Morgunblaðið - 26.01.1968, Page 21

Morgunblaðið - 26.01.1968, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1968 21 Enn nokkur orð um „Grundarorminn" MIKIÐ er nú búið að rita og ræða um kvilla þann, sem hefir herjað hér á nokkrum bæjum sl. ár og nú síðast hlotið það virðu- lega nafn „Grundarormur“. Allt, sem hingað til hefir sézt á prenti um þetta mál, hnígur mjög í sömu átt; að ásaka ráða- menn og heimta skilyrðislaust niðurskurð á öllu kviku á þess- um bæjum. Oft hef ég furðað mig á, að enginn skuli hafa lát- ið til sín heyra í öðrum „dúr“. Það er nú svo, að það er oftast fleiri en ein hlið á hverju máli, og hefir löngum verið talið heil- brigðara að líta á málin frá sem flestum hliðum. Nú langar mig til að segja nokkur orð frá mín- um bæjardyrum séð „fyrst allir aðrir þegja“. Það var að vonum, að nokkr- um óhug sló á fólk, þegar þessi nýi búfjársjúkdómur barst til landsins í fyrra haust. Verst var, að dýralæknar virtust furðu fá- fróðir og virtust sem minnst vilja fullyrða um það, hvering veikin hagaði sér. En svo fóru að mynd ast allskonar furðusögur um þenn an nýja „voðasjúkdóm". Enginn vissi hvar þær áttu upptök, en þær gengu frá manni til manns. Já, flugu eins og eldur í sinu og mögnuðust og margfölduðust, svo að segja mátti, að þar væri ein fjöður orðin að fimm hænum eins og í sögunni forðum. Og enn eft- ir rúmt ár er fólk, sem maður hittir o. fl. að kvarta um, að verst sé að vita ekki, hvað sé satt og hvað logið í þessu máli. Ég er viss um, að afstaða almenn ings væri önnur en hún er ef dýralæknar hefðu strax skrifað í blöð og tímarit og skýrt frá því, sem þeir vissu um veikina, og svo fylgst með gangi hennar og alltaf sagt frá því, sem var að gerast. Ein af fyrstu fyrirskipunum dýralæknis um meðferð og varn ir var bann við að bursta og klippa kýrnar, til að reyna þann ig að koma í veg fyrir smitun. Einn bóndinn braut þetta bann og það varð til þess, að hjá hon um gekk þetta yfir á nokkrum mánuðum, gripirnir voru allir lausir við það í vor og til reynslu var aðkomugripur látinn í fjósið og er hann heilbrigður enn. Þetta finnst manni benda til, að veik- in „liggi ekki niðri“ eftir að grip ir eru lausir við hana. — Á hin- um bæjunum flestum var reynt að fara eftir læknisráði og bera á hvern blett um leið og vart varð við þá og hefir það vafa- laust tafið fyrir smitun, einnig forðast að klippa og bursta. Mjög er misjafnt, hvað grip- irnir eru lengi með útbrotin og einnig misjafnt, hvað blettirnir verða margir og stórir. Reynslan hefir sýnt, að ef gripirnir eru vel fóðraðir og í alla staði al- heilbrigðir, verður lítið úr þessu og blettimir hverfa fljótt. En ef einhver krankleiki er í þeim verða blettirnir meiri og þrálát- ari. En engan grip hef ég séð jafn mikið útsteyptan og útlenda nautkálfinn, sem annað slagið hafa birzt myndir af í blöðum og nú síðast í hinum virðulegasta félagsskap. En eðlilegra hefði mér fundizt, að ritstjórinn hefði brugðið sér með myndavélina í eitthvert fjósið á sýkta svæð- inu, svo hann gæti sýnt og sann- að hvað hér var að gerast. Venju legasti tíminn, sem gripirnir voru með þetta var um tveir mán uðir, stundum styttra en varla yf ir þrjá. Enginn, að einum bónd- anum undanskildum, hefir orðið var við nokkur veikindi í nokk urri skepnu, varla hægt að sjá, að þær klæji í blettunum og af- urðatjón er alls ekki til. Þeir menn, sem ekki vilja trúa því, ættu að grennslast um mjólkur- innlegg þessara bænda síðastlið- ið ár og bera saman við næstu ár á undan. Þá töldu dýralæknar, að reynsla erlendis af þessari veiki væri sú, að gripir, sem búnir væru að fá hana, yrðu ónæmir fyrir henni á eftir. Og reynslan sem fengin er af henni hér, á þessu eina ári virðist líka styðja það, því að ekki er vitað, að nokkur skepna hafi fengið hana nema einu sinni. — Þá er vill- andi sagt frá í einni blaðagrein, þar sem sagt var, „að lækning hefði ekki tekizt nema á einum bænum“. Ókunnugir gætu hald- ið, að á hinum bæjunum væri allt fársjúkt af „kaunum og graft arkýlum". Hitt mun það sanna í málinu, að veikin sé að fullu gengin yfir á flestum eða öllum bæjunum þar sem hún kom upp í fyrra og engin ný tilfelli á þeim bæjum í vetur. Þá kom það í ljós í sumar, að kvígum, sem lágu úti og aldrei var borið á, batnaði eins fljótt og hinum, sem alltaf var passað að bera á. Og það mun vera óhætt að taka dýpra í árinni en Sæmundur Friðriksson, þegar hann hafði sagt, að stundum batnaði veikin af sjálfu sér. Hún mundi alltaf batna af sjálfu sér. Þá varð ekki vart við, að veikin bærist með fólki eða dauðum hlutum milli gripa. Á sumum bæjunum hagaði þannig til, að kvígur voru hýstar annarsstaðar en í fjósi og sömu menn gengu á milli við hirðingu, oft á dag, en hún barst þó ekki í kvígurnar fyrr en þær komu út og í beina snertingu við gripi, sem ekki voru lausir við þetta. Og svo er hert á baráttunni. Heimtaður niðurskurður allra gripa á þessu svæði, þegar þeir eru orðnir alheilbrigðir og ónæm ir fyrir veikinni. Það finnst mér að væri að bjóða hættunni heim, ef um það væri að ræða, að orm urinn gæti einhversstaðar legið í leyni. Og þá er það frumvarpið, sem lagt var fram, þar sem ríkissjóði var heimila'ð að leggja fram allt að 10 milljónum króna til að bæta þessum bændum niður- skurð! Mjólkurinnlag þessara bænda flestra mun vera frá 70 til á annað hundrað þúsund lítr- ar á ári og þá getur hver sem vill reiknað, hvað sú mjólk ger- ir. Þá mundi hrökkva skammt það, sem gripirnir gerðu á blóð- velli til að kaupa nýja í staðinn, fyrir utan það, að 2—4 hundruð jafngóðir gripir yrðu ekki auð- fengnir og verð mundi margfald ast við eftirspurnina. Ætli það yrðu ekki liðugar 10 milljónir, sem það kostaði að bæta þessum bændum að fullu svo þeir sköð- uðust ekki? Og hvenær svo sem er hægt að bæta nokkrum bónda „að fullu“, ef bústofn hans er allur, sem hann hefir lagt ævistarf sitt í að rækta og bæta, er brytjaður nið- ur? Og hvernig á að fara með jarðirnar þegar ekki má nytja þær? Það þýðir lítið að heyja, þegar ekki má selja tuggu af heyi út af svæðinu og ekki má taka nýjan bústofn fyrr en eftir einhver ár. Allir, sem nálægt jarðrækt hafa komið, vita hvern- ig ræktað land fer, ef ekki er borið á það og það nytjað. Sýn- ist þá ekki annað fyrir hendi en að bera á og heyja og brenna svo heyið. — Það sjá allir, sem ekki eru steinblindir af æsing- um, að ef niðurskurður nær fram að ganga, er það sama og að leggja í auðn allar þessar góð jarðir í einu bezta og blómlegasta landbúnaðarhéraði landsins, að minnsta kosti um árabil. Öll bændasamtök líta með ugg á flóttann úr sveitunum og telja, að ekkert megi til spara að hefta hann. En nú skera þau upp her- ör um undirskriftir til að heimta niðurskurð. Þeir heimta blóð og meira blóð. Það mátti búast við því þegar ráðizt var á féð og hrossin í haust, þegar niðurskurð ur var á annað borð hafinn, að heimtaðar yrðu stærri fórnir — nautgripirnir líka. — Ef hér hefði verið um að ræða lífshættu legan sjúkdóm eða veikindi, sem sköpuðu afurðatjón hefði vitan- lega ekki mátt horfa í neinar fórnir, en þar sem varla er hægt að kalla þetta annað en leiðan kvilla eru engar blóðfórnir hans vegna réttlætanlegar, en auðvit- að er sjálfsagt að reyna eftir megni að hefta útbreiðslu hans. Þetta síðasta, að veikin kom upp í Möðrufelli, var ekki annað en það, sem næstum hlaut að verða (og þó vonum seinna) þar sem jafnstutt er í Ytrafell þar sem veikin var og jafn stöðugur sam- gangur á milli. En þó svo, að niðurskurður hafist í gegn, getum við verið örugg um að vera alveg laus við Grundarorminn með það? Rekur hann ekki upp hausinn eins og selurinn á Fróðá einhversstaðar þar sem hans er sízt von? Ekki hefir enn verið minnzt á að taka úr umferð allt fólkið, sem búið er að vera með kvillann, enda er það búið víða við að koma. En ef þetta getur lifað utan við líkama manna og dýra, er ekki ólíklegt að það geti leynst ein- hversstaðar í híbýlum fólks, sem hefir verið með það, ef það á að geta lifað í heyi og grasi. Og þá gæti maður látið hvarfla að sér, úr því sannað er að hross geta fengið snert af þessu, að eitt- hvað af þeim tugum flækings- hrossa, sem skörkuðu um sömu hnjótana og kvígurnar á Grund II í fyrravetur, hefðu kannske náð í eitthvað af þessu og þá getað breitt það út, því þessi hross voru víðsvegar að. Og blettirnir, sem komu á trypp in mín í sumar voru svo' lítil- fjörlegir, að ekki hefði verið eftir þeim tekið nema fyrir það, að þau voru undir næstum dag- legu eftirliti og allir blettirnir voru horfnir og hárgaðir eftir mánuð. Vel gæti því fjöldi af þeim hrossum, sem ganga úti og sjaldan er litið á, verið búin að vera með þetta, án þess að nokk- ur hefði hugmynd um. Þá hef ég talað við nokkra danska fjósamenn og spurt þá, hvernig þeir bregðist við þess- um sjúkdómi þar í landi. Þeim hefur öllum borið saman um, að þar sem þeir hafa verið, hafi hreint ekkert verið við honum gert. Þar sé þetta aðallega talin kálfaveiki og ekki sé borið á þá, heldur látið batna af sjálfu sér. Illu heilli var hafinn niður- skurður í haust á sauðfé og hross um, en þó tel ég síðari villuna verri hinni fyrri, ef niðurskurð- armönnum tekst að láta fella kúastofninn líka og leggja þann- ig í auðn nokkurn hluta af Hrafnagilshreppi, sem í fyrra var tekjuhæstur á landinu. Holtseli, 16. janúar 1968, Svanhildur Eggertsdóttir. Við undirritaðir búendur á þeim bæjum, sem hin svonefnda veiki „hringskyrfi" náði fótfestu fyrir rúmu ári og var ríkj- andi í nautgripum okkar fram á síðasta haust, erum að öllu leyti sammála því, sem fram kemur í grein Svanhildar Eggertsdóttur, húsfreyju í Holtseli í Hrafnagils- hreppi, um nefnda veiki — og birtast mun í dagblöðum Reykja víkur nú á næstunni. Reynsla okkar af þessari veiki, fram á þennan dag, og sú staðreynd að enginn nautgripur gengur leng- ur með sýnileg merki hennar, styður þá skoðun okkar, að alls enga nauðsyn beri til að niður- skurði verði beitt, eins og nú horfir, heldur verði varnir efld- ar um hin sýktu svæði og séð hvort ekki tekst að ráða niður- lögum veikinnar, án mjög rót- tækra ráðstafana. Ketill S. Guðjónsson, Finnastöðum, Ketill Helgason, s. st., Smári Helgason, Árbæ, Reynir H. Schiöth, Hólshúsum, Helgi S. Schiöth, s. st., Gísli Björnsson, Grund I, Ingvar Kristinsson, Möðrufelli, Kristján Stefánsson, Grýlubakka II, Magnús Snæbjörsson, Syðri-Grund, Sævar Magnússon, Syðri-Grund, Egill Halldórsson, Holtseli. LAND ROVER árgerð 1966 (benzín) til sölu. Hcildverzlunin HEKLA H.F. Sími 21240. BUÐIIM í kvöld kl. 8.30 — 11.30. SÁLIN Verð miða kr. 60.00. í»ið vitið um fjörið á föstudögum. OPIÐ í KVÖLD KL. 8-1 Tlowers ATHUGIÐ Eini dansleikur Flowers um helgina í Reykjavík. Aðgöngumiðar kr. 25.— (Rúllugjald). SIGTÚN FLOWERS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.