Morgunblaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 198* Ármann Sveinsson stud. jur.: TiSlaga liggur fyrir Alþingi um STÓRAUKiÐ FLOKKSRÆÐI Alvarleg atlaga að svigrúmi einstakling- anna í stjórnmálaflokkunum FYRIR Alþingi liggtir nú stjórnarfrumvarp um breyt- ingu á kosningalögunum nr. 52/1959 til samræmis við til- löguna til stjórnarskrárbreyt- ingar, sem samþykkt var á síðasta þingi og er í annað sinn nú til meðferðar. Við þetta stjórnarfrumvarp hefur dómsmálaráðherra flutt svo- hljóðandi breytingartillögu (þingskjal 224): „2. málsgr. 27. gr. laganna (kosningalaganna) orðist svo: Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing með mælenda listans um það, fyrir hvern stjórnmálaflokk listinn sé boðinn fram, svo og skrif- leg viðurkenning hlutaðeig- andi flokkstjórnar fyrir því, að listinn skuli vera í kjöri fyrir flokkinn. Ekki getur stjómmálaflokkur boðið fram fleiri en einn lista í sama kjördæmi." Aðrar breyt ingartillögur dómsmálaráð- hexra eru til samræmis við þessa. Tillaga dómsmálaráðherra lætur ekki mikið yfir sér og litlar umræður hafa um hana orðið enn. Kann það að nokkru að stafa af því, að mál þetta hefur ekki verið á dag- skrá deildarinnar eftir að ráð- herrann lagði fram tillöguna. Hér er um stórmál að ræða, sem ekki má afgreiða um- ræðulítið. Tillaga ráðherrans er alvarleg atlaga að svigrúmi óbreyttra flokksmanna í stjórnmálaflokkumim svo og annarra stuðningsmanna þeirra. Hugmyndir um að auka flokksræði kunna að vera eðlilegar frá sjónarhóli forystumanna stjórnmála- flokka, en óbreyttir flokks- menn og aðrir stuðningsmenn fallast ekki á sjónarmið, sem hníga í þá átt. Tillaga ráðherrans felur í sér afnám þess ákvæðis, er staðið hefur í kosningalögum frá 1933, og gilti um kosning- ar í eina kjördæminu, sem kosið var hlutfallskosningu, Reykjavík, þess efnis, að heimilt sé að bjóða fram fleiri en einn lista í nafni sama flokks í sama kjördæmi. Jafn- framt kveður tillaga ráðherr- ans á um, að skrifleg viður- kenning ilokksstjórnar skuli fylgja framboðslista. Núgild- andi ákvæði um þetta efni eru í 41. gr. kosningalaganna: „Nú eru fleiri en einn listi boðnir fram fyrir sama stjórn- málaflokk í kjördæmi, og skal þá merkja þá: A, AA .... B, BB ...... C, CC .... o.s.frv. Listi, sem boðinn er fram ut- an flokka, er merktur bókstaf í á’framhaldandi stafrófsröð á eftir flokkslistum". í 27. grein segir: „Framboðslista í kjör- dæmi skal fylgja skrifleg yfir lýsing allra þeirra, sem á list- anum eru, að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann, svo og skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá eigi færri en 100 og eigi fleiri en 200 kjósendum í Reykjavík og eigi færri en 50 og eigi fleiri en 100 í öðrum kjördæmum. — Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing meðmæl- enda listans um það fyrir hvern stjórnmálaflokk listinn sé boðinn fram. Ef yfirlýs- ingu vantar, telst listi utan flokka“. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem hugmyndir þær, sem koma fram í tillögu ráðherr- ans skjóta upp kollinum á Al- þingi. Á aukaþingimi 1933 var lagt fram frumvarp til kosn- ingalaga og höfðu Eysteinn Jónsson, Magnús Guðmunds- son og Vilmundur Jónsson samið frumvarpið. í 27. gr. frumvarps þeirra var gert ráð fyrir skriflegri viðurkenn- ingu „hlutaðeigandi flokks- stjórnar fyrir því, að fram- bjóðandinn eða listinn skuli vera í kjöri fyrir flokkinn". Við þessa 27. gr. fluttu Hann- es Jónsson, Pétur Ottesen og Jón Sigurðsson á Reynistað breytingartillögu þess efnis að fella niður ákvæðið um nauðsyn á skriflegri viður- kenningu hlutaðeigandi flokksstjórnar. Var tillaga þeirra þremenninganna sam- þykkt við þriðju umræðu í neðri deild með 16 atkvæðum gegn 12. Var 27. gr. með þess- ári breytingu samþykkt síðan við þrjár umræður í efri deild, eina umræðu í neðri deild á ný og eina um- ræðu sömuleiðis í efri deild og loks í sameinuðu þingi. Meðal þeirra, sem greiddu breytingartillögu Hannesar, Péturs og Jóns á Reynistað atkvæði við þriðju umræðu í neðri deild voru auk flutningsmanna Ólafur Thors, Pétur Halldórsson, Magnús Guðmundsson (ekki verður séð á greinargerð frumvarpsins, hver afstaða hans var til hinnar upphaf- legu 27. gr., en af umræðum og atkvæðagreiðslu má sjá, að hann lagðist gegn greininni í upphaflegri mynd), Ásgeir Ásgeirsson, Tryggvi Þórhalls- son, Jón Pálmason. Ríkja sjón armið 'þessara manna enn í’ 27. gr. kosningalaganna. í umræðum á Alþingi 24. apríl 1959 (þingið 1953-1959) um stjórnarskrárbreytinguna komst Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, þáverandi formaður stjórnarskrárnefnd- ar neðri deildar, svo að orði í framsöguræðu fyrir nefndar- áliti meirihluta nefndarinnar: „Ef margir eru í kjöri, fimm eða sex, og kosið hlutfalls- kosningu, þá er ljóst í fyrsta lagi, að kjósandi getur valið Ármann Sveinsson um fleiri menn á hverjum lista og er ekki bundinn við þá röðun, sem er á listanum, þegar hann er lagður fram af flokkssamtökunum. En eins verður það mun minni áhætta fyrir óánægða flokksmenn að bera fram sérstakan lista ef hlutfallskosningar eru, vegna þess að þá er líklegt, eða meiri líkur til þess, að minni hluti geti komið að sínum manni og þó að klofningur verði í flokki, þurfi það ekki að leiða til þess, að sæti glatist alveg, heldur geti af tveimur mis- munandi flokkslistum jafn- vel tveir mismunandi menn verið valdir. Þetta aukna frjálsræði kjós- enda sézt berlega af tali manna um það, að þessari skipan sé sérstaklega fylgj- andi hætta á smáflokkum. Sú hætta er í raun og veru ekk- ert annað, en það, að kjósend- ur megi sjálfir velja þann, sem þeim líkar. Sumir kalla það hættu. Aðrir kalla það aukið frjálsræði. En öruggt er, að bezta ráðið til þess að vinna á móti þessari hættu er það að hafa á listunum sem allra vinsælasta menn, þá sem líklegir séu til að afla flokkn- um sem mests fylgis. Það er því svo gersamlega öfugt, að verið sé að svipta kjósendur frelsi, að það er verið að veita þeim mikinn aukinn rétt frá því, sem verið hefur, og gera líklegra, að eft- ir óskum sem allra flestra sé farið“. (Alþt. B 1958 (-1959) d. 1313-1314). Þessi gagnmerku ummæli lýsa sömu afstöðu til flokks- ræðis og yfirsterkari varð á aukaþinginu 1933. Á sama veg er andinn í kosningalagaum- ræðum síðustai áratuga. Þar hafa lagt fram djúgan skerf Magnús Guðmundsson, fyrrv. dómsmálaráðherra, Pétur Magnússon, fyrrv. fjármála- ráðherra, dr. Bjarni Benedikts son, forsætisráðherra, og Ein- ar B. Guðmundsson, hrl., for- maður landskjörstjórnar. Ann að hvort eru menn farnir að bera brigður' á túlkun þessara viðurkenndu lagamanna eða viðhorf til flokksræðisins hef- ur tekið annarlegum breyt- ingum. Á aukaþinginu 1959 voru kosningalögin tekin til endur- skoðunar í samræmi við stjórnarskrárbreytinguna, sem var til seinni meðferðar á aukaþingi ’þessu. í neðri deild var kosin stjórnarskrárnefnd til þess að fjalla annars vegar um stjórnarskrárbreytinguna og hins vegar um frumvarp til laga um kosningar til Al- þingis, sem þáverandi ríkis- stjórn flutti. Núverandi dóms- málaráðherra var formaður nefndarinnar og framsögu- maður meirihluta hennar. Frumvarpið sömdu þrír þá- verandi hæstaréttardómiarar, en breytingar þær, sem þeir gerðu frá fyrri kosningalög- lögum voru nær eingöngu til samræmis við stjórnarskrár- breytingarfrumvarpið. Stjórn arskrárnefnd neðri deildar tók frumvarpið til vandlegrar meðferðar. Gerði nefndin fjölmargar breytingartillögur við frumvarpið. Lét nefndin 27. gr. frumvarpsins standa óbreytta, og er það núverandi 27. gr. 1. 52/1959. Verður ekki séð, að framsögumaður meiri- hlutans hafi vikið neinum orð um í deildinni að efni 27. gx. Stjórnarskrárnefndin lagði til að 41. gr. yrði eins og hún er nú í lögunum og vék formað- ur nefndarinnar ekki að mik- ilsverðasta á'kvæði greinarinn ar, þ.e. heimild til framboðs tveggja eða fleiri lista í nafni sama flokks í kjördæmi. Ekki verður séð að stjórnar skrárnefnd neðri deildar hafi unnið athugun sína og tillögu- gerð í neinu fljótræði, því margvíslegar breytingartillög- ur flutti nefndin, eins og áð- ur hefur verið sagt. Úrskurður yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis um það, hvort listi H^nnibals Valdimarss. o.fL sL vor skyldi teljast utan flokka eða ekki, kann að hafa ruglað ágætustu menn í ríminu. Nú liggur hins vegar fyrir úrskurður lands- kjörstjórnar um tilvik sem þetta. í úrskurði hennar 13. maí 1967 sagði m.a.: „Meffferð kosningalaga á Alþingi 1933 og 1959 sýnir, aff ætlan lög- gjafans var sú, aff ekki þyrfti samþykki stjórnmálaflokks til þess aff Iisti yrffi borinn fram fyrir flokkinn". Við afgreiðslu kjör'bréfa sL haust stafffesti Alþingi úrskurð landskjör- stjórnar. Engum blandast þvi lengur hugur um, hvaða regl- ur gilda um tvö eða fleiri framboð í nafni sama flokks. Öllum má ljóst vera, að vald forystumanna stjórn- málaflokkanna er ærið. Það væri því eins og að færa bak- arabarni meira brauð að veita forystumönnunum lögvernd- aðan rétt til útgáfu leyfisbréfa handa fram'bjóðendum. Fram- bjóðendur strjálbýlisins mundu þá væntanlega verða að sækja flokks'stimpil á flokksskrifstofu í öðru kjör- dæmi til þess að sanna kjós- endum sínum að þeir væru út valdir til fram'boða. Hið eina, sem kann að virð- ast skoðunarefni við tillögu ráðherrans, er, að í fljótu bragði sýnist óeðlilegt, að kjörnir stjórnendur stjórn- málaflokks hafi ekki einir ó- skorað forræði á nafni flokksins. En við nánari at'hugun kemur í ljós, að eðlilegt er, að óánægðir flokksmenn hafi aðstöðu til framboðs í nafni eigin flokks. Naumast þarf að gæla við þá grýlu, að menn, sem andstæð- ir eru stjórnmálaflokki, telji sér hag í að bjóða fram í nafni hans. Slík áhætta er smáræði, sem ekki er horfandi í. Andi kosningalaganna frá 1933 og til þessa dags hefur verið sá, svo ekki verður um villzt, aff lögbinda skuli sem minnstar hömlur á svigrúmi stuðningsmanna stjórnmála- flokka eða samtaka til fram- boða til Alþingis. Engin breyt ing hefur orðiff í íslenzku þjófflífi, sem mælir meff því, Framh. á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.