við, en fengum ekki svar. Pattakos hafði þann kænlega sið, að lyfta loðn um, hvítum augnabrúnum, líta beint framan í viðmælanda sinn Konungshjónin landflótta í Rómaborg. um og útvarpið þreyttist ekki á að endurtaka hana. En þegar þeir hötfðu komið ,,goðsögninni“ á kreik, var eng- inn vörubíll — ekki einu sinni mótorihjól — leiddur fram í dags ljósið og sýndur er hann ók á braut þessum stórkostlegu sönn unangögnum. „Þekktuð þið Papdoapoulos forsætLsráffherra: Hann er óvinveittari konungdæminu en sjálfur Papandreu. ráðsins) að skipa ekki þennan Papadopolos í leyniþjónustu hers ins í Aþenu: „Hann er umdeild- ur maður. Undirmönnum hans semur ekki við hann. Ef þið viljið flytja hann að norðan, setjið hann þá í stöðu sem ekki er eins ábyrgðarmikil og sú sem þið hötfðuð hugsað ykkur að skipa hann í“. Ráðherrann féllst á þetta og bar Spandidakis skila- boðin. Næst gerðist það, að Papado- polos var ekki skipaður í leyni- þjónustu hersins ,heldur í þá deild hans, sem hatfði með öll skipulagsmál að gera, lykilstaða þar sem öll mestu leyndarskjöl, skipulagningsplögg og neyðar- áætlanir fór,u um hendur hans, þar á meðal var „Promethevs áætlunin", en í henni voru óætl- anir um varnir borgarinnar ef ó hana yrði ráðist. Þetta plagg hef ur verið þaullesið og má segja, að hinn 21. apríl haíi það verið notað án minnstu breytingar. Var Spandidakis herforingi að undirbúa sína eigin byltingu og var hann með leynd að staðsetja herflokka víðs vegar í Aþenu, sem hann taldi reiðubúna til að fyligja sér, þegar stundin rynni upp? Það er erfitt að finna aðra skýringu en þessa á því að all- ir helztu menn hersins, sem þekktir voru að hægri-öfgum, fengu í hendur stjóm í hverri herbækistöð í borginni og ná- grenni hennar. Og þá ekki síður að leyfa Pattakos hershötfðingja að láta 700 nýliða vera um kyrrt í Aþenu, eftir þeir hötfðu lokið þriggja mánaða iheræfingum, en óskað hafði verið eftir að þeim yrði raðað niður víðs vagar um landið. Þetta gerðist meðan Kanellopolos var við völd og Pattakos sagði til skýringar: „Kannski þurfum við á þeim að halda á kjördegi. Kannski lendum í vanda og ef við tækj- um við fleiri nýliðum í bili og sendum þessa burtu, kæmu þeir ekki að gagni. þeir myndu ekki rata um borgina". Spandidakis gekk að þessu og samþykkti þar með tvímælalaust uppsperrtum augum og heiðskír á svip — og svara engu. „Sjáið þér nú itil. Ég skal segja ykkur, við urðum að bjanga Grikklandi. Sá tími var runninn upp, að við urðum að taka völd- in. Ég hafði lagt drög að því öllu með mestu leynd. Dóttir mín var einkaritari minn, svo að enginn gat komizt yfir áætlanir mínar. Og þegar merkið var gef ið („Hver gaf það og hvenær“ gripum við fram í, og fengum ekki svar) á fimmtudaginn var allit skipulagt. Ég kallaði fyrir mig liðsmenn mína rétt fyrir mið nætti og sagði þeim að hin heil- aga stund væri komin. Að þeir væru útvaldir synir Grikklands. Að næstu kynslóðir mundu títa á þá sem hetjur. Ég talaði við þá í heila klukkustund og breyt-ti hrifningu þeirra í hreint æði. Þegar ég lauk máli mínu var hver og einn þeirra fús til að leggja lífið í sölurnar fyrir föð- urlandið . . .“ Skömmu seinn bætti hann við: „Auðvitað urðum við að nota nafn konungsins. Við kærðum okkur ekki um, að til blóðsút- hellinga kæmi. Við elskum sem sé herinn. Við vildum halda kon- umginum utan við þet.ta, ef okk ur mistækist, en við urðum að sannfæra herinn um, að konung urinn stæði með okkur. Þið hljótið að skilja það . . .?“ Það sem við skildum. þegar hér var komið sögu, var að okk ur var ókleift að komast í nokk ur tengsl við þennan mann, Hu^ ur hans starfaði á einhverri ann arlegri býlgjulengd, og hann var rígtbundinn í heimi og vandamál um sem ekki voru lengur til. Hann hafði gælt við sjú'klegt kommúnistahatur sitt allan feril sinn í hernum. Hann hafði brugg að ráð, skipulagt og vonað. Og núna — sigur unninn Hann ihafði bjargað Grikklandi, Allir meðlimir herstjórnarinn- ar notuðu sömu fáránlegu og heimskúlegu tjáningaraðferðir, en Pa.ttakos var sennilega sá eini, sem trúði í fyllstu alvöru þvi Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.