Morgunblaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 28
ASKUR Suðurlandstiraut 14 — Simi 38550 FÖSTUDAGUR 9. FEBRUAR 1968 W fi TVÖFALT H EINANGRUNARGLER 'Oára reynsla hérlcndl* TJANSSC NaCOHF Vélarrúm Vers skemmdist mikiö Báturinn verður þó fljótlega tilbúinn í róðra aftur Akranesi, 8. febrúar. FRÉTTARITARI Morgunblaðs- ins á Akanesi átti viðtal við skipstjórann á línubátnum Ver AK 97, Valdimar Ágústsson, en eldur kom upp í bátnum í gær- kveldi eins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu. Skýrði Valdi mar þannig frá atburðinum: — Þegar við vorum á leið í róður í gærkveldi kom allt í einu mikill eldur upp í vélarrúmi. Gerðist þetta um kl. 12 á mið- nætti, og vorum við þá búnir að sigla í eina klukkustund. Vor um við þá staddir sjö sjómílur norðvestur frá Akranesi. Við 6kutum á loft tveimur rauðum neyðarblysum og tendruðum tvö handblys til að vekja athygli á okkur, en ekki var hægt að komast að talstöðinni vegna eldsins. Við gengum svo þannig frá vélarrúminu, að loft kæmist ekki að eldinum. Síðan yfirgáf- um við Ver í gúmbátnum til ör- yggis, ef svo kynni að fara að spenging yrði í olíutönkum. Eft ir eina og hálfa klukkustund fór um við aftur um borð í Ver og biðum eftir aðstoð. Skipið Litla- fell var þá komið á vettvang, og bauðst skipstjóri þess til að aðstoða okkur, en þar sem vél- Framhald á bls. 27 Við Seyðisíjörð vestra Neðri örin á myndinni bendir á sumarbústað inn, þar sem Harry Eddom hímdi næturlamgt eftir erfiða göngu frá þeim stað, þar sem bann rak á land. Við sumarbústaðinn sá hann drenginn á Kleifum og gat kallað til hans. Drengurinn hjálpaði síðan Eddom heim að Kleifum og segir Eddom sjálfur, að þá leið hefði hann aldrei komizt á eigin spýtur. f gær var enn símasambandslaust við Kleifar, og ófært þangað frá ísafirði, og var af þeim sök- um ekki hægt að ræða við piltinn þar á bæn um, sem aðstoðaði Harry Eddom svo frækilega. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M ). Áhöfn Óðins til Englnnds? Í ÚTVARPINU í gærkvöldi var sagt í óstaðfestri frétt að áhöfn Óðins yrði máske boðið til Eng- lands þar sem þeir yrðu heiðrað- ir fyrir björgun áhafnarinnar af Notts County, og fyrir framlag Landhelgisgæzlunnar til öryggis- mála á undanförnum árum. Morgunblaðið hafði samband við Pétur Sigurðsson, forstjóra Landhelgisgæzlunnar, og kvaðst hann ekkert hafa um þetta heyrt. Líkur á að viðskiptajöfnuður út á við batni á árinu 1968 Mikilvœgt að ekki komi til víxlhœkkanna verðlags og kaupgjalds Nauðsyn á samstarfsvilja og ábyrgri af- stöðu launþega, atvinnurekenda og bœnda í DAG, 9. febrúar, birtir Efna-1 París (O.E.C.D.) ársskýrslu sína hags- og framfarastofnunin í I um efnahagsmál á íslandi. Fjall- ar skýrslan um ástand og þróun íslenzkra efnahagsmála. Fyrst í skýrslunni er rakið að ör hagvöxtur hafi verið á íslandi undanfarin ár, og að þjóðar- framleiðslan hafi aukizt að með- Gleðilegir endurfundir í sjúkrahúsinu á ísafirði — þakklæti okkar veröur ekki með orðum lýst sögðu Harry Eddom og foreldrar hans ÞETTA er stórkostleg stund, sögðu Harry Eddom og for- eldrar hans, þegar blaðamað- ur Mbl. ræddi við þau ■ sjúkrahúsinu eftir endur- fundinn í gær. Kona Harrys, Rita, yfirgaf sjúkrahúsið strax eftir að hún hafði hitt mann sinn og flaug iaftur til Reykjavíkur í fylgd frétta- manna frá SUN. Hún mun fljúga aftur til ísafjarðar í dag. Ungur mágur Harrys kom til ísafjarðar í gærmorgun og fer þaðan ásamt foreldrum í dag. Ég get eiginlega ekkert sagt, sagði Harry. Eg get ekki lýst gleði minni með orðum. Hann þrýsti hendur foreldra sinna, sem sátu brosandi hjá honum, hamingjusöm yfir því að hafa heimt son sinn úr heljargreipum. — Viltu setja það í blaðið þitt, sagði faðirinn, að við séum öll innilega þakklát fyrir björgunina. Við stönd- um í mikilli þakkarskuld við íslenzku þjóðina fyrir það hve vel hún hefur reynzt sjó- mönnum okkar og við hjónin vitum það nú. að þessi skuld er stærri en svo að hún verði WMM greidd á nokkurn hátt. Þakk- læti okkar er ekki hgegt að lýsa m.eð orðum. — Þetta er allt svo ótrú- legt ,sagði frúin. Það var ekki fyrr en við töluðum við Harry í síma, að við trúðum því, að hann hefði komizt af. Og nú erum við öll saman aftur. Þau brosa öll og hamingj- an Ijómar á andlitum þeirra. — Við hjónin förum héð- an aftur á morgun og eftir því sem læknirinn hefur tjáð mér fær Harry að fara ef sjúkrahúsinu á þriðjudag. Framhald á bls. 27 Hamingjustund. Eddomshjónin með syni sánum. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) altali um 5,8% á fimm ára tíma- bilinu 1961—1966. Ástandið hafi hins vegar breytzt mikið á sl. ári og ýmsar ytri ástæður hafí valdið því að samdráttur varð í þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekjum á árinu 1967. Síðan segir í skýrslunni að á síðústu mánuð- um hafi verið gerðar þýðingar- miklar ráðstafanir tii þess að Skýrsla O. E. C. D. um Island — takmarka vöxl innlendrar eftir- spurnar og koma aftur á jafn- vægi út á við. Siðan segir að verulegs bata á jöfnuðinum út á við virðist mega vænta á árinu 1968. Likur virðist á því, að nokkur bati muni verða á aflabrögðum og afurða- verði. Gerðar hafi \erið ráðstaf- Framhald á bls. 20 Góðar tog- arasölur GÓÐUR markaður hefur verlð fyrir togarana erlendis þessa viku. Sigurður seldi í Cuxhaven á mánudag, 205 tonn fyrir 192.437 mörk. Á miðvikudag seldi Maí í Grimsby 177 tonn fyrir 15.932 sterlingspund. Víkingur seldi í Bremerhaven í gærmorgun, 178 tonn fyrir 154 þúsund mörk, og Kaldbakur seldi í Grimsby í gær 197 tonn fyrir 9.238 sterlings- pund. í dag selur svo Kaldbak- ur í Þýzkalandi. Skoðuðu Notts County VARÐSKIPIÐ Óðinn fór í gær með fulltrúa vátryggingafélags brezka togarans Notts County, sem strandaði á Snæfjallaströnd, út í togarann og skoðuðu þeir skemmdirnar. Ekki liggur fyrir umsögn þeirra, hvort reynt skuli að bjarga togaranum eða láta hann eiga sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.