Morgunblaðið - 29.03.1968, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.03.1968, Qupperneq 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1968 — ÞETTA er mikill merkisdag- ur í sögu skólans, sagði Kurt Zier, skólastóri Myndlista- og handíðaskóla fslands, þegar við heimsóttum hann í gær. Tilefni h.eimsóknarinnar var, að auglýs- ingadeild skólans tekur nú í fyrsta skipti þátt í alþjóðasam- keppni, European Water Con- servation ,sem Evrópuráðið í Strassburg efnir til. Það hefur tekið fimm ár að byggja auglýsingadeildina upp, hélt Kurt Zier áfram, en nú má segja, að vinnuaðstaða hennar sé þannig, að hún geti leitt sam- an hesta sína við hliðstæðar stofnanir erlendis. En hérna er auglýsingadeildin til húsa. Listafólkið ásamt auglýsingas pjöldunum, sem send verða í keppnina. (Frá vinstri): Sigurður Brynjólfsson, Hilmar Helgason, Guðjón Eggertsson, Rósa Ing ólfsdóttir, Ólafur Óskarsson og Hjálmtýr Heiðdal. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þo,-m.) „Merkisdagur í s ögu skólans" IViyRdlista- og handíðaskóli Islands heimsóttur ÖIl ætla þau utan Þegar við kiomum inn í stof- una ,sem Kurt Ziér vísaði okk- ur á, voru aðalkennarar au-g- lýsingadeildarinnar, þeir Gísli B. Björnsson og Torfi Jónsson, einmitt að virða fyrir sér aug- Kurt Zier, skólastjóri. lýsi-ngaspjöldin, sem senda á í keppnina. 'Listafólkið stóð í hóp nokkru fjær og fylgdist vel með við'brögðum lærifeðranna. — Þessi samkeppni, Gísli? — Já, krakkarnir hafa haft þetta verkefni — vatnsvemdun — í tvær vikur. Fyrst veltu þau þessu fyrir sér og við reyndum að pina fram hjá þeim sjálf- stæðar hugmyndir. Hilmar: — Við byrjuðum á grófum skissum .... Ólafur: — þangað til rétta hugmyndin fæddist....... Guðjón: — klóruðum hana . . . Sigurður: — þreifuðum okkur áfram með iiti..... . Gísli: — en síðan hófst vinn- an við skriftina og hreinteikn- iguna, sem er mikið og vanda- samt verk. Rósa: — Þetta hefur verið á'kaflega skemmtilegt, verkefnið svo lifandi og spennandi. Gísli: — Árangurinn sjáið þið hérna á veggnum. Það sem við kennararnir erum hvað ánægð- astir með, er, hversu jafnt allir krakkarnir koma út úr þessu. Það er ails ekki svo ónýtt skal ég segja yk'kur. Hilmar: — Þetta er bara allt of stuttur t'ími. ólafur: — Þetta tafðist svo lengi í mienntamiálaráðuneytinu, en það var fyrir milligöngu þess, að við gátum tékið þátt í þessu. Guðjón: — Við hefðum þurft að fá eins og hálfan mánuð í við'bót, þá.... Þau brosa öll. — Þið eruð á síðasta ári? Öll: — Já. Gísli: — Þennan síðasta vetur fá þau þrjú verkefni áður en lokapróifið er þreytt. Torfi: — Fyrst gerðu þau til- lögu að merki fyrir Rithöfunda- samband fslands, síðan kom þetta og loks £á þau hálfan mán- uð til að vinna Requiem Verdis í fullum litum. Það er greinilegt á svip lista- fóiksins, að þeim þykir ekki ónýtt að fá þetta síðasta verk- efni, þó við blaðamennirnir eig- um dáilítið erfitt með að ímynda okkur Requiem Verdis í litunv á auglýsingaspjöldum. —Hvað tekur svo við? Gísli: — Það er algert skil- yrði að krakkarnir komizt út og geti verið þar í eitt til tvö ár til að öðlast frekari þroska. Annars er bezt að þau svari fyr- ir sig sjálf. Það kemur í ljós, að öll ætla þau utan .Rósa ætlar að læra sjónvarpsgrafik, Sigurður al- menna list og bókaskreytingar með áhuga á teiknimyndagerð bak við eyrað, Ólafur ætlar í auglýsingaljósmyndun og Guð- jón og Hjálmtýr ætla í „typo- grafik“. Þa-u eru ákveðin á svip, þegar þau láta þetta uppi. — Hvað me? sigurvonir í samkeppninni? Þau brosa hikandi, líta á kenn arana, en ntðurstaðan verður sú, að þau gera sér ekki miklar von ir — og þó. En ánægjan af þátt- tökunni leynir sér alla vega ekki. Látíu fslendinginn bara koma — Okkar takmark hefur frá öndverðu verið að hefja þennan skóla upp á samkeppnisfæran „standard“, segir Kurt Zier, þeg ar við höfum komið okkur fyrir í skrifstofu hans. Bn Róm var ekki byggð á einum degi og fimm ár hefur það tekið okkur að byggja upp auiglýsingadeild- ina. Þátttakan í samkeppninni er okkur mikið gleðiefni og stór þáttur í þessum góða árangri er sá fasti kjarni, sem kennararnir hafa verið deildinni. Án hans værum við ekki komin svona langt, En það er ekki svo að skilja, að við séum komin ó toppinn. Við höfum aðeins náð vissum áfanga — afar þýðingarmiklum — en það má alltaf bæta við og það ætluim við líka að gera. svo sannarlega. Eldlegur áhugi þetta. — En til að þú haldir ekki, að þetta sé allt saman groibb í okk- ur skal ég sýna þér hérna bréf, sem ég fékk nýlega frá Áke Huld, rektor Akademíu í Stokkhólmi. Ég skrifaði honum fyrirspurn vegna eins nemanda ókkar og hann svaraði: Láttu íslendinginn bara koma, Áke Huld er vel kunnugur þvi, hvað íslendingar hafa stað- ið sig vel í l'istaskólum erlendis, og ég get nefnt ótal dæmi þess. T.d. tveir fýrrverandi nemendur okkar, Arthúr Ólafsson og Guð- mundur Ármann,, sóttu um inn- göngu í þann fræga Vallands- skóla í Gautalborg ásamt 157 öðr um. Tólf voru teknir og þar á meðal voru þeir báðir. En í Helsinki, þar sem Sigurður Harðarsson, nemarídi úr þessum skóal, sótti um ásamt 560 keppi- nautum. Hann var meðal þeirra 60, sem teknir voru. Tveir nýir kennarar skólans, Einar Hákon- arssoin og Þröstur Magnússon, eru nýkomnir frá framhalds- námi í Svilþjóð og voru þeir, eftir því sem kennarar þeirra tjá mér, vissulega í tölu þeirra, sem rektor Stockfholm Kunst- akademien hrósaði fyrir góða frammist'öðu. Og fleiri gæti ég talið upp. Einmitt þetta er sönmm þess, að í uppbyggingu þessa skóla er um við á réttri leið og það hjálpar okkur vissulega við að klífa brattan-n áfram, að sjá starfið bera svo góðan ávöxt, sagði Kurt Zier að lokum. Þegar við komum, voru þeir Gísli B. Björnsson (.th.) og Torfi Jónsson, að virða fyrir sér ár angurinn. - MÆLT MEÐ Framlhald af bls. 1 únistaflokknum árið 1948, eft- ir valdarán kommúnista í Tékkóslóvakíu sama ár. Hershöfðinginn átti í brös- um við Stalín á sínum tíma og var einn þeirra manna, sem Stalín hafði í hyggju að láta myrða í hreinsununum miklu. Hann nýtur mikils á- lits meðal Tékka og Slóvaka, og þykir traustur og gætinn stjórnmálamaður. Á Vestur- löndum hafa þær sögusagnir gengið áð undanförnu, að Svoboda hefði verið rekinn úr tékkneska kommúnistaflokkn um fyrir nokkru, en frétta- stofan CTK hefur borið þær til baka, og skýrt frá því að hershöfðinginn sé fullgildur félagi í flokknum. Verði Svoboda kjörinn for- seti Tékkóslóvakíu kemur hann í stað Stalinistans Nov- otnys, sem verið hefur for- seti landsins frá 1954. Skoðanakannanir, sem gerð ar hafa verið í Tékkóslóvakíu undanfarið sýna, að 73% þjóð arinnar álíta vi'ðburði síðustu daga spor í framfaraátt, 12% kváðust enga afstöðu hafa tek ið, 12% kváðu ekkert hafa breytzt, 2% voru óviss í af- stöðu sinni, en einungis 1% þjóðarinnar lýsti sig andvíga þróuninni. Júgóslavneska dag blaðið ,,Borba“ skýrði frá nið- urstöðum þessarar skoðana- könnunar í gær, og studdist við frásagnir fréttaritara sinna í Prag. Pravda. mótmælir Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, mót- mælti í dag harðlega þeim fullyrðingum vestrænna stjórnmálamanna, áð Sovét- ríkin beiti tékknesku stjórn- ina þvingunum til að draga úr lýðræðislegri þróun mála þar í landi. Pravda segir, að tilgangur vestrænna frétta sé að skapa andstöðu gegn Sov- étríkjunum í Tékkóslóvakíu. Árás Pravda var beint gegn túlkun vestrænna frétta manna á fundi æðstu manna kommúnistaríkjanna í Dresd- en í síðustu viku. Fréttamenn irnir sögðu, að fundurinn hefði sýnt ljóslega, að Sovét- rikin hefðu í hyggju að beita Tékka einhverskonar þvingun um, þó tæplegá hernaðarleg- um. Sovézku blö'ðin minntust ekki á hina opinberu tékk- nesku yfirlýsingu í gær, þar sem stjórnin í Prag mótmælir ihlutun austur-þýzku stjórnar innar í tékknesk innanríkis- mál. Vestrænir fréttaskýrend- ur í Moskvu segja, að þetta mál eigi eftir að valda ráða- mönnum í Kreml miklum erfiðleikum. STAKSTEI^AR „Vafamál hvað Norðfirðingar losna við mikið“! í gær var í þessum dálki vikið að ummælum „Austur- lands“, málgagns Lviðvíks Jóseps sonar, um verkfallið en um það var ritað með „leikrænum til- burðum" í þessu bráðskemmti- lega blaði. Hér verður enn vitn- að í „Austurland" enda er þar af mörgu að taka og þar kennir margra grasa. Sérstaklega er blaðið frá 8. marz sl. forvitni- legt. Á forsíðu þess tölublaðs er birt eymdarleg afsökunarrolla til þess að réttlæta þá ákvörðun verkalýðsfélagsins á Norðfirði að hætta verkfallinu meðan önnur verkalýðsfélög stóðu enn í verkfalli og þess m. a. getið, að „síldartökuskip var væntan- legt og átti að taka megnið af þeirri saltsíld, sem eftir var á staðnum." Efst á baksíðu sama tölublaðs birtist svo frétt frá Fáskrúðsfirði, þar sem skýrt er frá því, að veitt hafi verið und- anþága vegna útskipunar síldar og síðan segir: „Sú ráðstöfun mæltist misjafnlega fyrir, en þetta leyfi var veitt þegar full- víst var talið, að samskonar leyfi yrði veitt annars staðar m. a. í Neskaupstað." Neðst á sömu síðu birtist svo athuga- semd frá ritstjóra blaðsins, Bjarna Þórðarsyni, bæjarstjóra á Neskaupstað og sálufélaga Lúð víks og er sú athugasemd einkar upplýsandi en þar segir: „Vegna upphafs fréttapistils frá Fá- skrúðsfirði skal tekið fram, að síldartökuskip það, sem um er rætt hefði alls ekki fengið af- greiðslu á Norð firði í verkfalli... Skip þetta átti að taka alla Rúss- landssíldina, sem eftir er á Norð- firði, en aðeins lítið á Fáskrúðs- firði. Vegna hinnar furðulegu undanþágu losna nú saltendur á Fáskrúðsfirði við alla sína Rúss- landssíld, þótt þeir séu í verk- falli en V'AFAMÁL HVAÐ NORÐFIRBINGAR LOSNA VIÐ MIKIÐ.“ Það leynir sér svo sem ekki, að kommúnistar á Norð- firði hefðu afgreitt síldartöku- skipið jafnvel þótt verkfall stæði en þeir eru greinilega æfir af reiði yfir því, að Fá- skrúðsfirðingar skyldu sjá við þeim og veita undanþágur einnig. Þegar allt kom til alls hafði Bjarni Þórðarson ekki mestar áhyggjur af undanþág- unum á Fáskrúðsfirði, heldur því, að Norðfirðingar mundu eki losna við sína síld. Einhverj- ir hefðu nú kallað þetta „at- vinnurekendasjónarmið" eg víst er um það, að kommúnistum hefur ekki verið eins annt um að bjarga verðmætum i verk- falli annars staðar á landinu, eins og á Neskaupstað, þar sem þeir ráða rikjum. „Dramtísk uppgiöT’ Rétt er að Ijúka þessari fram- haldssögu úr grínblaðinu „Aust- urlandi" með því að birta lýs- ingu blaðsins á því er verkalýðs- samtökin aflýstu verkföllum í desemberbyrjun. En um það segir „Austurland": „Við það tækifæri (þ. e. þegar lagaádkvæði um verðlagsuppbót á laun voru afnumin) lék verkalýðshreyf- ingin störlega af sér og tapaði mjög þvi trausti, sem launþegar höfðu tii hennar borið. VAR SÚ UPPGJÖF MJÖG BRAMATÍSK. Forseti heildarsamtakanna af- henti formanni andstæðinganna uppgjöfina með LEIKRÆNUM TILBURÐUM, þegar andstæð- ingunum kom bezt. Það var mikið niðurlægingaraugnablik fyrir íslenzka verkalýðshreyf- ingu og minnti lielzt á það, er sigraðnr herforingi féllst á uppgjafarskilmála andstæðinga sinna og það áður en orustan er hafin.“ Lýkur hér með „Austur- lands“-þætti — að sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.