Morgunblaðið - 25.02.1968, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1968
5
*
ÞINGFUNDIR voru yfirleitt
stuttir í liðinni viku, enda fá
mál tekin fyrir, sem ágreiningur
var um. Fá ný þingsskjöl komu
einnig fram, enda má búast við
þvi að draga taki úr tillögum
og frumvarpaflutningi, þar sem
óðum styttist þingtíminn. Mjög
mörg mál eru hinsvegar til af-
greiðslu hjá nefndum, og má því
búast við miklum annatíma hjá
þinginu þegar að þinglokum líð-
ur. Mörgum kann að virðast, að
inefndarstörf gangi óeðlilega
hægt fyrir sig, en þess ber að
gæta, að nefndirnar leggja yfir-
leitt mikla alúð við störf sín
og kynna sér málin svo mikið
sem mögulegt er. Oft þarf að
leita umsagnar hjá mörgum að-
ilum sem síðan eru misjafnlega
fljótir að senda svör sín.
Fyrirspurnirnar um Norður-
lands áætlun urðu loks útræddar
í vikunni, eftir að hafa verið til
umræðu á þremur fundum Sam-
einaðs-Alþingis. Óvenju margir
þingmenn tóku til máls um fyrir
spurnirnar og voru umræðurnar
vissulega hinar gagnlegustu og
vafalaust hafa Norðlendingar
fylgzt með frásögnum af þeim
með miklum áhuga. Margir aðil-
ar í þeim landsfjórðungi eru
orðnir langeygðir eftir því að
áætlunin líti dagsins ljós, og eru
því þær upplýsingar, er fram
komu í ræðu fíármálaráðherra,
að unnið sé að fullum krafti að
henni, hinar ánægjulegustu.
Reynslan sem fengin er af Vest-
fjarðaáætlun gefur Norðlending
um vissulega tilefni til að vænta
mikils af þessari áætlun. Hitt
gefur auga leið, að undirbúnings
vinna slíkrar áætlunargerðar er
mjög tímafrek, og eins og Pálmi
Jónsson komst cð orði í umræð-
unum, varðar mestu að vel sé
til hennar vandað.
Björn Pálsson er stöðugt sama
vandræðabarnið hjá Framsóknar
flokknum. Þegar Norðurlandsá-
ætlunin var til umræðu lenti
hann á öndverðu meiði við flokks
bróður sinn, Jón Kjartansson, um
hvar starfsmaður áætlunarinnar
væri bezt staðsettur. Taldi Björn
að bezt væri að hann hefði að-
setur í Reykjavík. Þá hélt Björn
því fram, reyndar ekki í fyrsta
skipti, að of mikið væri gert úr
bágu ástandi nyðra. Og víst er
um það, að Björn hefur rétt fyr-
ir sér í því, að „óþarfa barlóm-
ur“ þjónar ekki hagsmunum
landsfjórðungsins, og verður ekki
til þess að auka tiltrú ráða-
manna og almennings á þvi að
það sem þar þarf að gera geti
borið árangur.
Enn ein fiskiræktartillaga kom
til umræðu á Alþingi í vikunni.
Var þar um að ræða þingsálykt-
unartillögu sem flutt var í efri-
deild og fjallar um að fiskirækt
og fiskeldi verði tekin upp sem
námsgrein í bændaskólunum. Á-
hugi á fiskiræktarmálum fer
stöðugt vaxandi, bæði innan
þings og utan, enda er ástæða
til að halda, að hér sé um mikið
þjóðhagslegt mál að ræða. Fisk-
eldi er víða rekið sem arðbær
atvinnugrein erlendis og fram-
leiða t.d. Danir mikið magn af
regnbogasilungi, sem þeir selja
úr landi á góðu verði. Telja
kunnáttumenn, að skilyrði til
þessarar búgreinar séu óvenju
góð hérlendis. Eðlileg leið er að
kennsla verði tekin upp í bænda-
skólunum, því að fáir eru lík-
legri til að veita þessu máli
brautargengi en ungir bændur,
þar sem þeir hafa. oft yfir að
ráða beztu aðstöðunni. Landbún
aðarráðherra benti á við um-
ræðu málsins, að varla væri hægt
að vænta þess, að kennsla í þess
ari grein yrði tekin upp sem
fullkomin námsgrein á næstunni,
þar sem skortur væri á sérmennt
uðum mönnum til kennslu. Hins-
vegar væri sjálfsagt að taka upp
fræðslu t. d. í fyrirlestraformi,
og þá víðar en í bændaskólun-
um.
Húsnæðismál rskisins voru
einnig til umræðu í vikunni. Á
mánudaginn mælti Magnús Jóns
son fjármálaráðherra fyrir frum
varpi um íbúðareign ríkisins, en
það gerir ráð fyir að ríkissjóð-
ur hætti að byggja eða kaupa
íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu, og
að íbúðarhúsnæði, sem nú er í
ríkiseign á þessu svæði, verði
selt, jafnskjótt og það losnar.
Virðist þetta skynsamleg ráðstöf
un, þar sem mikið misræmi hef-
ur verið í hvaða ríkisembættis-
menn hafa verið þeirra hlunn-
inda aðnjótandi að fá ríkisíbúð-
ir til íveru, og hverjir ekki. í
frumvarpinu er einnig gert ráð
fyrir því, að húsaleigureglur
ríkisins verði færðar í annað
horf og samræmdar. Það kom
t.d. fram í ræðu ráðherra að
Reykjavíkurprestar greiða 2—4
þús. kr. á ári í húsaleigu fyrir
íbúðarhúsnæði í opinberri eigu.
Mundu ekki margir vilja sitja
við sama borð?
í svarræðu fjármálaráðherra
um húsaleigugreiðslur ríkisins
kom fram, að ríkissjóður greið-
ir árlega rúmar 19 millj. kr.
í húsaleigu. í fljótu bragði virð-
ist þetta vera óeðlilega há upp-
hæð, en nánari athugun leiðir
í ljós að svo er ekki. Það hlýt-
ur á hverjum tíma að vera mats-
atriði hvort það borgar sig fyr-
ir ríkið að leggja út í stórar
byggingarframkvæmdir eða ekki
í mörgum tilfellum mundi t.d.
vera óhagkvæmt fyrir ríkið að
reisa húsnæði fyrir einstakar
stofnanir, einkum ef þær eru úti
á landi. Hitt kemur svo berlega
fram, hversu mikils virði hús-
næði það, sem ríkissjóður keypti
að Borgartúni 7, er fyrir hann.
Til fyrstu umræðu kom einnig
frumvarp um aukna heimild rik-
issjóðs til að ábyrgjast lán fyr-
ir skipasmíðastöðvar og dráttar-
brautir. Nemur sú heimild allt
að 40 millj. kr., en eldri ábyrgð-
arheimildir eru nú fullnotaðar.
Er þetta frumvarp í beinufram
haldi af annarri aðstoð og fyrir-
greiðslu, sem ríkisvaldið hefur
veitt þessum atvinnuvegi á und-
anförnum árum.
Jón Snorri Þorleifsson flutti
jómfrúarræðu sína á Alþingi í
vikunni, og mælti þá fyrir frum-
varpi um auknar bætur atvinnu-
leysistrygginga. Atvinnuleysis-
Framíhald á bls. 22
Nýjar vörur
LÆGRI TOLLAR
LÆGRA VERD
Jæja dömur minar nú eru nýju
vörurnar komnar
Og fyrsta sendingin með lágu tollunum
kemur í búðina á mánudag
Ljómandi fallegar kápur frá Sviss
og Hollandi.
Verið velkomnar í
vdrtfftGrót/d
A KLAPPARSl ÍGNU M
v