Morgunblaðið - 26.01.1968, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.01.1968, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1966 15 Erlendur Jónsson skriíar um BÓKMENNTIR I bjarmalandi minninganna Sæmundur Dúason: EINU SINNI VAR n. 242 bls. Bókaforlag Odds Björnssonar. Akureyri 1967. UINU sinni var — svo nefnir Sæmundur Dúason endiurminn- ingar sínar. Fyrsta bindið, sem út kiom fyrir rösku ári, bar und- irtitilinn Æviminningar. Fyrir síðustu jól kom svo annað bindi, það sem hér um ræðir. og er því skipt í tvo meginhluta. Fulltrúar farins tíma heitir hinn fyrri. Úr elt vinnu'brögð heitir hinn síð- ari. í rauninni hefði þetta bindi átt að koma á undan hinu fyrra, ef farið hefði verið að eðlilegri tímaröð, því þetta bindi hefst t.d. á frásögnum af afa og ömmu höfundar, svo og ýmsu öðru venzlafólki hans. Æn ein- hverra hluta vegna hefur Sæ- mundi þótt betur henta að byrja á sínum eigin æviminningum, og kemur það að vísu lítt að sök. Fyrsta bindi endurminning- anna (veit ekki, hve mörg þau eiga að verða) var heldur dautf lesning. Þetta, sem út kom í vet- ur. er bæði skipulegra og skemmtilegra. Frásögn Sæmund ar af venzlafólki sínu er skýr og greinagóð. Sæmundur er handgenginn bundniu máli, kann margar gamlar vísur, veit, af hvaða tiletfni þær voru ortar, fellir þær víða inn í m&l sitt og styðst við þær í frásögn sinni. Það er að sönnu forn aðferð í sagnaritun samanber t.d. íslend ingasögurnar. Vísurnar gegna þá sams konar hlutverki og skrifað ar heimildir. Þajr eru samtíðar- heimildir, ef til vill ekki í bók- staflegum skilningi sannar. en varðveita þó engu síður andblæ staðar og stundar. Sú var tíð- in, að fól'k var sýknt og heilagt að kasta fram lausavísum. Megn ið af þeim samsetningi gleymd- ist. Aðeins beztu vísurnar geymd ust í minni almennings. En til að vísa geymdist þannig, þurfti hún ékki aðeins að vera vel kveðin. Hún varð l'íka að fela í sér einhver aimenn sannindi, eitthvað, sem fólk taldi þess virði. að það væri varðveitt í minni. Og Sæmundur styðst við vísur ekki aðeins í frásögnum sínum, heldur einnig í lýsingum sín- um á úreltum vinnubrögðum, er hann skrifar um í seinni hluta þesisa bindis. Og sá hluti ritsins er þó nokk urs virði. Þar er lýst algengustu vinnubrögðum karla og niokkr- um vinnubrögðum kvenna; helztu störfum til sjós og lands, eins og þau tíðkuðuist á uppvaxt arárum höfundar. Það mun vera sama sagan atf öllum þeim vinnubrögðum, sem Sæmundur lýsir þarna. að þau teljast nú úrelt. Vera má, að sum séu ékki með öllu fyrnd, þannig að þau tíðkist enn á atf- skekktum slóðum. önnur eru fyr ir löngu niður lögð, svo sem há- karlaveiðar, eins og þær voru fyrrum stundoðar. Að sjálfsögðu er enn á lífi fjöldi fólks, sem þekkir af eig- in raun þessi úreltu vinnubrögð. Ekki er sá óratími, siíðan hætt var t.d. að binda hey og rista torf, það er að segja, eimi þá ekki enn eftir af því bardúsi. En sú kemur tíð, að enginn verður lengur til frásagnar um þau störf. Þá verður nokkurs virði að hafa allar þessar lýs- ingar á einum stað. Lýsingar Sæ mundar eru ekki minna virði, þó öllum þessum hlutum hatfi verið lýst margoft áður. Hvort tveggja er, að fyrri lýsingar eru á víð og dreif í ýmsium rit- um, og svo eru þær margar hverjar óful'lkomnar, þar eð ekki hefur fyrst og fremst vak að fyrir öðrum höfundum að lýsa sjálfum vinnubrögðunum, heldur einhverjum atvikum, sem við þau voru tengd. Sæmundur segir frá hinum úreltu vinnu- brögðum gagngert til að lýsa þeim sjálfum og engu öðru. Hér eftir er því hægt að fletta upp á einni og sömu bókinni, vilji mað ur fræðaist um, hvernig hey var borið upp eða hákarlsstappa var Sæmundur Dúason. matreidd. Að sjálfsögðu eru þessar lýs- ingar Sæmundar byggðar á end urminningum hans sjálfs. Hann lýsir því einu, sem hann vann sjádfur eða sá aðra vinna. Nú- tímamaðurinn, sem les um öll þessi fjölbreyttu og ólíku störf, hlýtur að undrast, hvað störfin voru mörg til sjós og lands, þau sem hver einasti maður varð að kunna lagið á, ætti hann að telj ast hlutgengur í lítfsbaráttunni. Vinnian var þá eina lítftrygging mannsins. Jákvæður og undtir- gefinn varð hann að ganga til vinnu sinnar. Erfiðið varð að vera homum heilagt. Það var ekki af eintómri póli tískri undirrót, að sveitamenn litu löngum með fyrirlitningu á baráttu daglaunamanna til að stytta vinnutíma sinn. Að „nenna“ ekki að vinna — það var í þeirra augúm brot á æðsta lítfsins boðorði; hugsunar- báttur, sem þeim var gersam- lega um megn að botna nokkuð í. Sæmundur segir um heybind- ing, að til að ná góðum árangri í því verki hafi þurft „mi'kið þrek og röskleika, áhuga á verk inu og vilj'atfestu“. Og svo mun hafa verið um flest önnur dagleg störf. í uppeldinu var ekki nóg, að einstaklingurinn lærði starfið. Hann varð einnig að læra að vinna það með gleði og taka því, eins og það var. Annars var vonlaust, að hann sætti sig við ihiutskipti sitt. Flestum tókst að sætta sig við stritið, af því að þeir þekktu ekki annað. Og þó var þetta ekk- ert nema brauðstrit. Tilgangur og árangur var sá einn að draga fram lífið, hafa í sig og á, s'krimta frá degi til dags. Fæstir gátu haft af striti sínu aðra né meiri sköpunargleði. En svo fjölbreytt sem voru störf hvers og eins, var sjáltft þjóðaramstrið drepandi fábreytt. öld eftir öld voru næstum allir bornir til að vinna sömu hand- tökin. A'lla varð að steypa í sama mótinu. Möguleikar — orð sem oft ber á góma nú á tím- um — voru engir. Það var ekki um neitt að velja. Þegar rætt hefur verið um horfnar dyggðir, hefur oft ver- ið vitnað til h'úsbóndahollustu virmuhjúa á fyrri tíð; vinnu- manna og vinnukvenna, sem unnu húsbændum sínum svi dyggilega, að þau gerðu Þeirra ihag að sínum. Yið nútímafólkið skiljum tæpast þvílíka sjálfsaf- neitun og fórnfýsi. Var það nokk uð annað en þrælslund, hræðslu gæði? Getur hlutskipti manns orðið öl'lu lakara en það, að hann geri sér ekki aðeins að góðj hvaðeima, sem að honum er rétt, heldur beinliínis gleðjist yfir því, fagni því, hversu illt sem það annars er? Framhald á bls. 20 Ellert B. Schram hdl. skrifar Vettvanginn í dag í tilefni greinar í Tímanum 16. jan. sl. um aðhæfingu kynslóða — viðhorf ungs fólks til stjórnmála — læ- vísan áróður gegn frelsi og framtaki. ÞAÐ er skemmtileg nýlunda. þegar ungir menn ritia póli- tískar hugleiðingar í læsilegu fiormi og marka má að gerðar eru tilraunir til að höndla stóra sannleik hins pólitískia 'völundarh.ss. Að vísu geta slík- ar ritsmíðar verið byggðar á fiölskum forsendum, sem rekja má til þeirrar algengu venju, að viðkomandi rennir stoðum undir fyrirfnam ákveðna skoð- um — en ekki öfugt. Sá ágæti ljóður er þó ein- mitt á hinu eftirsótta lýðiræði, að mönnum er leyfilegt að hafa rangt fyrir sér án þess að vera dæmdir úr leik. Annar leiður vani er sjáltf- skipuðum gagnrýnendum einn- ig tamur. en það er s'á háttur þeirra að alihæfa al'Iar þær hópþúsundir sem eru á önd- verðum meiði við þá og leiðast jafnvel út í þær öfgar að sam- flokkia á þann hátt heilar kyn- slóðir. Þannig hefur nýlega verið gerð tilraun til að allhæfa þá kynslóð, sem fædd er fyrir og í kringum fyrra stríð, sem ald- ist upp við ógnaröld kreppunn- ar og átti seinna stærsta þátt- inn í nýsköpun þjóðarbúskap- arins. Hún er meira að segja upp- nefnd styrjaldarkynslóð.^ Einkenni hennar er sögð spilling, rótleysi og óguðlegt skeytingarleysi um sjálfvirð- ing og þjóðarstolt. Auðvitað mótast hver kyn- slóð af því andrúmslotfti, sem ríkjandi er á hverjum tíma og seinni t'íma mönnum er út af fyrir sig verjandi að draga á- lyktianir af þeim atburðum, sem hæst hiatfa borið. Ofannefnd alhæfing er hins- vegar ósanngjörn og villandi og ber keim af þVí hlutdræga mati, sem hingað til hefur ver- ið alls ráðandi í íslenzkum stjórnmiálaumræðum. u Það er staðreynd, að hið ís- lenzíka þjóðfélag flutbist úr rómantízkum torfkotfunum á grá kaldá mölina á skemmri tíma en öll eðlileg lögmál mæltu með. Þar kom miargt til, en einkum þó sú staðreynd, að Island slengdist skyndilega inn í hringiðu umheimsins fyrir til stuðlan örlaganna. Áður ókunn veraldleg gæði og möguleikair bárust íslendingum upp í bend- ur og enginn mannlegur mátt- ur hefði getað atftrað þeirri þróun sem í kjölfarið fylgdi, né heldur nokkur manneskja fyr irgefið þá dauðasynd að not- færa sér ekki þá möguleika, sem gáfust. Ef þau umibrot lykta af pen- ingum og sýnast toapphlap um óraunveruleg og lítiltfjörleg verðmæti, þá eru þau engu að síður undirstaða þess efnalega sjálfstæðis, sem allir og allra helzt hagfræðimgar, eru sam- mála um. að sé forsenda hins raunverulega sjálfstæðis. Það þýðir ekki af æpa sig hásan af slagorðum um spill- ingu, peningagirnd og loddara- leiki — og það er lítilmann- legt að reka sífellt fram feitan puttann eins og Itftdll krakki og hrópa: svinidlari — brask- ari! Sannleikurinn er sá, að sú kyn slóð, sem uppnefnd hefur verið sem styrjaldarkynslóð, er það fólk. sem leiddi íslenzku þjóð- ina á braut framfara og upp- byggingar og síðar til velferð- ar og velmegunar, Það er fólk- ið sem gerði afkomendum sín- um „ungu kynslóðinni“ kleift að leita sér menntunar, kenndi þeim að bera virðingu fyrir landi sínu og þjóð — kom ís- lenzku þjóðinmi til manns. □ Undirritaður vill strax fyr- irbyggja þær ályktanir. að með þessum orðum sé lögð blessun yfir allar aðgerðir tfeðranna — eða tekið sé ofan fyrir ríkjandi ástandi. Síður en svo. Yfirgmæfiandi meirihluti hins unga fólks, sem nú vex til menntunar og þekkingar, og lofsungið er, er alið upp með borgaralegu hugarfari og telst af sauðahúsi veraildiargæðanna. Þetta unga fólk ber virðingu fyrir foreldrum sínum og for- feðrum og metur að verðleik- um störf þeirra og áræði. En þetta sama unga fólk er frjáls- lynt og engan veginn ánægt með status quo. Það sér vitaskuld margt sem afl'aga fer. Því ofibýður sumt. En ungt fólk í dag leggur samt sem áður ekki lag sitt við óábyrgar öfgastefnur. Það vill gjarnan bjarga heiminum meðan uppörvandi bjartsýni mótar hugann — en ekki með því að fórna mannorði eldri kyn s'lóða og fordæma óumflýjan- legar gerðir þeirra. Ég er þvert á móti sannfærð ur um, að það vill standa vörð um þær verðugu hvatir. at- hafnaþrá og sjálfsbjargarvið- leitni, sem skapað geta heil- brigt og farsælt þjóðlíf. í framlhaldi af því, væri ósk andi, að slíkt leiddi huga ungs íól'ks að þeirri stóru spurningu — um hvað stjórnmiála'baráttan raunverulega snýzt. Hjá því vaknaði áhugi fyrir íslenzkum stjórnmiálum, kraftar þess beindust inn á þann vettvaog. sem hefja þarf merkið á lotft á ný. Ungt fólk hefur fjarlægst íslenzka pólitík, af þeirri sök, að íslenzk pólitík hefur ekki ris ið undir sér að verðleikum. Enginn tekur lengur mark á póli'tískum yfirlýsingum, því þær eru ekki áby.rgar. Enginn hl'ustar á kosningaloforð. því að við þau er ekki staðið. Um- ræður einkennast af lágkúru og snúast mest um löngu liðna fortíð en ekki framtíð. Fæstum þeirra, sem látið hafa freistast út á braut stjórmmálanna, hef- ur tekizt að rífa sig upp úr viðjum meðalmennskunnar. né heldur sloppið við tumgur níðs og baknags. ,Afskipti af stjórnmálum eru ekki eftirsóknarverð — jafn- vel mannskemmand'i. □ Með tilliti ti!l ytfirvofandi ógnaraldar og atomátaka ,var það farsæl þróun, þegar dró úr á'tökum austurs og vesturs og spennan miinnkaði. En með tilliti ti'l íslenzkrar stjórnmála- baráttu varð sú þróun því mið ur bagaleg. Afleiðingin hefur í stuttu máli verið sú, að almenn ur pólitískur áhugi hefur dofn- að og dregið hefur úr raunveru legum grundvallardeilum. Átök eiga sér ekki lengur stað um svart e'ða hvítt, heldur mis- munandi grátt. Persónuleg vandamál ráða afstöðu manna og háleitar hugsjónir eru falar fyrir tíu silfurpeninga. Ungt fólk, alið upp í velferð og skoðanaleysi, hinu borgara- lega andrúmslofti, gerir sér ekki grein fyrir mikilvægi stjórnmálaskoðana. Það hefur fjarlægst hin raunverulegu stjómmál. Það væri vissulega ánægju- legt, ef ungir menn sem stefna að pólitískum frama og hyggjast koma einhverju til leiðai, tækju upp einarðari og háleit- ari málflu'tning, hefði sig upp úr flokkslegum klafa og rót- grónum ríg og skoðuðu málin í ljósi röksemda og þekkingar. Fátt væri gagnlegra ungu fólki, stjórnmálum og þjóðfé- laginu í heild, en einmitt að slík átök ættu sér stað. Og þegar hafðar eru í huga, þær skoðanir, sem fram hafa komið meðal valdastreitu- manna af „ungu kynslóðinni“ — þá vaknar sú spurning: Hvað væri raunar gagnlegra þeim öflum, sem stendur stugg- ur af sífell't meiri sócialseringu og opinberum afskiptum en skeleggar m'á'lefnagreinar og rit smíðar um kosti þeirrar stefnu, sem raunverulega hefur verið undirstaða framfaranna hér á landi? Hvað væri áhrifameira hinum ábyrgu öflum þjóðfélags ins, en skorinorður málflutn- ingur gegn þeim lævísa áróðri, sem beinist nú gegn frelsi og framtaki. Ungir menn, sem telja sig til- heyra hinum ábyrgu öflum, eiga að sameinast um nýja sókn í stefnumálum sínum, sýna reisn í orðum og athöfn- um og láta ekki kaffæra sig í dægurmálum og flokksvaldi. Þeir eiga að vekja athygli á eðli stjórnmálanna, þýðingu þeirra og mikilvægi, þeir eiga að draga fram kosti hins dýr- mæta frelsis til orða og at- hafna, hvetja til samkvæmni og ábyrgðar og gera umræður hei'llandi og eftirtektarverðar. Ungir menn eiga að hefja sókn gegn tækifærissinnum og öfgaöflum, rífa þjóðina upp úr doða velferðarinnar, hefja frjálslyndi og víðsýni til vegs og virðingar og umfram allt standa vörð um manndóm og s j álf sbj argarviðleitni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.