Morgunblaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1%8 Samþykkt brezku ríkissfjórnarinnar og togaraeigenda: Brezkum togurum vísað af miðum fyrir Norðurlandi — unz móðurskip frá flotanum er komið á vettvang til að fylgjast með þeim London, 8. febr. NTB, AP. BREZKA ríkisstjórnin og brezk- ir togaraeigendur hafa komizt að samkomulagi um að fyrirskipa brezkum togurum að halda sig fjarri norðurströnd Islands á næstunni. Nær banniö allt frá fsafirði til Langaness og eiga togararnir ekki að fara á þessi mið aftur fyrr en móðurskip eða eftirlitsskip frá brezka flotanum er komið þangað til þess að fylgj ast með togurunum. Frá þessu var skýrt í yfirlýs- ingu, sem fyrrgreindir aðilar birtu í London síödegis í dag eft- ir langan fund. Sagði þar, að brezki fl'otinn gerði ráð fyrir að geta sent skip á miðin 14. febr- úar n.k. Verður það búið sér- stökum veðnrathugunartæ-kjum og áhöfn, sem á að geta varað togarana við illviðrum og að- stoðað þá þegar þurfa þykir. Skipstjóra móðurskipsins verður veitt heimild til þess að vísa Ateta J. Mallaliu brezku togurunum burt af veiði- svæðum, þegar hann telur hættu á ferðum. Félag togaraeigenda lét til- kynna þetta öllum brezkum tog- urum í dag. Bannið nær til um 40-50 toigara, sem eru á þessum slóðum og verða þeir nú að fara á mið við Noregsstrendur eða annars staðar, þar til móðurskip- ið er komið á vettvang. Á fundinum í dag, þar sem ræddar voru þær öryggisráðstaf- ir, sem hægt væri að gera til þess að binda enda á sjóslys við ísland, voru fulltrúar togaraeig- enda, verkalýðsfélaga og við- skiptamálaráðherrann, Ateta J. Mallaliu, sem hafði lofað rann- sókn og úrbótum eftir að eigin- konur sjómanna í Hull gengu á fund hans. Fundurinn stóð nærri fjórar klukkustundir og þar var, auk þess sem fyrr sagði, sam- þykkt, að á öllum skipum, sem væru lengri en 45 metrar skyldi sérstakur loftskeytamaður um borð. Skyldu þeir í framtíðinni hafa samband við móðurskipið á tólf tíma fresti og móðurskipið kalla togarana upp einu sinni á sólarhring. Komnir heim Skipstjórinn og 1. stýrimað- nótt að heimili Brians Holts, ur af Notts County, George ræðismanns, en fóru utan til Burkes og Barry David Stok- Englands í morgun, og þar es, komu til Reykjavíkur í verða þeir lagðir í sjúkrahús. gær frá ísafirði. Voru þeir í Þung færð víða ÁGÆT færð var um Borgarfjörð i gær og fjallvegir á Snæfelis- nesi ennþá færir stórum bilum. Síðastliðinn þriðjudag átti að aðstoða bíla yfir Bröttubrekku, en það gekk illa vegna fann- fergis og tókst ekki að koma þeim í gegn fyrr en á miðviku- dagsmorgun. Illfært er um dalinn oig ófært um Svínadal og Reykhólasveit. Brattabrekka er sennilega orðin þungfær aftur og verður næst De Gaulle í kafi Toulon, 8. febrúar. NTB. DE GAULLE forseti sigldi í 48 mínútur í dag í kafbátnum Eurycide, sem er systurskip Minerve er hvarf í síðasta mán- uði með 52 mönnum innanborðs. Minningarathöfn fór fram í Minerve. Ekki er vitað til þess að nokkur annar þjóðhöfðingi hafi ferðazt í kafbát. rudd á þriðjudaginn. Byrjað var að ryðja Holtavörðuheiði snemma í gærmorgun og var vonast til að hún yrði fær ein- hverntíma fyrir miðnætti. Talið var að hægt yrði að gera fært fyrir áætlunarbifreiðina til Hólmavíkur, ef veður héldist hreinsa af vegum í Húnavatns- sýslu, um Vatnsskarð og í Skaga firði, en ennþá verið að ryðja til Siglufjarðar. Verið var að reyna að opna Öxnadalsheiði í gær og vonast til að því lyki í nótt sem leið. Færð í Eyjafirði er ekki sem bezt, en stórum bíl- um er fært út að Dalvík um hér- að, en ófært er til Húsavíkur. Norðausturhluti landsins er ófær að venju, en á Austurlandi er verið að ryðja Fagradal. Fjall- vegir á Austfjörðum eru allir lokaðir, en verið er að athuga hvort unnt verður að ryðja Odds skarð. Jeppafært er frá Reyðar- firði suður á Hornafjörð. Frá Síðu og Vík í Mýrdal er ekki fært nema stórum bílum, en frá Vík til Reykjavíkur er gott gæri. Flestir vegir í Árnessýslu eru ágætir yfirferðar. Stjórnarfrumvarp á Alþingi: Hraðari afgreiðsla einfaldra dómsmála í GÆR var lagt fram á Al- þingi stjómarfrumvarp er fjallar um meðferð dóms- mála og er tilgaiyhir þess að meðferð verulegs hluta hinna einfaldari einkamála verði hraðari en nú er. Segir í greinargerð frumvarpsins að ákvæði þess nái t.d. til yfir- gnæfandi meirihluta þeirra mála, sem nú er stefnt fyrir bæjarþingi Reykjavíkur. Ná ákvæði frumvarpsins tU óbrotinna og augljósra van- skilaskulda, þar sem ein- göngu er krafizt greiðslu á peningum, og gerir frumvarp- ið ráð fyrir að áritun dómara á stefnu um frávísun eða aðfararhæfni hafi sama gildi og dómur í einkamálum, og að áfrýjun á málum þessum fresti ekki aðför. Mál þau er sæta meðferð þessara laga nefnast áskorun- armál og draga nafn sitt af áskorun þeirri, sem dómari áritar eða stimlar á stefnuna og undirritar. Slasadist við vinnu við kembivél Akureyri, 8. febrúar. ÞAÐ slys vildi til í ullarverk- smiðjunni Gefjun laust eftir miðnætti í nótt, að maður lenti með hægri handlegg í kembivél, sem hann var að vinna við. Mað urinn, sem vann á næturvakt, heitir Páll Friðfinnsson og er frá Baugaseli í Hörgárdal en var nýlega fluttur til bæjarins. Hann er einhleypur maður. Enginn vinnufélaga hans sá, er slysið varð, og vissi verkstjóri ekki fyrri til, en Páll kom til hans með höndina og handlegg- inn mjög illa útlítandi. Var bú- ið um áverkann til bráðabirgða, en Páll síðan fluttur í skyndi í sjúkrahús. Hafði hold mjög skaf izt af handarbaki, og handlegg- ur upp undir olnboga mjöig skaddaður, en óbrotinn, Páll Stokkhólmi, 8. febr. NTB. Sænski ríkisbankinn hefur tilkynnt lækkun forvaxta úr 6% í 5.5%. Haag, 8. febr. NTB. Stjórn Hollands hefur til- kynnt, að hún muni innan skamms taka upp eðlileg sam- skipti við grísku stjórnina. bar sig afar vel . Læknar voru í nærri sjö klukkustundir að hreinsa upp sár in, gerða að þeim og er líðan Páls í dag sögð sízt verri en við mátti búast . Páll var vanur að vinna við þessa vél, hafði unnið við hana í allan fyrraivetur, og það sem af er þessum vetri. — Sv. P. Á FUNDI yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í dag var ákveðið, að lágmarksverð á loðnu í bræðslu á loðnuvertíð 1968 skuli vera 42 aurar hvert kg auk 5 aurar pr. kg í flutningsgjald frá skipshlið í verksmiðjuþró. Verðið er byggt á þeirri for- sendu að fellt verði niður út- flutningsgjald af loðnuafurðum á komandi loðnuvertíð. Verðákvörðun þessi var gerð með atkvæðum oddamanns og fulltr. kaupenda gegn atkvæðum Svíor hafnn uppkasti uð hannsnmningi Genf, 8. febrúar. NTB. SVÍÞJÓÐ og Brasilía, tvö hinna átta hlutlausu rikja sem taka þátt í afvopnunarráðstefnunni í Genf, vísuðu í raun og veru á bug í dag síðasta uppkasti Rússa og Bandarikjamanna að samn- ingi um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. fulltr. seljenda í nefndinni. f nefndinni áttu sæti Bjami Bragi Jónsson, sem var odda- maður nefndarinnar, Guðmund- ur Kr. Jónsson og Ólafur Jóns- son tilnefndir af fulltrúum kaup- enda í Verðlagsráði og Guð- mundur Jörundsson og Jón Sig- urðsson, tilnefndir af fulltrúum seljenda í Verðlagsráði. Reykjavík 8. febrúar 1968 Reykjavík 8. fe'brúar 1968 Verðlagsráð sjávarútvegsins. Framhald á bls. 27 Lágmarksverð á loðnu 42 aurar kílóið — að viðbœttum 5 aurum í flutningsgjald Aukulundi Sféttaisumbands bænda Iokið AÐALFUNDI Stéttarsambands bænda lauk í gærkvöldi, og hafði hann staðið 1 tvo daga. Aðallega voru rædd verðlags- mál og það ástand, er skapazt hefur vegna harðinda og ann- ars óárans. Voru samþykktar ályktanir í þeim málum. Sakir þess, hve fundinum lauk seint, verður ekki hægt að gera álykt- unum skil fyrr en í blaðinu á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.