Morgunblaðið - 09.04.1968, Side 12

Morgunblaðið - 09.04.1968, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1968 Iiistamaðuriim Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari, við eina mynda sinna er sýndar verða í Unuhúsi. Sigurjón Ólafsson opn- ar sýningu í Unuhúsi LÁNTAKA Framhald af bls. 32 Hafnarfj arðarvegur í Kópavogi 10.9 Flugmál 6.0 Skólar 25.6 Sjúkrahús 37.0 Lögreglustöð í Reykjavík 7.0 Búrfellsvirkjun 75.0 Alls 330.2 I greinargerð frumvarpsins seg ir að á árinu 1967 hafi fjáröflun með sölu spariskírteina numið 125 milljónum króna en vegna þess hversu horfir í efnahags- málum þjóðarinnar á yfirstand- andi ári er talið að slík fjáröflun muni ekki geta numið hærri fjár hæð en 75 milljónum króna eða csJohnson MjlHRiNM 9 simi 1149B 50 milljónum króna minna en 1967. Þá segir ennfremur að sýnt þyki, að framboð lánsfjár innan- lands á þessu ári muni ekki mæta lánsfjárþörf vegna fram- kvæmdaáætlunar yfirstandandi árs og þess vegna sé nauðsyn- legt að afla erlends lánsfjár að upphæ'ð 275 milljónir króna. Lántöku hjá Viðreisnarsjóði Evrópuráðsins og með töku PL- 480 lána eru með sama hætti og verið hefur undanfarin ár, en í sambandi við framkvæmdir í raforkumálum og flugöryggismál um verður um að ræða talsverð- an innflutning á tækjum og er nú eins og á undanfömum árum leitað heimildar til lántöku vegna þeirra. 1 greinargerðinni segir að 113 milljónir af hinu fyrirhugaða er- lenda láni muni endurlánaðar Framkvæmdasjóði tslands til þess að mæta lánsfjárþörf fjár- festingarlánasjóða og fyrirtækja. Loks er skýrt frá því að heild arkostnaður strandferðaskipanna muni nema 146,3 milljónum króna og muni Skipaútgerðin leggja fram af eigin fé 20 millj. króna en allverulegs fjár verði aflað með lántökum erlendis og innan lands. Er gert ráð fyrir að lánin endurgreiðist með framlög um á fjárlögum á næstu 5 árum. VANDERVELL félalegur^y De Soto BMC — Austin Gipsy Chrysler Buick Chevrolet, flestar tegundir Dodge Bedford, disel Ford, enskur Ford Taunus GMC Bedford, disel Thames Trader Mercedes Benz, flestar teg. Gaz ’59 Pobeda Volkswagen Skoda 1100—1200 Renault Dauphine Þ. Jónsson & Co. Sími 15362 og 19215. Brautarholti 6. Sigurjón Ólafsson myndhöggv ari opnar sýningu í Unuhúsi í dag klukkan tvö. Á sýningunni eru tuttugu og átta myndir. Nokkrar þeirra eru í einkaeign, en allar aðrar til sölu. Kallaði listamaðurinn á blaða- menn ásamt framkvæmdastjóra Unuhúss, Ragnar Jónsson, í gær í tilefni af þessum viðburði. Sagði Ragnar, meðal annars, að verð myndanna yrði allt frá sex þúsund upp í fjörutíu þúsund krónur, og myndi sá sami hátt- ur verða hafður á, og venju- lega, að selja fólki listaverkin með afborgunum. Kvað Ragnar þetta hafa gefizt vel frá upp- hafi, og skil á greiðslum verið afar góðar. Myndir Sigurjóns, eru með ýmsum hætti, bæði eldri mynd- ir og nýjar, og því töluverð- ur munur á stíl listamannsins fyrr og nú. Var mikið unnið í tré, rekavið, er rekið hefur á Laugnarnesfjörur og þá gjarn- an með koparnöglum, er setja nýstárlegan blæ á listaverkin. Sigurjón kvaðst hafa myndir á Charlottenborgarsýningu í sept- ember mánuði, og kvað hann óhemju kostnaðarsamt að senda listaverk út, bæði hvað viðvéki flutningi og annarri vinnu þar að lútandi. Kvað hann til dæmis dönsku tollyfir- völdin hafa farið fram á það, að hann ábyrgðist, að verk hans færu aftur úr landi, því að ella myndi hann þurfa að greiða tugi þúsunda í innflutningsgjöld. Þessu var þó við bjargað af góðkunningja listamannsins er sannfærði tollyfirvöldin þar í landi um, að ekki væri nokkur von til þess, að verk þessi seld- ust þar á næstu áratugum. Lista- maðurinn sagði og, að nýverið hefði yfrirtæki Rasmussen’s í Kaupmannahöfn, þess, er gerði afsteypur af höggmyndum íeir, verið lagt niður, og hefðu ýms- ir orðið fyrir skakkaföllum í því máli, vegna þess, að þurft hefði að flytja allar þessar þungu myndir aftur til heima- landa sinna. Væri til dæm- is hans skammtur af myndum þessum heima í Laugarnesi, og hann vissi hreint ekki, hvað hann ætti af þessu að gera, svo sem höfuðmynd af Stefáni Ste- fánssyni. Svo væri með fleira. Listamaðurinn sýndi þarna Ijósmynd af Stöðvarhúsinu við Þjórsá, en það hefur hann skreytt, og gert styttur fyrir um- hverfið. Þar er áttatíu metra langur veggur, myndskreyttur, og er skreyting sú fjögra og hálfs metra há. Fyrir ofan inn- göngudyr er önnur mynd, sem er þrír og hálfur metri á hæð, auk mynda sem settar munu upp utanhúss, en ekki er enn búið að velja stað fyrir þær. Þrjú ár eru síðan Sigurjón hélt sýningu hér síðast. Þessi sýning í Unuhúsi verður, sagði Ragnar Jónsson, fyrst um sinn opin frá tvö e.h. til tíu e.h., daglega, og verður opin fram yfir páska. „CONFEXIM Ríkisútflutningsfyrirtæki, Sienkiewicza 3/5 L ó d z Sími: 28-533, Telex: 88-239, Símnefni: Confexim — Lódz. CONFEXIM er aðalútflytjandi Póllands á: — Tilbúnum fatnaði og rúmfatnaði — prjónavörum og sokkum alls kyns, — gólfteppum og ábreiðum, einnig — höttum og smávörum til fata og alls konar vefnaðar — tízkuvarningi. Allar okkar framleiðsluvörur eru 1 háum metum meðal viðskiptavina víðsvegar um heim og skera sig úr vegna: — styrkleika, — að þær eru af nýjustu tízku — og með nýjustu sniðum — og framleiddar af frægustu fagmönnum. Fullkomin gæði og útlit eru tryggð með stöðugri samvinnu við vísindalegar rannsóknastofnanir, og við helztu tízkumiðstöðvar. Allar frekari upplýsingar fást hjá umboðsmönnum okkar á íslandi. ÍSLENZK- ERLENDA VERZLUNARFÉLAGINU HF. Tjarnargötu 18, Reykjavík, P. O. Box 509, Símar: 20400 og 15333. Símnefni: ICETRADE. - ÍSBREIÐAN Framhald af bls. 32 landi væri einnig mjög þétt ís- breiða, en ísröndin byrjaði að mjókka suðaustur undir Gerpi og endaði um 18 mílur suðvestur af Hvalbak. Væri siglingarleiðin á þessum slóðum hættuleg og erf ið. Út af vestanverðu Norður- landi var ástandið óbreytt frá fyrri ísflugum, að sögn Gunnars, og norðaustur af Óðinsboða væri 18-20 mílna svæði alveg lokað. Sáu slóðir eftir tvo ísbimi Fréttaritari Mbl. í Neskaup- stað símaði og sagði, að þar hefði ísinn í gær virzt vera minni en á sunnudag, og samkvæmt upp- lýsingum manna, er fóru þaðan í ísflug, væri ísinn um 2 til 3/10 suður undir Gerpi. Hefur ísinn nú rekið eitthvað frá og þar með einnig ísbjörninn, sem skipverj- arnir á Esju sáu. Tvö skip komu til Norðfjarðar í gær, rússneskt og þýzkt, og sóttist ferðin þeim sæmilega. Þá ræddi Mbl. við Tryggva Blöndal, skipstjóra á Esjunni en þá var skipið statt út af Breið- dalsvík. Var ísinn þar með þétt- aramóti, er komið var þar suð- ur, og skipið nær stöðvað af þeim sökum. Var skipið búið að vera 12 klukkustundir frá Neskaup- stað og suður á móts við Breið- dalsvík, sem venjulega er um þriggja tíma sigling. Tryggvi sagði, að skipverjar hefðu hvergi séð til ísbjarnarins í gær, en hins vegar rekist á slóðir, sem gætu verið eftir tvo birni. Skortur á nauðsynjavörum í mörgum höfnum ísinn hefur víða lokað höfn- um bæði á Norðurlandi og Aust- urlandi, og á nokkrum stöðum gerir skortur á nauðsynjavörum vart við sig. Er orðið talsvert al varlegt ástand af þessum sökum, bæði á Raufarhöfn og á Seyðis- firði. Einnig er farið að bera á vöruskorti á Vopnafirði. Frétta- ritari Mbl. þar kvað ísinn loka Vopnafirði á móts við Fagradal, og eru engar samgöngur við Vopnafjörð eins og er. Olía er til þar fram í miðjan mánuðinn, en þrjóti hana verður bæði ljós- laust og hitalaust á Vopnafirði, þar eð dísilrafstöð og kyndinga- tæki flestra ganga þar fyrir raf- magni. Reyna að sprengja rennu út úr Húsavíkurhöfn ísspöngin sem landföst hefur verið framan við Húsavíkurhöfn og lokar innsiglingu, er enn ó- 1 breytt. Vírarnir sem strengdir hafa verið fyrir hafnarmynnið halda höfninni hafíslausri, en mannheldur lagís var á henni í gær og fyrradag. í gærmorgun var hafizt handa um að sprengja með dínamiti rennu frá höfninni og út í gegnum spöngina. Var stanzlaust unnið að þessu í all- an gærdag, og er hún nú orðin 500 metra löng. Þegar rennan hef ur verið fullgerð munu bátar fara út til að reyna að finna eitthvað af þorskanetum, sem í sjó liggja vestur undir Kinna- fjöllum, en Skjálfandaflói er að mestu leyti íslaus þessa stundina. Töluverð áhætta fylgir því að fara út með bátana, því alltaf má gera ráð fyrir því að renn- an lokist. Skolphreinsun Losa um stífluð niðurfallsrör. Niðursetningu á brunnum. — Smáviðgerðir. Vanir menn. Sótthreinsum að verki loknu. Sími 23146. Hnsgögn klæðningnr Svefnbekkir, sófar og sófasett. Klæðum og igerum við bólstr- uð húsgögn. Bolstrun Samúels Valbergs, Efstasundi 21 - Sími 33613.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.