Morgunblaðið - 31.05.1968, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 196«.
Arndís Jónsdóttir
Minning
í DAG verður lesin til moldar
Arndís Jónsdóttir, Njálsgötu 9
er andaðist 25. maí.
Amdís var fædd í Fróðhúsum
í Mýrarsýslu 22. desember 1884.
Foreldrar hennar voru Jón bóndi
Kristjánsson bónda á Brekku í
Norðurárdal Árnasonar. Koná
Jóns föður Arndísar var Guð
ríður Helgadóttir frá Mel
Hraunhreppi á Mýrum. Helgi
Brandsson faðir hennar átti Guð-
ríði Þorsteinsdóttur prests á
Staðarhrauni, Einarssonar prests
á Reynivöllum í Kjós Torfa-
sonar prófasts á sama stað, er
var bróðir sr. Jóns Halldórsson-
ar í Hítardal. Þau Arndís og sr.
Bjarni Þorsteinsson tónskáld á
Siglufirði voru systkinabörn. —
Hún átti því til góðra að telja
og bar á ýmsan hátt svipmót
ættar sinnar.
Foreldrar Arndísar eignuðust
og son Helga að nafni, en þau
systkin máttu sjá á bak foreldr-
um sínum ung að árum, á stuttu
árabili. Andaðist móðir þeirra
Guðríður Helgadóttir 1893 og
faðir þeirra Jón Kristjánsson
1895. Hafði þá Helgi verið tekinn
til fósturs að Auðnum á Vatns-
leysuströnd og var síðan búsett-
ur í Keflavík. En Arndís dvald-
ist með föður sínum unz hann
andaðist og hlaut þá fóstur hjá
vinafólki foreldra sinna á Hamri
í Þverárhlíð, hjá þeim hjónuro
Þórunni Eiríksdóttur og Þorr
steini Sigurðssyni. Hlaut hún
þar hið bezta uppeldi og bar
ávallt hlýjan hug og ræktarsemi
til þessa heimilis, er hún taldi
hafa verið sitt annað foreldra-
hús. Arndís var vel gerð kona,
námfús og aflaði sér ung þeirrar
menningar sem hún mátti, eink-
um um saumaskap og húshald.
Hún giftist 29. október 1910
Tryggva Árnasyni frá Syðra-
Langholti í Hrunamannahreppi.
Hann var trésmiður og byggði
mörg hús, þar á meðal nokkrar
kirkjur. En snemma sneri hann
sér að líkkistusmíði og var út-
fararstjóri um langt árabil í
Reykjavík. Tryggvi var smiður
góður, hagsýnn hæfileikamaður.
Þau hjón bjuggu lengst af á
Jón Einarsson
framkvæmda-stjóri
sem andaðist 26. þ.m. verður
jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju laugardaginn 1. júni
kl. 10.30 f.h.
Hólmfríður Eyjólfsdóttir
börn og tengdaböm.
Njálsgötu 9, þar hafði Tryggvi
og verkstæði sitt. Arndísi og
Tryggva búnaðist vel, hús þeirra
var hið vistlegasta, án sérstaks
íburðar. Hjá þeim hjónum voru
tengslin sterk við sveitalífið,
eignuðust þau á efri árum jörð-
ina Suðurkot í Grímsnesi, á fögr-
um stað við Hvítá og Sog, og
dvöldu þar oft á sumrum.
Arndís var kona fríð sýnum,
virðuleg í framgöngu, margfróð
og minnug. Hún var vel gefin
eins og hún átti kyn til, unni
tónlist og skáldskap og las mikið.
Þessi hógværa og hlédræga kona
eignaðist því marga vini er
gleymdu henni eigi þótt árin
liðu, heldur minnast þess hve
gott var að dvelja með henni
og eiga tal við hana. Enda var
hún kona góðviljuð, en margir
komu til hennar húsa vegna
starfs manns hennar.
Þau hjón eignuðust tvo sonu,
Árna, áður hæstaréttardómara,
nú sendiherra í Svíþjóð, kvænt-
an Sigrúnu Ögmundsdóttur, og
ólaf rafmagnsverkfræðing og raf
veitustjóra, kvæntan Sigríði Ingi
mundardóttur. Á heimilinu á
Njálsgötu 9 var ríkjandi reglu-
semi og gestrisni. Komu margir
skólabræður þeirra Árna og Ól-
afs þangað á námsárunum og
áttu þar góðu að mæta.
Árið 1952 andaðist Tryggvi
Árnason eftir nokkra vanheilsu
Eftir það bjó Arndís ein í húsi
þeirra. Var henni mikið yndi að
sjá á heimili sinu barnabörn sín
og aðra vandamenn og vini.
Blessuð sé minning hennar.
Pétnr Þ. Ingjaldsson.
ARNDÍS JÓNSDÓTTIR verður
í dag kvödd hinztu kveðju.
Hér verða ekki rakin æviatriði
hennar, það hefur þegar verið
gert hér á undan. En mig lang-
aði aðeins að minnast hennar
með nokkrum þakklætis- og
kveðjuorðuna fyrir allt, sem
þessi góða kona var mér.
Það er oft athyglisvert hvern-
ig vegir okkar samtíðarmann-
anna liggja saman. Stundum
verða þeir á vegi manns, án þess
að nokkur kynni myndist. En
svo ber einnig við, að við aðra
skapast tengsl, sem vara lengi
og jafnvel ævina alla.
Leiðir okkar Arndísar lágu
fyrst saman áður en ég man
eftir mér. Hún gætti mín þegar
ég var á öðru árinu. Ég kunni
þá, að sjálfsögðu ekki, að meta
umönnun hennar mín vegna. En
seinna sagði móðir min mér frá
henni og minntist hennar þá
Móðir okkar
Katrín Júlíana
Albertsdóttir
verður jarðsungin frá Stykk-
ishólmskirkju laugardaginn 1.
júní kl. 2 e.h.
Dagbjört Davíðsdóttir
Dóra Davíðsdóttir.
Þökkum af alhug auðsýnda
samúð og vinarhug við and-
lát og jarðarför mó'ður minn-
ar, tengdamóður og ömmu
Sólveigar Helgu
Gísladóttur
Siglufirði.
Jónas Asgeirsson
Margrét Ólafsdóttir
Sóiveig Helga Jónasdóttir
Asgeir Jónasson.
Vilhjálmur Ólafsson
fyrrv. bóndi frá Hvammi
á Landi,
verður jar'ðsettur frá Skarðs-
kirkju í Landssveit laugar-
daginn 1. júní kL 2 e. h. —
Kveðjuathöfn verður í Há-
teigskirkju sama dag kl. 10
t h. —
Vandamenn.
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda hluttekningu og vinar-
hug við fráfall og jarðarför
sonar míns, bróður okkar og
mágs
Bergs Gestssonar.
Guð blessi ykkur.
Pálína H. Þorleifsdóttir
Gestur Gestsson
Þorleifur Gestsson
Díana Sjöfn Eiríksdóttir
Júlíus Gestsson
Sigurður Gestsson.
jafnan með hlýjum orðum og
þakkarhug.
En svo var það löngu seinna,
einn sólríkan sumardag, senni-
lega árið 1919, að Arndís heim-
sótti gamlar slóðir. Hún kom
ekki einsömul, í fylgd með henni
voru drengirnir hennar, 6 og 8
ára gamlir.
Hún gisti hjá ömmu minni og
fóstra, Valdísi Erlendsdóttur og
Sigurði Bjarnasyni, en þar átti
ég þá heimili.
Þessi heimsókn Arndísar er
mér enn í dag svo ljós og lifandi.
Mynd hinnar góðlegu og glæsi-
legu konu er mér enn föst í
minni. Svipur hennar var hreinn
og ákveðinn, en þó góðlegur.
Hún var fríð kona. Hárið mikið,
tinnusvart og fór vel, og augun
geislandi kærleiksyl og mildi.
Og þessa mynd geymdi hún vel
þótt aldur færðíst yfir.
Með mér og drengjunum henn-
ar, Árna og Ólafi, tókust þegar
góð kynni, þrátt fyrir aldursmun
nokkurn. Við lékum okkur úti
á Stóratúni allan daginn til
kvölds. Og þessi kynni hafa hald
izt síðan.
Næstu sumur heimsóttu þeir
bræðurnir okkur og Árni dvaldi
nokkur sumur, um tíma, hjá
ömmu og fóstra.
Og árin liðu. — Er ég hóf nám
í Kennaraskólanum haustið 1930,
lágu leiðir okkar enn saman. Þá
varð hið snyrtilega heimili
þeirra hjóna, að Njálsgötu 9,
mitt annað heimili. Þessa minnist
ég nú með hjartans þakklæti til
þeirra hjóna.
Og nú, þegar leiðir skilja í
svip, vil ég sérstaklega þakka
þér, Arndís, umhyggju þína, yl
þinn og birtu, og allt, er þú
hefur verið mér og mínum á
samleið okkar.
Sonum hennar, fjölskyldum
þeirra og öðrum ástvinum fær-
um við hjónin okkar hjartan-
legustu samúðarkveðjur.
Ragnar Gnðleifsson.
Ég undirrituð, sem að undan-
fömu hefi dvalið í Vífils-
sta'ðahæli, vildi mega biðja
Morgunblaðið að flytja sr.
Braga Friðrikssyni alúðar-
þakkir og kveðjur fyrir ynd-
islegar bænarstundir, sem
hann heldur í Vífilsstaðahæli
og veitt hafa sjúklingum þar
huggun og gleði. Ennfremur
Haraldi Adolfssyni, sem að-
stoðað hefir við þessar bæna-
stundir með orgelleik.
Þá vil ég ennfremur mega
nota þetta tækifæri til að
flytja fyrrverandi yfirlækni,
Helga Ingvarssyni og fjöl-
skyldu hans innilegar kveðj-
ur og þakklæti fyrir allt það,
sem hann hefir fyrir mig gert
fyrr og sfðar.
Rannveig B. Óiafsdóttir.
Innilegar þakkir færi ég öll-
um vinum og kunningjum,
nær og fjær, sem glöddu mig
með kveðjum og góðum gjöf-
um á 75 ára afmæli minu
17. maí sL
Hermann Hermannsson
Mjógötu 3, Isafirði.
Lárus Benedikt
Þorleifsson — Minning
HANN var fæddur 21. júní árið
1920 og því tæplega 48 ára er
hann lézt 21. maí sL Lárus var
fæddur að Daðastöðum í Núpa-
sveit þar sem foreldrar hans,
Sigríður Helgadóttir og Þórleif-
ur Benediktsson voru í kaupa-
mennsku fyrstu hjúskaparái
sín. Með foreldrum sínum flutt-
isrt hann frá Daðastöðum að
Sigurðarstöðum á Sléttu, þar
sem faðir hans var ráðsmáður
um tveggja ára skeið og síðar
á Rifi á Sléttu. Þegar Lárus var
sjö ára gamall hófu foreldrar
hans sinn eigin búskap að Garði
í Þistilfirði og fluttist hann þá
þangað með þeim. Að Garði í
Þistilfirði ólst hann upp og hóf
sín fyrstu störf við bú föður
síns en búskap gerði Lárus að
sínu ævistarfi.
Lárus var foreldrum sínum
tryggur og fór aldrei áð heim-
an til annarar vinnu, en hóf þess
í stað félagsbúskap við föður
sinn. Lárus átti eina systur,
Steinunni, og fæddist hún á bú-
skaparárum þeira að Garði. Ár-
ið 1945 tók hann ásamt föður
sínum jörðina Efri-Hóla í Núpa-
sveit á leigu og fluttist þangað
búferlum og bjó þar til dauða-
dags. í Núpasveit lifði hann sín
beztu æviár. Þar unnu þeir
feðgar saman að stækkun jarð-
ar og bús, sléttuðu tún sem fyr-
ir voru og tóku að beita vélum
við búskapinn. Lárus var mjög
félagslyndur maður og átti
marga vini og kunningja og tók
því mikinn þátt í félagsstörf-
Þegar hann fluttist að Efri-Hól-
um lét hann ungmennafélags-
hreyfinguna mjög til sín taka
og var um árabil formaður ung-
mennafélags sveitarinnar og hélt
þar uppi blómlegu starfi. I þeim
félagsskap fann hann að verk-
efnin voru mörg og margvísleg
og gáfu sfarfsglöðu æskufólki
ótæmandi verkefni.
Það var árið 1956 að fundum
okkar Lárusar bar fyrst saman,
er ég dvaldi á heimili hans um
jólin og við vorum orðnir tengd-
ir. Strax við fyrstu kynni duld-
ist mér ekki hvem mann hann
hafði að geyma. Hjálpsemi við
foreldra, systur, systurbörn og
hverja þá er hann gat að ein-
hverju liði or’ðið var honum í
blóð borin og var hann því sí
bætandi þar sem hann fann að
hann gat einhverju komið til
betri vegar. Nú síðustu árin var
hann farinn að kenna lasleika
sem ágerðist og varð þess vald-
andi að þeir feðgar tóku þá
ákvörðun að hætta búskap á
hausti komandi og flytja suður
til Keflavíkur. 1 félagi höfðu
þeir keypt sér fbúð sem befð
komu þessara samrýmdu fe'ðga
til Keflavíkur, en margt fer á
annan veg en ætlað er. Eftir
langan og óvenjuharðan vetur á
því horni landsins sem snjóar,
frosthörkur, stórviðri og hafísar
hafa leikið bændur landsins
hvað harðast lauk Lárus sínu
ævistarfi þar sem hann stóð við
vinnu sína i annríki vorverka og
sauðburðar.
Nú um leið og ég kveð þig
hinztu kveðju og flyt þér þakk-
ir mínar fjrrir allar þær sam-
verustundir sem við höfum átt
saman, flyt ég þér sérstakar
kveðjur og þakkir systur og
systurbama, sem minnast þín
sem bróður og frænda, sem allt
vildi bæta og græða. Eftirlifandi
öldruðum foreldrum votta ég
mína dýpstu samúð og veit að
minningin um hann mun létta
þeim byrðina á þessari sorgar
stundu. Blessuð sé minning þín.
Þórhallur Guðjónsson.
MORGUNBLAOIO
Aðalfundur Grensássóknar
verður haldinn í Breiðagerðisskóla miðvikudaginn
5. júní kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.
Garðyrkjumenn
Tilboð óskast í standsetningu á lóð fyrir fjölbýlis-
hús í Vesturborginni.
Upplýsingar í síma 21586 á kvöldin.
Innilegar þakkir færi ég öll-
um þeim er heimsóttu mig og
sendu mér gjafir, blóm og
skeyti á áttræðisafmæli mínu
5. maí sl. og gerðu mér dag-
inn ógleymanlegan.
Auffbjörg Jensdóttir
Vestri-Skógtjörn, Álftanesi.
öllum vinum minum og
vandamönnum er glöddu mig
á margvíslegan hátt og sýndu
mér sóma á áttræðisafmæli
mínu hinn 25. maí, vil ég færa
mínar innilegustu þakkir.
Þessi afmælisdagur á heimili
dóttur minnar og tengdason-
ar verður mér ógleymanlegur.
Guð blessi ykkur ÖU.
Vilhjálmur Jónsson
Hrafnistu.