Morgunblaðið - 03.02.1968, Síða 14

Morgunblaðið - 03.02.1968, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1968 JMftfttttttÞIftfófr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjárnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. f lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. SJÁ VARÚTVEG URINN k árinu 1967 nam síldarafl- itin 465 þúsund lestum en 770 þúsund lestum 1966. Landað verðmæti síldarafl- ans lækkaði hins vegar um meira en helming frá árinu 1966 og nam aðeins rúmlega 600 milljónum króna. Þorsk- aflinn á vetrarvertíð varð 16% minni en árið áður, nam 175 þúsund lestum en var 208 þúsund lestir 1966. Heildarverðmæti sjávarafl- ans, sem á land barst sl. ár er áætlað um 2000 milljónir en var um 2800 milljónir 1966 og talið er að útflutn- ingstekjur þjóðarinnar hafi minnkað um 2000 milljónir króna 1967 miðað við árið áður. Þessar tölur, sem flestar koma fram í yfirlitsgrein Más Elíssonar, fiskimála- stjóra, um sjávarútveginn sl. ár, sem birtist í Mbl. í gær, sýna glögglega þá nei- kvæðu þróun, sem orðið hef- ur í þessum undirstöðuat- vinnuvegi landsmanna. Afla- magn og verðmæti hefur minnkað. Við þá óhagstæðu þróun hefur svo bætzt auk- inn kostnaður við að ná aflan um, sérstaklega á síldveið- unum, söluerfiðleikar, eink- um á skreið, en skreiðar- birgðir í landinu nema nú um 6700 lestum, að verð- mæti 300 milljónir króna og er þessi vara óseljanleg vegna borgarastyrjaldarinn- ar í Nígeríu. Þróunin í sjávarútveginum hefur þó ekki öll verið nei- kvæð skv. yfirlitsgrein fiski- málastjóra. Línuafli hefur aukizt verulega eða um 15,7 % og er það mjög ánægju- leg þróun, vegna þess að gæði línufisksins eru mun betri en netafisks. Telur fiskimálastjóri að ástæðan fyrir auknum áhuga á línu- veiðum sl. ár hafi verið sér- stakar ráðstafanir ríkisstjórn ar og Alþingis til örvunar þeim. Þá hefur togaraaflinn aukizt nokkuð frá árinu 1966, þótt togurunum hafi fækkað, og er þar einnig um jákvæða þróun að ræða, þótt ljóst sé að togurunum verður ekki að óbreyttu skapaður hæfilegur reksturs- grundvöllur. f lokaorðum sínum segir Már Elísson, fiskimálastjóri: „íslenzkur sjávarútvegur er nú betur búinn tækjum og öðrum afkastamiklum út- búnaði en nokkru sinni fyrr, þótt þar með sé ekki sagt, að við getum tekið lífinu með ró eða slakað á árvekni okkar. En þessi uppbygging á samt að gera honum bet- ur kleift að mæta áföllum eins og þeim, sem við áttum við að glíma sl. ár. Ef kröf- um til sjávarútvegsins er stillt í hóf og eðlileg sjóða- myndun þar með gerð mögu- leg, er miklum mun líklegra, að sjávarútvegsfyrirtæki geti mætt sveiflum í aflabrögð- um og verðlagi af eigin rammleik.“ GALLI Á TRYGG INGAKERFINU ^ síðustu árum hefur það orðið æ algengara að sjúklingar hafa leitað lækn- ishjálpar erlendis, sem ekki hefur verið hægt að veita hér á landi. í þessu sam- bandi hafa vakið sérstaka athygli hjartaaðgerðir á ís- lenzkum börnum, sem fram- kvæmdar hafa verið í Banda ríkjunum, en slíkum aðgerð- um fylgir mikill kostnaður, sem yfirleitt hefur verið að- standendum barnanna of- viða, enda mun hann nema um 200 þúsund krónum á barn. Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrradag flutti Kristín Gústavsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, tillögu, þar sem skorað er á Alþingi og rík- isstjórn að lögfesta ákvæði um greiðslu hins opinbera á sjúkrahúskostnaði erlend- is fyrir þá aðila, sem sann- anlega geta ekki fengið full- nægjandi læknishjálp hér- lendis. Var tillaga þessi sam- þykkt samhljóða í borgar- stjórn. Hér er um að ræða hið mikilvægasta málefni. Slík- um læknisaðgerðum erlend- is fjölgar stöðugt og Reykja- víkurborg hefur þegar veitt umtalsverða aðstoð í sam- bandi við greiðslu kostnað- ar. Hins vegar er hér aug- ljóslega um að ræða galla á tryggingakerfinu, sem nauð- synlegt er að bæta úr hið skjótasta. Ólæsi - hindrun á leið til lýðræðis og þroska A ÞVÍ ári, sem nú er liðið, hafa UNESCO-nefndir Norð- urlandanna fimm átt frum- kvæði að því, að safnað hef- ur verið fé til baráttu gegn ólæsi fullorðinna í fjórum hér uðum norðvestast í Tanzaníu, þ.e. héruðunum Musoma, Nwanza, Shinyanga og Buk- oba, sem eru við suðurströnd Viktoríuvatns. Víðast á Norð- urlöndum hafa æskulýðssam- tök tekið að sér að afla fjár- ins, og hér á íslandi tók Her- ferð gegn hungri að sér hlut íslands, 2600 dollara, af því fé sem HGH hafði þegar safn- að. t sambandi við Tanzaníu- herferðina hefur farið fram allvíðtæk upplýsingastarfsemi á Norðurlöndum, bæði um ó- læsi aimennt, um vandamál efnahagslegrar vanþróunar, um Tanzaníuríki og aðstæð- ur þar syðra o. fl. Til að upplýsa íslenzka blaðalesend- ur ofurlítið um ofangreind vandamál, hefur íslenzka UNESCO-nefndin látið þýða úr norsku grein þá, sem hér með fylgir. Höfundur hennar er Rolf Schoder. KOSNINGAR á Indlandi fara fram með nokkuð svipuðum hætti og hérlendis. Menn fá kjörseðla, fara inn í klefa og greiða atkvæði leynilega, svo sem leikreglur lýðræðis krefjast. Þó er á þessu munur sem gæti virzt lítill við fyrstu sýn, en vert er að veita athygli. Spurningin vaknar um það hvort slíkar kosningar geti raunverulega ver- ið undirstaða sanns lýðræðis. — Vegna þess að mikill hluti af í- búum Indlands er ólæs, eru ekki nöfn flokka og frambjóðenda á kjörseðlunum, heldur merki eins og uxar, kofi, fíll, reiðhjól og þess háttar. Og í stað þess að kjósandinn setji kross við merki þess flokks eða frambjóðanda sem hann vill kjósa, þá eru not- uð fingraför. Einhver kann að segja að þetta fyrirkomulag sé einmitt trygging fyrir lýðræði, þar sem það veiti ólæsum möguleika til að taka þátt í frjálsum og leyni- legum kosningum án þess að þurfa að styðjast við hjálp kjör- stjórnarstarfsmanns. En geta ó- læsir kjósendur í raun og sann- leika myndað sér skoðun um þann flokk eða þá frambjóð- endur sem þeir eiga kost á að velja til forsjár fyrir hagsmun- um sínum og lands síns, á grund velli fáeinna framboðsræðna? Það er mikið efamál að sá sem hvorki kann að lesa né skrifa, hafi hæfileika til að hugsa rök- rétt og meta hlutlægt mismun- andi flokka, frambjóðendur og stefnuskrár. Auk þess er sjón- hringur hans mjög þröngur, og hann hefur tilhneigingu til að hugsa aðeins um þorpið sitt eða hagsmuni þröngs hóps fremur en það sem kemur að gagni sam- félaginu, þjóðinni og heiminum. Ekki á þetta hvað sízt við af- stöðu ólæsra kjósenda til utan- ríkismála. Nú eru flest þau lönd sem þetta á við, aðilar að Sam- einuðu þjóðunum, og utanríkis- málin skipta því ekki litlu. Innanlandsdeilur þær og skort ur á stjórnmálafestu sem ein- kennir svo mjög þróunarlönd, spretta vafalaust að verulegu leyti af því að mikill hluti íbú- anna er ólæs og óskrifandi. Sú staðreynd að í mörgum nýjum Afríkuríkjum hefur ríkt stefnu- leysi af þessu tagi, svo og styrj- aldir milli ættflokka, styður þessa staðhæfingu, af því að í þessum löndum eru 80—85% í- búanna ólæsir. Lestrar- og skriftarkunnátta meginþorra kjósenda í einu landi eru því óhjákvæmilegt skilyrði þess að unnt sé að leggja viðunandi grunn að lýðræðisstjórnarfari. Glögga sönnun þess* að ólæsi getur verið alvarleg hindrun landflótta fólki, má sjá í Austur- löndum. UNRWA (hjálpar- og vinnustofnun Sameinuðu þjóð- anna fyrir flóttafólk frá Pales- tínu) hefur í samvinnu við UNESCO (Menningar- og vís- indastofnun SÞ) unnið mikið að því að veita ungu kynslóðinni með kennslu sem allra beztan undirbúning undir lífið, og ungl- ingarnir úr flóttamannastöðvun- um munu eftir 9 ára skólagöngu geta talizt bezt menntu ung- menni arabísk nú á dögum. Þeir sem til þess hafa hæfileika geta sýo fengið hjálp, m.a. frá UNRWA og UNESCO, til að halda áfram námi við iðnskóla, kennaraskóla, æðri skóla, há- skóla o. s. frv. Þeir hafa einnig von um að geta farið úr von- leysinu í flóttamannabúðunum og fengið sér vel launaða stöðu í Kuwait, Saudi-Arabíu, Bah- rein, Líbýu og öðrum Araba- löndum. En hvernig eiga þeir að geta haldið sambandinu við for- eldra sína sem eftir eru í búð- unum og kunna hvorki að lesa né skrifa? Þetta verður til þess að foreldrarnir verða að leita hjálpar hjá læsum og skrifandi nágranna eða einhverjum sem getur hjálpað þeim til að skrifa bréfin, en í því felst aftur að aðrir, oft algerlega ókunnugir, kynnast > fjölskyldumálum sem þeir ættu helzt ekki að fá að vita um. Þess vegna hafa margar mæð- ur meðal flóttamannanna dregið af þessu réttar ályktanir og tek- ið þátt í námskeiðum í lestri og skrift sem UNRWA hefur komið af stað fyrir konur í saumastof- unum í flóttamannabúðunum seinni hluta dags. Eftir nokkurn tíma geta þær sjálfar skrifað börnum sínum og lesið bréf frá þeim án þess að biðja aðra hjálpar og án þess að aðrir séu með nefið niðri í einkamálum þeirra. En mæður sem eiga börn eða aðra ættingja í öðrum Araba- löndum eru þó ekki einu nem- endurnir á þessum síðdegisnám- skeiðum. Þangað til fyrir fáum árum hefur verið ógerningur að senda stúlkurnar í skóla, og langflestar af stærri stúlkunum og uppkomnum konum meðal flóttafólksins hafa því aldrei gengið í skóla. Margar þeirra reyna í þessum kvennamiðstöðv- um að ná því sem vanrækt hef- ur verið. f einum búðunum á Gazasvæðinu voru til að mynda sjö bedúíanastúlkur svo heillað- ar af þessari nýju kunnáttu sinni að þær gátu staðið tímun- um saman við töfluna. Ein þeirra las upphátt, en önnur skrifaði á töfluna. Þær höfðu áreiðanlega eins gaman af þessu og æskulýðurinn hér hefur af nýjustu dægurlögunum. Annars læra konur ekki ein- göngu lestur og skrift í þessum kvennamiðstöðvum. Þær læra um meðferð ungbarna, matar- gerð, heilsuvernd og þess háttar. Þá kemur lestrar- og skriftar- kunnátta að góðu gagni, því að það er vart mögulegt að muna utanbókar uppskriftirnar sem þær eiga að læra —jafnvel þótt einfaldar séu — og leiðbeining- ar í saumum og þess háttar yrðu að mun minna gagni ef konurn- ar gætu ekki teiknað og skilið mynztur. Til gamans má skjóta því hér inn að margar eldri konur sækja þessar miðstöðvar, ekki til að læra, heldur til að ná sér í tengdadóttur. Þær konur, sem lært hafa lestur og skrift, mat- argerð, ungbarnameðferð, heilsu fræði og fleira, eru meira metn- ar húsmæður en þær sem enn eru ólæsar. Þessi tvö dæmi sýna greini- lega hversu alvarlegur þröskuld ur ólæsi er á vegi fyrir þroska | lífvænlegs lýðræðis og hvílík aukabyrði það getur orðið á landflótta fólki. Því skiptir miklu að reynt sé að ryðja frá þessum hindrunum með sam- hæfðum átökum undir forystu UNESCO. Að því leyti getur starfsemi Norðurlanda sem ráð- gerð er í Tanzaníu verið til fyr- irmyndar. Svo sem kunnugt er, verður þessi starfsemi í fjórum af 60 héruðum landsins — og vænta má þess að hringurinn stækki, breiðist út sem þekk- ing. Eitt héraðið sem norræna áætl unin nær til er West Lake Ragion, og i þessu sambandi má nefna að með holdsveikis- áætluninni sem barnahjálpar- samtök SÞ í Noregi og Svíþjóð vinna að þarna, er einnig unnið gegn ólæsi. Bæði í aðalsjúkra- húsinu í Bukoba og sjúkrahús- inu í Biharamulo hefur verið hafiin kennsla fyrir holdsveikis- sjúklinga, en fæstir þeirra hafa nokkurn tíma komið í skóla. Árlega fá margir sjúklinganna fallegt skírteini frá stjórnvöld- unum í Tanzaníu til sönnunar því að þeir kunni að lesa og skrifa. Geta má nærri að þeir eru hreyknir af þessu! Samt er það svo að þetta fram lag til baráttu gegn ólæsi er mjög lítið. En með þjóð þar sem svo fáir kunna að lesa og skrifa, er hver einstaklingur sem lærir þá list, stórt skref í framfaraátt og von framtíðar- innar. Og þegar litið er til holds veikrar móður sem situr á skólabekknum og fylgist áköf með útskýringum kennarans, þá er ljóst að þetta gerir á marga lund gæfulegri framtíð- arhorfur litla barnsins sem hún hefur á brjósti. (Frá íslenzku UNESCO- nefndinni).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.