Morgunblaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1968 M. Fagias: FIMMTA KOJVAN hafði hún forðazt alla umhugs- un um þessa nótt, rétt eins og hún væri hrædd við að auka á auðmýkingu hennar, ef hún lyfti þessari dularhulu, sem um- lukti þær. En nú lét hún þær líða fyrir augu sér eins og at- riði í óhugnanlegri kvikmynd og allt í einu fannst henni eins og hún væri komin nær móður sinni en nokkurntíma áður. Ekki vissi hún, hversvegna, en henni fannst sín eigin niðurlæging drægi nokkuð úr sársaukanum af síðustu sundum móður hennar Hún hafði þráð frelsi sveita- lífsins öll þessi þrjú ár, sem hún hírðist í rústunum með frænku sinni. Hún hafði hugsað sér að hámark allrar sælu væri að geta séð sólina og tunglið koma upp, út um gluggann sinn. Nú tók hún varla eftir útsýn- inu, og sæti hún hálfa nóttina úti á garðhjallanum og starði á tunglið, þá var það aðeins til þess gert að þurfa ekki að liggja við hliðina á elskhuga sínum, sem svaf vært. Þær stundir, sem þau voru úti við, voru sízt betri og þar kom, að hún fór að þrá að komast aftur til frænku sinnar. Albert Filler tók vel eftir þessum einmanaleik hennar, en eignaði hann bara innri óráa, sem gripi stúklur, þegar þær hefðu misst meydóm sinn. Hann var afskaplega glaður og hreyk inn af því að hafa verið fyrsti elskhugi hennar. Alexa Mehely var eftirsóknarverðasta mann- vera, sem hann hafði nokkurn- tíma þekkt, og stórbóndadóttir- in frá Hangony í þokkabó. Þetta var meiri sigur fyrir hann en Lenínverðlaunin hefðu verið. Þau sneru aftur til Budapest og hún settist að hjá honum, enda var ekki í annað hús að venda. Eitthvað dróst það, að hún yrði tekin inn í háskólann, en það var af því, að það kost- aði aðstoð ráðherrans og Albert gat aldrei náð í hann á heppi- legum tíma. Fáum vikum seinna var hann tekinn fastur. Menn úr leynilögreglunni börðu að dyrum um miðja nótt og tóku hann í rúminu, Og þá var það, sem hún sá hann, lafhræddan og skjálfandi, rétt eins og loft- belg, sem gasið hefur streymt út úr, í náttjakkanum einum sam an, Hkastan einhverri lítilli svartri bjöllu, sem lögregluríkið var að kremja undir hæl sínum. Seinna komst hún að því, að hann hafði orðið fórnarlamb einhverrar umbyltingar á hæstu stöðum í flokknum. Ráðherran hafði oltið úr sessi og tekið Al- bert með sér í fallinu. Árum saman hafði Alexa enga hug- mynd um, hvort hann væri lif- andi eða dauður — ekki fyrr en 1955, er hann kom aftur fram á íjónarssvið líjórn; n’álanna. En nú var hún búin að ná prófi í lífefnafræði við háskólann í Budapest og auk þess vellaun- aða stöðu í lyfjaverksmiðju, og aftók nú að hitta hann aftur. Sá maður, sem loksins tókst að koma henni inn í háskólamm, var úr hinni sigursælu klíku flokkspólitíkusa, sem sat að vold um til vors 1956. Hann var á sextugs aldri, kvæntur og önn- um kafinn og krafðist því hvorki mikils tíma né atlota af henni. En þar eð hún hafði engan áhuga þá á neinum öðrum karl- manni, var þetta samband þeirra henni mjög þægilegt, einkum nú er hún hafði gert sér þessa lifn aðarhætti að góðu. Hún taldi þá hvorki siðlausa né lastafulla. Og það alveg án tillits til þess, að hún hafði ekki átt annars úrkosta. Það umhverfi, sem hún nú lifði í, krafðist þess af henni sem þess verðs, sem gjalda varð fyrir viðunanlega stöðu, tiltölu- legt öryggi og helztu lífsnauð- synjar. Vitanlega hefði hún get að neitað að gjalda það verð, en það hefði þýtt, að hún hefði orðið að fara aftur í niðursuðu verksmiðjuna, eða þá í einhverj ar vinnubúðir. Loks kom til mála sá möguleiki að giftast, en úr því að hún gat ekki fundið neinn mann sem hún gæti elsk- að, var eins gott að vinna fyrir sér og varðveita sjálfstæði sitt, sem var áunnið með svo mikl- um erfiðismunum. En hún var ekki kærulaus um sjálfa sig og skipti ekki um elskhuga oftar en nauðsyn krafði. Hinn síðasti þeirra var Borbas. En svo sleit hún sam- vistum við hann, þegar hún sá Zoltan Hamly og varð ástfangin af honum. Þau hittust fáum vik- um eftir að hún hóf störf á sjúkra húsoinu. Hann hafði orð á sér fyr ir hreinlífi, að minnsta kosti hvað það snerti að vera of nærgöngull kvenfólkinu, sem þarna vann. Nokkrar konur höfðu ögrað sjálf stæði hans, en engri þeirra tókzt að vinna bug í þessari kulda- legu hlédrægni hans, sem hann viðhafði einnig gagnvart karl- mönnunum, sem unnu með hon- um, svo að þeir gerðust honum aldrei of nærgöngulir. Þegar þeir fóru að sálgreina hannmeð sjálfum sér. komust þeir að þeirri niðurstöðu, að hann væri trúr eiginmaður, enda þótt hann hefði aldrei konuna sína með sér í samkvæmi. Þeir fáu sem þekktu frú Halmy, viðurkenndu að hún væri sérlega aðlaðandi kona, og gerðu sér því að góðu þessa skýringu sína. Alexa vakti áhuga hans, strax í fyrsta sinn, sem hann sá hana í matstofunni. Þegar þau loks- fSIPOWEXl LÉTTSTEYPUVEGGIR í ALLA INNVEGGI Fljótvirk og auðveld uppsetning. Múrhúðun | ) óþörf. HELENA RUBINSTEIN Nýjar vorur ^ruiJzXttrutA. f friylítVóUi > Austurstræti 16 — Sími 19866. Vinsælar fermingargjafir Skóútbúnaður Skautar frá kr. 770.— Útivistartöskur Svefnpokar Tjöld Ferðagastæki Veiðistangasett Instamatic Ijósm. vélar Sjónaukar o. fl. VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER. VERZLIÐ ÞAR SEM HAGKVÆMAST ER. Laugavegi 13. ins kynntust — enda þótt hann, þótt ótrúlegt væri hefði heldur reynt að forðast hana en hitt — hafði hann góðar reiður á allri fortíð hennar, eða að 33 minnsta kosti þær, sem starfslið ið þarna þekkti. Fyrsta sinn sem þau voru saman, talaði hann við hana í sama kumpánlega tóninum, sem menn nota við hálf baldna krakka, sem jafnframt eru eitthvað töfrandi. Hann sak aði hana aldrei um vafasama for tíð hennar, sagði aldrei: „Hvers vegna gerðirðu það?“, eða „Hvernig gaztu fengið það af þér?“, en kom miklu fremur fram við hana með góðlátlegri hæðni, rétt eins og hahn væri að tala um löngu liðin barna- brek, eins og að naga neglur eða væta rúmið. Og samt gat hún með því að hlusta vand- lega á hann, tekið eftir ofur- lítilli beizkju i þessari stríðni hans, og því meir sem þau nálguðust hvort annað, því aug ljósari varð þessi beizkja. — Hann sagði, að það hefði verið hann, sem beitti brögðum til að koma þér inn í háskól- ann. Halmy átti alltaf við Al- bert Filler. — Það er nú bölvið lygi. sagði Alexa og röddin var harð ari en hún ætlaði henni að vera. — Það geturðu sagt honum næst þegar þið hittist. Og hann sendi henni eitt þess ara augnatillita, hálfhlæjandi og hálfrannsakandi, sem hún bæði óttaðist og særðist af. —Gott og vel, það skal ég segja honum sagði hann og þrýsti andlitinu á hálsinn á henni. — Guð minn góður, hvað þú ilmar vel. Eg var næstum búinn að gleyma, að nokkur gæti þefjað af öðru en svita og grefti. Hún slappaði af og sælutil- finning streymdi um hana alla. Þetta var eins og að liggja í baðkeri, sem fylltist hægt og hægt af volgu vatni. — Ég vildi gjarna fara eitt- hvað út með þér í kvöld, sagði hann, — Heyra svolítinn jazz, dansa, drekka mig fullan, Og svo er hvergi opið í þessum and styggðar bæ. Er þetta ekki 9. APRÍL. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Þú hefur tilhneigingu til að sækjast um of eftir völdum og vilt heldur stjórna en láta stjórna þér. Reyndu að skilja, að þú veizt ekki alltaf bezt. Nautið 20. apríl — 20. maí. Allt virðist ganga á afturfótunum í dag, en það eru tíma- bundnir erfiðleikar, sem þú skalt ekki kippa þér upp við. í kvöld getur brugðið til beggja vona. Hlustaðu á góða tónlist. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Allt virðist fara á ^nnan veg en þú hafðir gert ráð fyrir og ýmsar ráðstafanir þínar fara út um þúfur. Ættingjar þinir eru skapstyggir. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. í dag reynir á kænsku þína í ýmsum málum. Þú mátt vel við una við árangur þann sem næst. Ofmetnastu ekki. Reyndu að gera upp við þig hvaða stefnu er bezt að taka. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Þú verður var við umhyggju og samúð hjá þínum nánustu og skalt meta hlýhug þeirra að verðleikum og reyna að endur- gjalda það þegar betur stendur á. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september. Þú átt erfitt með að líta raunsæjum augum á hlutina og það getur staðið þér fyrir þrifum i dag. Þú færð fréttir frá fjar- stöddum vinum, sem gleðja þig. Vogin 23. september — 22. oktober. Nágrannar þínir eru erfiðir í dag og máttu taka á allir skap- stillingu þinni til að forðast deilur. Þú færð ánægjulegar fréttir í pósti I dag. Drekinn 23. oktober — 21. nóvember. Reyndu að halda starfi og samkvæmislífi aðskildu í dag, ella getur allt farið upp í loft. Vertu viss um vilja þinn áður en þú ákveður þig. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Þú skalt ekki fiska eftir hóli og gullhömrum nema þú sért viss um þú eigir slíkt skilið. Heppilegt að skipuleggja ferðalög næsta sumar. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Þú skalt greiða skuldir þínar og vera síðan gætnari í peninga- málum. Farðu að ráðum, sem góður vinur gefur þér. Vertu heima við í kvöld og taktu lífinu með ró. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Dagurinn verður sérlega ánægjulegur, einhver sá bezti um langan tíma. Gefðu gaum að þvi sem maki þinn eða náinn ættingi hefur til málanna að leggja. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Verk þín bera góðan ávöxt í dag og skaltu gleðjast yfir þvl og ofmetnast hvergi. í kvöld skaltu unna þér hvíldar og bjóða ef til vill fáum og góðum vinum heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.