Morgunblaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1968 Lára Guðmundsdóttir Eskifirði — Minning — Aukin hagræðing Framhald af bls. 8 fiskiðnaðar í fjórðungnum. Mál manna er þó, að ekki sé þessum málum ver stjórnað þar, en ann- arsstaðar á landinu. I»ú stóðst sem bjarg í brotsjó og barst ei mikið á að gera öðruim gott var þín gleði og hjartans þrá ÞETTA er í fáum orðum inntak í lífi Láru Guðmundsdóttur sem lézt á síðastliðnu ári. Og því leita þessi orð nú á hugann er ég lít til baka á veg minning- anna sem ofnar eru æskubyggð minni, Eskifirði. Ég renni hug- anum að Ásbyrgi, þeirra ágætu kvenna sem þar unnu mikilvægt starf um langan tíma, án þess nokkurn tímann að hyggja að því hvort í aðra hönd kæmi verðug umbun eða ekki. í fjölda ára héldu þeir systur ásamt Björgu móður sinni uppi gistiihúsi á Eskifirði, þeim til heiðurs og staðnum til vagsauka. Þeir verða ekki tölum taldir sem að garði báru en ég held að aldrei hafi verið sú þröng á þingi að ekki hafi verið hægt að bæta við, auka við rúmi og það sem máli skipti var að elskulegheitin og hjartarúmið þessara góðu kvenna var jafnan nóg og meira en það. Það hefir í fjarlægð oft yljað huga mínum að mæta mönnum sem gistu í Ásbyrgi og heyra þá lýsa viðtökum þar. Við þetta hefir mín gamla æskubyggð fengið sterkari liti 1 hugskoti mínu og heiðríkja minninganna orðið veglegri. Lára var dugleg í þess orðs fyllstu merkingu, þótt hún væri að jafnaði ekki að ota sér fram, þá var hún hinn trausti bakhjarl er á reyndi og gæti ég þar tilfært mörg dæmi. Þannig voru þær systur allar og tryggari vini eignast menn ekki. Enda stóðu að þeim góðir stofnar móðir þeirra frú Björg Jónsdótt- ir, ein af hinum myndarlegu og glæsilegu Svínaskálasystrum og faðir þeirra Guðmundur Ás- bjamarson fríkirkjuprestur sem um langt skeið setti sterkan svip á lífið á Eskifirði. Guðmundur var gáfumaður mikill og sérstak ur tungumá’.amaður, stór vexti og myndarlegur að vallarsýn og aðsópsmaður þegar hann gekk að. Hann hvarf því miður frá okkur á miðjum aldri. Kosti for- t Elsku konan mín, móðir og amma Svanfríður Sólbjartsdóttir Eskihlíð 16, andaðist á Heilsuverndarstöð- inni 8. febrúar. Fyrir hönd barna og barna barna. Guffbjartur Sumarliffason. t Útför ástkærs eiginmanns míns, Sveins Ársælssonar, útgerffarmanns, verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, laugar- daginn 10. febrúar kl. 2.00. Bernódía Sigurffardóttir. eldra sinna fengu börnin í arf. Ég minnist líka einkasonar þeirra hjóna, Ásbjarnar, hug- ljúfs gæðadrengs og vel gefins, sem fór alltof fljótt í önn dagsins og átakasamrar framtíðar. Ekki veit ég til þess að Lára hafi talið vinr.ustundimar og því síður að ég minnist þess að hún hafi tekið sér sumarfrí frá dag- legu amstri, enda var lítið um slíkan munað þá, þá var unnið meðan vinnu var hægt að fá og önnur vinnutilhögun en nú. En hvar sem Lára gat komið fram ti'l góðs, þá var hún á sínum stað. Þeim sem kynntust henni var jafnan hlýtt til hennar, ég veit ekki hvort húr. átti marga vini um dagana, en þeir voru líka innilegir og góðir sem hún átti. í vinahópi var hún glöð og ræðin, en hversdagslega hlé- dræg. Rösk voru handtök henn- ar, hvort sem hún átti við heim- ilistækin eða fjallaði urn fisk og annað sem hendi þurfti til að taka. Fyrir samvizkusemi og dugnað eignaðist hún ágæta hús- bændur sem mátu hennar störf. Þótt kaupið væri mikils virði þá sem nú, þá var það Láru meira í mun að hafa skilað góðu dags- verki og ég held að hún hún hafi skrifað lífsbók sína þannig að margir mættu þar til öfundar augun renna og víst er um það að í lífsbók annara lét hún ekki marga bletti. Þar sagði grand- varleikinn til sín. Já það var oft glatt í Ásbyrgi og oft komum við þar saman til gagns og skemmtunar og seinast þegar ég var á ferð heima þá kom ég þar við, minningarnar og hinir ágætu vinir þar löðuðu til sín. Frú Björg var enn hin ernasta þá um nírætt og stjórnaði eins og áður sinni greiðasölu. Ekki datt mér þá í hug að svo tóm- legt yrði á næsta leiti. Og þó, þegar vel er unnið stormasama og annasama æfi hljóta þreytumörkin að segja til sín. Sól fer að nálgast æginn, eins og Þorsteinn kvað. Lífsbókinni lokað hér á jörð. En fargrar og bjartar minning- ar lifa. Fyrir þær erum við sam- ferðamennirnir svo þakklátir að leiðarlokum og ég vil þótt seinna lagi sé, ekki láta hjá líða að senda mínar þakir fyrir góða samleið. Það er vissulega tómlegra í Ásbyrgi nú en áður og einhvern- veginn er sál hússins önnur en var, en hitt er staðreynd að orð- stír, deyr aldrei, hveim sér góð- an getur, svo sem í Hávamálum segir. Því þakka ég hinum látnu tryggð og vináttu liðinna ára og bið henni guðsblessunar á Ijóss- ins vegi. — Á. H. t Útför ísleifs Einarssonar, Hátúni 4, verður gerð frá Fossvogs- kirkju laugardaginn 10. febr. kl. 10.30 árdegis. Þorgerffur Diffriksdóttir, börn, tengdaböm og barnabörn. t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Magnúsar Brynjólfssonar frá Dysjum. Guðmann Magnússon, Úlfhildur Kristjánsdóttir, Þuríffur Magnúsdóttir, Sigurbjartur Vilhjáimsson, barnabörn og barnabarna- börn. Ekki skal því neitað að mis- munandi sjónarmið geta gilt um athafnir og gjörðir einstaklinga. Tel ég því ekki eðlilegt þótt sagt væri, að ástæða til algerrar stöðvunar frystihúsanna hafi ekki verið fyrir hendi fyrr en séð var hvað ríkisvaldið vildi leggja á sig til að gera rekstur iðnaðarins færan. Var ég einn á meðal þeirra. Þegar það væri séð var eðlilegt að taka afstöðu til þess boðs, taka því ef boðlegt þætti eða hafna, ef boðið full- nægði ekki þeim lágmarks þörf- um sem farið væri fram á og þá að stöðva. Reksturinn var vonlaus við þau skilyrði sem fyr ir hendi voru. Við síðasta boð ríkisstj. má segja að rofað hafi til að nauðvarnar aðgerðir frysti húsamanna hafi flýtt fyrir að- greiðslu málsins hjá ríkisvaldinu og raunhæfara mat hafi verið lagt á hlutina, en annars hefði verið gert. Atvinnurekstur sem byggir til veru sína á útflutningsframleiðslu á hag sinn að verulegu leyti undir markaðsaðstæðum og hvaða mat lagt er á þau verð- mæti, sem fást fyrir útflutning- inn. Ríkisvaldið framkvæmir það mat með gengisskráningunni, það skyldu menn hafa í huga. f nóv.s.l. var mat það sem lagt hefir verið á verðmæti út- flutningsframleiðslunnar tekið til endurskoðunar. Getur það gef ið tilefni til árása á hraðfrysti- húsamenn, að nýja matið full- nægði ekki þörfum hraðfrysti- iðnaðarins? Við athugun kemur í ljós að ekki hefir verið tekið tillit til allra staðreynda. Um endurmatið, gengisskráninguna, var ekki fjallað af frystihúsa- mönnum. Getur það verið tilefni til árása á forsvarsmenn hrað- frystihúsanna, ef þeir sem halda um stjórn þjóðfélagsins og efnahagsmála þess. hafa talið það þjóðfélaginu og efnahags- lífinu hentugara að hraðfrysti- iðnaðurinn fengi bein framlög úr sameiginlegum sjóði þegnanna í stað þess að fella gengið svo að það fullnægði iðnaðinum. Þess ar aðgerðir geta átt rétt á sér, ef gengisskráningin fullnægir öðrum greinum útflutningsfram- leiðslunnar, en það getur ómögu lega verið hraðfrystihúsamönn- um til lasts að sú leið er farinn. Þeir hafa ekki valið hana Fyrir skömmu taldi stjóm eins fyrirtæki's í mínu byggða- lagi að tekjur fyrirtækis ins nægðu ekki fyrir þörfum þess og því þurfti að auka þær. Tekjuaukinn til handa fyrir- tæki þessu er fenginn með ein- faldri samþykkt stjórnarmanna, 2 milljónir króna, ca 20% tekju- auki. Hverjir eiga svoa að koma með þennan tekjuauka? Það er hinn almenni neytandi, sem fyr- irtækið seluT sína framleiðslu. Það er ekki á svona einfaldan hátt sem hraðfrystiiðnaðurinn í landinu getur aukið sínar tekj- ru. Ég tel varla nokkur vildi það. Orðhvatir menn ásaka frysti- t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengda föður og afa Páls H. Jónssonar. Sérstaklega þökkum við heim ilislækni, læknum og starfs- liði fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra um- önnun og hlýju í hans garð fyrr og síðar. Sveinbjörg K. Pálsdóttir, Sigurlína Pálsdóttir, Einar Magnússon, Jóhanna G. Pálsdóttir, Bjarni J. Gíslason, Valdimar Pálsson, Sigurveig Jónsdóttir og barnaböm. húsamenn og segja að athafnir þeirra hafi verið rangar, skipu- lag iðnaðarins á öðruvísi en það eigi að vera, verktilhögun megi vera öðruvísi o.s.frv. Þegar um slíkt er rætt skildum við hafa í huga orð þau sem kennd eru við Bismark hinn þýzka. Hann á að hafa sagt: að það sé ljóta starfið að þurfa sífellt að vera að taka ákvörðun, takist vel til með framkvæmd sé stjórnvizku hrós- að, takist illa sé heimska stjóm- andans höfð í hámæli,þó sé svo aff samskonar vitneskja og sama stjórnvit liggi að baki baffum á kvörffunum. Með rökum verður því ekki í móti mælt að hraðfrystiiðnaður inn í landinu og síldveiðarnar hafa skilað þjóðinni meiri hag- vexti en nokkrar aðrar starfs- greinar, þar hefir framleiðni- aukningin verið mest. Ný tækni og nýjar vinnsluaðferðir hafa haldið innreið í hraðfrystiiðnað- inn. Éf ég notaði sömu rökhyggju og liggur baki þeirra orða Sig. Guðmundssonar í upphafi þessar ar greinar, gæti ég sett upp dæmi, hliðstæðu við það sem hann talaði um: Ég veit ekki hver laun starfs- fólks eru hjá stofnun þeirri sem Sigurður vinnur við, en segj- um að það sé samanlagt 300 þús kr. um mánuðinn. Um næstu mánaðamót samþykkir stjórn stofnunarinnar, að þar sem hún hafi ekki fé handa í milli ákveði hún að skrifstofustjórinn fengi 200 þús. kr. til greiðslu launa starfsfólksins, en þau skilyrði fylgi að hann verði að greiða sama fjölda og sömu upphæð hverjum og hann greiddi með 300 þús, kr. Ég veit ekki hvort Sigurður teldi það hverkatak um háls yfirmanna sinna, þótt hann tilkynnti þeim að þetta væri sér ómögulegt og ef svo ætti _að vera yfirgæfi hann starfið. Ég veit ekki, hvort hann teldi sig „brjóst mylking" stjórnendana þótt hann fengi leiðréttingu og varla teldi hann að sér væri færð upp hæðin á silfurfati, þegar leið- réttingin væri ger. Ég vildi að hinir orðhvötu menn kæmu hér til Vestfjarða og skoðuðu rekstur hraðfyrsti- húsanna, athuguðu hvert þeim fjármunum hefði verið varið, sem fyrirtækin hafa haft með hönd- um. Hvaða áhritf það hetfir á vest firzka byggð, ef alvarlegur kirkingur og fjárhagsvandræði ná að hrjá hraðfrystiiðnaðinn í fjórðungnum. Jafnfram mættu þeir gefa því gaum hve margir eru uppistandandi í sjávarút- vegi og fiskiðnaði, af þeim sem þar hösluðu sér völl á fyrri helm ing þessarar aldar. Fjöldi manna hefir hér á landi lagt starf sinna beztu ára að sjá varútvegi og fiskiðnaði í sam- bandi við hann, en oftast að lok- um staðið í rústum fyrirtækja sinna, niðurbrotnir á sál og lík- ama, sökum aðstæðna, sem þeir á engan hátt hafa getað haft á- hrif á, aflabrögð, tiðarfar, mark- aðsaðstæður o.fl. Hraðfrystiiðnaðurinn er mikil vægasta grein útflutningsfram- leiðslunnar. Á árinu 1966 voru afurðir hans seldir til 25 landa í tugum mismunandi pakkning- um Framleiðsluverðmæti var 1650 millj krónur. Útflutnings- skýrslur segja að árið 1966 hafi 92,5 af útfl. landsins verið sjávarafurðir, af heildar útflutn ingi hafi 25.8% verið frystar af- urðir. Auk þess á frystiiðnaður- inn nokkurn þátt í söltun, skreið arframl. og mjölsölu sem hliðar- greinum og betri nýtingu hrá- efnis. Hraðfrystiiðnaðurinn hefir náð lang lengst í sölustarfi allra greina útflutníngs framleiðslu- unnar. Af þessu má sjá, að hér er um að ræða eina þýðingar- mestu grein íslenzks atvinnu- lífs, sem snertir hvem þjóðfé- lagsþegn, ekki sízt fölkið sem býr út um hinar dreifðu byggðir landsins og á alla sína atfkomu undir því, að þessum atvinnuvegi vegni vel, samfara því að út- gerð og sjósókn haldist. ísafirði, 30. jan. 1968. Marias Þ Guðmundsson. Frá félagi háskólamennt- aðra kennara MBL. hefur borizt eftirfarandi ályktun frá Félagi háskóla- menntaðra kennara: „Stjórn FHK. mótmælir ein- hliða ákvörðun fjámálaráðu- neytisins um lækkun á yfir- vinnuálagi, enda verður slík á- kvörðun að teljast bein kjara- skerðing fyrir félagsmenn FHK. Stjómin mótmælir og þeirri túlkun fjármálaráðuneytisins, sem liggur til grundvallar þeirri ákvörðun þess, að daglegum vinnutí'ma kennara skuli ljúka kl. 17 mánudaga til föstudaga og kl. 12 á laugardögum í stað- inn fyrir kl. 16 mánudaga — föstudaga og kl. 11 á laugardög- um, Tekið skal fram, að hvort- tveggja er miðað við, að starfis tími hefjist kl. 8. Mótmæli þessi byggir stjórn FHK. á eftirtöld- um triðum: a) Stjórnin lítur svo á, að fyrrnefnd túlkun brjóti í bága við 3. gr. Kjaradóms frá 1967, en þar stendur, að eigi skuli á- kvæði dómsins valda því. að dag legur vinnutími nokkurs starfs- manns lengist frá því sem áður var. b) Fyrnefnd túlkun mun bitna harðast á þeim kennurum, sem inna verða verulegan hluta kennsluskyldu sinnar af hönd- um síðdegis vegna skorts á hús næði fyrir kennslu (tvísetningar í skólum). c) Nefna má einnig, að í nú- gildandi erindisbréfi fyrir kenn ara eru ákvæði um, að dagleg- um starfstíma skóla skuli ljúka kl. 17, ef hann hefst kl. 9, ann- ars fyrr. Með tilliti til þessara atriða æskir stjóm FHK. þess eindreg- ið, að þér hlutizt til um, að fyrr nefnd ákvörðun um lækkun á yfirvinnuálagi og túlkun á á- kvæðum Kjaradóms um dagleg- an starfstíma kennara verði endurskoðuð. Virðingarfyllst, Jón Baldvin Hannibalsson. (formaður) Hörffur Bergmann (ritari) L Thant til Moskvu New York, 5. febrúar, AÐALRITARI Sameinuffu þjóff- anna, U Thant, mun fara í stutta heimsókn til Moskvu og Lund- úna í næstu viku til viffræffna viff Kosygin og Wilson, aff því er upplýst var af opinberri háltfu í New York í dag. í tilkynning- unni var þess getiff hvaffa mál- efni verffa rædd í þessari tför U Thants, en fullvíst þykir aff ástandið í Víetnam og kreppan fyrir botni Miðjarffarhatfs verffi efst á baugi. Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim sem heiðruðu mig og sýndu mér vinsemd á sjötugsafmæli mínu 6. þ.m. Einkum vil ég flytja sam- starfsfólki mínu hjá Bæjar- útgerð Reykjavíkur alúðar þakkir fyrir höfðinglega gjöf sem það sendi mér. Heill og farsæld fylgi ykkur öll- um um ókomna daga. Sigurjón Sigurbjörnsson. Hjartanlega þakka ég öll- um þeim sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu þann 24. janúar sl. með heimsóknum, gjöfum og hlýjum kveðjum. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Jóhannesdóttir Grundarstíg 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.