Morgunblaðið - 25.02.1968, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1968
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands.
SÚTUN OG LOÐ-
KÁPUFRAMLEIÐSLA
¥Tm þessar mundir eru 20 ár
^ ár liðin frá því að fram-
leiðsla á loðkápum úr ís-
lenzkum gæruskinnum hófst
í Svíþjóð og minntust hinir
sænsku framleiðendur þeirra
tímamóta. í því sambandi
kom fram, að mikið af þeim
gráu gærum, 75 þúsund tals-
ins, sem framleiddar eru hér
á landi árlega og fluttar út,
eru notaðar í loðkápur fyrir
konur og a.m.k. 16 sænskir
loðkápuframleiðendur nota
íslenzkar gærur í loðkápur.
Þettta eru staðreyndir, sem
líklegt er, að fáir geri sér
ljósar hér á landi.
Hið sænska framtak í
framleiðslu loðkápa úr ís-
lenzkum gærum hlýtur óhjá-
kvæmilega að vekja menn til
umhugsunar um það, hvers
vegna slík framleiðsla er ekki
til nema að mjög takmörk-
uðu leyti hér á landi. Á ári
hverju framleiðúm við um
800 þúsund gærur og af þeim
eru 700 þúsund gærur flutt-
ar óunnar úr landi. Hér er
um að ræða innlent hráefni,
sem verulegir möguleikar
eru á að nýta betur en gert
er innanlands.
Ástæðan til þess, að loð-
kápur eru ekki framleiddar
á fslandi úr íslenzkum gær-
um, nema að sáralitlu leyti,
er fyrst og fremst sú, að okk
. ur skortir tæknikunnáttu til
þess. Einnig er hugsanlegt,
■ að hinn innlendi markaður
fyrir slíka framleiðslu sé
óöruggur þar sem íslenzkir
neytendur virðast um of gin-
keyptir fyrir því sem erlent
er, þótt loðkápur úr íslenzk-
um gærum þyki góð vara er-
lendis.
Um nokkurt skeið hefur
verið unnið að athugun á
því að koma upp hér á landi
stórri sútunarverksmiðju, ef
til vill í samvinnu við er-
lenda aðila, sem búa yfir
tækniþekkingu, fjármagni
og mörkuðum og má búast
við nýjum upplýsingum í því
máli innan skamms. Það
liggur í augum uppi að hér
er um að ræða verulegt magn
af innlendu hráefni, sem nú
, er að mestu leyti unnið er-
lendis, m.a. í loðkápufram-
leiðslu. Þetta er iðngrein,
-i sem við eigum og getum
flutt inn í landið og þess
vegna er rík ástæða til að
leggja allt kapp á að grund-
l völlur skapist hérlendis fyr-
ir víðtækum og umfangs-
miklum sútunariðnaði í sam-
vinnu við erlenda aðila, ef
það þykir heppilegt vegna
markaðsaðstæðna.
4 H
ltfl'eð hverju ári verður erfið-
ara að finna hæfileg
verkefni fyrir börn og ungl-
inga að sumarlagi, meðan
skólarnir starfa ekki. Sá sið-
ur hefur lengi ríkt á íslandi,
að unglingar réðust til starfa
í sveitum yfir sumartímann
og kynntust þar landbúnað-
arstörfum og skepnuhaldi.
En tímarnir eru breyttir og
sveitirnar geta ekki lengur
tekið við þeim mikla fjölda
unglinga, sem þarf á verk-
efnum að halda yfir sumar-
tímann.
Jafnframt verður það stöð-
ugt brýnna að finna nýjar
leiðir til þess að halda við
tengslum unga fólksins við
undirstöðuatvinnu lands-
manna, við sveitina og skepn
urnar, við sjóinn og fiskinn.
Með vaxandi þéttbýli í land-
inu og nýjum lífsvenjum, er
hætt við að unga fólkið fjar-
lægist þessar lífæðar íslenzku
þjóðarinnar.
Víða um lönd er starfandi
félagsskapur, sem nefnist
4 H. Félagssamtök þessi hafa
það að markmiði að kynna
unglingum og’ ungu fólki hin
margvíslegustu störrf og
halda uppi víðtækri starf-
semi í því skyni. Hér er sem
sagt um að ræða einskonar
starfskynningarfélög, sem
gefa unglingum tækifæri til
þess að kynnast hinum ýmsu
störfum í þjóðfélaginu. M.a.
hefur þessum félagssamtök-
um vegnað mjög vel í Nor-
egi og þar eru það banka-
stofnanir landsins, sem
leggja fram fé til reksturs
þessara samtaka.
Með tilliti til vaxandi verk
efnisskorts unglinga hérlend
is og nauðspmjar þess að efla
tengslin milli ungu kynslóð-
arinnar og atvinnulífsins
virðist rík ástæða til að starf
semi á borð við þá, sem 4 H
halda uppi víða um lönd
verði hafin á íslandi með
frjálsum samtökum fólksins,
t.d. foreldranna og fjárhags-
legum tilstyrk samtaka at-
vinnuveganna og annarra
opinberra aðila. Hér er um
hið þýðingarmesta mál að
ræða fyrir uppvaxandi kyn-
slóð í þessu landi og er þess
að vænta, að samtök á borð
við 4 H finni ríkan hljóm-
grunn hér á landi.
ÉkvrÁ&k
UTAN UR HEIMI
Pakistanar fá sneið
af indversku landi
Gerðardómur úrslcurðar að Indverjar haldi
90°Jo Rann af Kutch en Pakistanar fdi 107®
MIKIL ólga ríkir á Indlandi
um þessar mundir vegna þess,
að alþjóðlegur gerðardómur
hefur úrskurðað að Pakist-
anar skuli fá einn tí-
unda hluta landamærahéraðs-
ins Rann of Kutch. Indverska
hernum hefur verið skipað
að vera við öllu búinn vegna
óstaðfestra frétta um, að Pak
istanar hafi sent herlíð að
landamærunum, og frú Ind-
íra Gandhi forsætisráðherra
hefur s'kotið á frest ákvörð-
un sinni um, hvort indverska
stjórnin skuli samþykkja eða
hafna úrskurði gerðadómsins.
Vafalítið samþykkir frú
Gandhi úrskurðinn, en þótt
Rann of Kutch sé að mestu
leytí mýrarflákar og svo að
segja einskis virði, hafa Ind-
verjar og Pakistanar átt í
löngum og hörðum deilum um
yfirráð yfir héraðinu. Deilan
var ein af orsökum hinnar
þriggja vikna styrjaldar milli
ríkjanna, haustið 1965, og það
var eftir að átök í Kutch-hér-
aði vorið 1965 sem deilan var
sett í gerðardóm. Nú halda
margir Indverjar því fram,
að þar sem Pakistanar hafi
átt upptökin að þessum átök-
um sé verið að verðlauna þá
fyrir að fara með stríði á
hendur Indverjum.
Frú Gandhi er í mjög erf-
iðri aðstöðu, enda þótt gerðar
dómurinn samþykkti næstum
því öll meginsjónarmið Ind-
verja og úrskurðaði að þeir
skyldu halda níu tíundu hlut-
um héraðsins. En erlendis hef
ur mælzt illa fyrir, hve treg
indverska stjórnin virðist
vera að fallast á úrskurð-
inn. Túlka mætti afstöðu Ind-
verja þannig, að þeir séu
þvermóðskufullir og ósam-
vinnuþýðir, öfugt við Pak-
istana, sem sámþykktu úr-
skurðinn umsvifalaust.
Kröfur Indverja
Gerðardómurinn, sem setið
hefur á rökstólum i tvö ár
í Genf, var skipaður þremur
mönnum, Gunnar Lagergren
frá Svíþjóð, sem var formað-
ur nefndarinnar, Nashrollah
Entezam, fv. aðalfulltrúa ír-
ans hjá Sameinuðu þjóðunum,
sem var skipaður af Pakistan
stjórn, og Alez Bebler frá
Júgóslavíu, telnefndur af ind
versku stjórninni.
Úrskurðurinn var samþykkt
ur með atkvæðum Lagergrens
og Entezams en gegn atkvæði
Beblers, sem hélt því fram
að allt héraðið Rann of
Kutch væri sögulega séð ind-
verskt yfirráðasvæði. Pakist-
anar hafa aftur á móti aðeins
gert kröfu til eins þriðja
hluta héraðsins. Alls er hér-
aðið 3.500 fermílur að flatar-
máli, og skikinn, sem Pak-
istanar fengu í sinn hlut, er
300 fermílur. Á því svæði eru
meðal annars Kanjarkot og
hefði verið úrskurðaðir Ind-
verjum. Hins vegar hefði
krafa Pakistana til 10. hér-
aðsins vegið þyngra á met-
unum en krafa Indverja til
þess hluta héraðsins, enda
væru þau svæði, sem hér um
ræðir, umlukt pakistönsku
landi.
Rann of Kútch er að mestu
leyti óbyggt svæði, aðallega
saltkeldur og mýrarflákar. Á
vetrum er þar fjölskrúðugt
dýralíf, en á sumrum er steikj
andi hiti. Saltkeldurnar og
mýrarnar þorna upp, og svæð
ið breytist í eyðimörk, þakta
Hið umdeilda svæði á landamærum Indlands og Vestur-
Pakistans. Indverjar fá að halda 90. svæðisins innan
punktalínunnar, en Pakistanar fá það svæði sem er merkt
með skástrikum.
Chand Bet, þeir staðir þar
sem hörðustu bardagarnir
geisuðu vorið 1965 og hern-
aðarlega mikilvægustu staðir
nir í Rann of Kutch, því að
þeir eru uppi á hæðum, en
héraðið er að öðru leyti flat-
lent.
Lagergren lét svo um mælt
þegar úrskurðurinn hafði ver
ið kveðinn upp, að ákveðið
hefði verið að Pakistanar
fengju minni sneið af hérað-
inu en Indverjar meðal ann-
ars vegna þess, að sýnt væri
að ef tilkall Indverja til yfir-
ráða í héraðinu öllu yrði við-
urkennt, yrði friði í þessum
hluta heims stefnt í voða.
Hann sagði, að úrskurður-
inn byggðist á fyrirkomulagi
því er ríkt hefði áður en
Bretar veittu Indverjum og
Pakistönum sjálfstæði 1947.
Hann sagði, að ekkert benti
til þess, að landamærafylkið
Sind, sem ákvað að sameinast
Pakistan 1947, hefði farið
með yfirráðin yfir þeim hlut-
um Rann of Kutch, sem
grjóti og salti. Héraðið _er
illræmt jarðskjálftasvæði. Ár,
ið 1819 varð bar snarpur jarð
skjálfti, og síðan hefur lands
lagið verið eins eyðilegt og
raun ber vitni, hrjóstrugt og
trjálaust.
Eyjan Cutch, sem héraðið
dregur nafn sitt af, er byggð
en íbúarnir eru svo fátækir
og bjargarlausir, að sam-
bandsstjórnin í Nýju Delhi
tók stjórn hennar í sínar
heldur fyrir nokkrum árum.
Sæmilegt haglendi er í hæð-
unum á svæðunum ,,Dahra
Banni Bet“ og „Chad Bet“
sem barizt var á 1965 og
gerðardómurinn hefur nú úr-
skurðað pakistanskt yfirráða
svæði, en enginn búfénaður
hefur verið þar á beit síðan
bardagarnir hófust.
Hugmynd Wilsons
Hvorki Indverjar né Pak-
istanar virtust hafa mikinn
áhuga á héraðinu fyrr en
orðrómur komst á kreik um
það að þar væri olíu að
Framhald á bls. 31
ÞJOÐARMORÐIÐ
í EISTLANDI
¥ gær voru 50 ár liðin frá því
■*■ að Eistland lýsti yfir sjálf
stæði sínu og í haust verða
50 ár liðin frá því að ísland
öðlaðist fullveldi sitt. Hvern
ig hefur þessum tveimur
ólíku og fjarskyldu þjóðum
vegnað á þessum 50 árum?
ísland er í dag frjálst og
sjálfstætt ríki, sem býr við
lýðræðislegt stjórnarfyrir-
komulag og mikla og al-
menna velmegun. örlög Eist-
lands hafa orðið önnur. Þar
hefur verið framið eitt hrylli
legasta þjóðarmorð, sem sag-
an kann frá að greina. Eist-
land er í hópi þriggja Eystra
saltsríkja, sem Sovétríkin
hafa lagt undir sig. Þau hafa
ekki látið sér það nægja.
Þau hafa murkað lífið úr
þjóðunum, unnið ötullega að
því að eyða þeim, flutt fólk-
ið úr heimalöndum þess í
aðra hluta Sovétríkjanna og
erlenda menn inn í þess stað.
Er hægt að fremja verri
glæp?
Um leið og við minnumst
örlaga Eistlands og hinna
Eystrasaltsríkjanna tveggja
á 50 ára afrnæli hins eist-
neska sjálfstæðis, skulum við
einnig hafa í huga að sá glæp
ur vestrænna ríkja að gleyma
Eistlandi og systurríkjum
þess tveimur er litlu betri
en þjóðarmorð sovézkra
kommúnista.