Morgunblaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1968 3 4. Þessi snjóskafl er ekki úti fyrir heldur inni í stofu íbúðarhúss- ins. Er þetta annar helmingurinn af dyrunum inn í stofuna, hinn helmingurinn fannst síðar brotinn undir snjónum. (Ljósm.: Þórir Björnsson) Þarna er verið að moka snjónum úr stofunni Snjóflóðin ú Siglufirði í AFTAKAVEÐRI því, sem geisaði um mestan hluta landsins um helgina, féll snjó skriða á íhúðarhúsið við Suð- urgötu 76 á Siglufirði. Þarna býr Þórir Björnsson, rafvirki, ásamt konu og fjórum hörn- um beirra og vöknuðu þau við það, er elzta dóttir þeirra, sjö ára, kom upp í rúm til þeirra og vakti þau en í sömu andrá fylltist svefnherbergið af miklum þrýsting og háv- aða. Fylltist húsið nær því af snjó og urðu skemmdirnar gífurlegar. Myndir þessar hér sýna, hvernig húsið leit út eftir að snjóflóðið hafði fallið á það. Fullor ösku- tunnur skupu neyðurústund New York, 8. febrúar. NTB. BORGARSTJÓRINN j New York, John Lindsay, lýsti yfir neyðarástandi í borginni í dag vegna verkfalls sorp- hreinsunarmanna og skýrði frá þvi að hann kynni að kalla út hluta af þjóðarvarð- liðinu til að hreinsa sorptunn- ur, sem hafa ekki verið tæmd- ar í sjö daga vegna verkfalls ins. 70.000 lestir af sorpi hafa safnazt fyrir á götum borgar- innar. Jonína með bórnin sín fjögur ásamt systur sinni, sem svaf hjá vinkonu sinni, þegar snjóflóðið féll, en var annars til heimilis hjá systur sinni. . v. Hermann 5 ára, Fjóla 1 árs, Jónína, Gunn- hildur 7 ára, Björn 6 ára og Guðrún Víglundsdó.tir. — (Ljósm.: Steingrímur). Þarna er unnið að því að gera við þakið. S TA K S T FI \ A I! Öflugt starf ungra Sjólfstæðismanna Samband ungra Sjálfstæðis- manna hefur jafnan verið öflug asta stjórnmálaafl ungs fólks í landinu. Innan vébanda þess ex fleira ungt fólk en í nokkrum öðrum stjórnmálasamtökum æskulýðsins. Um þessar mund- ir vinnur stjórn S.U.S. að því að brydda upp á ýmsum nýjung- um í starfi siamtakanna og hefur m.a. nýlega skipað sérstaka utan ríkismálanefnd setn mun vinna að gagnasöfnun um utanríkis mál Islendinga og hafa almennt forustu um þá þætti í starfi S.U.S, sem lúta að utanríkismál- um. Ungir Sjálfstæðismenn hafa jafnan verið í forustu þeirra sem berjast fyrir samstöðu fs- lands með öðrum vestrænum þjóðum, þátttöku í Atlantshofs- bandalaginu og nokkurri aðild að vörnum frjálsra þjóða heims. Þóft öll önnur æskulýðsisamtök stiórnmálaflokkanna hafi um tímia hvikað frá þessari grund- vallarstefnu hefur Samband ungra Sjálfstæðismanna haldið fast við ha.na og þannig verið sú kjölfesta meðal ungs fólks, sem tryggt hefur traustan stuðn ing íslenzkrar æsku við hyrn- ingarstein utanríkisstefnu lands ins. Rannsóknar- og upplýsingastofnunin Ein merkilegaist nýjungin í starfi Sambands ungra Sjálfstæð ismanna er tvímælalaust stofn- un og starfsemi RUSUS, Rann- sóknar- og upplýsingastofnunar ungra Sjálfstæðismanna. Fyrstu árin vann stofnunin að ýmsum rannsóknum og gagnasöfnun á sviði menntamála. Var safnað all viðamiklum upplýsingum um þessi mál og á grundvelli þeirra voru gerðar gagnmerkar samþykktir í menntamálum á síðasta þingi SUS sem hafa mótað mjög allar umræður um skólamálin m.a. um lækkun skólaskyldu í 6 ára aldursflokk- inn og um afnám landsprófs. Um þessar mundir hafa nýir menn komið til starfa í þágu RUSUS og vinna þeir nú að ýmsum athugunum í sambandi við samskipti ríkis og sveitar- félaga á sviði skattamála, og einnig er fiallað um kjördæ'ma- skipunina. Ásamt öðrum verk- efnum er RUSUS ætlað að hafa umsjón með útgáfu upplýsinga- rita til kynningar á stefnu og störfum ungra Siálfstæðismanna og er þess að vænta að stofnun- in hefjist innan tíðar handa á því sviði. Neyðar- blysin í TILEFNI af neyðarblysum og flugeldum þeim sem sáust frá Gróttu yfir Faxaflóa, klukkan 4, aðfaranótt þriðjudags og neyðar blysum vélbátsins Vers, á líkum slóðum, aðfaranótt fimmtudags hafa menn hér verið að velta því fyrir sér hvort ítarleg rann- sókn hafi verið gerð á fyrirbæri Gróttumanna. Fáir trúa því að sjómenn þekki ekki neyðarblys og flug- elda frá umferðarljósum flug- véla. Menn spyrja: „Var ef til v:ll einhver að leika þann hættu lega leik á sjó úti að skjóta neyð arljósum að gamni sínu?“ Hafa lögboðnar birgðir af þessum tækjum'verið athuigaðar í þeim bátum sem voru á þessum slóð- um umrædda nótt? J. Þ. Unnið að viðgerð á húsinu. Langt er komið að loka þakinu til bráðabirgða. Tímaritaútgáfa Um langt skeið hefur Sam- band ungra Sjálfstæðismanna annast útgáfu tímaritsins Stefn- is, sem mun vera ieina tímarit um þjóðmál, sem út kemur hér á landi. Brýna nauðsyn ber til að efla þetta tímarit þannig að það verði vettvangur umræðna inn- an Sjálfstæðisflokksins um grundvallarstefnur á ýmsum sviðum, en í önnum dægur- stjórnmálanna farast slíkar um- ræður gjarnan fyrir. Þær eru hins vegar nauðsynleg forsenda að endurnýjun á starfi og stefnu stjórnmálaflokks, sem Sjálfstæð- isflokksins. Þess er að vænta að þær nýjungar, sem nú er ver- ið að brydda upp á í starfi ungra Sjálfstæðismanna verði upphaf öflugrar sóknar sem miði að þvi að auka fylgi Sjálfstæðisflokks- ins meðal æsku landsins og end- urnýja stefnu flokksins í sam- ræmi við breyttar aðstæður og nýja tíma. * t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.