Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1968 Reyna að ryðja leiðina norður heiðar í dag MBL. sneri sér til Vegagerðar- innar í gær og spurðist fyrir um færð á þjóðvegum landsins. Var blaðinu tjáð, að skafrenningur væri víða og þungfært á mörgum vegum, en gert var ráð fyrir að skafrenningur ætti eftir að auk- ast í nótt, þannig að enn verri færð yrði í dag. í gær var sæmileg færð á austurleið um Þrengslin fyrir stærri bíla og jeppa. Var hér í næsta nágrenni borgarinnar snjó koma fram aS hádegi, en úr því sk- '"enningur, svo að fólksbílum Vc. aldrei fært. Allsæmilega fært var austur til Víkur fyrir stærri bíla, en mjög þungfært á Mýrdalssandi. trá Homafirði var orðið fært á Mýrar og austur að Lónsheiði. Ennþá er óloki’ð mokstri á veg- inum í Álftafirði, en áætlað er að fært verði til Djúpavogs á laugardag. í nágrenni Egilsstaða var fært um miðhéraðið og um Fagradal til Eskifjarðar. Svo vikið sé að Norðurlandi, þá var fært út frá Akureyri til Dalvíkur, ennfremur um Sval- barðströnd og til Húsavíkur var fært stórum bílum og jeppum. Öxnadalsheiði og Holtavörðu- heiði voru ófærar, en gert er rá’ð fyrir að hjálpa bílum yfir þær í dag, ef veður leyfir. Frá ísa- firði verður vegurinn opnaður til Bolungarvíkur í dag, og reynt er að halda veginum kringum flugvöllinn á Patreks- firði færum, en þar var stormur og skafrenningur í gær. Brattabrekka var ófær í gær, og eins fjallvegir á Snæfellsnesi, en vegurinn um Kerlingarskarð og Fróðárheiði verða ruddur í dag, ef kostur er. Fært var frá Borgarfirði til Reykjavíkur í gær. Hjartalokur úr grís græddar í konu Leeds, 28. marz, NTB-AP. SKURÐLÆKNAR í Leeds á Englandi hafa grætt þrjár hjartalokur úr grís í hjarta 30 ára gamallar konu, Jean Bastow að nafni. Sjúkrahús- læknar í Leeds upplýstu í dag, að aðgerðin hefði farið fram á mánudag og Bastow sé nú við ágæta heilsu. Hún hefur um nokkurt skeið átt við hjartasjúkdóma að stríða og voru þrjár af fjórum hjartalokum hennar sýktar. Sérfræðingar í Lundúnum segja, að ekki sé óvanalegt, að gervihjartalokur séu græddar í menn, en þetta er í fyrsta sinn, sem hjartalokur úr lifandi vef eru græddar í manneskju. Jean Bastow er gift og tveggja barna móðir. Eiginmaður henn- ar, Edgar, ræddi lítillega við hana í sjúkrahúsinu í Leeds í dag og sagði, að hún hefði getað brosað og talað dálítið. Aðgerðina framkvæmdi hópur lækna frá ýmsum löndum undir stjórn yfirmanns skurðlækna- deildarinnar í Leeds-sjúkrahús- inu, Geoffrey H. Woolers. Kunnur skurðlæknir í Lund- únum, sem græddi hjartaloku í mannshjarta í Oxford fyrir tveimur árum, kvaðst vantrúað- ur á árangur skurðaðgerðarinn- ar í Leeds. Hann sagði, að í hana hefði verið ráðizt með djörfung og nýjustu tækni, en það virtist of mikil bjartsýni, að græða þrjár hjartalokur úr grís í mannshjarta, þegar svo lítið væri vitað um hjartalokugræðslu yfirleitt. Starfsmaður Slysavarnafélagsins með gúmbátinn. Gúmbátur iannst nálægt Sandgerði GÚMBÁT rak á fjöru nálægt bóndabæ, sem stendur milli Stafness og Sandgerðis. Tveir ungir piltar á bæ þess- um fundu bátinn í fyrradag og var hann óútblásinn. Báturinn vaT sendur til Reykjavíkur, þar sem sérfræðingar Slysavarnar- félagsins skoðuðu hann. Mátti sjá, á útliti hans, að hann hafði verið lengi að velkjast í sjón- um. Ómögulegt var að sjá af hvaða skipi hann hefur verið, en þó mátti sjá að hann er þýzkur að uppruna. Var hann mjög á- þekkur gúmibát þeim, er fannst við Krísuvíkurbjarg, og telja sérfræðingar ekki ólíklegt að báðir bátarnir séu frá sama skipi, enda þótt ekki sé kunn- ugt um nein þýzk skip, sem orð- ið hafi fyrir áföllum. IVIótmæla frumvarpi MBL. barst í gærdag svohljóð- andi yfirlýsingu sem send hefur verið til Sjávarútvegsnefndar Neðri-deilidar Alþin.gis: Við undirritaðir siglingafræði- kennarar við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík, viljum beina því til hæstvirtrar sjávarútvegs- nefndar Neðri-deildar Alþingis, að fraimkomið frumvarp um at- vinnuréttindi skipstjórnar- manna verði ekki afgreitt frá nefndinni óbreytt, þar sem það er stórt skrei aftur á bak. Eindregin tilmæli okkar eru þau, að frumvarpið verði sent tiil nefndar, skipaðri mönnum úr stéttarfélögum skipstjórnar- manna, til athugunar og breyt- h.ga. Virðingarfyllst: Jónais S. Þorsteinsson, Ingólfur Þórðarson, Benedikt Alfonsscn, Þorvaldur Ingibargsson , Þorsteinn Gíslason, Ásmundur Hallgrím'Sison, Skúli Möller. Yfirmaður franskra almannavarna | sakaður um njósnir París, 28. marz — NTB —1 FYRRV. yfirmaður almanna-' varna í Frakklandi, Maurice | Picard var í dag ákærður j fyrir að hafa haft samband, við erlenda njósnara. Ákær-I an var borin fram eftlr að | Picard hafði verið yfirheyrð- ur affrönsku gagnnjósnadeild inni í átta daga. í hinni opinberu ákæru á I hendur Picard, segir, að hann | hafi haft samband við erlenda, njósnara og með því skaðað' hernaðarlega og diplómatiska I stöðu Frakklands og mikil- væg hagsmunamál Frakka. Picard var settur atf sem1 yfirmaður almannavarna í I júlí í fyrra, en hann hafði( þá gegnt þessu emibætti í 14 / mánuði. Picard þótti mjög þýzksinnaður og ferðaðist I hann oft til V-Þýzkalamds. | Gagnnjósnadeildin franska j segir, að Picard hatfi einnig átt grunsamileg viðskipti við I Austur-Þjóðverja og aðra út-( lendinga Myndin var tekin við afhend ingu verðlauna og eru á mynd- inni, talið frá vinstri: Gunnar J. Friðriksson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, Ástmar Ólafsson, teiknari og Vigfús Sigurðsson forseti Landssam bands iðnaðarmanna. Merki „Iðnkynn- ingar /968" valið EINS og fram hefur komið í j fréttum munu Landssamband iðnaðarmianna og Félag ís- lenzkra iðnrekenda gangast fyr- ! ir aukinni kynningu á íslenzk- j um iðnaðarvörum nú á þessu ári. Hefur kynning þessi hlotið nafnið „Iðnkynningin 1968“. Markmið kynningarinnar er fyrst og fremst, að hvetja til aukinna kaupa á innlendri iðn- aðarframleiðslu. Mun áherzla verða lögð á að veita upplýsing- ar uim, hvað íslenzkur iðnaður hefur upp á að bjóða og hve mikilvægu hlutverki iðnaðurinn gegnir, bæði með tilliti til þjóð- arhags og atvnnuöryggis. Efnt var til samkeppni um merki fyrir iðnkynninguna. Verðlaun fyrir beztu tillögu voru ákveðin kr. 20.000.00. f samráði við Félag íslenzkra teikn-ara var skipuð dómnefnd, en hana skipuðu, Skarxyhéðiun Jóhannsson, Sæmundur Sigurðs son. Atli Már Árn-as-on, G-uð- bergur Auðunsson og Rafn Hafnfjörð. Dómnefndin lau-k nýlega , störfu-m. Alls höfðu 182 tillög- ! ur borizt frá 53 aðilum. Fyrir vali dómn-efnd-arinnar varð tillaga merkt „Samtengi B“, _en höifundur hennar reynd- ist Ástmar Ólatfsson. Öll merkin voru til sýnis dag- ana 8. og 9. marz, og hafa þau nú^ v-erið en-dursend. í greinargerð dómnefndar segir ma..: „Merkið hentar vel fyrir ýmis konar útfærslu, t.d. prentun, vefnað ljósauglýsin-gar og sjónvarp. Það er einfalt að VELJUM ÍSLENZKT ISLENZKAN IÐNAÐ Merki Iðnsýningarinnar gerð og því auðvelt að muna það. Merkið nýtur sín vel í ein- um lit en er þó hægt að setja í það li-ti ef þurfa þykir. Það fer vel við texta sem nauðsyn- legur er ti-1 áróðurs og kynning- ar vegna Iðnkynnigairinnar 1968“. (Frá Iðnkynningunni) Ekki hægt að leita að eld- flauginni vegna veðurs EKKI var hægt að leita að eld- | flauginni, þeirri einu sem ófund in er úr orrustuþotunni, í gær j vegna veðui-s. Er það hald manna, að þún liggi annað hvort undir flaki vélarinnar eða hafi fallið í Tjarnarlæk. Rannsóknarr-efnd er komin frá Bandaríkjunum, og fór hún áleiðis austur í gær. Er g-ert ráð fyrir því að hún verði komin að flugvélabrakinu í kvöld, en við verður eki hreyft fyrr en nefndarm-enn hatfa litið á það. Þá er ekki hægt að leita að eld flauginnl í Tjarnarlæk fyrr en þiðnað hefur. Máttúru- nafna- kenningin 2. erindi á sunnudag ÞÓRHALLUR V i! mu nda rson prófessor flyrur annan fyrirlest- ur sinn um íslenzk örnefni og nátt-úrunafnakenninguna í há- tíðasal Háskóla fsiands sunnu- daginn 31. marz kl. 14.30. Fyrir- lesturinn nefnist Áfangi. Öllum er heimili aðgangur. (Frétt frá Háskóla íslands). Skákþing Islands — Tefld verður ein umferð daglega SKÁKÞING íslands 1968 verð- ur sett sunnudaginn 7. apríl í húsakynnum Dansskóla Her- inanns Ragnars, Háaleátisbraut 158—160 ,klukkan 1.30. Innritun í aðra flokka en landsliðsflokk fer fram föstu- daginn 5. apríl frá kl. 7—11 og laugardaginn 6 apríl frá kl. 2— 6 á skrifstotfu Skáksamibands fs- lands í Skák-heimilinu. Þátttakendur í landsliðsflokki verða Björn Þorsteinsson, núver andi íslandsmeiistari frá T.R., Arinbjörn Guðmundsson, Taifl- félagi Kópavogs, Halldór Jóns- son, Skáktfélag Ákureyrar, Gunn ar Gunnarsson, Taflfélagi Reykjavíkur, Guðmundur Sigur- jónsson, Tatflfélag Reykjavíkur, Brag: Kristjánsson, Taflfélagi Reykjavíkur, Ingimar Halldórs- son, Tafifélagi Ólafsvikur, Björn Theódórsson, Taflfélagi Reykja- víkur og Freysteinn Þorbergs- son. Þessir menn höfðu allir unn- ið sér rétt til þátttöku, en síð- an hefur Skáksambandið boðið eftirtöidum skákmönnum til keppni,: Skáksambandi Suður- lands og Hauki Angantýssyni, Taflfélagi Reykjavíkur. Þá var F'riðrik Ólafssyni, Inga R. Jó- hannssyni, Guðmundi Pálma- syni og Ingvari Ásmunchssyni boðin þátttaka, en þeir séu sér ekki fært vegna anna að vera með . Að þessu s!nni verður aðeins keppt ein umferð daglega í stað tveggja á undanförnum ámm. Er hugmyndin sú hjá Stjórn Skáksambandsins að keppnin verði ekki eins erfið og verið hefur, og gert verður ráð fyrir betri taflmiennsku. Mótinu lýk- ur annan í páskum en hraðskák- mót íslands verður haldið sunnu daginn 21. apríl á sama stað. Þar fer þá einnig fram verð- launaafhendinig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.