Morgunblaðið - 03.02.1968, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.02.1968, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1968 7 BÚSTAÐAKIRKJA Spjollað nm skógrækt FORRAÐMENN Bústaða- prestakalls hafa gefið út Almanak til að minna á fjár- söfnunina til handa kirkju- byggingu þeirri, sem þeir hafa í smiðum. A almanak- inu er mynd af Bústaða- kirkju, eins og hún lítur út í dag, fyrir tilverknað þessa ágæta sóknarfólks og sóknar- prestsh j ónanna. Fyrr en varir xís þessi kirkja upp, rétt við hliðina á gullfallegum garði Hákon- ar Gu’ðmundssonar, hins sanna skógræktarmanns, sem með elju sinni og konu sinn- ar, hefur sýnt, hvað skóg- rækt á íslandi má sig, ef að henni er hlúð á réttan máta. Máski er það úr einu í annað farið, aS nefna Bústaðakirkju í sömu andrá, og maður minn ist á skógrækt. Þó eru málin ekki óskyld. Öll ræktunar- starfsemi byggir á hinu góða í mannlífinu, og það eitt, að gróðursetja eina litla Sitka- greniplöntu frá Alaska í ís- lenzkan jarðveg, eða máski Bergfuru frá Alpafjöllum, er athöfn, sem ma'ður ætti að taka ofan fyrir, jafnvel þakka fyrir að fá að eiga hlut- deild í. Skógrækt á íslandi er eitt- hvert brýnasta hagsmunamál þessa þjóðarkrílis, sem þetta afskekkta eyland byggir. — Fr. S. I dag verða gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni, ungfrú Oddný Sig- urðardóttir, Háagerði 45, og Öl- afur Tryggvi Snæbjömsson, Marargrund 4, Garðahreppi. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína, ungfrú Jóhanna Berg- mann Hauksdóttir, Bergstaða- stræti 59, og Hallgrímur Smári Jónsson, Dígranesi 60. — Birt aftur vegna misritunar. í dag verða gefin saman í hjónaband í Neskirkju af séra Jóni Thorarensen, ungfrú Bessie Jóhannsdóttir, Ásgarði 21, og Gísli Guðmundsson, Starhaga 8. BÖRN munið regluna heima klukkan 8 Böna heima kl. 8 Börn eiga ekki heima á götunni Verndið börnin gegn hættum og freistingum götunnar og stuðlið með því að bættum siðum og betra hcimilislífi. LAEKNAR FJARVERANDI I.æknar fjarverandi Þórhallur B. Ólafsson, fjarver- andi fram á mánudag. Ólafur Jóns son, Domus Medica, gegnir störf- um fyrir hann á meðan. Vísukorn I skotmarki Auka brot á orku þrot ég hef notið, þegið, eftir hlotin ástar skot oft í roti legið. Hjálmar frá Hofi. Spakmœli dagsins Mig skiptir engu, hvenær ég dey, verði aðeins sagt um mig, að ég reitti upp þistlanna og gróðursetti blóm, hvar sem það gat vaxið. — Abraham Lincoln. FRÉTTIR KFUM og K, Hafnarfirði. Almenn samkoma sunnudags- kvöld kl. 8.30. Jóhannes Sigurðs- son, prentari, talar. Unglingadeild- in. Fundur mánudagskvöld. Húsið opnað kl. 7. Eftirtalin númer thlutu vinning i happdrætti Kvennadeildar Slysa- varnarfélagsins í Keflavík: ískista 3083, ryksuga 3959, gólf- vasi 1829, kristalsglös 2488, stand- lampi 4396, símabekkur 646, gas- olía 5009, snyrtitaska 1536, ritsafn Þorst. Erl. 2119, brúða 1464, brúða 5352, svefnpoki 1905, skautar og skór 1337, karlmannsúlpa 2148, mynd 3485. Kvenfélag Keflavíkur heldur sníðaanámskeið. Kennt verður Pfaff snírakerfið. Námskeiðið hefst um 10. febrúar. Uppl. í símum 1414, 1606 og 1608. Templarar, Hafnarfirði. — Munið Þorrablót, árshátíð í Góðt.húsinu laugardaginn 3. íebrúar. Aðgöngu- miðar hjá Pálma (s. 51335) og Stíg (s. 50062). Keflvíkingar. Munið hlufaveltu kvenfélagsins sunnudaginn 4. febr. kl. 3 síðdegis í Tjarnarlundi. Austfirðingafélag Suðurnesja. Þorrablótið verður í Ungmennafé lagshúsinu 3. febrúar. Nánar í götu auglýsingum. Húsmæðrafélag Reykjavíkur. Afmælisfagnaður verður í Þjóðleik húskjallaranum 7. febr. kl. 7,30. — Sameiginlegt borðhald. — Góð skemmtiatriði. Aðgöngumiðar af- hentir að Hallveigarstöðum föstu- daginn 2. og mánudaginn 5. febr. kl. 2—5. — Nánari upplýsingar í símum 14740, 12683, 21837. Takið með ykkur gesti. Fótaðgerðir fyrir aldrað fólk. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunn ar veitir öldruðu fólki kost á fóta- aðgerðum á hverjum mánudegi kl. 9 árd. til kl. 12 í kvenskátaheimil- inu í Hallveigarstöðum. Gengið inn frá Öldugötu. Þeir, sem þess óska að færa sér þessa aðstoð í nyt biðji um ákveðinn tíma í síma 14693 hjá frú Önnu Kristjánsdóttur. Bahái-trúarbrögðin Upplýsingar um Bahái-trúar- brögðin eru veittar þeim er óska í síma 35246 eða að Bústaðavegi 73 á miðvikudögum milli kl. 8—10 e.h. — Monika Guðmundsson. Breiðfirðingafélagið í Reykjavík Hið árlega þorrablót félagsins verður haldið laugardaginr. 3. febrúar i Sigtúni og hefst kl. 7. Tilkynning til sóknarfólks Símanúmer mitt er 16337 og heimilisfang Auðarstræti 19. Séra Ragnar Fjalar Lárusson, sóknar- prestur í Hallgrímsprestakalli. Sunnukonur, Ilafnarfirði. Munið fur 'inn í Góðtemplarahúsinu þriðjudaginn 6. febrúar kl. 8,30. Venejuleg fundarstörf, kaffi og bingó. Fjölmennið. — Stjórnin. Árnesingamótið 1968 verður að Hótel Borg laugardaginn 10. febr. og hefst með borðhaldi kl. 19,30. Minni Árnesþings flytur Helgi Sæmundsson. — Árnesingakórinn syngur. — Heiðursgestur mótsins: Einar Pálsson bankastjóri á Sel- fossi. Miðar afhertir í suðurdyrum Hótel Borgar sunnudaginn 4. febr. milli kl. 3 og 5. Æskulýðsráð Reykjavíkur. Dagskrá 2.—6. febrúar. Opið hús fyrir 15 ára og eldri föstudag, laugardag, sunnudag og þriðjudag kl. 20—23. Opið hús fyrir 13—15 ára sunnudag kl. 16—19. Borðtennis föstudag kl. 20 —23. Kvikmyndasýning þriðju- dag kl. 21, ýmsar myndir. Akranesferðir Þ. I>. Þ. Frá Akranesi mánudaga, þrlðju- daga, fimmtudaga og laugardaga kl. 8, miðvikudaga og föstudaga kl. 12, sunnudaga kl. 4.15. Frá Reykjavík kl. 6 alla daga nema laugardaga kl. 2 og sunnu- daga kl. 9. Eimskipafélag íslands Bakkafoss fór frá Kristiansand i gær 2 þ,m. til Gautaborgar og Kaup- mannahafnar. Brúarfoss fór frá Nor- folk í gær 2. þ.m. til New York og Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Wal- kom í gær 2. þ.m. til Kotka og Reykjavílkur. Fjallfoss fór frá New York 26. f.m. til Reykjavíkur. Goða- foss fór frá Siglufirði 28. f.m. til Zeebrugge, Grimsby, Rotterdam, Rostoek og Hamborgar. Gullfoss fór frá Kriistiansand 1. þ.m. til Thors- havn og Reyikj avfkur. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 1. þ.m. frá Osló. Mánafoss fór frá Hull í gær 2. þ.m. til Leith og Reykjavíkur. Reykjafoss fór fró Hamborg í gær 2. þ.m. tll Rotterdam. Selfoss fer frá Reykjavík á há-degi í dag 2. þ.m. til New York, Camibridge, Norfotk og New York. Sikógafoss fór frá Raufarhöfn 1. þ.m. til Hull, Kralingsche veer, Antwerp- en, Rotterdam og Hamborgar. Tungu foss éom til Reykjavfkur i gær 2. þ.m. frá Færeyjum og Kaupmanna- höfn. Askja fór frá Hull 30. fjm. til Reykjavikur. Skipadeild SÍS Arnarfell fór 31. jan. frá Hull til Þorlókshafnar og Reykjavíkur. Jök- ulfell lestar á Breiðafjarðahöfnum. Dísarfell för 1. þ.m. frá Riotterdaan til Austfjarða. Litlafell er við olíuflutn- Inga á Faxaflóa. Helgafell er vænt- anlegt til Rotterdam 4. þ.m. Stapafell er í Rotterdam. Mælifell fer i dag frá RFeyðarfirði til Odda. Skipaútgerð rikisins 'Bsja er á Austurlandshöfnum á suð- urleið. Herjólfur fer frá Vestmanna- eyjum kl. 21.00 f kvöld til Reykja- víkur. Herðubreið er á leið frá Rauf arhöfn til Reykjavikur. Hafskip HF. Langá fór frá Gdansk f gær til Gautaborgar. Laxá fór frá Bilbao 30. f.m. til Rotterdam. Rangá fór frá Rotterdam 30. f.m. til Reyðarfjarðar. Selá er í Rotterdam. Flugféiag íslands MiUilandaflng: r Gullfaxi fer til Osló og Kaupmanna- hafnar kl. 10:00 í dag. Væntanlegur aftur til Keflavikur kl. 19:00 í kvöld. Snarfaxi fer til Vagar, Bergen og Kaupmannahafnar kl. 11:30 í dag. Væntanlegur aftur til Reykjaví'kur kl. 15:46 á morgun. GuUfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 09:30 í fyrramálið. Innanlandsflug: I dag er áætlað að fljúga til: Akur- eyrar (2 ferðir) .Vestmannaeyja (2 ferðir), Patreksfjarðar, Egilsstaða og Sauðárkróks. Loftleiðir HF. Bjarni Herjólfsson er væntanlegur frá New York kl. 0830. Heldur áfram til Lúxemborgar kl. 0930. Er væntan- legur til baka frá Luxemborg kl. 0100. Heldur áfram til New York kl. 0200. Eirlkur rauði fer tU Oslóar, Gautahorgar og Kaupmannahafnar. Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá Helsingfors, Kaupmannahöfn og Osló kl. 0030. Barnavagn til sölu sem nýr. Uppl. í síma 51 i'4 3 Óska eftir að taka á leigu n<i þegar 2ja—3ja herb. íbúð. Uppl. í síma 52145. UTAVER Plaslino kork extra með kork undirlagi. Nýtt gólf undraefni. Gott verð 8AS óskar eftir húsnæði í IViiðbænum Scanidinavian Airlines System ósikar eftir að taka strax á leigu a.m.k. 40 fermetra húsnæði í Mið- bænum. Helzt þyrfti húsnæðið að vera á gtiihæð. Til élita kaemi að taka annað húsnæði á leigu en á götu- thæð, ef það væri að öðru leyti hentugt fyrir þá starf- semi, sem fyrinhuguð er í húsnæðinu. T'l.boð óskast send sem fyrst til Birgis Þórhallsson- ar Hofteigi 21 (símar 12277 og 35081). SAS vantar starfsstúlku SAS vill ráða starfsstúlku nú þegar eða sem fyrst. Reynsla í almennum bréfaskritftuim, útgáfu flugfar- seðla og annarri þjónustu-starfsemi við flugfarþega er mjög æskileg. Það er skilyrði að viðkomandi taii og skrifi eitt af scandinavísku máiunutm og ensku fyrir utan ísienzku. Skriflegar umsóknir (ekki vélritaðar), sem tilgreini aldur, skólagöngu, fyrri störf og helzt upplýsingar um núverandi laun eða óskir um laun hjá SAS sendist sem fyrst til Birgis Þóiiiallssonar, Hofteigi 21, Reykj&vík. Stálgrindarhús Frá Hill-verksmiðjunum í Bretlandi út- vegum við stálgrindarhús af öllum stærð- um og gerðum til margvíslegra nota, s.s. iðnaðar, fiskvinnslu, sem vörugeymslur og til nota í landbúnaði sem hlöður, fjár- hús og verkfærageymslur. Við viljum hvetja þá aðila, er hyggja á byggingaframkvæmdir á vori komanda, að kynna sér HILL-stálgrindarhúsin, áð- ur en þeir ráðast í framkvæmdir. Bændur. Athugið, að umsóknarfrestur um lán úr Stofnlánadeild landbúnaðar- ins rennur út 20. febrúar næstkomandi. A fr\hki /o h smwm U! VDUSf LÁGMtLI 5, SlMI 1I555|

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.