Morgunblaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL I90U
/ minningu
Martins Luthers Kings
SOVÉZKA skóldið, Evgení Evtusjenko, var á
ferðalagi í Mexico, þegar honum barst fregnin um
morðið á dr. Martin Luther King. Dagblað eitt í
Mexico City, „E1 Dia“ fór þess á leit við Evtus-
jenko, að hann skrifaði eitthvað í minning Kings
og orkti hann þá ljóð, tileinkað honum. Það var
birt í blaðinu sl. laugardag — og fer hér á eftir
í lauslegri þýðingu.
Hann var negri,
sál hans hrein sem hvítur snjór
hann myrtu hinir hvítu
með svartar sálir.
Þegar mér barst fréttin
hæfði kúlan mig —
sú sama og drap hann
en af henni endurfæddist ég
og fæddist á ný sem negri.
Þrátt fyrir myrkur þessarar stundar megum við ekki ör-
vænta. Við megum ekki tapa trúnni á okkar hvitu bræður
— Dr. Martin Luther King, eftir að fjórar blökkustúLkur höfðu látið látfið í
sprengingu í kirkju í Alabama.
Dr. Martin Luther King hafði tíðum,
bæði í ræðu og riti, dregið upp þá mynd,
er hann gerði sér af Bandaríkjunum,
þegar kynþáttaaðgreining og fordómar
væru úr sögunni. Og hann hafði líka oft
látið í Ijós persónulega afstöðu sína til
þeirrar baráttu, er hann háði og þeirra
afleiðinga, sem hún gat haft fyrir hann
sjálfan.
Hér fara á eftir nokkur brot úr ræð-
um hans:
í Washington-göngunni, 28. ágúst 1963
• Ég segi við ykkur í dag, vinÍT minir, að
þrátt fyrtr ertfiðleíka og vonleysi líðandi
stundar á ég mér errnþá draum. Draum, sem
á sér djúpar rætur í draumi Bandaríkja-
manna.
0 Mig dreymir, að só dagur muni koma,
þegar þjóðin rís upp og lifir samkvæmt
hinni sönnu merk ngu uppruna hennar. „Vér
segjum þann sannleika augljósan, að allir
menn séu jafnbornir."
0 Mig dreymir, að sá dagur muni koma,
þegar synir fyrrverandi þræla og synir
fyrrverandi þælaeigenda setjast niður á
rauðum hæðum Georgiu við sama borð, í
bróðerni og vináttu.
• Mig dreymir, að sá dagur muni koma,
að jafnvel Mississippi — það eyði-
merkurríki, sem er að kafna í hita óréttlætis
og kúgunar, verði að gróðurreit frelsis og
réttlætis.
• Mig dreymir, að sá dagur muni korna,
er litlu börnin mlín fjögur geta litfað í
þjóðfélagi sem ekki dæmir þau aif litar-
hætti heldur af skapgerðareiginleikum
þeirra.
Mig dreymir í dag.
O Mig dreymir, að sá dagur muni koma.
þegar ástandið í Alabama, þar sem af vör
um ríkisstjórans drjúpa nú orð milligöngu
og ógildingar, hetfur breytzt svo, að litlir
svartir drengir og litlar svartar stúlkur geta
tekið höndum saman við litla hvíta drengi
og litlar hvítar stúlkur og þau geta öll
gengið saman sem systur og bræður.
Mig dreymir í dag.
0 M:g dreymir, að sá dagur muni koma,
er sérhver dalur hefur hækkað, hvert
fjall og háLs hefur iækkað: er hólamir eru
orðnir að jafnsléttu og hamrarnir að dala-
grundum. Dýrð drottins mun birtast og allt
hold mun sjá það.
í Memphis, kvöldið fyrir morðið
0 Ég veit ekki hvað nú kann að gerast.
Við eiigum erfiða daga framundan, en
það skiiptir mig engu, því að ég hetf komið
upp á fjalistindinn. Eins og allir aðrir, mundi
ég vilja lifa lengi, en ég hetf ekki áhyggjur.
Ég óska þess eins að fara að viilja drottins
og hann hetfur leyft mér að ganga upp á
fjallið. Ég sé fyrirheitna landið. Ég kemst
ef til vill ekki þangað með ykkur, en ég
vil, að þið vitið í kvöld, að við, sem þjóð
munum komast til fyrirheitna landsins. Ég
er hamingjusam'ur í kvökl, yfir þvi að ég
hef ekki áhyggjur atf neinu. Ég óttast engan
mann. Augu mán hafa séð dýrð drottins.
í Dómkirkjunni í Washington
sunnudaginn áður
Þið þekkið öll söguna um Rip Van Winkle.
Allir muna, að Winkle svaf í 20 ár.
En það, sem skiptir mestu máli er, að
þegar hann fór upp á fjallið að sotfa, hékk
mynd af George konungi í borginni,
Þegar hann kom niður aftur var þar
komin í staðinn myndin atf George Was-
hington.
Rip Van Winkle svaf atf byltinguna, en
við getum ekki leyft okkur að halda áfram
að sofa.
Veröldin er nágranni okkar.
Við verðum að læra að lifa saman sem
bræður, — ella munum við allir farast sem
fífl.
Bandaríkjamenn standa fraimmi fyrir
tveimur vandamálum, sem þeir verða að
leysa.
Kynþáttafordómum og fátækt.
Eftir fáeinar vikur koma nokkur okkar til
Washington til þess að kanna hvort meðal
okkar litfir enn viljinn ti'l þess að berjast
við þessi vandamál.
Við ætlum að taka með okkur þá, sem
þekkja löng ár sársauka og vanrækslu.
Við ætlum ekki að koma til að taka þátt
í sögulegum aðgerðum.
Við ætlum að koma og taka þátt í drama-
tískum ofbeldislausum aðgerðum,
Við ætlurn að koma og við ætlum að vera
eins lengi og við þurfum.
Við munum þjást og deyja, etf, etf þörf
krefur. Því að ég segi: ekkert verður gert
fyrr en fólkið leggur líkama og sál í þessa
baráttu.
Við fráfall Malcolms X
Ég hetf lært að horfast heimispekilega í
augu við morðhótanir og búið sjálfan
mig undir hvað eina sem koma kann.
Eftir átök í Albany
Ég kann að verða að gjalda fyrir baráttu
mína — jafnvel með lítfi mínu. En ég vil
að sagt verði, er ég dey í baráttunni, að
hann Lét lífið til þess að gera mig frjálsan."
Þegar móðir mín
sagði mér að ég
væri blökkumaður
Eftir Dr. Hfartin Luther King
MARTIN Luther King var
ekki hár í loftinu, þegar
hann lærði sínar fyrstu
lexíur um stöðu blökku-
mannsins. Og löngu áður
en hann var sæmdur
friðarverðlaunum Nobels,
hafði hann skrifað um
fyrstu reynslu sína af þeim
málum og þeim atvikum,
er mótuðu lífsskoðun hans
og stefnu.
„Svo lengi sem ég man
eftir mér, hef ég verið and-
vígur kynþáttaaðskilnaði og
ég fór snemma að spyrja for-
eldra mína ýtarlegra spurn-
inga þar um. Ég hafði ekki
náð barnaskólaaldri, þegar
ég fékk mínar fyrstu lexíur
um misrétti kynþáttanna.
í þrjú eða fjögur ár höfðu
beztu leikfélagar mínir verið
tveir hvítir drengir. Foreldr-
ar þeirra áttu verzlun hand-
an götunnar gegnt heimili
okkar í Atlanta. Allt í einu
gerðist eitthvað ... þegar ég
fór yfir götuna til þess að
spyrja eftir þeim, fóru for-
eldrar þeirra að segja, að þeir
gætu ekki komið út að leika
sér. Þau voru ekki óvingjarn-
leg, báru aðeins fram ýmiss
konar afsakanir. Loks spurði
ég móður mína, hverju þetta
mundi sæta.
^<
Hjá öllum foreldrum kemur
að því fyrr eða síðar að þau
verða að útskýra ýmsar stað-
reyndir lífsins fyrir börnum
sínum. Blökkuforeldrum er
það jafn óhjákvæmilegt að
skýra fyrir afkvæmum sínum
staðreyndir kynþáttaaðskiln-
aðarins.
Móðir mín tók mig í fang
sér og tók að segja mér frá
þrælahaldinu og hvernig því
hefði lokið með borgarastyrj-
öldinni. Hún reyndi að skýra
fyrir mér aðskilnaðarkerfið í
Suðurríkjunum, þar sem
væru sér skólar, sérstök veit-
ingahús, leikhús, íbúðir og
svo framvegis fyrir hvíta og
önnur fyrir svarta: hún
sagði mér frá hvítu og mis-
litu spjöldunum á vatnshön-
unum, í biðstofunum, á sal-
ernum — og hvernig allt þetta
væri þjóðfélagslegt ástand en
ekki eðlileg skipan málanna.
Síðan sagði hún þau orð, sem
næstum hver einasti blökku-
maður fær að heyra, áður en
hann lærir að skilja órétt-
lætið, sem að baki þeirra ligg
ur og gerir þau nauðsynleg.
„Þú ert eins góður og hver
annar.“
*
Ég man eftir bæjarferð,
sem ég fór með föður mínum,
þegar ég var lítill drengur.
Við fórum í skóbúð og sett-
umst niður í fyrstu auðu sæt-
in ,sem á vegi okkar urðu
í verzluninni. Ungur, hvítur
afgreiðslumaður kom þar til
okkar og muldraði kurteis-
lega. „Mér væri ánægja að
afgreiða ykkur, ef þið vild-
uð færa ykkur í sætin hér
fyrir aftan“. Faðir minn svar-
aði. „Það er ekkert að þessum
sætum. Okkur líður prýðilega
hérna.“
„Mér þykir það leitt“
sagði afgreiðslumaðurinn, „en
þið verðið að færa yk!kur.“
„Annað hvort sitjum við
hér og kaupum skó, eða við
kaupum alls enga skó“, sagði
faðir minn stuttaralega. Síð-
an tók hann í hönd mína og
við gengum út úr verzlun-
inni. Ég hafði aldrei fyrr séð
föður minn svo reiðan.
*
Ég minnist þess ennþá, er
við gengum niður götuna og
hann muldraði með sjálfum
sér: „Mér er sama hversu
lengi ég verð að búa við þetta
kerfi, ég skal aldrei sætta
mig við það“. Og við það
hefur hann staðið.
Ég minnist þess er ég öðru
sinni var með honum, í bíln-
um, er hann í ógáti ók fram-
hjá stöðvunarskyldumerki.
Lögreglumaður kom að bíln-
um og sagði „Gott og vel,
strákur. Láttu mig sjá öku-
skírteinið þitt.“
Faðir minn sagði móðgað-
ur: „Ég er enginn strákur.“
Svo benti hann á mig og
sagði. „Þetta er strákur. Ég
er maður og ég hlusta ekki
á þig nema þú kallir mig
mann“. Lögreglumanninuim
bró í brún og hann var sýni-
lega taugaóstyrkur, þegar
hann skrifaði í skyndi sekt-
arseðilinn. Svo flýtti hann
sér burt.
*
Frá því áður en ég fædd-
ist hafði faðir minn neitað að
ferðast með strætisvögnum
borgarinnar. — Það var eftir
að hann varð einu sinni sjón
arvottur að hrottalegri árás
á nokkra blökkufarþega.
Hann hafði stjórnað barátt-
unni fyrir launajöfnuði
kennara í Atlanta og átti
sinn þátt í því, að hætt var
að nota sérstakar lyftur fyr-
ir bfökkumenn í dómshúsun-
um. Sem prestur við Eben-
ezer — babtistakirkjuna, þar
sem hann enn veitir forstöðu
fjögur þúsund manna söfnuði,
hafði hann mikil áhrif á
blökkumennina og hafði
sennilega áunnið sér virðingu
hinna hvítu, þótt þeir kærðu
sig lítt um að viðurkenna það.
Með hliðsjón af þessari arf
leifð er engin furða, að ég
skyldi læra að hata kynþátta
aðskilnað og sjá, að hann
bæði brýtur í bága við skyn-
semi og er siðferðilega ó-
réttlætanlegur.“