Morgunblaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 196« Rauðarárst'ig 31 S'imi 22-0-22 IVfAGlMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 I ettir tokun simi 40381 ^ siM'1-44-44 mmm Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 SigurSur Jónsson. RÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIG AN AKBRAUT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMI 82347 Kvengötuskór, fótlagaskór svartir og brúnir Karlmannaskór, fermingarskór Barnaskór Gúmmístígvél Vinnuskór, lágir og uppreimaðir og m. fl. MMSiMaoMm 'Fúuruieso&fi *2 ★ Af eigin reynslu D. J. skrifar: Velvakandi góður! Nú tek ég mér penna í hönd. Oft hefir mig langað til að svara skrif- um í dálkum þínum, en nú læt ég verða að því. Það er um prestsemibætti í Danm/örku. Ég varð þrumu lostin er ég heyrði að leggja ætti það nið- ur. Það er ekki einungis prest- þjónustan sem sá góði maður séra Jónas Gíslason gegnir, heldur hjálp og fómfýsi sem hann innir af hendi, með svo mikilli prýði að hvergi á skyggir. Ég hef eigin reynslu í þessum efnum, var með bam í hjartaaðgerð fyrir 2 áruim og á að fara aftur næsta ár, og það sem séra Jónas Gíslason var okkur hjálplegur og góður í alla staði, verður ekki með orðum sagt. Við voruim 7 ís- lendingar á sama hótelinu sem séra Jónas kom okkur fyTir á, stutt frá Rigshospitalet og Mili- tær, við vorum öll með börn sem voru að gangast undir stórar og lífshættulegar að- gerðir, sem ekki er unnt að gera hér heima, þetta kostar mikið fé og sálarstríð, og mað- ur þarfnast mikillar hjálpar og uppörvunar í svona alvarleg- um sjúkdómsstríðum og enginn gat komið betur þar við, en einmitt presturinn okkar Jónas Gíslason. Það er ómetanlegt starf sem hann innir af hendi, hann er alltaf boðinn og búinn, hvenær sem er, hann var miætt- ur kl. 8 á morgnana á hótelinu, til að bjóða aðstoð sína á einn eða annan hátt. Hann talaði við læknana, vitjaði sjúklinganna og margt væri hægt upp að telja. Og svo stóð á að tvö barn anna sem í þessum hóp voru að leita iækninga, iétust eftir að- gerð. Enginn var betur til þess fallinn, en einmitt Jónas, presturiinn okkar, að styrkja og huglhreista í þessari sorg. Og Og svo elskuleg voru þau hjón- in að þau buðu okkur öllum heim til sín á þessari sorgar- stundu og hughreystu okkur á einn eða annan máta. Hann koip og sótti okkur og skilaði eftir ógleymanlega kvöldstund. Plest af okkur vorum bjarg- laus í málinu, þurftum þess vegna aðstoðar með og mest á spítölunum. Nei það verður aldrei full- þakkað hvað séra Jónas Gísla- son gerir fyrir Íslendinga, sem eiga í erfiðLeikum i Danmörku. Enginn sendiráðsstarfsmaður kemur í hans stað. Það væri svo mikil skömm fyrir vort land, að leggja niður þetta em- bætti (líknarstarf) að við get- um ekki látið slíkt gerast. Það væri margt annað sem leggja mætti niður. Það sem okkur ís- lendinga vanhagar um og þörfnumst svo mjög, er að eignast nokkurskonar h eimili eða samstað fyrir þá sem þurfa að leita sér lækninga í Dan- mörku. Þeir íslendingar sem þess þurfa, enn svo ótrúlega margir á ári hverju. Mér er kunnugt um að séra Jónas hefir mjög beitt sér fyrir að svo gæti orðið, en sjálfsagt hefir hann ekki fengið sam- vinnu né góðar undirtektir okk ar háttsettu eða mest róðandi manna hér heima. Þeir sem ekki hafa þurft á aðstoð séra Jónasar að halda, skiija ekki né vita hvaða mannúðar og líkn- arstarf fer þar fram. Slíkt starf ætti fremur að efla mjög. Vona ég að aidrei komi til mála að leggja niður starf Jón- asar sem hann nú gegnir og vonast ég til að hann verði til staðar næsta ár og geti veitt okkur aðstoð eins og fyrr. Með þökk fyrir birtinguna. D. J. Ekki allir foreldrar jafn vel fjáðir 13 ára nemandi skrifar: Reykjavík 24/3. ’68. Kæri Velvakandi! Það hefur verið margt ritað og rætt um það hvort taka skuli ui>p skólabúninga hér á landi. Mitt álit er að það ætti að vera búið að taka skólabún- inga upp fyrir lifandi löngu og veit ég að ég tala fyrir munn margra annarra nemenda. „Sam keppnin er gífurlega hörð um að vera sem smartast klæddur. En þá kemur strik í reikning- inn, ekki eru allir nemendur jafnvel fjáðir (þ.e.a.s. foreldr- ar) og hafa því ekki allir nem- endur eins góð tækifæri til að vera smart klæddir. Þess vegna væri bezta nið- urstaðan skólabúningur! 13 ára nemandi. ýif Aðvörun heilsu- tæpu fólki Páll Albertsson skrifar: Reykjavík 4/4. 1968. Kæri Velvakandi! Ástæðan til þessara lína er ástand og rekstur bíla þeirra, er halda upp áætlunarferðum hingað uppeftir, en þetta mætti nota sem dæmi til skýringar á hvað átt er við á dönsku með orðatiltækinu, þegar sagt er 'wn einhvern hlut, að hann sé „under al kritik“. Kona mín, sem því miður hefir ekki enn tekið bílpróf og því neyðst til að sæta færis að nota rútuna hingað uippeftir hefir komið fjórum sinnum að heimsækja mig (13., 21., 26. og 28. febrú- ar). f þrjú skiptin (13., 26 og 28.) var svo kalt í bílnum, að það var eins og engin miðstöð væri í honum og kannske rám- ar þig í, hvernig veðrið var þessa daga, ef ekki hringdu þá í veðurstofuna, en í eitt skiptið var hlýrra í veðri, en þá var ólíft fyrir hita og oliustilbbu, enda víst annar bíll. Kunningi minn telur sig þekkja einn bíl- inn sem uppgjafabíl, er haldið hafi upp áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Borgarness, og ætti því betur heima á sérstök- um heiðursstalli í bílakirkju- garði, væru þeir einhverjir til hérlendis. Nóg um þetta, en sem sagt ég vil aðvara heilsu- tæpt fóik að fara með bíl(um) þessum. Mér hefir verið sagt að um 130 sjúklingar dveljist hér um þessar mundir. Er þó ótalið starfsfólk við heilsuhælið. Ekki virðist rekstur áætlunarbílanna miðaður við þörf sjúklinganna á að fá heimsóknir. Væntan- legir heimsækjendur eiga þess kost að velja milli ca. 20 mín- útna eða sex klukkustunda dvalar hér uppfrá, en þótt gott sé að fá heimsóknir til þeirra hluta, sem færi í þetta, ef binda ætti sig við áætlunarbíla þá, sem hingað fara. Fyrirtækið ku heita Bifreiða stöð íslands. Satt að segja hélt ég að búið væri að leggja hana niður, en nafnið hefði verið tekið upp af hinni nýju Um- ferðarmiðstöð, a.m.k. er venju- lega svarið ef hringt er í hana: B.S.Í. Handhafar þessa stóra nafns virðaist greinilega hafa kiknað undir því. Páll Albertsson. Að kaupa kvef- bakteríur Kæri Vélvakandi! Ég var stödd í brauðbúð I dag, þeirra erinda að kaupa brauð. Afgreiðslustúlkan hafði auð- sjáanlega slæmt kyef, enda hóstaði hún óaflátanlega í hendur sér, milli þess sem hún afgreiddi óinnpökkuð brauðin. Hversvegna er ekki brauðum pakkað inn í, plaistpoka, áður en þau eru sett fram í búðina? og hversvegna eru ekki not- aðar tengur og spaðar á þær kökur, sem ekki er hægt að pakka inn í plastpoka? Það er óskemmtilegt að þurfa að kaupa kvefbakteríur og óhreinindi af peningaseðl- um í hvert skipti sem maður kaupir brauð. Hvar er heilbrigðiseftirlitið? Vandlát. SPECLA SKATT- HOLIN Nytsöm fermingargjöf Vinsæl fermingargjöf Falleg fermingargjöf * i Sími-22900 Laugaveg 26 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.