Morgunblaðið - 29.03.1968, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1968
Landslið Islands valið -
einn nýliði, ein breyting
Æíingaklæðnaður
SPURNINGIN: hvernig á ég að
klæða mig við æfinguna?. hef-
ur verið lögð fyrir mig all oft
í vetur og því vil ég gefa öllum
þeim, sem áhuga hafa á, ráð
mitt.
Vertu vel — hlýtt — klæddur
í vind- og vatnsþéttum búningi
yztum fata.
Það er öllum kunnugt, sem
við íþróttir fást, að til þess að
íþróttamaðurinn fái notið æfing
arinnar, þá er honum nauðsyn-
legt að geta 'haldið á sér hita.
Hann verður að taka tillit til
aðstæðna og klæða sig eftir
þeim.
Hér er á vetrum oftast von
á kulda og gjósti, og því þarf
að miða klæðnað sinn við það.
Innst fata er bezt að vera í nær
fatnaði, sem dregur til sín svit-
ann, án þess að límast við líkam
ann um leið, skyrtu og síðum
Framlhald á bls. 19
leik og Danir ávallt farið með
sigur af hólmi og heildar-
markatalan er 80:121 Dönum
í vil. Einna bezt gekk íslenzka
liðinu síðast er liðin mættust.
Þá var staðan í hálfleik 14:9
íslenzka liðinu í vil. En þenn-
an mikla mun fengu Danir
unnið upp og sigruðu með
þriggja marka mun, 23:20.
Danir hafa valið alla sína
beztu menn til Islandsferðarinn-
ar og telja ekki af veita móti ís-
lendingum. — Einn liðsmanna
þeirra, Mogens Cramer, leikur
sinn 9. landsleik 6. apríl — og
nær langþráðu meti í lands-
leikjafjölda með því. Hinir leik-
mennirnir eru misreyndir í
landsleikjum, en hafa leikið frá
1 og upp í 68 landsleiki.
Fararstjórn skipa kunnir hand
knattleiksfrömuðir Dana, margir
góðir íslandsvinir, m.a. áðalfar-
arstjórinn, Svend Knudsen.
— Danir hafa unnið alla sex
*
leikina við Islendinga
í GÆR var íslenzka landsliðið, sem leika á við landslið Dana í
handknattleik laugardaginn 6. apríl, tilkynnt. Kom í ljós, að lands-
liðsnefnd hafði tekið einn pressuliðsmanna í lið sitt, en varpað
tveimur leikmönnum er voru í „Iandsliðinu“ gegn- pressuliðinu
fyrir borð, en það lið var skipað 12 leikmönnum en 11 skipa lands-
lið. Sá er fyrir valinu varð úr pressuliðinu var Sigurður Einarsson,
margreyndum landsliðsmaður, en Stefáni Jónssyni og Hermanni
Gunnarssyni sleppt.
Landsliðið er þannig skipað,
og talan aftan vi'ð merkir lands-
leikjafjölda leikmannsins:
Þorsteinn Björnsson, Fram, 23
Logi .Kristjánsson, Haukum, 5
Ingólfur Óskarsson, Fram, 22
Guðjón Jónsson, Fram, 22
Sigurður Einarsson, Fram, 22
Gunnl. Hjálmarsson, Fram, 41
Gei r Hallsteinsson, FH, 13
Örn Hallsteinsson, FH, 21
MOLAR
Bandaríkjamaðurinn Jay
Silvester sigraði bæði í kúlu-
varpi og kringlukasti á ástr-
alska meistaramótinu um sl.
I helgi. Hann varpaði kúlu
/ 19.13 m og kastaði kringlunni
\ 60.09 m. — Annar Banda-
I ríkjamaður, Preston Davies
í vann 800 m hlaup á 1:49.0.
1 Paul Nash, bezti sprett-
i hlaupari S-Afríku, hljóp ný-
l lega 200 m hlaup á 20.2 sek.
/ og jafnaði landsmetið. Nash
\ hefur hlaupið 100 m á 10.2
\ sek.
/ Tékkóslóvakíu hefur ákveð-
I ið að sækja um að fá að halda
1 sumar Ólympíuleikana 1980.
i Verður Prag þá Ólympíuborg
/ ef úr verður.
Þórður Sigurðsson, Haukum, 0
Ágúst Ögmundsson, Val, 9
Einar Magnússon, Víking, 6
Fyrirliði liðsins verður Ingólf-
ur Óskarsson.
Danska landsliðið kemur hing-
að föstudagskvöldið 5. apríl og
heldur utan mánudagsmorgun 8.
apríl. Liðið býr að Sögu og þar
heldur HSÍ Dönunum hóf á laug-
ardagskvöldið.
Sala miða hefst mánudaginn
1. apríl hjá Lárusi Blöndal í
Vesturveri og Skólavör’ðustíg. —
Miðar kosta 150 kr. fyrir full-
orðna og 50 kr. fyrir börn. Á
það skal bent, að síðast er Danir
léku hér, var uppselt nokkru fyr
ir leik og hundruð manns urðu
frá að hverfa.
Dómari í leiknum verður
Norðmaðurinn Ragnar Pettersorr
en markdómarar Magnús V. Pét-
ursson og Valur Benediktsson.
Danska landsliðið er mjög
sterkt lið, eins og flestir vita.
Liðið hlaut silfurver’ðlaun í síð-
ustu heimsmeistarakeppni í
Tékkóslóvakíu, vann í úrslita-
keppninni m.a. Frakka, Júgó-
slava og Rússa. Töpuðu Danir á
því móti aðeins fyrir heimsmeist
urum Tékka og það aðeins með
tveggja marka mun, 14:16.
Síðan þá hafa Danir leikið
10 landsleiki en unnið aðeins
þrjá þeirra, Tékka með 16:14,
Svía með 19:14 og A-Þjóð-
verja með 21:19.
íslendingar og Danir hafa
leikið 6 landsleiki í handknatt
38 nnglingar ntan
í GÆRMORGUN fóru utan Mótin hefjast í kvöld og lýk-
unglingalandsliðin í hand- ur um helgina. Hér sjáum
knattleik stúlkna og pilta. við þennan myndarlega hóp
Leika piltarnir í Noregi, en HSÍ á flugvellinum í gær-
stúlkurnar í Danmörku. morgun. ,
Ingólfur Óskarsson, fyrrliði í leiknum við heimsmeistara Tékka.
Fjórir pressuliðsmenn til j
umræðu í landsliðsnefnd i
En ákveðin heild er að skapast og
óráðlegt talið að slíta kjarnann
Á FUNDI stjórnar H.S.f. með
blaðamönnum í gær, barst
talið að skipan ísl. liðsins og
vali landsliðsnefndar. Sýnd-
ist sitt hverjum, en flestir
voru þó á þeirri skoðun, að
þó deila mætti um skipan í
einhverjar stöður, væri ekki
víst að sterkari maður fynd-
ist en valinn hefur verið.
Mjög var bent á góða
frammistöðu Gísla Blöndals í
pressuliðinu. Hannes Þ. Sig-
urðsson, form. landsliðsnefnd
ar, svaraði því til, að einkum
hefði Iandsliðsnefnd haft
augastað á 4 liðsmönnum
pressuliðsins, sem að nefnd-
arinnar dómi hefðu skarað
framúr. Nefndin taldi það
einkum hafa verið galla á
leik landsliðsins, að miðja
varnarinnar var opin og sú
skoðun varð ofan á, að Sig-
urður Einarsson væri líkleg-
astur til að geta bætt upp
þann galla.
Nefndin var' ánægð með
stóra kafla leiks liðsins, þó
lokamínúturnar hafi verið
svartar, en taldi ekki ráðlegt
að gera fleiri breytingar að
sinni — hvað sem verður fyr
ir síðari leikinn.
Birgir Björnsson, landsliðs-
þjálfari, sagðist á margan
hátt hafa verið ánægður með
landsliðið, þó slakir kaflar
hafi komið í leik þess. Hann
sagði t.d., að lögð hefði verið
áherzla á sérstaka leikaðferð
byggða á ákveðnum hóp
landsliðsmanna. Hún hefði
tekizt mjög vel í upphafi
beggja hálfleikja, þá er stað- \
an varð 8—1 og síðan 19—10. t
Nú væri það aðalatriðið, að ;
skapa þann „móral“ í lands- /
liðinu sem dyggði til að slík- \
ur leikur þeiss yrði ekki í ein i
stökum köflum leiksins, held í
ul einkenndi leik liðsins frá /
upphaf til loka. , \
Liðið hefur sýnt, sagði t
Birgir, að það getur leikið i
mjög vel og það mátti á þess- /
um ráðamönnum HSÍ heyra, \
að þeirra skoðun. væri, að t
ekki bæri að rífa sundur lið- í
ið nú á síðustu stundu, held-
ur byggja upp áfram á sömu
braut og unnið hefði verið á
að undanförnu — þrátt fyrir
að mönnum dyldist ekki hæfi
leikar annarra, sem utan vlð
Iiðið stæðu og gætu með litl-
um fyrirvara tekið upp merk
ið.
— A. St.
Cuðmundur Þórarinsson:
^jirjá ís íjoró l lci Apja íi