Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1968
13
- LEIKLIST
Framihalid af bls. 21
breyta vesölum litlum manni í
harðsvíraðan hermann. Þar boð-
ar hann á undan absúrdistum
þá kenningu, að manneðlið sé
ekki stöðugt og að hægt sé að
breyta einni persónu í aðra á
miðri leiksýningu.
Árið 1927 stofnuðu tveir menn,
leikarinn, leikstjórinn og skáld-
ið Antonin Artaud (1896—1948)
og leikritaskáldið Roger Vitrac
(1899—1952), leik'hús í París
sem þeir nefndu Théátre Alíred
Jarry. Þeim hafði báðum verið
vikið úr hreyfingu súrrealista,
en starfsemi þeirra eftir það
hafði þýðingarmest áhrif á
franskt leikhús um langt skeið.
Artaud setti hugmyndir sínar
fram í bók árið 1938: „Le Thé-
átre et Son Double“. Þar lét
hann í ljós þá skoðun, að flest
vandamál hans tíma stöfuðu af
misræmi orða og athafna. Hann
sagði skilið við sálfræðilegt frá-
sagnarleikhús, þar sem einungis
væri fengizt við persónuleg
vandamál. Artauid boðaði aftur
hvarf til goðsagna og galdra,
miskunnarlausa afhjúpun dýpstu
eðlisþátta mannshugans, „leik-
hús grimmdarinnar". Ef leikhús-
ið léti áhorfendur standa aug-
liti til auglitis við sanna mynd
innri baráttu sinnar á kynngi-
magnaðan og skáldlegan hátt,
kvað hann það geta fært mann-
inum einhverja lausn. „Leikhús-
ið mun aldrei finna sjálft sig
aftur . .. nema með því að
sýna áhorfandanum uppfyllingu
drauma hans, þar sem glæpa-
hneigð hans, kynórar, villi-
mennska og grýlur streyma fram
ekki eins og ble'kkjandi myndir,
heldur eins og innri reynsla.
Með öðrum orðum verður leik-
húsið að leitast við með öllum
tiltækum aðferðum sínum að
draga upp mynd, ekki aðeins af
öllum hliðum hins hlutlæga ytra
heims, heldur og hinum innra
heimi, þ.e. af manninum frá
metafýsiskum sj‘ónártióli“.
í þessari grein hef ég mjög
stuðzt við bókina „The Theatre
of the Absurd" eftir gagnrýn-
andann Martin Esslin, sem er
ungverskur að uppruna, en hef-
ur lengi búið í Bretlandi og er
nú leiklistastjóri B.B.C.
Örnólfur Árnason.
Fnndlr Bónaðarþings
um fóðurbirgðarmál
BÚNAÐARÞING samþykkti á
fundi sínum nýverið ályktun, er
felur í sér, að aukið verði eftir-
lit með ásetningi búfjár og end-
urskoðar þær reglur, er gilt hafa
um fóðurþörf og ásetning búfjár
ins. Er tillagan fiutt af Guðm.
Jónassyni. Miklar umræður urðu
um tillöguna og voru menn á
einu máli um, að of margir settu
- LAUGARVATN
Framhald af bls. 12
Framtíð Laugarvatns.
En Laugarvatn er hvergi
nærri fullnýttur staður enn.
Sem skólasetur mun staðurinn
vissulega halda áfram að þró-
ast, svo sem þörfin kallar
á og getan leyfir að fram-
kvæmt verði.
Þó aðstæður til íþróttaiðkana
séu óvíða betri hérlendis en á
Laugarvatni mun ákvörðunin
um miðstöð sumaríþróttanna
þar ýta mjög undir frekari fram
kvæmdir á því sviði. I viðtali
við Mbl., sem birtist 25. janúar
sl., segir Árni Guðmundsson,
skólastjóri fþróttakennaraskóla
íslands, að: „Laugarvatn hafi
öll skilyrði til að verða para-
dís íþróttafólksins“.
Framtíð staðarins á þessum
sviðum getur því aðeins legið í
eina átt.
En þó Laugarvatn sé einn vin-
sælasti sumardvalarstaður á
landinu, hefur hann stundum
verið nefndur: „Vanrækta ferða
mannaparadísin". Er þar sízt of
mælt.
Staðurinn hefur margt gott til
brunns að bera,, en ýmsar fram-
kvæmdir þurfa þó að koma
til svo allt sé nýtt, sem kostur
er. Fullkomið gistihús’ vantar
enn og í heild ríkir algjört
skipulagsleysi enn á ýmsum svið
um, t.d. í sambandi við vatnið
og almennar tjaldbúcSir.
Að því hlýtur þó að koma,
að framkvæmdir á þessu sviði
sjái dagsins ljós og möguleik-
arnir eru það miklir og marg-
víslegir, að engin ástæða er
'til annars en að Laugarvatn
verði með tímánum paradís ferða
manna og beri það nafn með
réttu.
á guð og gaddinn, og væri fyllsta
þörf á því að forðagæzlumenn
hvikuðu í engu frá settum regl-
um og lágmarkskröfur heldur
þrengdar en hitt.
Alyktunin er svohljóðandi:
„Búnaðarþing felur stjórn
Búnaðarfélags íslands að gang-
ast fyrir fundum um fóður-
birgðamál á komandi sumri.
Fundir þessir verði haldnir um
allt land, einn í hverju sýslufé-
lagi og þeim lokið fyrir réttir.
Á fundum þessum skulu mæta
forðagæzlumenn, oddvitar
hreppsfélaga og héraðsráðunaut-
ar í búfjárrækt, e'ða fulltrúar
þessara aðila. Helzta verkefni
fundanna skal vera, að taka til
rækilegrar endurskoðunar lág-
markskröfur, sem gilt hafa um
ásetning og fóðurþörf' búfjárins.
Miðist endurskoðun þessi eink-
um við heyfóðrið. Reynt verði
að samræma ásetninginn eftir
því sem tök eru á og hert á lág-
markskröfum um heybirgðir á
haustnóttum, þar sem sýnt er, að
ásetningur er ekki enn öruggur
fyrir. Þá vinni fundirnir að því,
að forðagæzlumenn ljúki ásetn-
ingi svo snemma hausts, áð bænd
ur hafi sem minnst óþægindi
ef um fækkun bústofns verður
að ræða vegna of lítilla heyja“.
ÚTIHURÐASETTIN
komin aftur
KHNKU-SKRÁR
HURÐABANKARAR
BRÉFALÚGUR
BJÖLLUHNAPPAR
LUDVIG
STORR
Laugavegi 15
Sími 13333
I greinargerð segir m.a.:
„Varla þarf á það að minna,
að búnaðarsaga landsins geymir
ófagrar lýsingar af fóðurskorti
hjá bændum fyrr og síðar, og
jafnvel fellir bústofns hjá ein-
stökum bændum, þegar verst
hefur árað. Sennilegt er, að ekk-
ert eitt hefur valdið landbúnað-
inum meiri búsifjum en illur og
ógætinn ásetningur búfjár á
liðnum árum og öldum. Ekkert
eitt valdið bændum landsins
meiri vanvirðu í þróunarsögu
landbúnaðarins hér á landi.
Nú þegar útlit er fyrir harðn-
andi árferði, er sérstök ástæða
til að hefja enn aukna baráttu
fyrir tryggari ásetningi, svo sag-
an endurtaki sig ekki með hörm-
ungum fóðurskortsins á útmán-
uðum. Á það má minna, að ýmsir
okkar mestu og beztu landbún-
aðarfrömuðir hafa margsinnis
bent á, að það væri beinlínis
hagsmunamál bændanna og
bezta trygging, að freista aldrei
Guðs síns me'ð ótryggum ásetn-
ingi á haustnóttum, þótt annað
sýnist í fyrstu".
Þorgeir inn hvinverski
iéll við mikinn gný
ÞÓRHALLUR Vilmundarson pró
fessor flutti fyrirlestur með
skýringarmyndum í hátíðasal Há
skólans á sunnudaginn. Nefndist
þessi fyrirlestur: Hugleikur og
fjallaði um náttúrunafnakenn-
ingu próf. Þórhalls. Var hér um
að ræða framlh. af fyrirlestrum,
sem fluttir voru haustið 1966 um
sama efni. Húsfyllir var á fyrir-
lestrinum á sunnudaginn. Hvert
sæti var skipað í hátíðasalnum
og þröngt staðið á ganginum.
Megininntakið í náttúrunafna-
kenningu prófessors Þórhalls Vil
mundarsonar er það, að staða-
nöfn ýmis hér á landi, sem tal-
in hafa verið dregin af manna—
nöfnum, séu dregin upphaflega
af landslagi en afbökuð síðar
þannig, að mannsnafn komi fram
í staðarnafninu. Réðist prófessor
inn gegn mörgum slíkum nöfn-
um í fyrirlestri sínum og féll
margt fornra heiðursmanna fyr-
ir fræðimannsverði hans. Járn-
gerði og Þórkötlu í Grindavík
gerði hann höfðinu styttri og Sig
ríður, Halla og Sigmundur fóru
sörnu leið .Þá sáu menn á bak
Hávarði ísfirðdngi og í lokin féll '
Þorgeir inn hvinverski við mik-
inn gný.
HÚSNÆÐI TIL LEIGU
tilvalið fyrir léttan iðnað eða sérverzlun.
Tilboð sendist afgr. Mbl merkt: „Austurbær — 5171“.
Afmælishóf
Lögfrœðingatélags Islands
í tilefni af 10 ára afmæli félagsins verður efnt til
hófs að Ilótel Borg, sunnud. 31 mavz 1968 kl. 19.
Aðgöngumiðar eru seldir í Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar.
STJÓRNIN.
SHEFFERS GERIR GJÖFINA ÓGLEYMANLEGA
Glæsilegt útlit — vönduð vinna — framúrskarandi rit-
gæði. Sjálfsagðir hlutir, þegar þér kaupið heimsins bezta
penna. En nú, fáið þér einnig SHEAFFER’s pennann í
gylltri gjafaöskju, sem gerir gjöfina enn glæsilegri.
Sheaffer 202 Imperial II
penni er góð gjöf —
404 Ballpoint lady Sheaffer XII*
and Pencil*
Sheaffer penni er nytsöm gjöf.