Morgunblaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1968 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. SKÓLAKERFIÐ OG NEMEND URNIR ryrir nokkrum dögum gerð- * ist sá sérstæði atburður, að hópur landsprófsnemenda úr skólum í Reykjavík og Kópavogi gengu fylktu liði um götur Reykjavíkur, höfðu uppi kröfuspjöld og gengu á fund menntamálaráðherra til þess að setja fram óskir um endurbætur á skólakerfinu. Yfirleitt var framkoma hinna ungu skólanemenda mjög kurteisleg og til fyrirmyndar og fyrir þá, sem áhuga hafa á því að koma fram breyting- um á skólakerfinu í landinu, er einstaklega ánægjulegt að sjá að sá áhugi, sem vaknað hefur meðal skólamanna og áhugamanna á undanförnum mánuðum hefur með svo eftir minnilegum hætti náð til æsk unnar í landinu. Krafa landsprófsnemend- anna er sú, að skólarnir út- skrifi nútímafólk með fram- tíðarlærdóm, en ekki páfa- gauka. Ýmsum kann að finn- ast nokkurra öfga gæta í slíku orðalagi, en sannleikur- inn er samt sá, að sú unga stúlka í hópi landsprófsnem- endanna, sem lét sér þessi orð um munn fara, hitti beint í mark. ítroðsluaðferðin hef- ur sungið sitt síðasta og tími er til kominn að taka upp nú- tímalegri vinnubrögð í skól- um landsins, sem fullnægi þörf nútímamannsins fyrir menntun og þjóðfélagsins fyr ir vel menntað fólk, sem skil- ur þarfir nútíðar og framtíð- ar. Þá var og ekki síður á- nægjulegt að kynnast því hve heilbrigð viðhorf hinir ungu landsprófsnemendur höfðu til þess verkefnis að breyta skólakerfinu og taka upp nýja kennsluhætti. — Þeir bentu réttilega á nauðsyn þess að afla nýrra kennslu- tækja, en sögðust jafnframt gera sér grein fyrir því, að slíkt kostaði peninga, og ekki væri hægt að fá peninga til allra hluta. Þess vegna sögðu þessir fulltrúar íslenzks æsku fólks, að þeir væru reiðubún- ir til þess, hver bekkur fyrir sig, að annast ræstingu í sinni skólastofu ef það gæti orðið til þess, að fjármagn sparað- ist við ræstingu, sem þá væri hægt að nota til kaupa á kennslutækjum og til þess að stuðla að öðrum nýjungum í skólunum. Þegar haft er í huga, að það kostar Reykja- víkurborg 18 millj. kr. á ári að ræsta skóla borgarinnar, kemur í ljós, hversu heil- brigt hugsandi þetta unga fólk raunverulega er. Á undanförnum mánuðum hefur risið í landinu ný alda áhuga og skilnings á þörf breytinga á skólakerfinu. ís- lenzkir æskumenn hafa nú fyrir sitt leyti sýnt með ótví- ræðum hætti, að þeir eru ekki sinnulausir um sín eigin mál, og þeir hafa einnig sýnt með framkomu sinni og skoð- unum, að þeir sem hafa á- hyggjur af íslenzku æsku- fólki hafa á röngu að standa. Æskan í dag er einstaklega myndarleg og heilbrigð og lífsskoðanir hennar eru þann ig, að af henni þarf ekki að hafa þungar áhyggjur. Ástæða er til að taka undir þá hugmynd, sem mennta- málaráðh. setti fram í viðræð um við hina ungu landprófs- nemendur, að komið verði á fót reglulegu sambandi milli yfirstjórnar skólamála og nemendanna sjálfra. Það er enginn vafi á því, að slíkt samband mundi verða til góðs, því að landprófsnem- endur nú á dögum hafa ýms- ar tillögur fram að færa um það, hvernig að málum þarf að standa. VERKEFNI MARGRA KYNSLÓÐA ¥ dag verður blökkumanna- * leiðtoginn Martin Luther King borinn til grafar í fæð- ingarbæ sínum Atlanta í Ge- orgíu. Þeir atburðir er fylgdu í kjölfar morðsins á Martin Luther King sýna glögglega þann þjóðfélagslega klofning, sem ríkir í Bandaríkjunum, vegna þess, að þar býr fólk af ólíkum litarhætti. Þar er mikil auðlegð en jafnframt ömurleg fátækt, þar sést mannkynið í hnotskurn, það bezta og það versta, sem í því býr. Óeirðirnar í bandarískum borgum, þar sem gífurleg verðmæti hafa verið eyðilögð síðustu daga, sýna svo ekki verður um villzt, að Banda- ríkin hljóta á næstu árum að einbeita sér að því verkefni, að brúa bilið milli hvítra og svartra, milli fátækra og bjargálna. Ekkert verkefni er mikilvægara, ekkert viðfangs efni er eðlilegra og nærtæk- ara en einmitt þetta. En eng- inn þarf heldur að láta sér til hugar koma, að þetta vanda- mál verði leyst á nokkrum ár um eða áratugum, né heldur að það verði leyst þótt fjár- Búlgörsku gestirnar gengu í gær m.a. á fund forsætisráðherra og þá var myndin tekin. Frá \ vinstri: Bjarni Benediktsson, Ivan Bashev, utanríkisráðherra, Laliou Gantchev, sendiherra 1 Búlgaríu á íslandi. Ljósm. Ól. K. M. Samskipfi landanna ' rétt að hefjast segir Bashev, utanrikisráðherra Búlgariu sem kominn er i opinbera heimsókn — UTANRÍKISRÁÐHERRA Búlgaríu, Ivan Bashev, kom á sunnudagskvöld í opinbera heimsókn til íslands, ásamt konu sinni, sendiherra lands síns á íslandi, Laliou Gant- chev, og öðru fylgdarliði. Ráðherra dvelst hér til fimmtu dags. Bas'hev ræddi í gær við Bjarna Benediktsson, forsætis ráðherra, Emil Jónsson; utan- ríkisráðherra og Gylfa Þ. Gíslason viðskipta- og mennta málaráðherra. Hann snæddi hádegisverð að Bessastöðum í boði Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta, síðdegis skoðajii hann söfn í Reykjavík og sat kvöld- verðarveizlu utanríkisráð- herra. í dag, þriðjudag, fer ráð- herrann austur fyrir Fjall, m.a. til Selfoss og einnig fer hann til Þingvalla. Á morgun undirrita þeir Bashev og Emil Jónsson samning milli land- anna um afnám vegabréfs- áritunarskyldu. Morgunblaðið hitti Ivan Bashev stuttlega að máli í gær. Hann sagði: — Ég tók við embætti ut- anríkisráðherra árið 1962, en áður hafði ég verið aðstoðar- ^ menntamálaráðherra og að- stoðarutanríkisráðherra í nokkra mánuði. — Stjórnmálasamband er nú komið á milli Búlgaríu og íslands og þess vegna er ég hingað kominn. Samskipti landanna eru rétt að hefjast og byrja að þróast. Það er byrjað að Íeggja grundvöll að samstarfi á sviði viðskipta- og menningarmála. Ferðaiög eru að hefjast milli landanna og ég vona, að samningurinn um afnám vegabréfaáritunar- skyldu, sem ég mun undir- rita hér ásamt íslenzka utan- ríkisráðherranum, muni stuðla að auknum ferðalögum milli þeirra. — Samstarf á sviði efna- hagsmála er vissulega mikil- vægt og hef ég rætt það mál við Gylfa Þ. Gíslason. Það er sannfæring mín, að miklir möguleikar eru á auknum við- skiptum landanna. — Við getum boðið íslend- ingum ýmis konar vélar og smíðað flutningaskip, en því miður ekki fiskiskip, sem víð verðum sjálfir að kaupa er- lendis. Við getum einnig boð- ið mjölvöru, efnavörur, skó og vefnaðarvörur, svo eitt- hvað sé nefnt. Við höfum hins vegar áhuga á því að kaupa héðan fisk, fiskimjöl og lýsi. Búlgarar vilja gjarnan borða meiri fisk. Svartahafið er ekki sérlega fiskiauðugt og Búlgarar hafa því ekki vanizt miklu fiskiáti. — Morgunblaðið spyr um stjórnmálaástandið í Búlga- ríu? Það er mikið jafnvægi í stjórnmálum okkar og kyrrt í landinu. Við leggjum aðal- áherzluna á að byggja upp efnahagslífið í landinu og þá ekki sízt iðnaðinn. Við höfum komið á fót járniðnaði, véla- iðnaði, efnaiðnaði, vefnaðar- iðnaði, olíuefnaiðnaði o.s.frv. Þess vegna þörfnumst við markaða fyrir vörur okkar. — Atburðirnar í Tékkósló- vakíu? Þeir eru algjört inn- anríkismál Tékka. Sambúð okkar við Tékka er mjög góð og bráðlega verður endurnýj- aður vináttusamningur land- anna um gagnkvæma aðstoð. — Á miðvikudaginn;mun ég væntanlega ræða ástandið í alþjóðamálum við íslenzka utanríkisráðherrann. Héðan fer ég svo beint heim. En á leiðinni hingað kom ég við í Svíþjóð og átti mjög gagnleg- ar viðræður við sænska ráða- menn. — Ég vil biðja Morgunblað- ið að skila beztu óskum til ís- lenzku þjóðarinnar frá ríkis- stjórn Alþýðulýðveldisins Búlgaríu. Við Búlgarar þekkj- um vel til uppbyggingarstarfs fslendinga og vonum að þjóð- inni gangi jafnvel og hingað til að byggja upp land sitt. — Loks vona ég, að Búlgar- ar geti fagnað íslenzkum ráða- mönnum og sem flestum ís- lendingum heima í landi sínu. Kórsöngvar á ísafirði ísafjörður, 8. apríl. SUNNUKÓRINN og Kariakór ísafjarðar efna til hljómleika í Alþýðuhúsinu á ísafirði n.k. þriðjudag og miðvikudag. Koma þar bæði fram karlakór, kvenna kór og blandaður kór, undir stjórn Ragnars H. Ragnars, en undirleikari er Hjálmar Helgi Ragnarsson. veitingar til þessara mála verði margfaldaðar. Vanda- málið er svo djúpstætt og rót- gróið, að það þarf þrotlaust starf margra kynslóða til þess að leysa það. Gestur kóranna á hljómleik- unum er Ingvar Jónasson, fiðlu- leikari. Ingvar hefur nokkrum sinnum haldið fiðluhljómleika á ísafirði, en nokkuð langt er um liðið síðan hann lék hér síðast. Að þessu sinni leikur hann á víólu, en undirieikari er Sigríð- ur Ragnarsdóttir. í söngskrá er þess getið, að Jónas Tómasson, tónskiáld, sem lézt 9. september sl. hafi verið hvatamaður að stofnun bæði karlakórsins og Sunnukórsins, og söngstjóri þeirra í áratugi. Á þessum tónleikum verða flutt lög eftir Jónas, bæði sUngin og leikin. Á komandi vori eru liðin 20 ár, frá því að Ragnar H. Ragn- ars hóf starf sem söngstjóri ís- firzku kóranna. Er fyrirhugað að minnast þess afmælis m-eð ferð til Reykjavíkur, þar sem haldn- ir verða tónleikar undir stjórn Ragnars. Sigurður Demetz Franz son, verður starfandi hjá kórun- um næstu vikurnar, en ferðin er áætluð í júní. — H. T. RITSTJÓRIM • PREIMTSMIÐJA AFGREIÐSLA’SKRIFSTOFA SÍMI 10*100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.