Morgunblaðið - 31.05.1968, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1008.
Hermann skoraöi
fallegasta markiö
— en þrjú kJaufamörk sköpuðu
sigur IVIiddlesex Wanderers 4:1
MIDDLESEX Wanderers vann
tilraunalandsliðið 4:2 í mjög
veðurbörðum leik á hálum og
blautum Laugardalsvellinuni,
því slagviðris rigning og rok af
suð-austan herjaði á leikmönn-
um meðan leikurinn stóð yfir
En yfirburðir Bretanna voru ekki
fyrst og fremst fólgnir í því, hve
vanir þeir eru að ieika við vond-
ar aðstaeður, hvað rok og bleytu,
snjó og kulda snertir, heldur
var raunin sú, að íslenzka til-
rauna landsliðið gerði sig sekt
um að þverbrjóta og ráða ekki
við grundvallaratriði, sem hver
skólastrákur í 5. flokki á>fað
valda- — Aðeins eitt mark af
þeim fjórum, sem Bretarnir
skoruðu, má segja að hafi verið
iil viðráðanlegt. En þeir skoruðu
hin þrjú mörkin, kom vankunn-
átta og kæruleysi íslenzku leik-
mannanna Bretunum til hjálp-
ar.
Þrátt fyrir þessa staðreynd
var Ijósasti punkturinn í öllum
leiknum, mark Hermanns Gunn
arssonar á 57. mín. og Hexmann
aðstoðaði einnig við annað mark
ið, sem íslenzka liðið skoraði, er
hann sendi til Guðmundar Þórð-
arsonar, sem hafði af að stýra
knettinum í net Englendinganna,
þótt hann rynni á rassinn við
það.
Mörkin.
Mínúta var frá leikbyrjun er
knötturinn fór yfir marklínu ís-
lenzka marksins. MW. höfðu gert
snöggt upphlaup enda höfðu þeir
vindinn með sér. Vinstri útherj
inn G. Lloyd lék upp að enda-
mörkum rétt við mark íslenzka
liðsins og sendi lausa sendingu
fyrir markið. Sigurður Dagsson
stóð við stöngina og hugðist
handsama knöttinn, en knöttur-
inn snérist úr höndum hans og
rann milli fóta Sigurðar inn fyr-
ir marklínuna.
Annað markið skoraði A. Dead
man er 32 mín voru af leik með
fastri bogaspyrnu, sem Sigurður
Dagsson gerði heiðarlega tilraun
til að verja, en mun hafa stokk-
ið of fljótt upp eftir knettin-
um, og missti hann yfir sig inn
í markið. — Rétt fyrir leikhlé
ekorar svo MW 3:0 og er G.
Lloyd þar enn að verki, framhjá
kyrrstæðum varnarleikmönnum.
Síðari hálfleikur:
Hinar fáu og trúuðu hræður,
sem sáu þennan leik vonuðu að
íslenz'ka liðið hristi af sér slen-
ið í síðari hálfleiknum, þar sem
þeir höfðu nú vindinn með sér.
En önnur varð reyndin. Sama
endurtók sig og í byrjun leiks-
ins. Knötturinn er sendur út á
vinstri kant til Lloyd sem brun-
ar framhjá tveimur íslenzkum
varnarmönnum, án þess að þeir
gerðu nokkuð, sem heitir til að
etöðva hann. Sigurður Dagsson
gerir hið rétta að koma út á
móti Lloyd, en Bretinn nær að
eenda yfir hann í markið. —
Eftir þetta mark er sem íslenzka
liðið hristi úr klaufunum og 12
mín. síðar skorar Hermann Gunn
arsson glæsilegt mark með
hörku jarðarskoti.
Það sem eftir var af leiknum
eóttu íslendingar nokkuð í sig
veðrið, en þó skall hurð oft
nærri hælum að Bretarnir skor-
uðu. En landinn átti síðasta orð-
ið i leiknum er Guðm. Þórðarson
skoraði eftir að hafa hras-
að á hálum vellinum, er hann
var að taka við sendingu frá Her
manni Gunnarssyni og leiknum
lauk stuttu síðar með verðskuld
uðum sigri Middlesex Wanderers
4:2. — Á. Á.
Hinir þýzku gestir Keflvíkinga.
Þýzkt atvinnuliö í boði Keflvíkinga
Leikur 3 leiki hér á landi
HIÐ kunna vestur-þýzka knatt-
spyrnulið Schwarz-Weiss frá Ess-
en er væntanlegt til Islands um
næstu helgi í boði Iþróttabanda-
lags Keflavíkur. Liðið mun leika
þrjá leiki hér á landi, hinn fyrsta
við Keflvíkinga mánudaginn 3.
júní (annan í Hvítasunnu) kl. 4
e.h. í Keflavík. Annar leikurinn
verður svo við nýliðana í I.
deild þ.e. lið Iþróttabandalags
Vestmannaeyja sem fyrir nokkr-
um dögum sigraði Islandsmeist-
arana Vai í I. deild. Fer sá leikur
fram miðvikudaginn 5. júní í
Keflavík. Þriðji og síðasti leikur
Þjóðverjanna verður svo á Laug-
ardalsvellinum föstudaginn 7.
júní og leika þeir þá við úrvals-
lið landsliðsnefndar.
Sterkt atvinnulið.
Schwarz-Weiss er sterkt at-
vinnulið sem náð hefur ágætum
árangri í Þýzkalandi á undan-
förnum árum. Árið 1950 varð
Schwarz-Weiss bikarmeistari
Molar
JAPANSKA Olympíuliðið í
knattspyrnu tapaði hér í
kvöld gegn enska liðinu Ar-
senal með engu marki gegn
fjórum. í hálfleik var staðan
3-0.
Þetta var þriðji sigur Ar-
senal gegn úrvalsliðinu jap-
anska.
EdP-mótiö í kvöld
Guðmundur reynir við 18.21
EOP-MÓTIÐ hefst á Melavellin-
um í kvöld kl. 8 áðalhlutinn, en
keppni í sleggjúkasti hefst kl.
7.30. Góð þátttaka er í mótinu og
meðal keppenda allir okkar beztu
Jofntefli FH
og Houko 3:3
Á miðvikudagskvöldið var fór
fram í Hafnarfirði leikur í ann-
arri deild á milli Hafnarfjarðar-
liðanna F.H. og Hauka. Mjög ó-
hagstætt veður var til knatt-
spyrnukeppni, rok og rigning,
og stóð heldur á annað markið.
Haukar kusu að leika undan
veðrinu í fyrri hálfleiik. í upp-
hafi sóttu F.H. ingar og virtist
veðrið ekki hafa svo mikil áhrif,
en fljótlega tókst Haukum að
sækja og um miðjan fyrri hálf-
leik skorar Jóhann Larsen fyr-
ir Hauka.
Skömmu seinna skorar Her-
bert. Undir lok hálfleiks skora
svo Haukar úr vítaspyrnu og
í leikhléi er staðan 3 mörk gegn
engu Haukum í vil. f síðari hálf-
leik náðu F.H. ingar því aðjafna
metin og voru þar að verki Örn
Hallsteinsson sem skoraði 2
mörk og Helgi Ragnarsson er
skoraði 1 mark. Leiknum lauk
því með jafntefli 3 mörk gegn
3.
Þessi leikur gefur ekki rétta
hugmynd um getu þessara liða
vegna hins óhagstæða veðurs er
var.
Dómari var Óli Ólsen.
frjálsíþróttamenn, konur og ungl
ingar. Meðal þeirra má nefna
Guðmund Hermannsson sem nú
fær annað tækifæri á sumrinu
til að reyna sig í kúluvarpinu.
Verður fróðlegt að sjá hvort
hann bætir metið enn, en á Vor-
móti ÍR varpaði hann 18.21 m.
Þá keppir Jón Þ. Ólafsson í
hástökki en hann var nærri OL-
markinu síðast. Valbjörn Þorláks
son, Erlendur Valdimarsson, Arn
ar Guðmundsson og fleiri eru
einnig meðal keppenda.
------------------ |
Frúarleikfimi
Júdófélagsins
JUDOFÉLAG Reykjavikur hef-
ur ákveðið, vegna milkállar eftir
spurnar, að halda nám/skeið fyr
ir kvenifólik, og miun hátt gráð-
aður judokennari kenna.
Á þessu námskeiði er fyrst
og fre,mst lögð áherzia á líkams
æfingar tffl alhliða þjálfunar, en
eánnig verða kynnt brögð, sem
komið geta að góðu haildi í
sjálfsvörn.
Æfingar verða á mánudögum
ag fimmtudögum kl. 8.30 til kl.
9.30 á kvöldin í æfingasal félags
inis á fimmtu hæð í húsi Júpd-
ter og Mars á Kirkjusandi.
Fyrsta æfing er á fimimtudags-
kvöld 6. júní n.k.
Judonámskeið fyrir drengi er
einnig að hefjast á sama stað,
ag eru æfingar á mánudögum
ag fimmtudögum kl. 6—8 s.d.
Þýz’kalands í knattspyrnu og í
fyrra urðu þeir nr. 2 í „Region-
allígunni.“ Liðið leikur mjög
skemmtilega knattspyrnu og er
mjög vinsælt í heimalandi sínu.
Verður gaman að fylgjast með
leikjum þessa rómaða knatt-
spyrnuliðs hér á landi.
Leikmenn Schwarz-Weiss sem
hingað koma eru 15 talsins en
auk þess þjálfari og 4 fararstjór-
ar, eða alls 20 manns. Eru það
tveir markverðir fimm varaleik-
menn, fjórir ,,tengiliðir“ og fjór-
ir framherjar.
Lið Keflvíkinga.
Lið Í.B.K. sem leikur við þjóð-
verjanna á mánudag (annar í
Hvítasunnu) kl. 4 e.h. verður
þannig skipað:
Kjartan Sigtryggsson, Ástráður
Gunnarsson, Guðni Kjartansson,
Einar Magnússon, Sigurður Al-
bertsson, Hjörtur Zakaríasson,
Karl Hermannsson, Grétar
Magnússon, Einar Gunnarsson,
Magnús Torfason, Jón Ól. Jóns-
Sundlaugarnar
opna á morgun
SUNDLAUGARNAR í Laugar-
dal verða opnaðar almenningi á
morgun. Hefst athöfnin kl. 15.
Mun þá Úlfar Þórðarson fonnað-
ur Laugardalsnefndar afhenda
mannvirkið, en Geir Hallgrims-
son borgarstjóri mun veita því
viðtöku fyrir hönd iborgarinnar.
Herra Ásgeir Ásgeirsson for-
seti íslands miun flytija ávarp,
svo og Gísli Halldórsson forseti
Í.S.Í.
Að þessu loknu mun tfara fram
sundsýninig og sundkeppni. Borg-
arstjóri sagði á fundi með frétta-
mönnum f gær, að hann vildi
hvetja almenning tU að koma og
vera viðstaddan opnunina.
Á lauigardaginn er nýju laug-
arnar verða opnaðar, verður
gömlu Súndlaugunum lokað fyr-
ir fullt og allt kl. 12 á hádegi.
Þegar áðurnefnduim hátíðahöld
um við nýja sundsvæðið er lok-
ið verður sundsvæðið opið al-
menningi til kl. 21.30 á laugar-
dagskvöld og á hvítasunnudag og
2. hvítasunnudag frá kl. 8 til 16.
Sundlaug Vesturbæjar verður
opin á sömu tímum og er þetta
í fyrsta sinn sem útilaugarnar
eru opnar þessa helgidaga.
Ragnar Steingrímsson verður
sundlaugarsitjóri nýju laugamna
og starfslið gömlu lauganna
flytzt þangað. Friðjón Guðbjörns
son munhafa eftirlit með hinu
flókna hreinsi- og blöndunar-
kerfi nýju lauganna.
Sundlaugarnar eru um 2000
fermetrar að flatarmáli, minnsta
breidd er 21 metri en hún er
fimmtíu metra löng, og frá 0,8 í
1,71 metra djúp. Um 800—900
manns geta samtímis verið í
lauginni. Vatnið er klórblandað
og kísilgúrhreinsað.
Sundlaugin verður upplýst frá
öllum veggjum og sundlauigar-
svæðið frá ljóskösturum af þak-
inu yfir áhorfendapöllunum. Þeir
munu rúma um 2100 manns, þar
af um 1800 í sæti. Undir áhorf-
endapöllum eru búnings- og fata-
geymslur og taka þær auk við-
bygginga um 1000 manns á
klúkkustund. Þá er gufubað í
kjallara undir inngangi.
Utanhúss eru 27 steypiböð,
heit og köld, verða 12 þeirra
yfirbyggð. Þá er 38 fermetra
vaðlau'g fyrir smábörn, 6 Snorra-
laugar og tvö sólskýli karla og
kvenna. Verða þau með hitalögn
í gólfi, og eins verður hitalögn
í stéttinni mbðfram laugunum.
Steyptar stéttir eru um 2200 fer-
metrar að stærð og grasfletir
litlu stærri 2300 fermetrar.
Þess skal getið, að frágangi á
mannvirki þessu er enn ekki að
fullu lokið.
100 Keflvíkingai
í víðavangs-
hlaupi
VÍÐAVANGSHLAUP IBK fer
fram við íþróttavöllinn 1
kvöld kl. 8.30. Þátttakendur
verða um 100 talsins og keppt
er í 5 flokkum, frá fullorðn-
um og niður í flokk 12 ára og
yngri. Langmest þátttaka er í
yngsta öokki, en þar eru kepp
endur um 70 talsins.
Nú ættu Keflvíkingar að
nota tækifærið og koma að
hinum glæsilega nýja íþrótta-
velli kaupstaðarins og horfa á
upphaf og endi víðavangs-
hlaupsins, hvetja hinn stóra
keppendahóp til dáða.