Morgunblaðið - 31.05.1968, Page 21

Morgunblaðið - 31.05.1968, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1D68. 21 - SÍLDARVERKS. Framhald aí bls. 12 Engin síldarleit var stunduð úr flugvélum árið 1967, enda síldin svo að segja hætt að vaða á yfirborði sjávar. Frétta-og upplýsingamiðstöðv- ar voru reknar á Raufarhöfn, Dalatanga og um tíma á Siglu- firði á vegum Síldarleitarinnar. Veitti Barði Barðason, skipstjóri þeirri þjónustu forstöðu eins og undanfarin ár. Dásamleg björgun Að morgni hins 28. ágúst barst Slysavarnafélagi íslands vitn- eskja um, að m.s. Stíganda frá Ólafsfirði væri saknað. Erind- reki Slysavarnafélagsins, Hann- es Hafstein, brá hart við og var skipulögð leit að skipbrotsmönn unum hafin. Voru undirtektir skipstjóra og áhafna síldveiði- skipanna svo skjótar og góðar, að fyrir hádegi sama dag hafði allur síldveiðiflotinn byrjað leit ina. Fylktu skipstjórarnir á m.s. Árna Magnússyni, Páll Guð- mundsson og skipstjórinn á m.s. Goða, Kristján Sveinsson, skip- unum til, leitar. Að kvöldi sama dags bjargaði m.s. Snæfugl, skipstjóri Bóas Jónsson, er var leigt til síldar- leitar, allri áhöfn m..s Stíganda. Hafði skipið sokkið hinn 23. ágúst og skipsmenn verið á hrakningi í gúmmíbjörgunarbáti í 4 sólarhringa og 17 klukku- stundir, er þeim var bjargað. Var mikill fögnuður um allt land yfir þessari dásamlegu björgun. Að lokinni leitinni var ákveð- ið að taka upp tilkynninga- skyldu fiskiskipa svo að þess yrði fljótlega vart, ef óvænt slys sem þetta bæri að höndum. Koma verður í veg fyrir rányrkju Veiðiflotar margra þjóða sækja í sívaxandi mæli á síldar- miðin í Norður-Atlantshafi, þótt þau hafi, að verulegu leyti, færzt frá landi út á yztu vastir. Vér íslendingar höfum friðað uppvaxandi smásíld og millisíld fyrir veiði íslenzkra síldveiði- skipa, en því miður gegnir ekki sama máli um helztu keppinauta vora í síldveiðunum. Þeir hafa ekki gert hliðstæðar ráðstafan- ir. Á sl. ári veiddu Norðmenn um 470 þúsund tonn af 3 og 4 ára millisíld í Varangursfirði í Norður-Noregi og þar í grennd til bræðslu og auk þess veiddu þeir marga tugi þúsunda tonna af kræðu til bræðslu. iÞá veiddu Rússar í Kólafirði um 260 þús- und tonn af þriggja ára milli- síld til bræðslu. Þessi rányrkja í veiðunum vekur ugg um, að norski síldar- stofninn kunni að ganga til þurrðar, einkum þegar haft er í huga, að misbrestur hefur orðið á klaki síldarinnar við Noregs- strendur frá og með árinu 1962, að undanteknum árunum 1963 og 1964, að nokkru leyti. Síld af þessum síðasttöldu ár- göngum hefur orðið fyrir þung- um búsifjum á sl. ári svo sem að framan greinir. Á ráðstefnu Norður-Atlants- hafs fiskveiðinefndarinnar, sem nýlokið er hér í Reykjavík, munu fulltrúar Rússa hafa borið fram tillögu um friðun á upp- vaxandi síld til þess að sporna við ofveiði. Er mikil nauðsyn á, að slík friðun nái samþykki og komi til framkvæmda hjá öllum þeim þjóðum, sem hlut eiga að síld- veiðum í Norður-Atlantshafi, áð ur en það verður um seinan að koma í veg fyrir ,að síldarstofn- inn gangi til þurrðar, vegna gengdarlausarar veiði á milli- síld og kraeðu. Það er allra hagur, að smá- síld hafi frið til þess að vaxa og þroskast til fullra nytja fyr- ir þá, sem síldarútveg stunda, að öðrum kosti er þessum at- vinnuvegi stefnt í bráðan voða fyrr en varir. Horfur á bættri afgreiðslu Síldin, sem veiddist á NA- og A svæðinu sl. ár, var að lang- mestu leyti af klaki áranna 1959 til 1961, þ.e.: 8 ára síld ............. 51.3% 7 ára síld ............. 30.3% 6 ára síld ............. 11.1% Samtals 92.7% Hæstur af öðrum aldursflokk- um var árgangurinn 1950 eða 17 ára síld 1.8%. Er það álit fiski- fræðinga, að síldveiðin í sumar og haust á NA og A svæðinu, muni byggjast svo að segja ein- göngu á síld af norskum stofni og þá fyrst og fremst á árgöng- unum frá 1959 til 1961, þ.e. á 7 til 9 ára gamalli síld. Styrkleiki Pólstraumsins með austurströnd Grænlands og að íslandsströndum virðist hafa aukizt ár frá ári undanfarin 6 til 7 ár með þeim afleiðingum, að ísrek hefur aukizt og sjávarhiti lækkað að miklum mun, svo að þörungagróður hefur minnkað og sjórinn orðið snauður af rauð- átu, kjörátu síldarinnar, fyrir Norðurlandi og víðar þar sem gnótt var átu vikum og mánuð- um saman á grunnslóðum að sumarlagi. Sl. sumar virtist Austur-fs- lands straumurinn, sem liggur beint í suður frá Jan Mayen, vera miklu sterkari og ennþá kaldari en venjulega, og áhrifa hans gæta á breiðara og stærra hafsvæði, en áður. Þegar norska síldin rakst á þenna mikla sjávarkulda eins og kínverskan múr á göngu sinni til vesturs að landinu, sneri hún frá og gekk norðaustur á bóg- inn, eins og fyrr segir. Nokkur hluti norsku síldarinn ar var við Færeyjar í vetur og er hugsanlegt að eitthvað af þeirri síld gangi vestan hins kalda Austur-íslandsstraums upp undir Austfirði sunnan- verða eða jafnvel að suðvestur- strönd landsins þótt það yrði ekki í fyrra. Að öðru leyti eru horfur á því að i sumar muni sildargöng- urnar halda sig langt undan landi, ekki síður en sl. sumar, og óvissa um veiðarnar meiri en nokkurntíma áður. Síldarflutningaskipin m.s. Haf örninn og e.s. Síldin munu halda uppi síldarflutningum af fjar- lægum miðum eins og í fyrra og standa Sildarverksmiðjur ríkis- ins í samningum um að leigja þriðja stóra tankskipið til flutn- inganna. (Samningar hafa nú tek izt um leigu tankskips, sem lest- ar 4.300 til 4.500 tonn í ferð). Þá hafa verið sett bráðabirgða lög um að Síldarútvegsnefnd beiti sér fyrir flutningum á salt- síld frá síldveiðiskipunum á fjar lægum miðum og flutningi á tunnum og öðrum birgðum til skipanna. Er ætlunin að leigja allt að fimm skip til þessara flutninga. Með þessu móti er ætlunin að stuðla að því, að veiðiskipin geti í ríkari mæli en áður saltað sjjd um borð, jafnhliða því sem stunduð sé síldveiði til bræðslu, og bræðusíldinni umskipað í flutningaskip á miðunum. Þótt verð á bræðslusíldaraf- urðum sé ennþá mjög lágt, eru vonir til þess að þær ráðstafan- ir, sem nú eru í deiglunni, verði til þess að bæta afgreiðsluskil- yrði síldveiðiflotans á komandi vertíð svo verulega, að vænta megi bættrar afkomu þeirra, sem síldveiðar stunda, miðað við sl. ár, þrátt fyrir það að síldar- göngurnar kunni að halda sig að mestu leyti á fjarlægum mið- um eins og þá. Saumakonur Konur vanar kápusaumi óskast strax. Upplýsingar í síma milli kl. 16 og 18 og á morgun frá kl. 10—12 fyrir hádegi. Upplýsingar ekki síma. SKIKKJA, Bolholti 6 3. hæð, inngangur frá austurhlið. MÁLNING & JÁRNVÖRUR II.F., Laugavegi 23, símar 11295 & 12876. fyrir ameríska uppsetn- ingu, einfaldar og tvöfaldar, einnig gafflar, borðar og krókar. Koparhúðaðar stangir. Spennistangir. Sundurdregnar kappa- stangir. STANLEY i ■ VERKFÆRI Til sölu Volvo Penta 130 hesta 6 cylindra með gír, nýrri skrúfu og tveimur olíuverkum. Vélin er gíruð niður einn á móti þremur. SKIPA- SALA OG__ ISKIPA- LEIGA Vesturgötu 3, sími 11339. Bedford-eigendur athugið, höfum fengið mikið úrval af varahlutum. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. VÉLVERK H.F., Bíldshöfða 8 — Sími 82452. Bedfordþjónustan. Verzlunin Lamp- inn Laugavegi 87 auglýsir úrval af alls konar heimilislömpum og ljósa- krónum, bæði í nýtízku og hefðbundnum stíl. Eiginn innflutningur frá þekkum verksmiðjum á Norðurlöndum og Vestur- Evrópu. Lampar og skermar frá Lampagerðinni Bast. Innlend framleiðsla, fjöl- breytt úrval. Fyllilega sam- keppnisfært að verði og gæðum, við það sem inn- flutt er. Mjög gott úrval af borð- og gólflömpum. Hentugar tækifærisgjafir. Lítið inn í LAMPANN. Höfum fyrirliggjandi eitt 20 kw, 110 volta, jafn- straums ljósavélarsett með austrdælu og loftþjöppu, fyrir skip, afgreitt með skírteini ,,Det Norske Veritas“. Ennfremur fyrirliggjandi 13 hestafla vélar til notkunar á sjó eða landi. MAGNÚS Ó. ÓLAFSSON Garðastræti 2, Reykjavík. Símar: 10773 — 16083. í fjölbreyttu úrvali. DIESELVÉLAR Laugavegi 15, sími 1-33-33. HANDFRÆSARAR CARBIDE-TENNUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.