Morgunblaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 9. FEBRUAR 1968 53í3S£E3m Látinna sjómanna minnst á Alþingi Gryggisbelti í bifreiðar frá ogmeð 1. maí 1969 — meirihluti allsherjarnefndar mœlir með samþykkt frumvarpsins með breytingum VIÐ UPPHAF fundar í Samein- uðu-Alþingi í gær tók forseti, Birgir Finnsson til máls og gerði hin miklu sjóslys að undanförnu að umræðuefni. Heiðruðu alþing ismenn minningu látinna ís- lenzkra og brezkra sjómanna með því að rísa úr sætum. Birgi Finnssyni fórust orð m.a. á þessa leið: „Hér á fslan-di grúfir kvíði og sorg yfir heimilum þeirra, sem taldir eru af með Heiðrúnu frá Bolungarvík. Alþingi og þjóðin öll taka þátt í þeirri sorg og votta harmi slegnum aðstandend um innilegustu samúð. í útgerð- arborginni Hull i Bretlandi rík- ir þungur harmur á heimilum fjölda fiskimanna eftir þær miklu fórnir, sem- hafið hefur Alþingi FUNDIR voru í báðum deild- um Alþingis í gær, svo og Sameinuðu alþingi. Sökum rúmleysis í blaðinu bíða frétt ir frá fundum þessum til morguns. krafizt siðustu vikurnar af þeirri borg. Þar eins og hér rísa öld- ur samúðar með ölium, sem um sárt eiga að binda vegna hinna geigvænlegu sjóslysa. Tilfinning ar sorgar og samúðar eTU þær sömu, hvort sem þær berast í brjóstum íslendinga eða brezkra manna. Atburðir þessir minna enn -einu sinni á þær miklu hættur, sem sjómennskunni eru samfara. Um leið minna þeir á þá skyldu, að fyllsta öryggis sé gætt í sam bandi við bygg:ngu skipa,, bún- að þeirra, stjórnun og siglingu. Þarf þetta allt, svo og slysavarn- ir á landi, að vera eins fullkom- ið og mannlegur máttur fær frekast við ráðið. Eiginkonur og aðrir aðstand- endur sjómannastéttarinnar í Hull hafa komið af stað hreyf- ingu til þess að auka öryggi ást- vina sinna á sjónum. íslending- ar hljóta að styðja þá hreyfingu af fremsta megni, og um leið votta þeim syrgjandi ástvinum hinna látnfi brezku sjómanna innilegustu samúð. Ég bið háttvirta alþingismenn að taka undir orð mín og heiðra minningu látinna ísienzkra og brezkra sjómanna með því að risa úr sætum. Tekur sæti ú Alþingi f GÆR tók Ragnar Jónsson sæti á Alþingi í forföllum Sverris Júlíussonar, 10. landskjörins þingmanns. Ragnar hefur áður átt sæti á Alþingi. Ný mól Magnús Kjartansson (K) og Lúðvik Jósepsson (K) flytja frv. sem kveður á um eiignar- rétt á Áburðarverksmiðjunni. Magnús Kjartansson (K) flyt- ur þingsályktunartillögu um stjórnmálasamband við Austur- Þýzkaland. f GÆR kom til 2. umræðu í efri-deild frumvarp um umferð arlög, en meginefni þess, er að lögleitt skuli að öryggisbelti verði í bifreiðum. Fjallaði alls- herjarnefnd deildarinnar um málið og mælti Björn Fr. Björns son fyrir áliti meirihluta henn- ar. Sagði hann að meirihlutinn legði til að frumvarpið yrði sam þykkt með nokkrum breyting- um og væru þær helztar, að ákvæði laganna tækju ekki til bilfreiða sem væru eldri en frá 1. janúar 1961, og að lögin öðl- uðust ekki gildi fyrr en 1. maí 1969. Flutrtingsmaður frumvarps ins hafði hins vegar gert ráð fyrir gildistöku laganna 26. maí n.k. Björn Fr. Björnsson gat þess að allgherjarnefnd hefði sent Húsavík, 2. febr. UMFERÐARÖRYGGISNEFND Húsavíkur og nágrennis hefur opnað skrifstofu í féíagsheimil- inu við Ketilsbraut. Skrifstofan verður opin daglega og hlutverk hennar er að hafa umsjón með upplýsinga- og áróðursstarfsemi í sambandi við breytinguna i hægri umferð. Forstöðumaður nokkrum stofnunum og trygging arfélögum frurnvarpið til um- sagnar. Hefði bu.'izt svör frá óll um þeim aðilum að einum und- anteknum. Hins vega" hefði um- sögn frá Unife”ðarlaga-netnd ekki borizt nógli *imanlega, til að nefndin gæti kanntð hana, og væri því lagt til að ■nalinu yrði aftur vísað til nefndar. Sveinn Guðmundsson, kvaðst hafa ætlað að mæla fyrir breyt- ingartillögu við frumvarpið, en léti það hins vegar bíða, þar sem málið færi aft'ir til nefnd- arinnar. Einar Ágústsson sem er flutn- ingsmaður frumvarpsms, sagðist vera sammála þeim breytingar- tillögum er meirih’uti nefndar- innar hefði lagt »’!, og þakkaði hann jafnfraint góðar undiivekt- verður Vigfús Hjálmarsson, slökkviliðsstjóri. í öryggisnefnd eiga sæti 14 fulltrúar - bæjaryfirvalda lög- gæzlu og ýmissa félagasamtaka á Húsavík og tveir fulltrúar frá hverju sveitarfélagi. Formaður nefndarinnar er Guðmundur Há- konarson, forseti bæjarstjórnar. — Fréttaritari. ir við málið. Umferðoröryggisnefnd n Húsnvík - Skýrsla O.E.C.D. Framhald af bls. 28 anir til þess að hafa hemil á aukningu inniendrar eftirspurn- ar og innflutnings, auk þess sem gengisbreytingin ætti að hafa verulega þýðingu. Enda þótt áhrif gengisbreytingarinnar og annarra aðgerða komi ekki fram að fullu fyrr en eftir nokkurn tíma, megi vænta þess, að veru lega dragi úr halla á viðskipta- jöfnuði á árinu 1968. Segir í skýrslunni að árang- ur fari mikið eftir stefnu stjórn valdanna og viðhorfi launþega, atvinnurekenda og bænda. Eitt helzta viðfangsefnið yrði að draga úr verðhækkunum af völd um gengisfellingarinnar og koma í veg fyrir, að óhjákvæmi leg verðhækkun innfluttra vara og yrði til þess að hrinda af stað víxlhækkunum verðlags og kaup gjalds. Segir i skýrslunni að stjórnar- völdin hafi þýðingarmiklu hlut- verki að gegna við að efla skUn- ing allra hlutaðeigandi aðila á nauðsyn sem mestrar festu kaup gjalds og annarra tekna. En við skilyrði óbundinna samninga um kaupgjald og tekjur bænda mun árangur gengisfellingarinn- ar í hættum jöfnuði út á við vera að mjög miklu leyti kom- inn undir samstarfsvilja og ábyrgri afstöðu launþega, at- vinnurekenda og bænda. Hér á éftir fer skýrsla O.E.C.D. í heild: Inngangur. Ör hagvöxtur hefur verið á fslandi undan ár, og óx þjóðar- framleiðslan að meðaltali um 5.8% á ári á fimm ára tímabil- inu frá 1961—1966. Vöxtur þjóð arteknanna varð enn meiri en þetta vegna bættra viðskipta- kjara. Á hinn bóginn fylgdi hag vext'num mikil hækkun fram- leiðslukostnaðar og verðlags, er starfaði af of mikilli þenslu eft- irspurnar og of mikilli aukningu kauipgjalds og tekna. Þrátt fyrir þetta hélzt greiðslujöfnuðurinn út á við tútölulega traustur, og stuðluðu góð aflabrögð og örar verðhækkanir útflutningsafurða að þessu. Gjaldeyrisforðinn hélt áfram að aukast mestan hluta þessa tímabils. Ástandið breyttist mjög á síð- astliðnu ári. Minnkun erlendrar eftirspurnar, er kom fram í verð lækkun útflutningsafurða, dró úr vexti þjóðarframleiðslu og þjóðartekna á árinu 1966. Á ár- inu 1967 minnkaði útflutningur- inn verulega vegna slæmra afla- bragða og enn frekari samdrátt ar erlendrar eftirspurnar. Þjóðar framleiðsla dróst saman og mik ill greiðsluhalli le:ddi af sér öra minnkun gjaldeyriisforðans. Verðlag og kaupgjald hélzt ó- breytt frá haustinu 1966 til haustsins 1967 Auknar niður- greiðslur og minnkandi eftir- spurnarþensla áttu sinn þátt í þessu. Hár framle;ðslukostnaður olli atvinnuvegunum áframhald- andi erfiðleikum, þrátt fyrir stöðugleika kaupgjaldsins. Á síð ustu mánuðum hafa þýðingar- miklar ráðstafar.Ir verið gerðar til þess að takmarka vöxt inn- lendrar eftrspurnar og komi aftu á jafnvægi út á við. Geng- isfelling sterlingspundsins gaf tilefni til leiðrféttingar á gengi íslenzkrar krónu. Nýja gengið, sem tilkynnt var 24. nóvemiber er kr. 57.00 fyrir Bandaríkja- dollar, og felur í sér 24.6% geng islækkun gagnvart Bandaríkja- dollar og 12% gagnvart sterlings pundinu. Niðurstöður. Greiðslujöfnuður landsins varð mjög óhagstæður á árinu 1967, að mestu af völdum óhag- stæðra ytri skilyrða, einkum lé- legra aflabragða og mikils verð- falls útflutningsafurða. Leiddi þessi þróun til mikillar rýrnun- ar gjaldeyrisforðans. Jafnframt hafði mikil hækkun framleiðslu- kostnaðar um árabil, ásamt verð fallinu er síðar varð, valdið at- v'nnuvegunum erfiðleikum og teflt í tvísýnu, hvort unnt væri að reka útflutningsatvinnuveg- ína og þær framleiðslugreinar, er keppa við innflutning, á arð- bærum grundvelli. Þegar þar við bættist gengisfelling sterlings- pundsins og nokkurra annarra gjaldeyristegunda, var breyting á gengi íslenzku krónunnar I rauninni óhjákvæmilegt. Verulegs bata á jöfnuðinum út á við virðist mega vænta á ár- inu 1968. Líkur virðast á því, að nokkur bati muni verða á aflabrögðum og afurðaverði. Gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að hafa hemi! á aukningu innlendrar eftirspurnar og inn- flutnings, auk þess sem gengis- breytingin ætti að hafa veru- lega þýðingu. Enda þótt áhritf gengisbreytingarinnar og ann- arra aðgerða komi eki fram að fullu fyrr en eftir nokkurn tíma, má vænta þess, að verulega dragi úr halla á viðskiptajöfn- uði á árinu 1968. Af þessum sök um og vegna þess fjármagnsinn flutnings ,sem sennilega mun eiga sér stað á árinu, má vænta þess, að gjaldeyriisforðinn hætti að minnka, og jafnvel að hann gæti aukizt eittihvað á ný. Mikið mun þó komið undrr stefnu stjórnarvaldanna og við- 'horfi launþega, atvinnurekenda og bænda. Ei'tt helzta viðfangs- efnið verður, að draga úr verð- hækkunum af völdum gengis- fellingarinnar ag koma í veg. fyr ir, að óhjákvæmileg verð'hækk- un :nnfluttra vara verði til þess, að hrinda af stað víxlhækkun- um verðlags og kaupgjalds. Gengisfellingin var nauðsynleg vegna mikils halla út á við, er var afleiðing verðfalls og afla- brests, ásamt of mikilli hækkun kaupgjalds og annarra tekna á undanfarandi tímabili. Til þess að jafnvægi út á við nái'st á nýj- an leik, þarf að beina fram- leiðsluöflunum í ríkara mæli að úttflutninigi og að framleiðslu, er komi í stað innflutnings. Helztu leið'rnar til þess að koma þessu fram eru bætt samkeppnisað- staða atvinnuveganna og minnk- un kaupgetu neytenda af völd- um hækkaðs innflu'tninigsverð- lags. Verðhækkanirnar af völd- um gengisfellingarinnar réttlæta því ekki hækkun kaupgjalds. Áframhaldandi festa í kaup- gjaidi og verðlaigi er því nauð- synlegt sk lyrði þess, að gengis- breytingin sé ekki unnin fyrir gíg- Af þessu má draga þýðingar- miklar ályktanir um stefnu stjórnarvalda. Augljóslega er æskilagt, að haldið verði uppi varkárri stjórn almennarar eft- irspurnar, svo að stuðlað sé að bættum v'ðskiptjöfnuði og festu í kaupgjaldsmálum. Nokk uð slaknaði á eftirspurn á ár- inu 1967. Eftir núverandi horf- um og efnahagsstefnu að dæma, virðiist líklegt, að efnahagsstarf- semin muni aðeins aukast hæg- um skrefum á árinu 1968, þannig að eftirspurn muni haldast til- tölulega slök. Hins vegar ríkir óhjákvæmilega um þetta tals- verð óvissa, ekki sizt þar sem atvinnustarfsemin er svo mjög háð breytilagum sjávarafla, en einnig meðfram vegna þess, að stefnan í efnahagsmálum, ekki sizt að því leyti sem hún kem- ur fram í afgreiðslu fjárlaga fyr ir árið 1968, er ekki orðin fuil- mótuð, þegar þetta er ritað. Af þessum sökum er þýðingarmik- ið ,að stjórn eftirspurnarinnar sé haldið sveigjanlegri, svo að hægt sé að hamla gegn of mikilli aukninigu eftirspurnar, ef til kemur. Ennfremur hafa stjórnarvöld- in þýðingarmiklu hlutverki að gegna við að efla skilning allra hlutaðeigandi aðila á nauðsyn sem mestrar festu kaupgjalds og annarra tekna. En við skilyrði óbundinna samninga um kaup- gjald og tekjur bænda mun ér- angur gengisfellingarinnar í bæítum jöfnuði út á við vera að mjög litlu leyti kominn undir samstarfsvilja og ábyrgri afstöðu launþega, atvinnurekenda og bænda. Stjórnarvöldin kunna að vilja hagnýta þær aðstæður, sem nú hafa skapazt, til þess að gera ráðstatfanir til bættra starfshátta í ýmsum greinum efnaíhagslífs- ins. f fyrsta lagi hefur reynsla síðustu ára leitt í Ijós, að þörf er á kerfi, er draga myndi úr tekjusveiflum af völdum breyti- legs afla og útflutningsverðlags. Verðjöfnunarsjóður frystiatfurða, sem nýlega hefur verið sefctur á tfót, er upphaf á þessari braut, en vandlega verður að gæta þess, að kerfið sé miðað við raun hæft útflutningsverðlag. Svipað fyrirkomulag ætti einnig að geta orðið gagnlegt í öðruim greinum sjávarútvegsins. í öðru lagi hefur vegna tillifcs til kjaramálanna reynzt mjög örðugt að framfylgja stefnu í fjármálum ríkisins, er ynni gegn verðbólguþróun. Hinn verulegi greiðslu'halli, sem mynd aðist á árinu 1967, varð að miklu leyti t:l vegna aðgerða til að stöðva hækkun verðlags og kaup gjalds. Enda þótt stöðvun verð- lags og kaupgjalds hafi í sjálfu sér verið þýðingarmikill árang- ur, átti sú aukning niður- geiðslna ag styrkja, sem kom henni til leiðar, bersýnilega þátt í að auka á eft:rspurn í landinu þ.á.m. eftirspurn eftir inntflutn- ingi, og olli þannig nokkru um hinn óhagstæða greiðslujöfnuð gagnvart útlöndum. Það er því abhugunarafni, hvernig bæta megi hagstjórnaraðferðimar, svo að beita megi fjármálastjórn ríkisins til stjórnar etfnahags- mála án þess að valda röskun á vettvangi verðlags og kaup- gjaldis. Hin nýja vísitala fram- færslukostnaðar, sem gagnstætt hinni fyrri felur ekki í sér beina satta, er þýðingarmikið skref í þessa átt. í þrðja lagi getur stefna stjórn arvaldanna stuðlað að aukinni hagræðingu og framleiðni, enda þótt þetta verkefni hljóti að miklu leyt að vera á vettvangi atvinnufyrirtækjanna sjálfra og samtaka þeirra. Eins og málum er háttað, er líklegt, að aðgerð- ir stjórnarvalda geti einkum komið að gagni við umbætur á skpulagbsyggingu atvinnuveg- anna. Þar sem afcvinnuvegir landsmanna eru einkum býggð- ir uipp atf tiltölulega smáum fyr- irtækjum, kann að vera fyrir hendi verulegt svigrúm til að ná aukinni hagkvæmni með sam- einingu í stærri einiiKgar. Þess- ar ráðstatfanir má efla með að- gerðum stjórnarvalda, einkum á sv ði lánstfjármála. Ennfremur hefur aukið frjálsræði í utanrík isviðskptum og niðurtfærsla tolla á síðustu árum haft í för með sér harðari samkeppni er- lendis frá og ýtt undir hagræð- ingu á iðnaði, er startfar fyrir innlendan markað. Tollar eru enn háir og gæti frekari lækk- un þeirra verið þýðngarmiikll þáttur í stefnu stjórnarvaldanna til að stuðla að aukinni fram- leiðni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.