Morgunblaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1968 19 John Grey Gorton, * — hinn glaðlyndi nýi forsætisráðherra Astralíu HINN 9. janúar sl. var John Grey Gorton kjörinn formað- ur Frjálslynda flokksins 1 Ástralíu og dagin eftir tók hann við embætti forsætis- ráðherra landsins. Tók Gort- on, sem er 56 ára gamall, við því embætti og formanns- stöðunni í flokki sínum í stað Harolds Holts, sem farizt hafði skömmu áður úti fyr- ir suðurströnd Ástralíu. Hér fer á eftir grein eftir Stewart Harris, blaðamann við brezka blaðið The Times, þar sem hinum nýja leiðtoga Ástralíu er lýst. Grein þessi var skrifuð í þann mund, sem kosningu formanns Frjálslynda flokksins var að júka. Litríkur persónuleiki Nei sjáið til, ég er ekki vanur þessu“, sagði John Gorton kvöld ið, sem við stóðum fyri'r framan hið nýja forsætisráðherraefni Ás'tnalíu. „Þér verðið að venjast þessu“, sagði einn blaðamann- anna og lá við að hann kallaði hinn fyrnefnda John. Gorton sat við skrifborðið í gömlu skrifstofunni í öldungar- deild ástralska þingsins. Þetta var byrjun nýs erfiðs lífs yfir þennan mann, sem enn líkist svo lítið dreng með úfið hár, sem hefur gert eitthvað af sér, og hefur á sinn hátt haft gaman af æfintýrum, en ekki gert neitt mein. Hann er eyrnastór og and- lit hans er líkast því að vera veðurbarið. Hann reykti, var hinn rólegasti, mjög vingjarnleg ur, mjög ástralskur og engrar hörku varð vart í fari hans. „Hversu vel þekkið þér John- son forseta?“, spurði einhver. „Ekki mjög vel, en ég vona, að mér muni takast að efna til jafn góðrar vináttu við hann og Holt“ Hann sagði þetta með mikilli al- vöru og með mikilli nákvæmni í orðavali. Síðan skildumst við. „Ég myndi hugsa um Ástra- líu framar öðru“, var svar Gor- dons fyrir skömmu, er hann var spurður að því, hvort hann myndi frekar styðjast við Banda ríkin eða Bretland. Þetta var stutt en gott svar og fullkom- lega rétt í þann mund, þegar Gorton var á leið með að vinna sigur í kjöri um leiðtoga Ástra- líu. En þegar Gorton svaraði spurningunni virtist þetta vera og var fullkomin ætlun hans. Gorton mun reyna að einhverju leyti að rífa sig upp úr farvegi fyrirrennara sinna sem gerði þeim erfiðar um vik og átti mik- inn þátt í þeim agnúum, sem voru á stefnu Ástralíu, þ.e. að landið hallaðist ýmist að Bretum eða Bandaríkjamönnum til skipt is í stefnu sinni. Það er aðeins stutt síðan, að hann vildi endi- lega, að „Marseillaise" yrðisung ið í frönsku móttökuboði. Eng- inn frétti neitt um þetta, en Gor ton myndi ekki hafa haft á- hyggjur af því, ef þetta hefði spurzt út, því að hann er litrík- ur persónuleiki gæddur sjálfs- trausti og hefur enga sérstaka löngun til þess að vera of var- kár. Þannig komst blaðið „The Sydney Morning Herald“ að orði fyrir kosningu Gortons: Það væri langt frá því að vera nokk- uð skelfilegt við það, ef Frjáls- lyndir kysu Gorton öldungar- deildarþingmann (sem leiðtoga) en farþegum myndi þá verða ráð lagt að festa öryggisbelti sín“. Þetta kann að þykja nokkuð sterkt til orða tekið og það er ólíklegt, að Gorton hafi í hyggju að troða Ástralíu fram í heims- múlunum. Hinn nýi forsætisráðherra Ástralíu mun eftir sem áður standa frammi fyrir staðreynd- um raunveruleikans og hann sagði fyrir skömmu:„Við mynd- um ekki«geta varið okkur sjálf- ir með þeim fólksfjölda, sem við höfum nú, og við myndum verða að reiða okkur á bandalög við John Grey Gorton. Bretland og Bandaríkin". Ferill Gorton sjálfs sem hermanns og hin eðlilega umhyggja hans fyr- ir virðingu Ástralíu mun að sjálfsögðu valda því, að hann verður því fylgjandi, að Astra- lía haldi upp verulegum land- vörnum Árás verður að stöðva Gorton er ekki í vinstra armi Frjálslynda flokksins. Satt að segja hafa margir orðið til þess að kalla hann Víetnam-„hauk“, annan Ian Smith og ýmsum öðr- um slíkum nöfnum, en þau virð- ast vera mjög yfirborðskennd. Ef til villfékkst einfaldasta skýr ingin á utanríkismálastefnu hans frá honum sjálfum fyrir stuttu. Þegar hann var í Evrópu á ár- unum eftir 1930, hafði hann ver- ið „haukur" gagnvart Hitler og hatað það, sem sá maður var að aðhafast. Nú segir hann um Víet nam: Árás verður að stöðva. Við lifðum tímabil, þegar hún var látin viðgangast af okkur ogsjá- ið, hvað gerðist“. Gorton var í reynd óþekktur ma’ður áður. í víðlesinni bók um stjórnmál í Ástralíu, sem gefin var út 1964, var hann ekki nefnd ur á nafn, enda þótt höfundur bókarinnar telji upp marga af fremstu mönnum Frjálslyndla flokksins. Gorton var þá í öld- ungardeild þingsins, þar sem gamlir menn úr Frjálslynda flokknum réðu mestu. Konu sína, frú Bettinu Gorton hitti Gorton á Spáni fyrir síð- ari heimsstyrjöldina. Húnvar frá Bandaríkjunum en við nám við Sorbonneháskóla í París. Bróð- ir hennar var þá góður kunn- ingi Gortons, en hinn fyrrnefndi var þá við nám í Oxford. Eftir að Gorton og kona hans höfðu gengið í hjónaband, héldu þau til Ástralíu árið 1935. Hún varð sjálfkrafa brezkur ríkisborgari, en „síðar, segir Gorton voru sett ný lög. Það fólk, sem hlotið hafði sjálfkrafa ríkisborgararétt, var látið vita, að nú yrði það að leggja fram sérstaka umsókn. Konan mín sagði, að hún hefði dvalizt í Ástralíu árum saman, alið upp þrjú börn, ræktað aldin garð og lagt fram sinn skerf í styrjöldinni. Það ætti að vera nóg til þess að verða ástralskur“. Þessi saga lýsir báðum hjón- unum mjög vel. Þau eru bæði gædd mikilli einstaklingshyggju en mjög geðþekk. Frú Gorton lauk háskólaprófi á síðasta ári í Austurlandafræðum við háskól- ann í Canberra og nú leggur hún sérstaklega stund á þau fræði, sem varða Indónesíu, við sömu stofnun. Börn Gortonshjónanna eru uppvaxin. Baðir synir þeirra eru lögfræðingar og dóttir þeirra starfar við tölvu. John Gorton fæddist 1911 í Melbourne. Faðir hans lagði stund á ávaxtarækt í Kerand í Norðvestur-Victoriu og var nægum efnum búinn til þess að senda son sinn í mennta- skóla í Geelong. Að loknu námi þar vann Gorton um skeið á bú- garði, en fór síðan til Brasenose College í Oxford, þar sem hann lauk prófi í sögu, stjórnvísindum og hagfræði, en lærði einnig að iljúga. Síðan hélt hann aftur neim til Ástralíu og það leið ekki á löngu, áður en hann tók við búrekstri á jörð föður síns eftir lát hins síðarnefnda. Gorton gekk í brezka flug- herinn í nóvember 1940. Flugvél hans var tvisvar skotin niður, en hann lifði bæði skiptin. I fyrra sinnið var flugvél hans skotin niður er hann var að fljúga frá Singapore 1942. Hann Bæjarbíó: PRINSESSAN ÞETTA er ákaflega óvenjuleg mynd. Hún fjallar um það bezta í manninum, viðlbrögð sem byggj ast á kærleika og heiðarleika, en er samt sönn og laus við væmni og tilfinningasemi. Kvikmynd þessi er gerð eftir metsölubók Gunnarg Mattsons, sem kom út í íslenzkri þýðingu fyrir rúmu ári. Segir hún frá ungri hjúkrunarkonu, sem kemst að því, að hún gengur með svo- kallaðan Hodkins sjúkdóm, sem eru mjög litlar líbur á að sé hægt að lækna. Hún kynnist Gunnari Mattson, takast með þeim ástir og þau giftast, vitandi að hún á að líkindum skammt ólifað. Hún þráir að eignast barn, en þegar hún verður ófrísk má hún ekki lengur stunda geislalæbn- ingar né taka öll sín meðul, vegna fóstursins. Fæðingin verð ur erfið, en bæði lifa af, móðir og sonur. Og svo skeður kraftaverkið. AUt í einu fer henni að batna. Myndir sýna ihana alheila og engin skýring er til önnur en sú, að bænir hafa verið heyrðar, andinn hefur orðið efninu ofur- sterkari. Þetta er sönn saga. Gunnar Mattson, blaðamaður að starfi, skrásetti hana sjálfur og hefur hún orðið metsölulbók. Við fáum að fylgjast með því, hvernig Gunnar breytist úr létt- úðugium ungum manni, í ábyrg- an og hlýjan einstaikling, með djúpan skilning á vandamálum bonu sinnar. Við fylgjum konu hans frá því að hún veit að hún muni ekki eiga lang-t eftk ólifað, frá upp- hafi dauðastríðsins, í gegn um upphaf ástarinnar, fyrstu von- ina, óskina eftir að eignast son-, getnað og þungun, og loks fæð- ingu. Og loks Jvegar hún veit sig læknaða hugsar hún ekki um það, heldur aðeins um barnið. Það er ekki mögulegt að ganga nær einkalífi manns, en hér Ihef- ur verið ]ýst á undan. Hin mikla snilld við þessa mynd, liggur í því, að manni finnst aldrei að roaður sé að sjá meira en manni kemur við, ekkert af þessum mál um verður feim.nismál, eins og með þau er farið. Það er dálítið erfitt að átta sig á, hvernig þessi smekklega útkoma er fengin. lenti á eyju og lifði dögum sam- an á skjaldbökueggjum og fiski. Andlit hans skall illa á stjórn- mælaborði vélarinnar, svo að það varð að framkvæma skurð- aðgerð á andliti hans. Síðar varð önnur flugvél hans fyrir skotum frá japönskum kafbát fyrir utan strönd Indónesiu. Eftir það hélt hann aftur til búgarðs síns og hóf þátttöku í héraðsstjórnmál- um og var um tíma meðlimur í Bændaflokknum. Frjálslyndir lögðu hins vegar hart að honum að ganga í þeirra flokk og hann gekk í Frjálslynda flokkinn 1949 og var þá kjörinn þingmaður í öldungadeild ástralska þings- ins. Hann tók við sæti sínu í öldungadeildinni 1950. Átta ár liðu, en þá skipaði Menzies forsætisráðherra hann flotamálaráðherra í ráðuneyti sínu, en það var mjög nýtilkom- ið ráðherraembætti. Gorton stóð sig vel í því embætti, en var svo heppinn að vera farinn úr embættinu aðeins tveimur mán- uðum fyrir slysið í febrúar 1964, begar tundurspillirinn „Voyager" sökk, því að flotamálaráðuneyt- ið var harðlega gagnrýnt eftir á. Allan þennan tíma var Gorton að verða sér úti um mjög mikils verða reynslu aukreitis sem eins konar „þúsund-þjala-smiður“ fyr ir Menzies forsætisráðherra. Hann var síðan gerður að yfir- manni rannsóknarstofnunar sam veldisins á sviði vísinda og iðn- aðar og var enn fremur aðstoðar maður utanríkisráðherrans. Það sem veldur þó roestu er óvenjuleg notkim myndavélar- innar. Á viðkvæmustu augna-blik unum verður hraðinn í notkun hennar ótrúlegur. Koma stund- um út úr því nærri surrealistisk- ar myndir, sem segja meira en þó sýndur væri verknaður eða athöfn. Og stundum einangrast vélin við einn líkamshlut, svo sem hendi eða au-ga, með ótrú- lega áhrifamiklum hætti Ég hef oft lá-tið í Ijós andúð á kynlífssenum í kvikmyndum, á þeim forsendum, að þær séu oftast óþarfar og ósmekklegar. Slíkar senur eru fleiri en ein í þessari mynd og fæ ég varla séð hvernig hægt væri að komast af án þeirra og ekkert verður að smekkvísinni fundið í meðhöndJ un þeirra. Það er lík-a atihyglis- vert, að kvikmyndatakan er roeð allt öðrum hætti en ég hef áðtir séð, á roeðan verið er að sýna ky-nlí-f. Mættu margir af því læra. Seija Mfflttson er leikin af norsku leikkonunni Grynet MO'l- vig. H-ér hefur kviknað skær stjarna. Hún hefur óvenjulega Vítt svið í leiklist og er lær- dómsríkt að sjá h'vernig hún túlkar þessa konu í örvæntingu, í veikri von, í ást og loks í sigri. Hvergi rís leikur hennar þó hærra en þegar hún leikur kon- una ófríska. Hún er hreikin og glöð yfir að bera barn, fylgist með hverri hreyfingu fóstursins, hverju lífsmarki og lætur áhorf- endur fylgjast með þessu með sér. Hjá flestum leikurum væri ekki hægt að þola svo nána, per- sónulega hluti, en þessi unga lei-kkona gæðir þetta lífi ævin- týrsins. Hitt aðalhlutverkið, Gunn-ar Mattsson, leikur Dars Passg-aard. Hann er ólaglegur og rengluleg- ur roaður, gerir hlutverki sínu góð skil, en þolir efcki saman- burð við Grynet Molvig. Leikstjóri er Aake Falck og skrifar hann einn-ig handritið ásamt Lars Widding. Handritið hefur það sér fyrst og fremst til ágætis, að höfundar eru spar- samir á orð, og nota aldrei orð, þar sem mfynd getur nægt. Stærst hrós eiga þó skilið Mac Ahlberg og Ralp Ewers, sem sáu um myndatölcuna, eins og fyrr segir. Árið 1963 var hann skipaður innanríkisráðherra og jafnframt verkamálaráðherra. Skömmu eft ir að Holt tók við embætti for- sætisráðherra af Menzies, fékk Gorton sæti í ráðuneyti hans. Varð það í janúar 1966 og þá sem menntamála- og vísindamála ráðherra. Loks þegar stjórnin komst í mikla örðugleika í öld- ungadeild þingsins vegna gagn- rýni tveggja dugandi foringja Verkamannaflokksins, gerði Holt forsætisráðherra hann að tals- manni ríkisstjórnarinnar í öld- ungadeildinni og gegndi hann þeim starfa auk embættis mennta mála- og vísindamálaráðherra, unz hann var kjörinn formaður Frjálslynda flokksins að Holt látnum og tók við forsætisráð- herraembættinu. Moskvu, 3. febrúar. Sovétstjómin hefur sent banda risku stjómlnni formleg mótmæli vegna áreksturs bandaríska beiti skipsins ,,Rowan“ og sovéska vöruflutningaskipinu „Kapitam Zislobokov" á Japansihafi fyrr í vikunni, að því er skýrt var frá í Washington í dag. I Washington sagði Robert McNamara landvarnarráðherra í gær, að bandaríska beitiskipið hefði verið ,,í rétti“ þegar árekst urinn varð. Skemmdir urðu litl- ar á skipinu, en „Rowan“ varð að si-gla til flotastöðvarinnar Sasebo í Suður-Japan til við- gerða. Hægt er að ráðleggja þessa mynd án efaseroda, Það er léttir að sjá krvikm-ynd, þar sem það bezta í manninum sigrazt á mifclum erfiðleikum, því að maður verður ailt cxf of-t að horfa á hörmungar og spiU- ingu á kvikmyndatjaldinu. Kópavogsbíó: ÞRÍR HARÐSNÚNIR LIÐSFORINGJAR (The Sergeants of Bengal) „HÖRKUSPENNANDI og vel gerð, ný ítölsk-amerísk æfin- týramynd í litum og Techni- scope“. Þannig er tovikmynd þessi auglýst í blöðum og þannig hefst prógramið. Látum oss nú athuga þær stað hæfingar ,sem setning þessi hef- ur að geym-a: — í litum — staðreynd — ný — í bezta tilfelli vafa- samt. — æfintýramynd — varla — ítölsk-amierísk — það hef- ur fyrr gefizt illa —• Techniscope — því ekki það — h-örkuspennandi — buU og rövl — vel gerð — það er ljótt að skrökva Já — það er ljótt að skrötova, en það er fleira. Það er líka heimskulegt að skrök-va, þegar innan helmingur þjóðarinnar er innan við fimmtán roínútur að komast að bíóiu. Það gæti nefni- lega komizt upp. Það er furðulegt að skrötova, þegar það sem sagt er, nálgast sannleik-a'nn svo lítið. Það hefur stundum gætt ónákvæmni í aug- lýsingum á kvikmyndum, en sjald-an svona. Það má segja að söguþráður- inn sé ekki vitlausari en titillinn gefur tilefni til að búazt við. Leikurinn er ótrúlegur. Ég man a'ldrei eftir því fyrr, að svo til allir leikendur í kvikmynd, lesi texta sinn, með öllum- tilþriifum illa læss upplesara úr sjö ára bekk. Einn og einn, en ekki all- ir leikarar í sömu mynd. Það er kannske engin furða, því sjald- an hafa leikarar þurft að fara með jafn auman texta. Leitostjóri mun hafa verið, ef dæma sk-al eftir prógraraminu. Kvikmyndatökuraannsins er ekki getið í prógramminu, enda ekki líklegt að hann vilji láta nafns síns getið. Framleiðendur nefna sig Athenafilm og verður efcki ann- að sagt en að örlögin æt'la ekki að gera það endasleppt við þá örmu borg. Fyrst þetta og svo byltingin. ÓLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.