Morgunblaðið - 31.05.1968, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAT 19«.
aða við dyrnar. Einhver hafði
komið inn og var að tala við
eldri hjúkrunarkonuna, og rödd
in var alltof hvell svona í sjúkra
stofu, þar sem annars var hljótt
eins og í kirkju. Nemetz leit í
áttina og sá mágkonu sína.
Áður en hann fór sjálfur í
sjúkrahúsið, hafði hann beðið
Irene að hringja til hennar og
segja, að börnin væru fundin.
Nú kom hún stikandi milli rúm-
anna. Hún dæsti þunglega, rétt
eins og hún hefði hlaupið alla
leiðina. Stór, þung tár hrundu
niður kinnar hennar. Hún lét
alltaf tilfinningar sínar í ljós
með talsverðri ákefð, og Nem-
etz velti því fyrir sér, hvort
hann ætti að þagga niður
í henni, áður en hún hræddi
börnin í hugsunarleysi sínu.
Þeim líður vel, laug hann og
greip í handlegginn á henni til
þess að reyna að stöðva hana.
— Pétur! æpti hún og greip
andann á lofti. Mér var sagt
niðri að þú værir á hættulegu
skránni.
Drengurinn leit á hana, manna
legur á svipinn. Það er ég
sannarlega ekki. Sérðu það ekki.
Hún tók að skjálfa. Þú ert
særður! æpti hún. Guð minn
góður, þú ert særður!
Eldri hjúkrunarkonan reyndi
að þagga niður í henni, en hún
heyrði það alls ekki. Ekki
nema það þó! Að segja móður,
að drengurinn hennar sé á
hættuskránni, þegar hann er
það ekki-
Nemetz tók eftir því, að Agnes
var vöknuð og horfði á hana.
Það var ég, sem hann átti
við, sagði hún með skærri barns
rödd.
Lilla sneri sér og horfði á
dóttur sína, ringluð og hissa,
rétt eins og hún væri nú fyrst
að verða þess vör, að hún ætti
dóttur.
Ert þú ... á hættulistan-
um? spurði hún bjánalega.
— Já, mamma. Það er ekki
hann Pétur, heldur ég. Hún svar
aði með allri þeirri rósemi og
fyrirgefningu, sem einkennir
gamla og lífsþreytta mannveru.
Lilla Nemetz fór aftur að
gráta.
— Hvers vegna hlaupið þið
burt í gær? Hvert fóruð þið?
Vissuð þið ekki, að ég var að
leita að ykkur, eins og vitlaus
manneskja?
Láttu hana vera! sagði Ne-
metz reiðilega. Geturðu ékki
séð, að hún er . .. hann leitaði
að orðinu . .. þreytt?
69
Við fórum með honum Sant-
or Galambos, sagði Pétur.
Alveg út í Ferenc-breiðgötu.
Hann ætlaði að sýna okkur rúss
neska skriðdrekann, sem kunn-
ingjar hans sprengdu í loft upp.
En svo voru allt í einu komnir
Rússar allsstaðar. Við urðum að
fela okkur í kjallara. Það hefði
verið allt í lagi, hefðu ekki ein-
hverjir strákar farið að kasta
handsprengjum á Rússana og
skjóta á þá.
— Þeir lofuðu mér líka að
skjóta, sagði Agnes. Ég drap
tvo Rússa.
— Víst gerði hún það ekki,
sagði drengurinn. Þeir lofuðu
henni ekki að skjóta. Og hún
vildi það heldur ekki. Hún var
nefnilega hrædd ... Hann þagn
aði og sagði svo eftir nokkra
umhugsun: Ég var nú reynd
ar hræddur líka.
Agnes dó um sexleytið þetta
kvöld.
Nemetz fékk mágkonu sína til
að fara heim, en sjálfur varð
hann eftir, til þess að vita, hvort
hann gæti eitthvað gert í sam-
bandi við jarðarförina. Pétur
var sendur heim með móður
sinni, þar eð annar drengur
beið þess að komast í rúmið
hans.
Ég er alveg slegin af þessu,
hvernig fór fyrir henni bróð-
urdóttur yðar, sagði unga hjúkr-
unarkonan við Nemetz, er hann
kvaddi hana. Þetta var svo
indælt barn. Ég er viss um, að
öllum hefur þótt vænt um hana.
ósjálfrátt. Hann vissi þó vel, að
hann var að ljúga.
Seinna varð hann að standa
lengi í biðröð í skrifstofunni
þar sem dánarvottorðin voru af-
hent. Þar stóðu líka menn og
konur, sem höfðu misst einhvern
nákominn. En enginn grét samt
eða kveinaði heldur stóð fólk-
ið þarna með þokukennd augu
og tilfinningarlaust og huggaði
sig við það, að allir hinir voru
sama harmi lostnir.
Klukkustund seinna gekk
hann niður stigann. Sem snöggv
ast datt honum í hug að reyna
að finna Halmy lækni, en hætti
svo við það. Heill dagur við sótt
arsæng barnsins hafði komið
honum til að halda, að sjálfum
væri honum að blæða út.
Hann var kominn niður stig-
ann, er hann fann, að komið var
við handlegginn á honum. Hann
leit við og sá, að Alexa stóð við
hliðina á honum. Hún starði
reiðilega og vanstillt á hann.
Ég er búin að frétta af frænku
yðar, sagði hún og stóð á önd-
inni. — Ég vorkenni henni. En
■ekki yður. Maður getur ekki vor
kennt manni eins og yður.
Þetta kom Nemetz algjörlega
á óvart. Þegar hann sá hana síð-
ast — líklega um fjögurleitið —
hafði hún verið vingjamleg og
viljað allt fyrir hann gera.
— Hvað er að, ungfrú Me-
hely? spurði hann.
hún.
— Kært hvern?
Röddin í honum sannfærði
hana um, að hún væri á villu-
götum.
— Þér hafið ofuiselt Halmy
lækni Rússunum, sagði hún og
þetta var í senn spurning og
fullyrðing, en nú var hún ekki
eins reið og áður.
— Nei, það hef ég ekki. Hann
hristi höfuðið. —- Hvað í ósköp-
unum kemur yður til að halda
það?
— Hann hefur fengið stefnu
frá herstjórninni, sagði hún og
var nú ekki lengur reið, heldur
hrædd. — Það var ekki nein
regluleg stefna. Það kom hing-
að höfuðsmaður fyrir tíu mínút-
um. Hann vildi fá hann með sér
tafarlaust. Zoltan var í miðri
skurðaðgerð. Þá hringdi höfuðs-
maðurinn til herstjórnarinnar og
þar var það gefið eftir að bíða
til morguns. En Halmy læknir á
að mæta þar klukkan níu stund
víslega, og geri bann það ekki,
verður hann sóttur.
Nemetz hugsaði sig um andar-
tak. — Var nokkuð sagt, hvað
þeir vildu honum?
— Höfuðsmaðurinn nefndi, að
þeir hsfðu einhverja kæru á
hann. Ég hélt, að það væruð
þér, sem hefðuð , . . Hún þagn-
aði snögglega, rétt eins og hún
Útgerðarmenn athugið
10—20 tonna bátur óskast til leigu á handfæraveiðar.
Tilboð sendist í pósthólf 229 Akureyri fyrir 10. júní
merkt: „Bátur“.
Grill-kol
fyrir útigrill 10 og 20 punda pokar.
BÚSÁHÖLD, Kjörgarði.
TJOLD
SVEF N POKAR
VINDSÆNGUR
UlMIHMIMf.
IIII MIIIIOIII.
IIIIIIMIIIIIIIIi
nMliim.ni.i..
IIIIIIMIMMIMM
111111111111111111
•MMMMMMMM
MMMIIIIMMI'
1MIMMMIIII*
• MIIMMM'
Miklatorgi, Lækjargötu 4.
31. MAÍ 1968
Hrúturinn 21. marz — 29. apríl
Þú ert fremur þreyttur. Taktu lífinu rólega og farðu snemnui
í nimið.
Nautið 20 apríl — 20. mai
Ræddu við sérfróða menn og vini þína.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní
Skemimtun, fjárráð og kumningjahópur getur komið öllu á
ringulreið Reyndu kyrrlátan stað eða gönguför til að koma
reglu á hugsanir þínar að nýju.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí
Skipulegðu vel vikuna framundain í dag.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst.
Ailt virðist I góðu lagi í kringum þig, en atvik er sike fjarri
virðast geta haft nokkur áhrif á þig.
Meyjan 23. ágúst — 22. september
Þú hefur haldið vel á fjármálunum, nú skaltu reyna að njóta
arðsins. Bjóddu vinuim þínum heim.
Vogin 23. sept. — 22. okt.
Þér vinnast vei’kin vel, vertu léttur í lund svo lengi, sem
auðið er. Dagurinn verður erfiður, en borgar sig vel.
Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv.
Reyndu að koma sem meistu í verk 1 dag, þannig að þvi
verði lokið um helgina, sem mest er aðkallandi. Athugaðu allt
öryggi heimafyrir með kvöldinu.
Bogamaðurinn 22. nóv. — 21. des.
Helgar og mánaðareyðsian er óvenju flókin, reyndu að gefa
þér tíma til að komast til botn í því.
Steingeitin 22 des. — 19. janúar
Sittu á þér og gakktu frá þírnum málum. Það mun reynast
þér erfitt seinna, ef þú gerir það elkki.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Fylgdu venjulegum starfsaðferðum. Eyddu kvöldinu við athugan
ir.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz
Vertu félagslegur í dag. Gleymdu engum. Taiktu tillit til arm-
arra.