Morgunblaðið - 23.06.1968, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.06.1968, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1953 Ófl slófít um 'sins Gestur Guðfinnsson: er hún Esja 66 „Söm ESJAN er eins og útspýtt hunds- skinn á landakortinu og skækl- arnir togaðir í ailar áttir. í raun og veru er hún öll á lengdina, liklega einir tólf eða þrettán krn vestan frá Blikdalskjafti og aust ur að Móskarðshnúkum. Reynd ar ættu Móskarðshnúkar að mín um dómi að færast á efnaihags- reikning Esju, landfræðilega séð er þetta allt ein heild, og lægjoi þá takmörk hennar að austan um Svínaskarð. En ég eftirlæt Esjufræðingum að skera úr því. Breiddin er hinsvegar ekki alls- staðar mikil og á Móskarðshnúk unum gætum við sem hægast set ið klofvega og barið fótastokk- inn, þótt fyrir lítið kæmi. Söm er hún Esja,/ samur er hann Keilir,/ eins er Skjaldbreið /og á Ingólfs dögum, kvað Bjarni Thorarensen á sínum tíma. Trú- lega er þetta rétt. Esjan er sjálf sagt svipuð og fyrir þúsund ár- um, það væri þá helzt '’gróður- farið, sem tekið hefði einihverj- um breytingum. Líklegt má t.d. teljast, að skógur hafi þá náð eitthvað upp eftir hlíðum Esju og hefur það auðvitað haft áhrif á útlitið. Ekki er þó ætlunin að fara hér mikið út í söguna. Sjálf sagt vita flestir, að Esjan tilheyr ir Kjalamesinu og Kjósinni, sam kvæmt gamalli hreppaskiptingu. En að öðru leyti er þekking manna á fjallinu að sjáifsögðu misjafnleg ýtarleg, einn veit þetta, annar hitt. Það fer eftir áhugamálum hvers og eins. T.d. vita þeir, sem við trjárækt fást, allt mögulegt um skógræktar- stöð ríkisins að Mógilsá, laxveiði menn gerþekkja sögu og rekstur Köllaf jarðarstöðvarinnar og kunna frá því að segja, að vatnið í henni sé ættað úr Esjunni, eggjatínslumenn vita hvar helzt er að finna hreiður veiðibj'úi- unnar, sem verpir í Blikdals- drögum, og til eru þeir, sem rak ið geta söguna um kalknámið og gullleitina í þessu merkil. fjalli. astnefnda og miðast einkum og sér í lagi við þá, sem hyggjast leggja til atlögu við fjallið, í því skyni verður m.a. bent á helztu leiðir, sem um er að velja. Fyrst skal þó vikið lítillega að hæð- inni. Fyrir fjallgöngumenn er hæð fjallanna alltaf þýðingarmikið atriði. Miðað við Vestfjarðafjöll- in getum við sagt, að Esjan sé svona meðalfjall eða kannski ríf lega það. Öðru máli gegnir, ef við berum hana saman við Aust fjarðafjöllin, þau bera flest höf uð og herðar yfir hana, að ég nú ekki tali um bæjarfjall þeirra öræfinga, Vatnajökul sjálfan, þar sem Hvannadalshnúkur trón ar í meira en tvöfaldri hæð Esju. Það er eins gott fyrir Esju fara að vera ekki með nein merkilegheit í þessum efnum, þegar þeir koma þar í sveit, ef þeir vilja ekki verða sér til skammar. Svo einkennilega vill til, að við höfum lengsf af búið við ranga hæðartölu hvað Esju á- hrærir. Á herforingjaráðskortinu er hún talin hæst á fjallsegginni upp undan Þverárkoti, 909 m, þar sem í daglegiu tali hefur ver ið kallaður Hátindur. Nafnið hef ur verið einskonar staðfesting á því, að þarna væri fjallið hæst. Við síðustu landmælingar kom hinsvegar tvennt nýtt í ljós varð andi hæð Esju. í fyrsta lagi er mesta hæð hennar ekki 909 m, heldur 918 m. Og í öðru lagi er hátindiurinn ekki á Hátindi, held ur allmiklu vestar eða upp und an Kistufelli, við gætum kallað staðinn Kistufellsbungu til hægð arauka, þangað til lögleg skírn hiefur farið fram. Það má um þessa uppgötvun segja með nokkrum rétti, að hækkar hag- ur strympu, ef leyfilegt er að nota svo óvirðulegt orðalag um þetta fyrirmyndarfjall, en sum- um hefur orðið hált á þeirri hdlunni. segja megi, að allsstaðar sé fært gangandi manni, en þó er mikill munur á hver leiðin er valin. Hér verður þó einungis rætt ■um þá hliðina, sem að Reykvík- ingum snýr, ég hef aldrei svik- izt aftan að henni eða farið á bak við hana, enda ekki talið til fyrirmyndar að koma þann- ig fram við einn eða neinn, sízt við kunningja sína. Algengasta leiðin á fjallið er líklega upp frá Mógilsá. Það má heita torfærulaus leið, aflíðandi grasbrekkiur neðan til, síðan all- bratt'ur skriðuikafli og efst nokik ur klettabelti, jafnvel þeir loft- hræddustu fara þetta auðveld- lega með hjálp guðs og góðra mann án þess að finma til óþæg inda svo teljandi sé. Þessi leið hefur að minnsta kosti eitt fram yfir aðrar leiðir á Esju. í dálít- illi vörðu, sem er þarna á brún- inni, er gestabók í vönduðu málmlhylki, þar sem hver og einn getur skráð nafm sitt ásamt viðeigandi athugasemdum um ferðalagið. Þar geymast nöfn Esjufara síðan um ókomnar ald- ir, frægð þeirra blífur, eins og lamdkönnuðanna ódauðlegu. — Þeir, sem blaða í þessari gesta- bók, t.d. að svo sem þúsund ár- um liðnum, eiga kannski eftir að reka sig á eitthvað í líkingu við eftirfarandi klausu: Ferða- félag íslands. 28. júlí 1968. Sól- skin og blíðskaiparveður. Dásam legt útsýni. Skyggni ágæft eða nánar tiltekið um 150 milljónir kílómetra. Jón Jónsson, Sést- valiagöbu 3, Reykjavík. Og síð- an áframhaldandi nafinaruna. Vinsæl leið í seinni tíð er líka upp öxlina frá Þverárkoti með sinn dalinn til hvorrar handar, Grafardal að vestan, Þverárdal að austan. Ofantil minmir sú leið töluvert á tröppurnar upp að Matthíasarkirkjunmi á Akureyri, en er ívið brattari og arkitekt- inn hefur leyft sér meiri frávik frá því almenna og viðurkennda en sá fyrir norðan. Þama kem ur maður beint upp á Hátind Esju. Við blasir mikil og fögur fjallasýn, hvert sem litið er, en þó einkum inn til jöklanna. Fólk stjáklar um í hrifningu and artaksins og undrast allan þenn- an mikilleik, loks segja þó þarfir líkamans til sín, sumir tylla sér niður og taka til við nestisbitann, aðrir hverfa bak við einhverja blessaða ójöfnuna í landslaginu, hér er auðvitað engin soffían. Ég hef stundum mælt með þriðju leiðinni, og vil ég þó biðja heiðraða lesendur að misskilja ekki orðalagið. Það sem ég á við er að. aka langleiðina vestur að Ártúni eða Blikdalsá og ganga síðan upp taglið sunnan við Blik dalinn. Líklega er þetta auðveld- asta leiðin, þegar á allt er litið, en hefur auk þess þann megin- kost, að maður hefur sólina í andlitið, ef tímanlega er verið á ferðinni, en slíkt eykur óneitan- lega á bjartsýnina í ferðalaginu og brúnkuna, sem sumir telja jafnvel eitt hið eftirsóknarverð- asta í lífinu, þ.e.a.s. útilífinu. í þessu tilfelli kemur maður upp á Kenhólakambinn. Þaðan er gaman að horfa yfir Sundin og Kollafjarðareyjarnar, að ég nú ekki tali um okkar elskulegu höf- uðborg, sem virðist næstum því í kallfæri þarna á fjallsbrúninni. Skylt er að taka það fram, að enginn verður fyrir óþægindum af peningalyktinni illræmdu, jafnvel þótt golan standi beint af strompinum mikla á Kletti, svo er fyrir að þakka. Sumir taka leiðina um Gunn- laugsskarð fram yfir allar aðrar leiðir á Esju og hafa sjálfsagt sitthvað til síns máls, þótt ég sé þeim reyndar ekki fyllilega sam- mála. Hins vegar hef ég fundið meira af eigulegu og fallegu grjóti í Gunnlaugsskarði heldur en annarsstaðar í Esjunni, en hún lumar sem kunnugt er á ýmsum gersemum af því tagi, enda gam- alt fjall á íslenzka vísu. Enn koma fleiri leiðir til greina, svo sem upp frá Esju- bergi, meira að segja Kistufell er fært öllu venjulegu fólki og tilvalið fyrir þá, sem þykja hin- ar leiðirnar of auðveldar og áreynslulitlar. Uppi á Esjunni er fremur flat- lent og jafnlent, en berangurs- legt og gróðurlítið, eiginlega sú tegund landslags, sem nefnd hef- ur verið urð og grjót. Þó má finna þarna nokkuð margar teg- undir fjallajurta á æpingi innan um grjótið og urðina; þær láta lítið yfir sér, en eru af harðgerð- um stofni, ættir þeirra má að lík indum rekja til ísaldarjurtanna og nöfnin minna okkur á nábýlið við ísinn og kuldann: jökla- klukka, jöklasóley o.s.frv. Vel- megunarríki íslenzkra jurta.hófst hinsvegar ekki fyrr en seint og síðar meir, en í kjölfar þess bár- Pst ingað ýmsir kveifarlegri tegundir og tóku sér bólfestu landinu. Fyrst ég er farinn að minnast á ísinn og kuldann á annað borð, væri ekki úr vegi að drepa á eitt atriði í því sambandi að lokum. Þótt Esjan sé ekki hærri en raun ber vitni, þá er hún ótrúlega fastheldinn á snjóinn. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að hún verði aldrei snjólaus með öllu, jafnvel sunnan í móti má í flest- um sumrum sjá skafla fram á haust. Snjórinn í Esjunni er í raun og veru jökull, þótt lítill sé, í ætt við sjálfan heimskauta- ísinn, sem okkar stuttu og sólar- litlu sumur megna ekki að bræða að fullu. Esjan hefur ekkj verið við eina fjölina felld, ef út í það væri farið. Loks hafa svo fjallasprang ararnir sína sögu að segja, þeg- ar talið berst að Esju, en hún er nokkuð á öðru sviði en ann- arra. Líklega flokkast þetta greinarkorn helzt undir hið síð í raun og veru er um ýmsar uppgönguleiðir á Esjuna að ve'Þa. Það er með hana eins og vel kveðna sléttubandavísu, við getum byrjað á hvorum endan- um sem er og leikið okkur að margskonar tilbrigðum, ef okk- ur sýnisit svo. Það liggur við að títsýni af Esju til Móskarðshnjúlía og Skálafells. Til leigu iðnaðar- eða geymsluhúsnæði á tveimur hæðum um 500 ferm. samtals. Húsnæðið er við athafnasvæði Reykjavíkurhafnar. Leigist í einu eða tvennu lagi. Upplýsingar gefur Reynhold Kristjánsson, lög- fræðingur, Landsbanka fslands. LANDSBANKI ÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.