Morgunblaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1«(W. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Rits tj órnar f ulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: ílausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. HAGUR FLUGFELAGS ÍSLANDS - Ákvörðun De Gaulle 'T’ins og frá er skýrt á öðr- ^ um stað í blaðinu, hefur allmikill rekstrarhalli orðið hjá Flugfélagi fslands á sl. ári, og félagið eins og fleiri íslenzk fyrirtæki átt í fjár- hagsörðugleikum, sem m. a. hafa valdið því, að ógjörlegt var að greiða arð að þessu - sinni, en félagið hefur á und- anförnum árum stöðugt greitt hluthöfum 10% arð, og mun væntanlega geta gert það í framtíðinni og e.t.v. greitt hærri arð og bætt hluthöfum það upp, að þeir ekki fengu arðgreiðslur að þessu sinni. Þótt halli yrði á rekstri flug félagsins síðastliðið ár, er miklu bjartara framundan. Þannig sýnir rekstur þotunn- ar góða afkomu strax í byrj- un og sama er að segja um rekstur Friendship flugfélag- anna, en hins vegar hafa hin gömlu og úreltu tæki, sem voru mikið í notkun á sl. ári, valdið rekstrarhallanum, og fjárhagserfiðleikar félagsins stafa að mestu leyti af því, að ekki hefur reynzt unnt að -«elja hinar gömlu vélar. En nú þegar flug félagsins er að langmestu leyti stund- að með hinum nýju og góðu flugvélum, er ljóst að hagur félagsins batnar mjög og fyllsta ástæða til að ætla, að hann geti innan skamms orð- ið mjög góður. Að vísu er lagður þungur baggi útgjalda á félagið með því að heimila ekki rekstur þotunnar frá Reykjavíkurflug velli. Eftir því sem Morgun- blaðið kemst næst, eru allir sérfræðingar sammála um, að þotuna megi reka með fyllsta “öryggi frá Reykjavíkurflug- velli, enda munu styttri flug- brautir notaðar fyrir þessa gerð flugvéla erlendis og flugvellir, þar sem um miklu meiri hindranir er að ræða í aðflugi. Flugfélaginu var neitað um ríkisábyrgð fyrir láni til þotu kaupanna, nema fyrir lægi, að unnt væri að reka flug- vélina með hagstæðum hætti frá Keflavíkurflugvelli. Var það útaf fyrir sig eðlilegt að gera slíka athugun, ef í ljós •kæmi, að óþægindi yrðu af rekstri vélarinnar frá Reykja vík. En þegar félagið á í erfið leikum og atvinnulíf lands- manna er með allra erfiðasta móti, sýnist fráleitt að auka útgjöld af rekstri þessa glæsi lega farkosts um 10—20 millj. á ári, nema ef það væri gert af öryggisástæðum. En eins og áður segir, telja þeir, sem þekkingu hafa á þessu sviði, að fyllsta örygg- is væri gætt við rekstur þot- unnar frá Reykjavíkurflug- velli, og þá ættu ekki þeir, sem ekki hafa þekkingu á þessu sviði, að standa í vegi fyrir hagkvæmum og eðlileg- um rekstri. Þar að auki eykst nú samkeppni erlendra flug- félaga, og því enn frekari ástæður til að reyna að bæta samkeppnisaðstöðu íslenzku félaganna. WÐ SAMA HEY- GARÐSHORNIÐ 'T’íminn er enn í gær við -*■ sama heygarðshornið og reynir að kenna ríkisstjórn- inni um þá erfiðleika, sem ýmis kaupfélaganna eru nú í, rétt eins og ríkisstjórnin hafi stjórnað rekstri þessara félaga undanfarin ár og ára- tugi. Morgunblaðið hefur óskað eftir því, að Tíminn upplýsti hversu mikið fjármagn sam- vinnufélögin hafa að láni frá bönkum og af því fé, sem bundið er í lánsdeildum, svo að unnt væri að taka afstöðu til þess, hvort eitthvert rétt- mæti er fólgið í þeim ásökun- um, að samvinnufélögin hafi óeðlilega lítið lánsfjármagn. Þessar upplýsingar hafa ekki fengizt, og ætti það þó að vera lágmarkskrafa, að þær yrðu gefnar, áður en haldið er áfram þeim áróðri, að sam vinnufélögin séu í svelti að því er lánsfjármagn varðar. Morgunblaðið tekur hins vegar undir það, að mikil vá er fyrir dyrum í mörgum hér uðum, þar sem bændur fá ekki áburð sinn, vegna þess að kaupfélögin geta ékki sett tryggingar fyrir greiðslu hans. Engir ættu þó að vita það betur en verzlanirnar sjálfar, hvernig þær stóðu fjárhagslega, og hvaða líkur voru til þess að þær gætu greitt afurðir sínar eða tryggt greiðslu þeirra. Kaupfélögin höfðu því vissulega átt að gera almenningi og stjórnar- völdum grein fyrir því fyrir mörgum mánuðum, hvernig hag þeirra var komið, svo að tóm ynnist til að athuga, hvað unnt væri að gera til að auð- velda bændum áburðarkaup. En hitt, að rjúka nú upp til handa og fóta, þegar allt er komið í óefni og ætla að saka ríkisvaldið fyrir eigin afglöp, er sízt til þess fallið að greiða fram úr þeim mikla vanda, sem bændur standa nú frammi fyrir víða um land. Framhald af bls. 1 fyrir fundinn ræddi hann við Pompidou forsætisráðherra, og í ræðu sinnj gaf hann í skyn að breytingar yrðu gerðar á stjórn- inni. Á stjórnarfundinum var rætt um hið alvarlega ástand sem ríkt hefur í landinu í þrjár vikur, en um 8—10 milljónir Frakka eru nú í verkfalli og þær raddir hafa gerzt æ háværari að forset- inn og stjórn hans verði að segja af sér. • De Gaulle fór í gær til sveita- seturs síns til að hugsa í ró og næði um hvað til bragðs skyldi taka, og kom ferð hans þeim orð rómi á kreik að hann mundi segja af sér. En í morgun efldist sú skoðun að hann mundi gegna áfram forsetaembættinu og taka ástandið föstum tökum. Útvarps- ræðan staðfesti síðan þessa skoð- un. • Mikill fjöldafundur var hald- inn til stuðnings de Gaulles á Concorde-torgi í París skömmu eftir að hann hélt ræðu sína og síðan var farið- í hópgöngu. Þjóðaratkvæði frestað. De Gaulle talaði til þjóðarinn- ar í útvarpi þar sem sjónvarps- starfsmenn eru í verkfalli og stóð ræða hans í sex mínútur. Rödd hans var þróttmikil og ákveðin og hann virtist vera í baráttuhug eftir áð hafa lítið hafzt að á undanförnum tveimur vikum meðan verkföll hafa stöð- ugt breiðzt út. Hann talaði í stutt um hnitmiðuðum setningum og kvaðst mundi taka til athugunar „aðrar ráðstafanir en tafarlausar kosningar“ til að halda uppi lög- um og reglu ef haldið yrði áfram að ógna ríkisstjórninni með valdi. „Eins og nú er ástatt," sagði de Gaulle, „læt ég ekki í minni pokann. Ég hef umbo'ð frá þjóð- inni. Því mun ég framfylgja. Ég mun ekki skipta um forsætisráð- herra, sem á virðingu allra skilið fyrir kosti sína, hæfni og festu. Hann mun leggja fram tillögur um þær breytingar, sem hann tel ur nauðsynlegar á skipun stjórn- arinnar.“ De Gaulle og stjórn hans hafa virzt hikandi gagnvart verkföll- unum, sem hafa lamað atvinnu- líf í Frakklandi og ná til 8—10 milljón verkamanna, en nú gaf forsetinn í skyn að þolinmæði hans væri á þrotum og hann hygðist beita valdi ríkisstjórnar- innar til að gera kröftugar gagn- ráðstafanir. Forsetinn sagði, að hann hefði ákveðið að fresta þjó’ðaratkvæða greiðslu þeirri sem hann hugðist halda 16. júní um tillögur sínar um úrbætur í kennslumálum og efnahagsmálum þar sem slíkt þjóðaratkvæði væri óframkvæm anlegt í reynd eins og nú væri ástatt. Hann sagði, að þingkosn- ingarnar yrðu haldnar á þeim tíma sem kveðið væri á um í stjórnarskránni, en þar segir að kosningar skuli fara fram 20-—40 dögum eftir að þing hefur veriS roffð, „nema því aðeins að til- raun verði gerð til þess að múl- binda alla frönsku þjóðina og koma í veg fyrir að hún geti látið í ljós skoðanir sínar, með sömu ráðum og stúdentum er meinað að stunda nám, kennur- um að kenna og verkamönnum að vinna. Aðferðirnar eru kúgun, blekking og harðstjórn, sem beitt er af hópum sem lengi hafa verið Er vonandi að Framsóknar foringjarnir hafi vit á því að láta af þessum fávíslega áróðri, og reyna þess í stað að vinna að því með öllum ábyrgum aðilum í landinu að finna leiðir til að leysa hinn brýna vanda, sem bændur — og raunar þjóðin öll — stend ur frammi fyrir vegna fjár- hagserfiðleika fjölda kaupfé- laga. skipulag'ðir í þessum tilgangi af flokki sem er einræðissinnaður, þótt hann hafi keppinauta að þessu leyti,“ sagði forsetinn. Ræddi við herforingja. Lengi vel var ekkert vitað hvar de Gaulle hélt sig frá því um hádegi til kl. 18.45 í gær, en samkvæmt fréttum frá Mulhouse í Austur-Frakklandi dvaldist de Gaulle þar í heimsókn og ræddi við nokkra herforingja. AFP hermir að hann hafi snætt há- degisverð með konu sinni, tengda syni, de Boissieu hershöfðdngja og einnig hitti hann nokkra aðra ónafngreinda hershöfðingja að máli, að sögn fréttastofunnar. Forsetinn sneri aftur til Parísar um hádegisbilið í dag. Ákvörðun de Gaulles um að láta til skarar skríða hafa ger- breytt því umrótarástandi sem ríkt hefur í tvær vikur. 1 gær voru ráðherrar er héldu á fund Georges Pompiodou forsætisráð- herra niðurdregnir og virtust telja sig nauðbeygða að láta reka á reiðanum. Eftir ræðu forsetans voru þeir kátir og hressir. Öll almenn þjónusta í Frakk- landi hefur lamazt vegna verk- fallanna, járnbrautalestir, neðan- jarðarlestir Parísar og strætis- vagnar eru hættir að ganga, póst ur er ekki borinn út, hundruð verksmiðja eru.á valdi verka- manna, rafmagnslaust er víða 1 París og öðrum borgum og engir fá benzín nema me'ð undanþágu og jafnvej þeir sem hafa slíka undanþágu eiga fullt í fangi með að fá benzín. í ræðu sinni sagði de Gaulle, að borgarar um gervallt Frakk- land yrðu að láta til sin taka. Sennilega munu slíkar aðgerðir lýsa sér í því, að borgarar koma á fót nefndum til stuðnings ríkis- stjórninni, og efna til fjöldaað- gérða svipuðum þeim og verka- menn, stúdentar og vinstrisinnar hafa efnt til að undanförnu. De Gaulle boða'ði engar tilslakanir til þess að fá verkamenn til að hefja vinnu að nýju. Samninga- viðræður stjórnarinnar við verka menn hafa farið út um þúfur og enginn nýr fundur verið boðað- ur. Verkamenn í verksmiðjum hafa hafnað samkomulagi stjórn arinnar, vinnurekenda og verka- lýðsfélaga um 10% kauphækkun. Mörg verkalýðsfélög hafa látið af kaupkröfum og sett þa'ð skilyrði fyrir að hefja aftur vinnu að skipt verði um ríkisstjórn. í ræðu sinni sagði de Gaulle: —- Einræðisstjórn ógnar Frakk- landi. Gerð hefur verið tilraun til að neyða þjóðina til að gefast upp fyrir valdi, sem þröngvað verður upp á hana ef hún gefur sig örvæntingunni á vald. Þetta vald verður í aðalatrfðum vald sigurvegarans, það er að segja greinilegt vald kommúnistaein- ræðis. Að sjálfsögðu verður þetta vald dulbúið í fyrstu og metorða fíkni og hatur afdánkaðra stjórn málamanna notað til þess að breiða yfir það, en síðan glata þessir menn öllu nema áhrifum sínum, sem eru ekki mikil. De Gaulle lauk ræ'ðu sinni með þessum orðum: — Lýðveldfð mun ekki afsala sér völdum. Þjóðin mun sameinast á ný. Framfarir, sjálfstæði og friður munu sigra ásamt frelsinu. Lengi lifi lýðveld ið. Lengi lifi Frakkland. 500.000 hylla de Gaulle. Rúmlega 100.000 manns söfn- uðust síðdegis í dag á Concorde- torgi þar sem haldinn var fundur til stuðnings de Gaulle. Verzlun- um við Rue Royale, sem liggur frá Concorde-torgi til Madeleine- kirkju, var lokað, öll bílaum- ferð á torginu var bönnuð og hlið hinna fögru Tuileries-garða prýdd með rauðum, hvítum og bláum fánum og Lorraine-krossi gaullista. 15 lögreglubílar voru hafðir til taks ef vera kynni að til óeirða kæmi. Lítil flugvél flaug yfir torginu og varpaði niður flugmið um þar sem skorað var á fólk að verja lýðveldið og hafna stjórnleysi. Allt var með kyrr- um kjörum umhverfis aðsetur forsetans, Elysse-höll og ekki reyndist nauðsynlegt a’ð senda liðsauka þangað. Þegar fundurinn á Concorde- torgi hófst er talið að sögn lög- reglunnar að um 500.000 manns hafi verið þar samankomnir. Hvarvetna mátti sjá hinn þrílita fána Frakklands, fána með Lorraine-krossinum og myndir af de Gaulle, sem sumar vonx með áletrununum: „De Gaulle táknar friður." Vígorðin á fundinum voru: „Frakkar, hverfið aftur til vinnu ykkar“ og „Mitterand í gálgann." Frá Concorde-torgi var farið í hópgöngu eftir Champs Elysse. Franskir fallhlífaliðar með alpa- húfur gengu í broddi fylkingar. Mikið var af ungu fólki, en mið- aldra fólk var í meirihluta. Nokkrir þingmenn gaullista tóku þátt í göngunni. Bornir voru margir herfánar, meðal annars úr Alsírstríðinu. Mannfjöldinn á götunum og áhorfendur á gang- stéttum sungu hvað eftir annað franska þjóðsönginn. Hótun, segja vinstrimenn. Andstæðingar de Gaulles hafa farið hörðum orðum um ræðu hans. Daniel Mayer, fyrrverandi aðal ritari sósíalistaflokksins og nú- verandi forseti mannréttinda- bandalagsins, sagði að ræða de Gaulles hefði verið ögrun, hótun og eins konar hvatning til borg- arastyrjaldar, sem sameinaðir vinstrimenn yrðu að svara með festu. Leiðtogi þingflokks kommún- ista, Robert Ballanger, sagði að forsetinn hefði hvatt til stofnun- ar borgaranefnda sem beint yrði gegn verkfallsmönnum og leiða mundi yfir þjóðina sama hörmungarástand og á árunum 1920 til 1924. Hann sagði, að verk fallinu yrði haldið áfram og verkamenn mundu beita sér áf alefli í kosningabaráttunni og sigra de Gaulle, sem hann sakaði um að hafa komið á eymd, auð- mýkingu og árekstrum. James Marange, aðalritari kennarasam- bandsins, sagði að de Gaulle hefði sagt frönsku þjóðinni stríð á hendur, en aðalritari gaullista- flokksins, Robert Poujade, sagði að franska þjóðin hefði heyrt rödd frelsisins í ræðu de Gaulles. Ritari verkalýðssambands sós- íalista skoraði á verkamenn að halda verkfallinu áfram en sýna rósemi. Verkalýðssamband ka- þólskra ítrekaði fyrirmæli sín til verkamanna að hraða viðræðun- um við vinnuveitendur. Óvissa í fjármálum. Banka- og fjármálamenn tóku misjafnlega í ræðu de Gaulles. Bankamenn töldu, að ákvörðun de Gaulles um að segja af sér mundi endurvekja traustið á frankanum, en aðrir töldu að líða mundi á löngu þar til sigrast mætti á þeim erfiðleikum er skap azt hafi vegna þess að traust manna á frönskum fjármálum hefði beðið hnekki, enda þótt de Gaulle tækist ef til vill að fá verkamenn til að hefja vinnu að nýju. Þúsundir banka í Vestur- Evrópu hættu í dag að kaupa franskan gjaldmiðil, en vegna ástandsins í Frakklandi hafa sem flestir reynt að losa sig við franska mynt. Víða er því spáð að gengi frankans verði fellt. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í Frakklandi í dag áður en de Gaulle hélt ræðu sína óttast nær þriðjungur Parísar- búa að núverandi öngþveiti leiði til byltingar, borgarastyrjaldar eða stjórnleysis. Álit manna á de Gaulle, Mitterand, lögreglunni, stúdentum og þinginu hefur dvín að síðan vandræðin hófust, en álit manna á Pompidou forsætis- ráðherra, Pierre Mendes-France og verkalýðsfélögunum hefur aukizt. Allir stjórnmálaflokkar hafa beðið álitshnekki, mest gaull istar. 50% voru á móti mótmæla- aðgerðum stúdenta, en 42% með þeim, og hefur óánægja með þær aukizt. 15% sögðust hafa meira álit á dé Gaulle en 55% minna síðan vandræðin hófust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.