Morgunblaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 32
Netabátar afla vel á Selvogsbanka Margir bátar fá 50-60 tonn — IVtenn bjartsýnir á að páska- hrotan bregðist ekki í ár MJÖG góður afli hefur verið síð ustu daga á Selvogsbanka, og hafa bátar fengið þar allt upp í 70 tonn af mestmegnis einnar nátta fiski. Bátarnir leggja aðal- lega upp í Vestmannaeyjum, Þor lákshöfn og Grindavík. Fiskur- inn virðist þó á takmörkuðu svæði, og bátarnir veiða þvi æði þétt. Eru menn nú óneitaniega bjartsýnni á horfurnar en oft áð ur, og vonast fastlega eftir þvf, að páskahrotan bregðist ekki að þessu sinni, eins og tvö undan- farin ár. Morgunblaðið aflaði sér upp- lýsinga um aflabrögðin síðustu daga í helztu verstöðvum við Faxaflóa. Fréttaritari Mbl. í Vestmannaeyjum sagði, að þar væri bjartara yfir mönnum þessa síðustu daga, enda þótt gengið hefði á ýmsu fram til þessa. Afli hefði verið mjög treg ur fram að mánaðamótum og rúmlega tvö þúsund lest- um minni en á sama tíma í fyrra. Sérstaklega hefði aflinn verið lítill hjá bátum, sem veiða í botn vörpu. Væru þeir margir með innan við 100 tonn í heildarafla. Frá mánaðamótum hefur aflinn mjög glæðzt á miðunum fyrir vestan Eyjar og út að Selvogs- banka. Margir bátar hafa fengið upp í 40-50 tonn, en aðrir munu minna eða 7-8 tonn. Sumir troll bátanna hafa einnig fengið ágæt an afla eða upp í 50 tonn. f Grindavík hafa margir neta bátar landað ágætum afla síð- Framhald á bls. 31 Tveir drengir á ísjaka úr Blöndu í sjó fram — Sáust fyrir tilviljun og var bjargað Blönduósi, 8. apríl. TVEIR drengir á Blönduósi, 10 og 13 ára voru sl. laugardag að fleyta sér á jaka á lítilli vik við ósinn á Blöndu. Áður en þá varði flaut jakinn út í strauminn og barst hratt út á sjó. Af tilvilj- un sá fullorðinn maður, Hlynur Tryggvason, þegar jakann með drengjunum á, rak út úr ósnum. Hann kallaði til þeirra, og bað þá vera rólega, þeir yrðu sóttir. Tveir litlir trefjaplastbátar voru geymdir skammt frá ósn- um. Annar var fastur í gaddi, en hinn hatfði verið losaður skömmu áður, og plankar settir undir hann til að varna þvi að hann frysti aftur niður. Hlynur hljóp að bátnum, og náði í annan mann, Árna Sig- urðsson til aðstoðar. Hofðu þeir snör handtök við að koma bátn- um á flot, og náðu drengjunum heilum á húfi. Var þá jakinn kominn 2—300 metra frá landi. Logn var og ládauður sjór, en stríður straumuT fram úr ánni. — Björn Bergmann. Haförninn er nú laus úr isnum og siglir áleiðis t jj Engiands. Þegar þessi mynd var tekin var Haförninn fastur í ísnum 6 sjómílur vestur af Rauðanúpi, og fengu fjórir skipverjanna sér þá heilsubótargöngu út á ísinn. (Ljósm. Mbl.: Ste ngrimuri. Isbreiðan austanlands nær suður að Hornafirði Hægur SV andvari fær ekki haggað ísnum — Skorfur á nauðsynjum byrjaður að gera vart við sig ENGAR verulegar breytingar hafa orðið á ísnum við landið frá því fyrir helgi, nema hvað isröndin fyrir Austurlandi hef- ur enn færzt nokkuð suður á bóginn. Veðurathugunarmaður- inn á Hornafirði kveðst hafa séð Hvinnskir gestir TVÆR ungar stúlkur heimsóttu pilt aðfaranótt síðastliðins föstu- dags. Áður en þær kvöddu og þökkuðu móttökurnar, hnupluðu þær útvarpstæki og armbands- úri piltsins, auk 1000 króna. Lögreglan hafði hendur í hári stúlknanna. Skiluðu þær úrinu og útvarpinu, en 1000 krónurnar voru gengnar til þurrðar. Þær stöllur munu vera kunningja- konur lögreglunnar. einstaka jaka í kringum Skinn- ey út af Mýrunum, en það er rétt nokkru austan við Hornafjörðinn. Við Norðurland virðast ein- hverjar ísrennur hafa myndazt rétt við landið, en á öllum sigl- ingarleiðum er ástandið óbreytt. Vitavörðurinn á Horni segir, að þar sé renna með landinu 7-9 mílna breið, sem nái eins langt norður og eygi. Við Geirólfsgnúp sé ísinn hinsvegar landfastur, og samfelld breiða þaðan í aust- norðaustur. Á Norðurlandinu er nú suðvestan andvari — svo hæg ur að hann fær engu haggað og er ekki gert ráð fyrir breyting- um í bráð. Siglingarleiðir ófærar á Norð- austurlandi. Við áttum tal við Gunnar Ólafsson, skipherra hjá Land- helgisgæzlunni, en hann fór í ís- flug á sunnudag. Hann kvað ljótt um að litast sérstaklega við Norð i austurlandið, og þar væru sigl- ; ingarleiðir öldungis ófærar. í i Bakkaflóa væri ísbreiðan 4/10 | til 6/10 en mun þéttari úti fyr- ! ir. Fyrir norðanverðu Austur- Framhald á bls. 12 Nýja vorðsbip- inu gefið nain í DAG verður nýja varðskipinu, sem er í smíðum í Álaborg, gef- ið nafn. Eru þeir Pétur Sigurðs- son, forstjóri Landhelgisgæzlunn ar, og Jóhann Hafstein, dóms- málaráðherra, farnir utan til að vera viðstaddir þessa athöfn. Mun ráðherrafrúin væntanlega gefa skipinu nafn, en óstaðfest- ar fregnir herma, að nafn skips ins verði Ægir. Nýja varðskipið á að vera tilbúið til afhendingar síðla í maímánuði. Rikisstjórnin óskar heimildar Alþingis til: 275 millj. kr. erlendrar lántöku — og annarrar lántöku innanlands og erlendis — 113 milljónir verði endurlánaðar Framkvœmdasjóði vegna tjár- festingarlánasjóða og fyrirtœkja 1 Fyrsta sigri íslendinga yfir! dönsku landsliði í handknatt-' leik var vel fagnað í íþrótta- höllinni á sunnudag. Hér er i einn bezti maður ísl. liðsins, Geir Hallsteinsson að smeygja | sér framhjá dönskum varn- armanni til að skora eitt af | sínum 4 mörkum í leiknum. — Sjá nánar á íþróttasíðu ‘ bls. 30. RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um heimild til lántöku vegna framkvæmdaáætlunar fyrir árið 1968. Helztu heimildar- ákvæði frumvarpsins eru þessi: ♦ Fjármálaráðherra er heimilt að taka erlend lán allt að 275 milljónir króna. Heimilt er að gefa út til sölu innanlands ríkisskuldabréf eða spariskírteini allt að 75 milljónir kr. Heimilt er að ábyrgjast lán hjá Viðreisnarsjóði Evrópu- ráðsins að fjárhæð 500 þús- und Bandaríkjadalir, og og skal því fé varið til flug- valla-, hafna- og vegafram- kvæmda á Vestfjörðum. Heimilt er að taka vöru- kaupalán hjá rikisstjóm Bandarikjanna allt að 1 milljón 425 þúsund Banda- rikjadalir. Heimilt er að taka innlend og erlend lán allt að 90 millj. króna vegna smíði tveggja strandferðaskipa. Heimilt er að taka lán að fjárhæð 10 milljónir til tækjakaupa í þágu flugmála og raforkumála. Heimilt er að endurlána Framkvæmdasjóði allt að 113 milljónir króna af því erlenda láni, sem getið er um í fyrsta lið. í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir því, að það fé, sem aflazt mdð sölu ríkisskuldabréfa eða spari- skírteina, svo og endurgreiðslum af áður útgefnum spariskírteina- lánum, með erlendri lántöku að frádregnum ofangreindum 113 milljónum og með PL-480 láni verði varið sem hér segir: Rafmagnsveitur rikisins 20.3 Raforkumál, sérstakar framkvæmdir 15.0 Gufuveita í Reykjahlíð 7.2 Jarðborinn á Reykjanesi 3.6 Landshafnir 40.0 Vegir 82.6 Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.