Morgunblaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL 1908
Ungu mennirnir færðu Is-
landi 1. sigur yfir Dönum
Hraði, vilji og úthald
var einkenni leiks þeirra
LOKSINS í 8. sinn er isl. handknattleiksliðið mætti danska lands-
liðinu vannst sigur yfir Dönum. Og þá er að því kom voru það
alls ekki þeir leikmenn sem landsliðsnefndin hefur fram til þessa
talið bezta hér á landi, sem sigurinn unnu. Eftir ósigurinn á laug-
ardag voru fimm menn af yngri kynslóðinni — þar af þrír nýliðar
í landsliði settir í liðið í stað 5 manna er samtals hafa 107 landsleiki
að baki. — Þeir ásamt hinum yngri úr íslenzka landsliðinu frá
fyrri leiknum, gersigruðu Danina, tóku forystu í upphafi leiks,
höfðu yfir 8 gegn 6 í leikhléi, skoruðu síðan tvö fyrstu mörk síð-
ari hálfleiks. Var þá staðan 10:6 og sú stemning sköpuð meðal
íslenzka liðsins og áhorfenda, að íslenzkum sigri var aldrei ógnað
eftir það, heldur þvert á móti ukust yfirburðir íslenzka liðsins.
Lokatölur urðu 15:10 — svo glæsilegur var sigurinn, þá loksins
hann kom.
Spennan hélzt þó allan tím-
ann, jafnt og harkan í leik-
aðferðum liðanna jókst. Þeg-
ar 10 mín til leiksloka var
einum liðsmanna íslands Þórði
Sigurðssyni, vísað af velli í
2 mín. fyrir gróft brot. Hann
var varla kominn inn á völl-
inn er hann varð aftur til að
brjóta af sér í hinum harða
varnarleik. Nú varð hann að
víkja í 5 mín. af velli.
En sex íslendingar gegn 7
Dönum, létu í engu hlut sinn
eftir liggja — hvort lið skor-
aði á þessu tímabili 1 mark.
Og í lokin þegar liðin voru
aftur jafnt mönnuð, var sig-
urinn innsiglaður með 15.
markinu gegn 10.
Góð byrjun
ísl. liðið hóf leikinn með mikl
um hraða — ólíkt fyrri leikn-
um. Nú voru línumenn á sínum
stað og langskyttur utan varn-
armúrs, sem ógnuðu með góðum
skiptingum og fjöbreyttni í leik.
Eftir 30 sek lá knötturinn 1
danska markinu. Jón H. Magnús
son skoraði með svo snöggu og
föstu skoti, að danski marvörð-
urinn, einn sá bezti í heimi,
eygði ekki knöttinn og gerði
ekki tilraun til varnar. Er mín.
var af leik höfðu Danir jafnað,
en það var í eina skiptið, sem
leikurinn var jafn í mörkum.
Eftir það var aðeins um ísl.
forystu að ræða.
Er rúmar 5 mín voru af leik
var staðan 5—2 íslandi í vil.
Hafði skipzt hjá ísl. liðinu lang-
skot og slæsilegar sendingar inn
á línu sem danska vörnin réði
ekki við nema með grófum brot-
um — er kostuðu víti og mörk.
Jafnara er á Ieið.
En eftir það dofnaði yfir ísl.
liðinu, skipti urðu á mönnum
og hraðinn minnkaði og ógnun-
in í leiknum dvínaði. Danir tóku
að jafna stöðuna og eftir 20 mín
var staðan 6:5 fslandi í vil.
En fyrir lok hálfleiksins skor-
uðu Jón og Geir glæsileg mörk
og tveggja marka forysta í hálf-
leik, 8:6, lofaði góðu.
í vígahug.
fsl. liðið var í miklum ham
er það kom inná eftir hlé. Á
2Í4 mín skoraÉ það 2 mörk
og staðan er 10:6 íslandi í
vil. Stemningin nær hámarki.
Liðsmenn eflast að mun og
áhorfendur fagna.
Forskotið hefði orðið enn
meira, hefði frábær markvarzla
Bent Mortensen ekki komið til.
Danirnir gerðu úrslitatilraun-
ina til að ná leiknum í jafn-
vægi fyrir sig. Tókst að minnka
bilið í 11:8 eftir 10 mín, en það
varð í síðasta sinn sem marka-
munurinn var „aðeins“ 3 mörk.
Tók nú að færast harka í
leikinn, því íslendingar virtust
hafa fengið skipun um að leika
og danska liðið hafði gert í báð-
um leikjunum hér. Það voru
óblíðar móttökur sem sókn-
armenn fengu, menn flugu
í hring inn í vitateiginn eða
í loftköstum til og frá um völl-
inn. Enginn miskunn. Og dóm-
arinn leyfði þetta næstum ótal-
ið.
Carsten Lund var svo vikið
af velli í 2 mín fyrir orða-
skipti við dómarann og litlu
síðar fór Þórður í sínar 7 mín
„kælingarreisur" af vellinum.
En markatalan hélzt íjafn
vægi og rétt undir lokin inn-
siglaði svo Sigurbergur Sig-
steinsson stórsigur fslands 15—
10.
Liðin.
ísl. liðið á heiður skilinn fyrir
harðan leik, gott línuspil og
ógnandi langskyttur utan varn-
ar, sem voru stanzlaus hætta
fyrir danska liðið — hætta sem
þeir aldrei réðu við. Úthald ísl.
liðsins var og með ágætum. Það
er gaman að sjá þetta: Byrjað
á fullum hraða — og síðan auk-
ið við hann.
Jón H. Magnússon vakti sér
staklega athygli fyrir langskot
sín — og 5 mörk. Hann var
í essinu sínu þennan dag. En
5 mörkum hefði hann ekki náð
án frábærrar aðstoðar og upp-
byggingar Geirs Hallsteinsson-
ar, sem skipti eftir skipti opn-
aði honum skotfæri og sendi
honum knöttinn á sama sekúnd-
ubroti.
En þó þessir tveir skoruðu 9
af 15 mörkum ísl. liðsins, áttu
aðrir sinn þátt — og ekki slak-
Björgvin Björgvinsson og Ágúst
Ögmundsson áttu mjög góðan
leik, bæði á línu og í vörn. Síð-
ur á óvart kom leikur Sigurðar
Einarssonar og Ingólfs fyrirliða.
Allir þekktu þeirra skerf frá
fyrri leikjum og þeir brugðust
engan veginn í sínu nýja um-
hverfi Gísli Blöndal náði sér
sízt á strik, en var þó drjúgur
í vörninni.
Einn er þá ótalinn Þorsteinn
markvörður, sem nú stóð í mark-
inu sinn 25. landsleik — og vék
ekki mínútu frá. Hann varði oft
meistaralega vel og leikur eins
og hann átti á ekki minnstan
þátt í að skapa stórsigur. Það
er ekki síðra að verja mörk en
að skora mörk.
Danska liðið átti í vök að
verjast allan tímann ,og fékk
Framhald á bls. 30
Gert Andersen fyrirliði er kominn í skotfæri við ísl. markið er Örn Hallsteinsson stöðvar
skotið — ólöglega.
Svipminnsti landsleikur í
handbolta um langt skeið
er Danir tmnu 17-14 á laugardag
Ágúst Ögmundsson er hér kominn framhjá fyrirliða Dana
og reynir markskot. Myndir tók Sv. Þorm.
ÞAÐ hefur lengi verið svo að
þegar ísl. íþróttamenn hafa mætt
dönskum landsliðum, þá hefur
markið um stóra sigra verið sett
svo hátt, að allt hefur farið í
handaskolum. Þessi hafa orðið ör
lög knattspyrnumanna okkar
ætíð er þeir hafa Dönum mætt
og í 7. sinn urðu handknattleiks-
menn að bíta í sama súra eplið —
að tapa fyrir Dönum. Úrslitin að
þessu sinni urðu 17:14, Dönum í
vil. eftir að ísl. liðið hafi haft for-
ystu í leikhléi, 5:4.
Sannast sagna var leikur ísl.
liðsins á laugardag einhver sá
lélegasti sem landslið í hand-
knattleik hefur átt hér. Það
skorti flest það er til þarf til að
sigra, viljann þó fyrst og fremst.
Leikurinn varð einkar daufur,
einkum framan af. Eftir 20 mín
leik stóð 2-2 og höfðu þá íslend-
ingar lengzt af leikið með knött-
inn en sáralítið ógnað, og því
ekki skapað sér færi til að skora
mörk.
Á fyrstu 5 mín — en eftir þær
var staðan 1-1, höfðu íslendingar
átt 4 skot, öll heldur léleg og
voru auðveldlega varin. Ekki
löguðust skotin næstu mínútur
leiksins. Eini maðurinn sem átti
góða byrjun var Þorsteinn mark-
vörður. Harður varnarleikur
Dana setti ísl. liðið gersamlega
út aif laginu, svo sóknarmenn
urðu oft ráðþrota og flýðu út á
miðjan völl — án þess að ógna
Dönum.
Undir lokin náðu fslendingar
frumkvæðinu og voru yfir í hálf-
leik, en forystan var aðeins 1
mark gegn þessu danska liði, sem
virtist vera skyttum snautt.
Danir náðu forystu þegar í síð-
ari hálfleik og misstu hana ekki
eftir það — og er á leið sköpuðu
þeir sér forskot, sem þeir uku í
3 mörk um er lauk.
Markvarzlan ísl. hrást um
tíma í síðari hálfleik og það
urðu örlagarík mistök fyrir
ísl. liðið. Skoruðu Danir á
meðan 3 mörk — eða sigur-
mörkin öll.
Heildarsvipur leikins var
slakur, miðað við það sem sömu
leikmenn hafa áður sýnt. Að vísu
var danska vörnin afar hörð í
horn að taka — og það svo að
leikmenn, sem simuðu heirn,
telja þetta einn bezta varnarleik
sem Danir hafa sýnt á undan-
förnum árum.
En þessi varnarleikur byggðist
fyrst og fremst á hörku og brot-
um, sem næsta fáir dómarar
leyfa — þó þessi norski dómari
hafi gert það. Hrósuðu Danir
honum mjög eftir þennan leik,
og kváðust munu oftar leita til
hans er Danir þyrftu á dómara
að halda. Talar það sínu máli.
Enginn okkar manna átti „góð-
an dag“ í þetta skipti, þó ein-
staka tilþrif væru sýnd.
í danska llðinu vakti Gert
Andersen, Carsten Lund og
Graversen mesta athygli ásamt
markverðinum.
Mörk íslands skoruðu: Geir 6,
Ingólfur 3, Þórður 2, Örn, Gunn-
laugur og Sig. Ein. 1 hver.
Mörk Dana skoruðu G. Ander-
sen og Carsten Lund 4, I. Christ-
iansen og P. Svendsen 3 hvor,
Graversen 2 og W. Gaard 1.