Morgunblaðið - 26.06.1968, Page 18

Morgunblaðið - 26.06.1968, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1968 Ólöf Jóna Ólafs- dóttir — Minning f. 27. júlí 1903 d. 17. júni 1968. Elskuleg kona er nú gengin sína ævibraut. Þá er „tregt tungu at hræra“, sagSi stórbrot- ið skáld. Margir eiga erfitt með að sætta sig við missi elskaðra vina einkum, ef dauðann hefur borið að með átakanlegum hætti. Eitt sinn skal hver deyja, það er lögmál, sem ekki verður um- flúið. — Þessi í dag, annar á morgun. — Aðeins daga munur. Ekkert kallar eins til hugrenn- inga um lífið eins og dauðinn. Því er það, að vér virðum fyrir t Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir Guðjón Júlíusson bifreiðastjóri, Skeggjag. 10, andaðist að hjúkrunardeild Hrafnistu 25. júní. Jarðarförin ákveðin síðar. Marta E. Guðbrandsdóttir, Guðbrandur Guðjónsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Einar H. Hjartarson. t Móðir okkar, Hannesína Sigurðardóttir, Mánagötu 10, andaðist i Borgarsjúkrahús- inu þriðjudaginn 25. júní. Fyrir hönd vandamanna. Ágúst Guðbrandsson, Sigurbjörg V. Guðbrandsdóttir. t Maðurinn minn, Svavar Pálsson, Efstasundi 95, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni miðvikudaginn 26. þ.m. kL 1.30 e.h. Þeim sem vildu heiðra minningu hins látna, er vin- samlega bent á söfnun Rauða krossins til Biafra-fólksins. Ólöf Ólafsdóttir. oss líf og starf þeirra, sem gengnir eru, og vér þekkjum nánast, en fléttazt hafa inn í lífsferil vorn á ýmsa lund. Skikkja dauðans er köld. Þeg ar frá líður má sjá glitofið spjald dásamlegra minninga. „Sá deyr ei sem heimi gaf lífvænt ljóð“. Sá, sem hefur tileinkað sér fagurt dagfar og dásamlegt líf, svo að til fyrirmyndar og eftir- breytni er skilur það mikið eft- ir, að manni finnst hann lifa þótt hann deyi. Þessi ummæli mín vil ég tileinka uppeldissyst- ur minni Ólöfu J. Ölafsdóttur, sem kvödd er hinztu kveðju, eft- ir langt og þungt helstríð. Ég hef þekkt hana alla henn- ar ævi, og að þeim hlutum sem til sæmdar er hverri persónu, húsfreyju og móður. Ég vil und- irstrika þann eiginleika, sem mér þykir svo mikilsverður, að hæst mætti merki reisa, en það er fórnarlund móðurinnar. Greind var Ólöf og háttprúð um fram það, sem almennt gerist. Það er nauðsynlegt að taka vel eftir slíku fólki, enda þótt það hafi ekki skólagöngu að baki sér. Það höfðu fæstir unglingar ráð á henni áður en skólalög- gjöf breyttist til þess, sem nú er. „í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna". Þá kemur nér Ólöf fyrst í hug í sambandi við þessar ljóðlínur. Ólöf var af góðu fólki komin á báðar ættir, og hlaut gott upp- eldi á góðu heimili. Það uppeldi miðast ekki við fjáröflun, heldur við starf, vandvirkni og skyldu- rækni, og í þeim anda að halda beztu lífsreglu. Hún var trúuð, og þegar líkamskraftar voru þrotnir, svo að hún mátti ekki mæla, heyrði ég hana reyna að hafa yfir þetta vers eftir Hall- grím Pétursson: t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu, Vilborgar Jóhannesdóttur Hverfisgötu 58, Hafnarfirði. Jóhannes N. Hallgrímsson, Þórhildur Hóseasdóttir og barnabörn. Láttu Guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá beztu. blessað orð hans sem boð- ast þér í brjósti og hjarta festu. Greinilega heyrði ég aðra ljóð línu. Þótti mér þetta táknrænt fyrir hana, sem festi sér allt hið bezta í hjarta. Það var hennar fjársjóður mesti. Hans nutu í ríkum mæli allir hennar ættingj- ar og vinir. Frá henni stafaði góðvild, prúðmennska, hj álp fýsi og gleði. Hressandi blær fyllti umhverfið, þar sem hún var og kom, og þróttur var í hverri hreyfingu og hverju handtaki. — Hér var ekki nein meðalkona til átaka. Þótt hún hefði stórt og umsvifamikið heim ili, var hún reiðubúin til þess að hjálpa öðrum. Þau voru ekki fá verkin, sem hún leysti þannig af höndum. Manni verður hugs- að til kviku sporanna og hröðu handtakanna. Mynd hennar er sterk og ástfólgin okkur öllum, sem þekktum hana bezt. Tárhrein verður mér æskuminningin okkar. Við vorum lengst af einu börnin á heimilinu, síðar bættist við kærkominn drengur, sem reynzt hefur dyggðugur. Það var unaðsleg samvera með úr- valsfólki. Við sátum stundum á vorkvöldum á litlum hól í tún- inu og dáðumst að fögrum blóm um og hlustuðum á raddir nátt- úrunnar. En við hlustuðum líka á raddir fullorðna fólksins, sem gaf okkur ýms heiræði, það var mikilsverður skóli fyrir lífið. Amma Ólafar tók í litlar hend- ur, leiddi okkur og talaði við okkur með þeirri ró og festu, sem góðum uppalanda er lagið. Ég vildi óska, að þjóðin ætti marga slíka „sálfræðinga" í mæðrastétt. Leiðir skildust skömmu eftir fermingu, vegna veikinda á æskuheimili okkar. Þungt var að skilja, og þungt t Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minn- ar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu Agnesar Jónsdóttur frá tsólfsskála, Grindavík. Guðmundur Guðmundsson, börn, tengdabörn, barna- börn og barnbarnaböm. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minn- ar og móður okkar, tengda- móður og ómmu, Steindóru Camillu Guðmundsdóttur. Jóhann Guðmundsson, Kristrún Jóhannsdóttir, Halldór V. Sigurðsson, Gyða Jóhannsdóttir, Kristján Magnússen, Guðmundur Jóhannsson, Guðrún Friðjónsdóttir, Anna Sigurðardóttir, Erlingur Kristjánsson og bamaböra. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við útför föður okkar Sigurjóns Pálssonar. Böra, tengdabörn og barna- börn. t " Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og jarðarför Bóasar Sigurðssonar Eydal. Sérstaklega viljum vi'ð þakka hjúkrunarliði Landakotsspít- aia fyrir góða hjúkrun í hans erfiðu veikindum. Anna Ármannsdóttir, börn, tengdabörn ag barnaböra. t Hjartans þakkir færum við öllum fjær og nær fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Stefáns Finnbogasonar Hásteinsveg 11, Vestm.eyjum. Rósa Arnadóttir, böra, tengdasynir og barnaböm. t Alúðarþakkir viljum við færa ykkur öllum, sem svo ríku- lega veittuð okkur hjálp og vottuðu okkur samúð, vegna hins skyndilega fráfalls elsku legs sonar okkar og bróður, Ólafs Barmahlíð 47. Guð blessi ykkur öll. Þorvaldur Á. Guðmundsson, Áslaug Guðjónsdóttir og systkin. er að skilja. Það er gæfa hvers eins að vera samvistum viðgott fólk, sem er eins og vin í sand- hafi eða viti á óljósum leiðum. Foreldrar Ólafar voru: Ólafur Þorsteinsson úr Rangárvalla- sýslu og Þórunn Jónsdóttir á Mjósundi í Árnessýslu. Faðir Ólafar drukknaði áður en hún fæddist. Síðar giftist Þórunn og bjó á Mjósundi. Systkini henn- ar voru þrjú: einn bróðir, sem er dáinn og tvær systur, sem eiga heima hér í Reykjavík. Var kært með þeim öllum. Ung gift- ist Ólöf eftirlifandi manni sín- um Ólafi Árnasyni frá Hurðar- baki í sömu sveit, syni Árna Pálssonar hreppstjóra af Keldna ætt. Er það ágætis og dugnaðar- fólk, mörgum þar eystra kunn- ugt. Ólafur er yfirfiskmatsmað- ur. Þau eignuðust fjórar dætur og fjóra syni. Einn þeirra dó eftir tvítugsaldur. Hann er mér eftirminnilegur, því hann var eins og bjartur sólargeisli, sem vermdi umhverfi sitt. Þá hrærð- ist það í hug mér, að stutt líf gæti haft mikið gildi. Blómkrón- an fellur, en hefur þó haft sitt unaðsmagn. Eiginmaðurinn trygg lyndi og synirnir þrír, sem stóðu við banabeðin, sýndu í þögn sinni kærleiksríkt samband. Dæt urnar fjórar inntu þannig hjúkrunarstarf af höndum við móður sína, að fegurð var að, svo voru og samvistir aðrar. Þá var unnt að greina ást í hverju handtaki og hverju orði, enda allt þetta fólk hvert öðru betra. Ólöf mátti sjá við leiðarlok, að lífsstarfi hafði hún skilað á æski legasta máta við hlið ágæts eig- inmanns í farsælu hjónabandi. Fjögur . börn þeirra eru gift. Deildi Ólöf sínum góða hug við það ágæta fólk. Tengdabörnin voru börn hennar líka. Þá skein sól í heiði, er barnabörnin söfn uðust saman hjá brosandi og gjafmildri ömmu. Guldu þau með gleði barnslundarinnar. Ólöf gladdist með glöðum. Öll samvera við hana í sínu yfir- lætisleysi geymist sem helgur dómur. Hugarfarið var lærdóms- ríkt. Hún kunni að þakka og líka að gefa. Hamingju sína fann hún á heimamiðum, en leitaði ekki langt yfir skammt eða út í ys ókyrrðarinnar. Alvöru og ábyrgð lífsins skildi hún vel og breytti þar eftir. Kveð ég þig svo ljúfa með kærri þökk en fátæklegum orð- um Horfinn er svanni til sigur- hæða, lét ei sitt starf í bólstri blunda, lífs á akri frjómoldu festi, greri því meiður greinum hlaðinn og grózkufullur, lauf angar til lifenda. Kærleikur þinn sé kristalli greyptur í minni munenda og móðurhöndin í heiðri höfð. Áslaug Gunnlaugsdóttir. VIGDlS BLÖNDAL „Þú komst og fórst með ást til alls er grætur á öllu slíku þekktir nákunn skil (V. frá Skáholti). Vigdís Blöndal fyrrverandi for- stöðukona heimavistar Laugar- nesskóla andaðist í Landspít- alanum 18. júní. Þessi orð mín verða hvorki ættartala né upp- rifjun æviferils hennar aðeins fáein kveðjuorð. Hún var um margt sérstæð kona. Hreinskilni var hennar aðalsmerki því hún var trú málstað sínum, sjálfri sér og öðrum. Þó okkaT kynni yrðu ekki löng bar ég fyrir henni mikla virð- ingu og ósjaldan leitaði ég ál- its hennar ef ég þurfti að ráða fram úr vandamáli, gaf hún sér þá jafnan tíma til að ræða mál- in og miðla mér af lífsreynslu sinni, því hjálpsemi var henni í blóð borin. Smásálarskapur og hleypidómar voru aldrei föru- nautar hennar en hún átti þess meira af mannkærleika og skiln ingi á vandamálum lífsins. Megi ísland eignast fleiri slíkar dæt- ur sem ómeðvitað vísa okkur veginn til betra lifs með breytni sinni við náungann. Þegar ég í dag minnist hennar langa starfs dags verður mér hugsað til allra ungmennanna sem hún hefur stutt í ævistrfi sínu, mun ekki frækorn manngæzku hennar hafa fundið jarðveg í einhverj- um gljúpum farvegi barnshug- ans. Við sem ekki höfum að- stöðu til að fylgja Vigdísi Blön- dal til hinztu hvílu reisum henni í dag veglegan minnisvarða í hugum okkar sem mun standa af sér storma lífsins í vitund vorri. Ég sendi henni hinztu kveðju mina og míns heimilis út yfir hafið sem skilur heimana tvo, með hjartans þökk fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur. „Grasið hvíslar litt ljúfasta á leiðinu þínu moldin er hljóð og hvíldin góð.“ D.St. Kristín Guðnadóttir. Bremsuborðar Bremsukiossar Viftureimar Innilegar þakkir til allra þeirra, sem með heimsóknum, gjöfum og skeytum eða á ann an hátt ger’ðu mér 21. júni ógleymanlegan. Jón Kristófersson Hlunnavog 14. Ávallt fyrirliggjandi mikið úrval varahluta i flestar gerðir bíla. Athugið okkar hagstæða verð. Kristinn Cuinason hf. Klapparstíg 27. Laugaveg 168. Sími 12314 og 22675.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.