Morgunblaðið - 23.06.1968, Side 17

Morgunblaðið - 23.06.1968, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1»®8 17 Guðm. G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR ‘ s3. - I FREMSTU ROD Nokkur orð um barnablaðið Æskuna Ég hafði ekki lengi starfað sem bókavörður þegar mér varð ljósara en áður, hve mikilvægt menningarlegt atriði það er, að til séu handa börnum og ungl- ingum fróðlegt og skemmtilegt lesefni, og mjög rann mér til rifja, hve fátæklegt það var hjá okkur íslendingum í þann tíma. ' Álhugi minn á þessum málum hefur síður en svo rénað, og hef ég fylgzt allrækilega með því, hvað út hefur komið síðustu áratugina af blöðum og bókum handa hinni upprennandi kyn- slóð. Hefur það verið mjög án- ægjulegt, hve tiltölulega margt igóðra barna og unglingabóka eftir íslenzka höfunda hefur ver ið gefið út, þó að höfundarnir og starf þeirra hafi engan veg inn verið metið að verðleikum. Hafa íslenzkir höfundar slíkra bóka yfirleitt ekki freistazt tij að fara að dæmi þeirra erlendu skriffinna, sem hafa annað tveggja skrifað mjög einstreng- ingslegar og leiðinlegar áráðurs bækur út frá siðferðilegum og trúarlegum sjónarmiðum eða tekið sér til fyrirmyndar í gróða skyni morð- og glæfrasögur. Þeir hafa heldur ekki valið sér viðfangsefni í samræmi við hinn furðu tíða áhuga margra á lífi þeirra ærsla- og öfgaunglinaga, sem hlaupið hafa að heiman og flækjast betlandi og hnuplandi um erlendar stórborgir eða ger- ast athvarfslaus óreiðulýður sem flakkar af einu landshomi á annað. Um val á erlendum barna- og unglingabókum hefur tekizt misjafnlega og þýðingar á þeim og frágangur allur stund um verið síðri en skyldi, en mik ið hefur samt komið á íslenzk- an bókamarkað af góðum er- lendum barna- og unglingabók- um og margt af þeim verið sómasamlega frá hemdi þýð- anda og útgefanda. Þegar ég var drengur, voru gefin út hér á landi tvö barna- blöð, og þó að ég tæki snemma að lésa bækur af ýmsu tæi, las ég bæði þessi blöð og oftast mér til mikillar ánægju. Eru mér einkum minnisstæð úrÆsk- unni barnaljóð eftir séra Frið- rik Friðriksson og kann ég sum þeirra ennþá, en Unga ís- land var mér sérstaklega kært á ritstjórnarárum Helga Valtýs- sonar. Nú er Unga Island úr sögunni fyrir um það bil tveim- ur áratugum, og um hríð var Æskunni hætt, þó að yfirleitt væru ritstjórar hennar mjög vel ritfærir og hefðu flestir sem kennarar náin kynni af fjöl- mörgum börnum og unglingum. Árið 1956 tók við ritstjórn Æskunnar Grímur Engilberts, sem þá hafði lengi verið verk- stjóri í setjarasal Ríkisprens- smiðjunnar Gútenberg. Síðan hefur hann verið ritstjóri blaðs- ins og fyrir fáum árum kvaddi hann iðn sína og helgar sig nú ritstjórninni eingöngu. Útgef- andi Æskunnar er enn sem fyrr Stórstúka Islands, en fram- kvæmdastjóri blaðsins og for* stjóri bókaverzlunar þeirrar,sem við það er kennt, hefur nú i allmörrg ár verið Kristján Guð- mundsson. Hann hefur ríkan áhuga á vexti og viðgangi blaðs ins — sem og útgáfu barnabóka — og mun vera mikið og gott samstarf með honum og ritstjór- anum en auk þeirra vinnur harð duglegur og áhugasamur maður að áskriftasöfnun og innheimtu Grímur Engilberts hefur ekki lagt stund á nám í uppeldis- fræðum, og ekki er mér kunn- ugt um, að hann hafi fengizt við kennslu. Ekki mun hann heldur hafa stundað nám í fé- lagsfræði eða blaðamennsku. En hann virðist þegar í upphafi ritstjórnair sinnar hafa skilið furðu vel, að blaði þyrfti að vera í allnánu samræmi við breytta tíma, breytt uppeldi og ný áhugamál ungu kynslóðar- innar, og hann reyndist þegar ærið glöggur á áhugavekjandi, ifróðlegt og skemmtilegt efni. Honum var og ljóst, að um um- brot og þar með útlit blaðsins yrði að taka tillit til þeirra fram fara, sem á því sviði hafa orð- ið yfirleitt hér á landi, og þar stóð hann sérlega vel að vígi, sakir reynslu sinnar, þekking ar og meðfæddrar og áunninn- ar smekkvísi. Nú er og svo kom- ið, að blaðið er orðið margfalt að stærð við það, sem það var áður, furðulega fjölbreytt að efni og myndakosti og tala kaupenda komin allmikið á ann an tug þúsunda. Má öllum vera ljóst, að þrátt fyrir áhuga fram- kvæmda stjórans og velskipu- lagða og kappsamlega út- breiðslustarfsemi hefði kaup- endahópurinn ekki aukizt jafn- ört og raun hefur orðið á, ef ekki hefði notið þar við dugn- aðar og áhuga ritsjórans og hug kvæmni hans og glöggskyggni um efnisval, samfara sérlegri smekkvísi og kunnáttu um frá- gang blaðsins. Æskan flytur framhaldssögur handa börnum eftir íslenzka höfunda, smásögur og erlendar framhaldssögur og ævintýraleg ar útlendar frásagnir. f blað- inu eru og sögur af nafnkennd um mönnum, lýsingar á merk- um stöðum, greinar og sögur um dýr, — ferfætlinga fugla og fiska og sitthvað annað í ríki náttúrunnar. Þá birtir blaðið kvæði, vísur og órímuð Ijóð, sönglög og frásagnir af leikur- um og tízkusöngvurum, og þar er getið listamanna ýmissa list- greina. Skýrt er frá félagsstarfi ungra karla og kvenna, birtir þættir um íþróttir, frímerki og frímerkjasöfnun og jafnvel for- sagnir um bakstur og matreiðslu Svo eru í blaðinu skrítlur, ýkju sögur, gátur og getraunir og sitthvað fleira, sem skemmt get- ur og hresst. Og flestu efni blaðsins fylgja góðar og skýr- ar myndir.......Enn er ógetið myndsagna, sem eru vel og skyn samlega valdar og einkum munu ætlaðar yngstu lesendunum, sem lítt eru enn færir um að lesa langar sögur eða hið tor- melta skemmtiefni. Ég hef jafnan fylgst allnáið með stækkun Æskunnar og þeim breytingum, sem á henni hafa orðið, og þá er núverandi rit- stjóri tók að legga áherzlu á fjölbreytni efnisins var mér ekki grunlaust um, að hann kynni að gera það of rýrt og tíningslegt of lítið yrði í blað- inu af samfelldu lesefni. En sú hefur ekki orðið raunin. Hann hefur og ratað furðanlega þann þrönga og vandfarna meðal- veg að gera efnið hvorM of æsilegt né heldur daufingjalegt, og hann veitir lesendum sínum æskilegt aðhald um skynsamleg sjónarmið, án þess að beita auð- sæjum_ og andstöðuvekjandi ár- óðri. Ég hef séð og athugað mörg erlend blöð, sem ætluð eru börnum eða unglingum, og ég þori að fullyrða, að fæstum þeirra standi Æskan að baki. Þegar ég leit yfir seinustu blöð- in sagði ég við sjálfan mig: Þama hefur verið unnið svo gott og myndarlegtt starf á mik ilvægum vettvangi, að um það má ekki þegja þunnu hljóði, svo sem gert hefur verið fram að þessu. Guðmundur Gíslason Hagalín. Gunnar Guðjónsson endurkosinn stjórnarformaður SH Á AÐALFUNDI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem lauk um síðustu mánaðamót, voru eftir- farandi menn kosnir í stjórn SH fyrir næsta starfsár: Gunnar Guðjónsson, Reykja- vík, Sigurður Ágústsson, Stykkis hólmi, Ingvar Vilhjálmsson, Reykjavík, Einar Sigurjónsspn, Vestmannaeyjum, Gísli Konráðs- son, Akureyri, ólafur Jónsson, Sandgerði, Finnbogi Guðmunds- son, Gerðum, Guðfinnur Einars- son, Bolungarvík, Tryggvi Ófeigs son, Reykjavík. Stjórnin hefur skipt með sér verkum. Stjórnarformaður var kjörinn Gunnar Guðjónsson, for- stjóri, varaformaður Sigurður Ágús'tsson, fyrrv. alþm., og ritari Ingvar VilhjáLmsson, útgerðar- maður. Gunnar Guðjónsson. Heildurvelta Kuupfélugs A-Skuftufellssýslu 179 milljónir ú siðustliðnu úri — Höfn í Honnafirði, 11. júní. KAUPFÉLAG Austur-Skaftfell- inga hélt aðalfund sinn síðast- lliðinn sunnudag. Fundinn sátu auk stjórnar og endurskoðenda 22 fulltrúar. óskar Helgason, for maður félagsstjórnar, flutti skýrslu stjórnarinnar, Ásgrímur Halldórsson las reikninga félags- ins og skýrði einstök atriði þeirra. Heildarvelta félagsins nam 179 miilljónum og hafði hækkað um 10.38 prósent, tekjuafgangur var 2.220 þúsund og höfðu þá fast- eignir og vélar verið afskrifaðar um deildum félagsins nam 57.7 miHjónum, auikning 13 prósent, sala sjávarafurða var 56.3 millj., aukning 6.7 prósent, landbúnað- arvara 26.1 milljón eða nærri sama og fyrra ár, mjólkurafurða 18.245 milljónir, aukning 32 pró- sent. Heildargreiðislur fyrir land- búnaðar- og sjávarafurðir nam 74.5 milljónum. Greidd vinnu- laun voru 24.33 milljóinir. Inn- vegið mjólkurmagn var 1622397 kgr, aufcninig 17.67 prósent. Á árinu var tekið í notkun nýtt og vanidað verzlunarhús á Fagurhólsmýri. — Gunnar. Ávarpið. Kceri bróðir! Hvort sem þjer þegar eruð bindindismaður eða neytið víns, þd erum vjer sannfœrðir um, að þegar þjer hugleiðið rcekilega vinnautnina og hinar venjulegu afleiðingar hennar, hvað sem út af ber hinni ströngustu hófsemd, þá sjeuð þjer oss samdóma um, að tjónið, sem hún veldur, sje hryggilcgt og stórkostlegt i samanburði við þá stundaráncegju, sem hún veitir hinum sanna hófsmanni, hvort sem hann er neyt- andi eða veitandi. Vjer erum sannfœrðir um, að þjer kann- izt við, að útrýming vlnnautnarinnar, og með henni of- dryJclcjunnar, sje i fyllstamáta hristilegt hærleíksverk, þjón- um hirhjunnar samboðið, eins og synodus 1890 hefir opin- berlega lýst yfir og heitið að styðja að i orði og verhi, sem sönnu nauðbynjamáli og velferðarmáli þjóðarinnar. Oss, sem undirþetta ávarp ritum, virðist að hinnrjetti og hentugi timi nú sje hominn til að veita þessari yfirlýstu stefnu synodusar meiri festu og dkveðnari mynd. Bindind- ishreifingin á landi hjer verður ávallt sterhari og sterhari, og ef vjer, andlegrar stjettar mennirnir, göngum nú al- mennt undir merki hennar, cetlum vjer vonina um fagran sigur með Guðs hjálp óbrigðula. Þetta starf teljum vjer samboðið voru fagra hlutverhi, að efia allt gott, fagurt og hristitegt, hver i sinum verhahring, til heilla fyrir land og ]ýð. Vjer vonuni og óshum, að þjer viljið sýna i verhinu, að þjer sjeuð oss samdóma i þessu efni, með því að rita nafn yðar undir meðfylgjandi yfirlýsingu, og að þjer svo sendið oss hana við fyrstu hentugleiha. Pái er vjer höfúni fengið yfirlýsingarnar, er það áform vort, að prenta eina þeirra með OUuin undirskriptunuin i Kirhjublaðinu, og vonum rje.r þá, að öl/um verði. 1jóst, að hið góða málefni bindindisins eigi inarga fy/gisinenn meðal landsins andlegu stjettar. I júnimánuði 1892. Halljfrínitir Sveinsson, Guðmumlur Helgason, biskuj) yfir íslandi. próf. í Borgarfjarðarpróf.d. Jens Pálssou, Jóhaun Þorkelsson, prestur á ÚtsUálum. dómkirkjuprestur i Rvík. Magnús Amlrjesson, O. V. Gíslason, pról'. i Mýraprófustsd. prestur að Stað. Þorkell Bjarnason, Þórliallur Bjarnarsou, prestur að Reynivöllum. prestaskólakennari. Yfirlýsingin. Vjer undirshrifaðir andlegrar stjettar menn shoðum efiingu og útbreiðs/u a/gjörðs œfibindindis (bœði fráaðneyta og veita) sem hristilegt hœr/eihsverk, er sjerstahlega snerti oss eptir stöðu vorri, og viljum þvl með eigin dœmi og yfir höfuð i orði og \erhi styðja þetta ve/ferðarmdl þjóðar vorrar. Sumarið 1892. Yfirlýsingin er undirrituð af 46 kennimönnum. 4T Avarp presta- stéttarinnar 1892 Nýlega tók ég úr bókahillu minni 3. bindi af fyrstu árgöng- um Kirkjublaðsins, sem faðir minn hafði verið áskrifandi að nokkrum árum áður en ég fædd- ist. Margt var þar góðra grasa. Finnst mér sérstök þörf á að með fylgjandi ávörp prestastéttarinn- ar komi á ný fram til umhugs- unar og umtals. Þessi merkilega yfirlýsing leið- toga og presta íslenzku kirkjunn- ar á ekki síður erindi til þjóð- arinnar nú, en þegar hún var fyrst birt fyrir 75 árum. Undirritendurnir, með Hall- grími biskupi fyrstum og Þór- halli síðar biskupi síðustum, á- varpa þjóð sína á ný, og þó eink- um afkomendur sína og frænd- ur, en þeir eru fjölda margir og í öllum stéttum þjóðfélagsins. Enginn vafi er á því að ávarp- ið og starf prestanna að bindindis semi hefur haft mikil áhrif um aldamótin. Reynsla okkar síðustu áratugina um frjálsa og óhindr- aða meðferð áfengis hefur fært sönnur á nauðsyn bindindis f landinu, eigi þjóðinni a'ð vegna vel. Vafalaust hefur prestastétt þjóðarinnar nú 1988, enn meiri vilja, þrótt og verksvið til þess að ráðast gegn gamla Bakkusi og vinna „kristilegt kærleiksverk“ með því „í orði og verki að styðja þetta velferðarmál þjóðar vorrar" — eins og stendur í yfir- lýsingunni sem 46 menn andlegu stéttarinnar sendu frá sér 1892. Vel mega aðrar stéttir þjóðfélags ins taka prestana sér til fyrir- myndar. Ég óska Prestafélagi Islands til hamingju með hálfrar aldar afmælið. Aðalfundi þess og Prestastefnu íslands, sem nú stendur yfir hér i Reykjavík, bJd ég allrar blessunar við marghátt uð kristileg kærleiksverk. Sveinbjörn Adólfsson, Verkstæði vort og skrifstofa verða lokuð mánudaginn 24. júní vegna jarðarfarar Odds Hannessonar. VOLTI S/F.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.