Morgunblaðið - 29.03.1968, Síða 4

Morgunblaðið - 29.03.1968, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1968 fy==3BllAJl£fG*M Rauðarárst'ig 37 Slmi 22-0-22 IVIAGIVOSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR21190 eftir lokun slmi 40381 ' siM'1-44-44 mnim Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LIT L A BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 e»a 81748 Siguröur Jónsson. BILALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Sérstaklega vandaðir gólflampar með þrískiptu Ijósi, 100, 200 og 300 watt. Hagstætt verð. Einnig úrval af alls konar heimilislömpum Lítið inn í Lampann Laugavegi 87 . Sími 18066 - i.o.G.r. - I.O.G.T. Stúkan Freyja nr. 218. — Fundur í kvöld kl. 8,30 í Góðtemplarahúsinu. 1. kosn- ing fulltrúa til þingstúkunn- ar. Hagnefndin annast fund- inn, kaffi eftir fund. Æt. ^ Þotuslysið ÓIi Tynes skrifar: „Oft hefur fréttaflutningur Þjóðviljans verið næsta ein- kennilegur. þegar varnarliðið í Keflavík er annars vegar, en þó keyrir fyrst um þverbak 26. og 27. þessa mánaðar, þegar fjallað er um orrustuþotu frá Keflavík, sem hrapaði í Land- sveit vegna vélarbilunar. Eftir fyrirsögnunum að dæma mætti halda, að vesalings flugmaður- inn hafi verið að reyna að koma af stað þriðju heims- styrjöldinni, einn síns llðs hér uppi á íslandi. Og eftir viðbrögðum komm- únistaþingmanna að dæma, má telja það mestu mildi, að Land sveit skuli ekki ve.ra horfin af kortinu . Það er satt að segja grát- broslegt að sjá örvæntingar- fullair tilraunir fréttamanns Þjóðviljans til að finna eitthvað gruggugt við þetta slys. Hann segir m,a.. að litlu hafi munað, að þotan lenti á bænum Stóra- Klofa vegna þess að ekki minna „átorítet" en bóndinn þar „hafði það á tilfinningunni“. ,Nú skal ekki dregið í efa, að bóndi þessi veit allt um sínar ær og kýr, en hvað flugmál snertir. er þekking hans ekk- ert til að hrópa húrra yfir. Við skulum taka til greina, að þotan var í rúmlega 30 þús- und feta hæð, þegar hreyfill- inn bilaði. Flugmaðurinn svif- flaug henni niður í 5000 feta hæð, áður en hann bjargaði sér í fallhlíf. Skyggni var gott þennan dag og hann hafði næg- an tíma að beina þotunni frá öllum nærliggjandi mannvirl-j um, þ.á.m. Stóra-Klofa, enda viðurkennir hreppstjórinn að engir bæir hafi verið í stefnu þotunnar eftir að flugmaður- inn stökk út. •jr Ærðist hann? Bóndinn í Stóra-Klofa segir líka, að það hafi verið eins og flugmaðurinn í hinni þotunni hafi orðið ærður þegar slysið vildi til. Hafi hann steypt sér hvað eftÍT annað yfir nærliggj- andi bæi og'bóndinn haldið um tíma, að þetta væri einskonar loftárás. Sannleikurinn er nátt- úrlega sá, að flugmaðurinn hafði eðlilega áhyggjur af fé- laga sínum. Kannske hefur hann verið að reyna að vekja athygli fólks á slysinu, svo að það gæti farið til hjálpar/Alla vega þætti mér gaman að vita, hvort Þjóðviljinn gæti bent á einhvern íslenzkan fíugmann, sem ekki hefði yfirflögið slys- staðinn ef einhver félaga hans hefði orðið að nauðlenda eða kasta sér út í fallhlíf. Það er auðvitað leitt, að fólkið og dýrin skuli veiða svona hrædd en ég held nú ekki að það bíði varanlegt sálu tjón af þessu og vonandi mink- ar ekki nytin í kúnum. Þar sem í rauninni er ekkert hægt að finna meira athuga- vert við þetta slys en önnur reynir Þjóðviljinn að haga orð- um þannig, að það verði a.m.k. sem æsilegast. Sem dæmi má nefna, að sonur bóndans í Stóra-Klofa „hafi BÓKSTAF- LEGA séð þotuna farast. Einnig er talað um, að ílug- maður hinnar þotunnar hafi misst stjórn á sér og steypt sér hvað eftir annað í lág- flugi yfir bæina og gert fólk og skepnur ofsahrætt. Þetta má nú kalla að færa í stílinn. ■+C Sovézku flug- vélarriar við ísland Það er einnig mikið rætt um sprengjur, sem þotan hafi haft meðferðis. í rauninni voru þetta „air to air missiles", sem eingöngu eru notaðar til að granda flugvélum. Mér þy-cir líklegt, að þoturnar tvær haa verið að koma frá því að stugga burtu rússneskum sprengjuflugvéluim, sem gera sér mjög tíðförult að varnar- línu Atlantshafsbandalagsins, því að herflugvélar í Keflavík bera yfirleitt ekki vopnabúnað nema eitthvað sérstakt sé um að vera. Kafbátaeftirlitssveitín t.d., sem hefur fjögurra hreyfla Orionvélar til umráða, flytur ekki með sér sprengjur nema í einstökum tilfellum. Þeir, sem hafa kynnt sér þessi mál, vita allir, að rúss- neskar sprengjuflugvélar fljúga mjög oft upp að ströndum ís- lands, og þá fara jaf-nan orr- U'tuvélar frá Noregi, Brellandi eða Keflavík til móts við þ-ec og beina þeim burt. Ég ' skal ekki segja til um hvaða tegund vopnabúnaðar sprengjuv ‘1- arnar hafa meðferðis, en vil geta þess að þær eru „long range strategic bombers", og slíkár vélar eru búnar kjarn- orkusprengjum að öllu jöfnu. Kægikarlinn malgefni og sjálfnmhrifni Jónas Árnason, alþingismað- ur, er jafnan fljótur að aka til máls, ef hann telur sig hafa eitthvað slæmt að segja um varnarliðið. Raunar er Jónas jafnan fljótur að taka til máls svona yfirlekt, eins og þing- bækur bera með sér. Hans uppáhalds-rök virðast vera: „Hugsum okkur nú. að at- burðurinn hefði orðið í þétt- býli, t.d. Keflavík eða Grinda- vík, næsta nágrenni Keflavíkur flugvallar“. Það er hægt að hugsa sér margt. Hugsum okkur t.d. a5 loftsteinn lendi í miðri Reykja vík. Hugsum okkur að það spryngi á framhjóli á bílnum okkar á 100 km. hraða. Hugs- um okkur að við fengjum mat- areitrun næst þegar við förum út að borða. Auðvitað hefði slysið getað orðið yfir Keflavík eða Grinda vík. En þá hefði flugmaður- inn bara beint vélinni út á haf, áður en hann stökk út. Þsð var jú ágætt skyggni og drott- ins dýrðar koppalogn um allt land. Það er kánnske ekki rétt að fara að rifja það upp, en það má minna á að íslenkar flug- vélar hafa ósjaldan farizt í nágrenni Reykjayíkur. Ég veít þó ekki til þess, að Jónas hafi krafizt þess að innanlandsflug verði lagt niður. ÓIi Tynes“. — Talið mun víst, að sovézku flugvélarnar („birnirnir"), sem oft koma upp að landinu, séu hlaðnar kjarnorkusprengjum. Velvakandi, Morgunblaðinu, Reykjavík, Reykjavík 28. 3. 1968. Kortið frá 1920 Vegna yfirlýsngar bóksala hér í Velvakanda um sölufyrir- komulag á korti af Reykjavík frá 1920, sem gefið var út af Reykjavíkurborg, vil ég taka fram, að mér var falið kortið til dreifingar í byrjun desem- ber síðastliðins. Var þrem stærstu bókaverzl- unum hér í borg boðið kortið til endursölu fyrir jólin. Sam- komulag var um að bjóða það gegn staðgreiðslu samkvæmt samníhgskjörum Bóksalafélags íslands. Þar sem ekki voru neinar undirtektir, sá ég ekki ástæðu til þess að bjóða kortið víðar. Að sjálfsögðu er öllum bók- sölum jafnheimil s.ala á því, ens og verið hefur um aliar aðrar vörur og bækur, sem mér hefuT verð falin dreifng á fyrir fjöLmarga aðila. Virðingarfyllt, Steinar Þórðarson. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. LUXO 1001 VEBNDIÐ SJÓNINA MEÐ GÓÐBI LÝSINGU NYTSAMASTA FERMINGARGJÖFIN ER LUXO 1001 Varizt eftirlíkingar. Ábyrgðarskírteini fylgir hverjum laijipa. Úrsmiður Laugavegi 25 Rýmingarsala MIKILL AFSLÁTTUR Úrval af úrum og klukkum til fermingargjafa — ÁRSÁBYRGÐ Úrsmiður Laugavegi 25 Ingvar Benjamínsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.