Morgunblaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRUAR 1968 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA sjúkrahúsinu á næturþeli og komið honum í kofa, sem. hann átti, handan við ána, Hann tók peninga út úr bankanuim — þrjú þúsund dali í reiðufé — og skor aði á'Evans að hafa sig á burt. En hann hreyfði sig hvergi. Stöku sinnum hringdi hann til hennar, en hann var ekkert sjálf uim sér líkur. Hann sagði við hana, að ef hún frétti einhvern tíma um vitlausan mann, sem gengi laus, þá skiyldi hún engar áhyggjur hafa af því. — Svo var þetta í kirkjugarð- inum, sagði hún. — Hann gerði það til þess að leiða gruninn frá Julian. J>au gerðu fyrir hann það, sem þau gátu. Hann vildi ekki fá neinn bíl, heldur reiðhjól, af því að minna bæri á því, og Julian fór með hjól til hans. Þegar hér var komið, voru þau Julian bæði viss um, að hann hefði myrt Don, en þau gátu ekki afhent hann lögreglunni. En svo kom dauði Maud og ruglaði fyrir þeim. — Honuim þótti vænt um hana á sinn hátt, sagði hún, — og hann hefði aldrei gert henni mein. Og nú hún Bessie! í fyrstunni hafði þeim tekizt að hafa hann í felum. Atburður- inn í kirkjugarðinum hafði sann- fært þau um, að hann væri ekki andlega heilbrigður. — Og hvaða gagn hefði líka verið í því að fara að taka hann fastan? Hann hefði dáið — og hann hafði ver- ið mér góður. En smámsaman tóku að ber- ast að honum böndin. Einn dag- inn sá hann, að kaupmaðurinn, sem hann keypti matvörur hjá, horfði fast á hann. Það kvöld strauk hann burt. Hann var ekki lengur ungur, og þetta hlýt ur að hafa verið hræðilegt fyrir hann. Hann kom hingað og fékk lánaðan bílinn hans Andy Mc Donald, og lögreglumaður elti hann. Hann ók á hann og tók fötin hans, til þess að vinna tíma til undankomu. — Hann kom hingað með föt- in, sömu nótt. Þau eru grafin ein hvers staðar bak við hundahúsin. En að minnsta kosti væri hon- um óhætt nú, hélt hún. Vitan- lega hafði hann aldrei viður- kennt að hafa myrt, Don en hann kynni að gera það, ef málinu ætlaði að halla á Julian. En hann hélt því fast fram, að það hefði verið Don ,sem sló hann niður í leikihúsinu og tók af hon- um lyklana. — Er hann einhvers staðar þar sem hægt er að ná í hann, ef þörf krefur? spurði ég. — Já. Ég náði í hana Connor gömlu og sagði henni alla sög- una, og nú hefur hann herbergi þar sem hún býr. Það er látið í veðri vaka, að hann sé bróðir hennar. Ég var varla búin að jafna mig eftir þetta, þegar hún sagði mér frá því er ráðizt var á mig kvöldið sem ég sat hjá henni við tóma laugina. Evans hafði verið á ferli þetta krvöld, og hann hafði heyrt það, sem ég sagði henni. — Það var þá sem ég hélt, að hann væri orðinn eitthvað bilað- ur, sagði hún. — Ég hafði ekki vitað, að hann var þarna, en hann játaði það seinna. Þú skil- ur, að ef þú segðir nokkurn tíma frá því, seim þú veizt um mig, mundi annað hvort hann eða Julian fara í rafmagnsstól- inn. Ég held raunverulega, að hann hafi ætlað að drepa þig. En það var annars dauði Bessie, sem 'hafði neytt hana til að kalla á mig. Hann var vanur að korna hing að að næturlagi hún. Hann kom hjólandi, reri svo yfir ána og gekk upp að Bænum. Hann þekkti allar krókaleiðimar þang að. Það, sem hún hræddist mest var það, að eitt kvöldið hafði hún sagt honum frá fjárkúgun- inni, sem hún varð fyrir af Bessie. — Ég hélt, að hann ætlaði að fá slag, sagði hún. — Æðamar á enninu á honum bólgnuðu upp, og andlitið varð blárautt. — Bölvuð tíkin sú arna, sagði hann. — Ef hún áreitir þig, skal hún ekki verða langlíf. — Hann hefði ekki getað gert það, Margery. Ekki nema hann hefði getað komizt inn í húsið. Ég sagði henni frá Búdda- myndinni, en hún lét ekki sann- færast. Hann þekkti hvern krók og kima í húsinu og hefði getað haft sínar aðferðir til að kom- ast inn. Við höfðum setið í myrkrinu. En einu sinni kveikti hún samt í vindlingi og þá sá ég fram- an í hana. Andlitið var horað og örvæntingarfuUt og mér fannst eins og hún hefði gefið upp alla von. — Maðurinn minn eða pabbi minn, sagði hún. — Hvað á ég að gera? — Julian hefur aldrei gert það. Það geturðu verið viss um. — Ég get ekki sannað. Ef pabbi er brjálaður — og það hlýtur hann að vera — yrði játn- ing frá honum ekki að neinu gagni, eða hvað finnst þér? Það eina, sem mér gat dott- ið í hug, var að fara og segja Jim Conway alla söguna. Hann hafði aldrei talið Julian sekan, og hann gæti fundið einhverja leið út úr þessum ógöngum. Hún lofaði að ihuga málið. Á leiðinni heim þetta kvöld, var ég með skammibyssuna í hendinni og hafði losað öryggið. Mig langaði ekkert til að hitta hálfbrjálaðan Evans á leiðinni heim. Þetta var hræilegt ferða- lag. Himinninn vaT orðinn alskýj aður og ég varð að nota vasa- ljósið. Þetta var eins og að ganga eftir dimmum jarðgöngum þar sem gulleitur geisli boraði ofur- lítið gat á myrkrið. Þessi hálfa míla var hreinasta kvalræði, því að ég var ekki komin nemia þriðj ung leiðarinnar, þegar ég fann að ég var elt. Það var einhver þarna á eftir mér. 80 Það gat enginn vafi á því ver- ið. Einhver — og kannski á tog- leðursólum — var að elta mig. Það heyrðist ekkert þungt fóta- tak á frosinni jörðinni, en þó varð ég vör við þungt, reglulegt hljóð. Eins og hundelt rotta, sneri ég mér við og lét Ijósgeisl- ann falla aftur fyrir mig, eftir stígnum. Hver sem þetta kynni að vera, þá dokaði hann við bak við runnana, en ég þurfti held- ur ekki meira. Ég hljóp það sem eftir var leiðarinnar, hraðar en ég hafði nokkurn tíma hlaupið, og hafði ég verið í nokkrum vafa, var ég það að minnsta kosti ekki lengur þegar ég steig út af stígnum og upp á grasblett inn við Klaustrið. En hver sem þetta hefur verið, þá hljóp hann enn og hljóp hratt. En ég held nú samt, að hann hafi stanzað þarna. Ég komst að austurdyrunum, þar sem ég hafði tekið keðjuna af. Einhvern veginn gat ég opnað og komizt inn. Ég setti keðjuna á, og þá var ég lafmóð og slegin, er ég sett- ist á stól í ganginum og reyndi að ná andanum. Þarna var dauða þögn. Aðeins hávær andardrátt- ur minn rauf þögnina. Það var þetta venjulega daufa Ijós í að- alforstofunni, og loks brauzt ég Hrúturinn 2. marz — 20. apríl. Áætlun þín fyrir daginn stenzt ekki vegna óvæntra atvika. Gættu varúðar, farðu eftir öryggisreglum. Nautið 21. apríl — 21. maí. Láttu ekki glepja þér sýn vegna neinna breytinga, bíddu átekta. Nauðsynlegt að vaka yfir börnum. Spákaupmennska verður ekki til góðs í dag. Tvíburarnir 22. mai — 21. júní. Þú getur búizt við mikilli spennu um- hverfis þig í dag. Þú færð óvænta aðstoð frá tryggum vini. Krabbinn 22. júní — 23. júlí Misstu ekki taumhald á þér, þó að þú lendir í klípu í dag. Forðastu að aðhafast nokkuð í fljótræði. Ljónið 24. júlí — 23. ágúst. Óvæntar framfarir í dag. Láttu aðra um innantómt orðagjálfur og bollaleggingar. Þú skalt vinna að settu marki af varkárni og athygli. Jómfrúin 24. ágúst — 23. sept. Frestaðu ferðalögum þar t il nánari upp- lýsingar berast. Mannfundir leiða gott af sér. Vogin 24. sept. — 23. okt. Vertu viðbúinn alvarlegum árekstrum við vini. Það er ekki til neins að stökkva upp á nef sér, jafnvel þó að ástæða kunni að vera til. Drekinn 24. okt. — 22. nóv. Þú fær’ð æmar ástæður til deilna, eink- um við ókunnuga. Vertu á varðbergi heima fyrir. Láttu ekki reka á reiðanum. Bogmaðurinn 23. nóv. — 21. des. Gættu að heilsufari þínu og mataræði. Rasaðu ekki um ráð fram. Steingeitin 22. des. — 20. jan. Þú skalt vinna vel, en hafa hugfast að kapp er bezt með forsjá. Farðu til læknis. Vatnsberinn 21. jan. — 19. febr. Óvænt fjárvon. Farðu að með gát og freistastu ekki til spákaupmennsku. Fiskarnir 20. febr. — 20. marz. Varastu illt umtal um náungann. Það sem þú segir í dag verður ef til vill lagt út á versta veg. Varastu deilur vi'ð ættingja. á fætur aftur. Ég var enn skjálf- andi. Mér var kalt og ég hafði fengið taugaáfall. Það hlýtur að hafa verið þá, sem ég mundi eftir hitabrús- anum, sem var skilinn eftir handa O'Brian, fullur af kaffi, og nú notaði ég vasaljósið til að komast fram í eld’hús. Þar var allt í sinni venjulegu röð og reglu, eldavélin, sem hefði get- að dugað heilu hóteli, var fín og fáguð og eirpottarnir hans Pierre voru gljáfægðir fram með öllum veggjum. Matarbakkinn hans ó‘Brians var þarna og ég hellti mér í bolla úr hitabrús- anum. Ég var enn með bollann í hendinni þegar ég sá, að dyrn- ar in í matsal þjónustufólksins voru opnar, og þar inni logaði ljós. Ég gekk þangað og leit inn. Mér til mestu furðu lá O'Brian þar sofandi á legubekik. Ég gekk þangað og ætlaði að hella heitu kaffi ofan á hann, vekja hann ,og senda hann að svipazt um eftir manninum sem hafði verið að elta mig. En þetta var bara ekki 0‘Brian, heldur tuskubrúða úr teppum og með teppi yfir, en höfuðið grafið í koddunum og skór á hinum end- anum. Fyrstu viðbrögð mín voru ofsareiði. Ég var ekki í efa um, að hann hefði farið eitthvað út í eigin erindum, og svo mundi hann birtast morguninn eftir, snefsinn að vanda. — Já, kannski hef ég fengið mér ofurlítinn lúr, ungfrú. Reyn ið þér það sjálf einhverja nótt- ina. Þetta hús er í taugarnar með tímanum. — Þú varst hér alls ekki, 0‘Brian. — Ég fór bara út til að svip- ast um. Þetta er gamalt bragð með tuskudúkkuna. Fantarnir líta inn, sjá mág og hafa sig burt. Engu að síður gæti hann verið þarna einhvers staðar nærri. Ég tók vasaljósið og gekk um neðri hæðina, hvert hefbergið eftir annað. Ég fann hann ekki, en þarna heyrðust einhver hljóð sem gerðu mig hrædda. Ég reyndi að telja mér trú um, að þetta væri bara brak í húsinu sjálfu í kuldanum, en loksins færðust þau í aukana. Ég þaut upp stigann og komst uipp í her- bergið mitt og var í vafa um, hvort ég ætti að standa þar og öskra upp yfir mig, vekja Tony eða kalla á lögregluna, eða þá þjóta niður brekkuna og kornast heim og skríða í rúmið hjá ung- frú Mattie. Gera hvað annað sem væri en að standa þarna kyrr í herberginu með þessi hljóð allt í kring um mig, og 0‘Brian ekki annað en teppi og einir skór. Ég man, að ég tók skamm- byssuna hans Jims úr vasa mín- um, og settist á rúmstokkinn með hana í hendinni. Mér fannst ég vera eins og krakki, sem veit ekki, hvað á seyði er, en er hræddur samt. En þá heyrði ég raunveruleg hljóð. Þau voru dauf og eins og varfærin, en ég heyrði þau samt greinilega, beint uppi yfir mér — uppi í g^rmsl- unni. Þetta veit meira en ég gæti þol- að. Ég fór niður í forstofuna eins hljóðlega og ég gat og opn- aði dyrnar að setustofu Tonys. Þar var koldimmt. Eins svefn- herbergið hans. Ég gekk beint að rúminu til að vekja hann og í fyrstunni fannst mér hann vera þarna. En það, sem sýndist vera mannslíkami, var ekki anmað en koddar, sem hafði verið komið fyrir undir ábreiðunni. Þetta er þá eins og O'Brian, hugsaði ég í heimsu minni. Líklega hef ég staðið þarna nokkra stund, lin í hnjánum og mieð ákafan hjartslátt. En svo kom ég ofurlítið vitinu fyrir mig. Þetta var auðvitað Tony uppi í geymslunni — kannski 0‘Brian með honum. Ég fór aft- ur fram í forstofu og hlustaði. Uppi var allt þögult. Ég tók of- urlítið að róast. En þá heyrði ég það. Lyftan var að koma upp. Ég varð strax dauðhrædd. Væri Tony uppi í geymslunmi, varð ég að vara hann við. Ein- hver var í dimmri lyftunni, kannski í morðþönkum. Þetta man ég. Ég man, 'að ég þaut upp á þriðju hæð og að geymislunni. Ég man eftir, að ein hver greip hendi fyrir munninn á mér. Og ég man eftir háum hvelli og að maðurinn sleppti á mér takinu. Ég datt á gólfið, en þó ekki ein, og svo var eins og LITAVER Barrystaines linoleum parket gólfflísar. Stærðir 10 cm x 90 cm. 23 cm x 23 cm. Gott verð Andlitsþurrkur Serviettur Eldhúsrúllur Dömubindi Salernispappír BIRGÐASTÖÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.