Morgunblaðið - 05.07.1968, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.07.1968, Qupperneq 1
28 SIÐUR VIETNAM-STRÍÐIÐ: Skæruliöar sakaðir um barnarán og morð Saigon, 4. júlí. NTB TALSMENN bandarísku her- stjórnarinnar í Saigon sögðu í dag, að skortur á matvælum og varaliði háði nú hersveitum Viet Cong á nokkrum svæðum í Suð- ur-Vietnam. Þess vegna hafi skæruliðar farið ruplandi og ræn andi um nokkur sveitaþorp og myrt þorpsbúa, sem hafi neitað þeim um aðstoð. Einnig hafi skæruliðar rænt bömum, sem þeir noti til að bera skotfæri. f árás sem hermenn Viet Cong gsrðu á þorpið Ly Tra, rétt sunn an við hlutlausa beltið, rændu þeir þremur þorpshöfðingjum og heimtuðu hrísgrjón sem lausnar gjald. í síðustu viku féllu 187 banda rískir hermenn í Vietnam, og hef ur mannfall aldrei verið eins lít ið á einni viku í liði Bandaríkja manna síðan í janúar. Heryfir- völd í Saigon óttast hins vegar, að átökin eigi enn eftir að harðna. Síðan Viietnamstríðið hófst hafa 25.554 bandarískir her mann fallið og 83.823 særzt. f Kulala Lumpur sagði verka málaráðherra Saigonstjórnarinn- ar í dag, að Suður-Vietnam stæði nú svo vel að vígi, að stjórn landsins gæti tekið upp beina samninga við Hanoi-stjórnina. Hann sagði, að stjórn sín væri hlynntari slíkum viðræðum “n viðræðum þeim, sem nú fara fram í París, en þar ætti Saigon stjórnin að fá sem fyrst að gegna ! áberandi hlutverki. New York, 4. júlí. AP STAKFSMABUR bandaríska - kommúnistaflokksins sagði i dag, að flokkurinn hefði gegnt | „forustuhiutverki“ í uppreisnum 1 háskólastúdenta og mótmælaað- i gerðum gegn herkvaðningu um j gervöll Bandaríkin á þessu ári. Hann sagði, að í framtíðinni yrði ekki lögð eins mikil áherzla á starfsemi æskulýðshreyfingar kommúnista í háskólanum, en í þess stað yrði reynt að stofna samtök meðal ungrjr verka- manna. Henrik Sv. Björnsson, sendiherra. Hér leika bömin sér í sólskininu í gær austur í Ölfusborgum, sumarbústaðahverfi félaga þýðusambandi íslands. Það er gaman að róla sér og glettast í sólinnL Sjá grein um 1 sóknina á bls. 10. BULGARSKUR FLOTTA- MAÐUR í LOFTLEIÐAVÉL Komst til Bandaríkjanna frá Luxembourg á fölsku vegabréfi — Snúfð v/ð aftur — Átti að lenda á Keflavíkurflugvelli í nótt sem leið BÚLGARSKUR maður gerði tilraun til þess að fá hæli sem pólitískur flóttamaður í Bandaríkjunum í gær, en hann hafði komið til Kenn- edyflugvallar í New York þá um daginn frá Luxem- bourg með einni af flugvél- um Loftleiða. í Luxembourg hafði verið framvísað fyrir hann fölsku bandarísku vega bréfi og komst hann því með flugvélinni sem bandarískur ríkisborgari. Útlendingaeftir- litið á Kennedyflugvelli neit- aði hins vegar að fallast á beiðni mannsins um landvist- arleyfi, vegna þess að hann hefði komið til Bandaríkj- anna á ólöglegan hátt. Var hann settur um borð í flug- vél Loftleiða, sem væntanleg var til Keflavíkur um mið- nætti í nótt. í símaviðtali við Morgunblaðið staðfesti Er- ling Aspelund, yfirmaður Loftleiða í New York, í aðal- atriðum frásögn AP-frétta- stofunnar af þessum atburði, en hún fer hér á eftir og síð- an athugasemdir og ummæli Erlings Aspelunds. Þess skal getið, að ekki var talið ó- sennilegt, að maðurinn kynni að beiðast hælis sem pólitísk- ur flóttamaður á íslandi. New York, 4. júlí — AP Starfsmenn útlendingaeftirlits- íns, lögreglumenn og starfsmenn Loftleiða reyndu í meira en þrjá klukkutíma í dag að aðstoða mann á Kennedy-flugvelli, sem sagði, að sér 'hefði tekizt að flýja frá Búlgaríu og vildi fá hæli sem pólitískur flóttamaður í Bandaríkjunum. Beiðni hans, sem bandarísk kona, arkitekt að mennt, fylgdi eftir, en hún hafði verið samferða honum flugleið- is frá Luxembourg, var hafnað á beim forsendum, að hann hefði komið inn í landið með ólöglegum hætti. Maðurinn, sem fór þess á leit, að nafni sínu yrði haldið leyndu, sökum þess að hann óttaðist um líf sitt, var síðan settur um borð í fiugvél Loftleiða, sem átti að fara til Luxembourg, en koma Framh. á bls. 10 Vinstri menn í Frakklandi í sárum — Daglegt líf orðið eðlilegt á ný — Samtal við Henrik Sv. Björnsson sendiherra íslands í Rarís MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Henrik Sv. Björnsson, sendiherra fslands í París og spurði hann frétta úr þeirri gleðinnar borg, París, eftir það öngþveitis- ástand, sem þar hefur verið á iiðnum vikum. Hann kvað þar nú allt með kyrrum kjör- um, sagði að atvinnulíf væri í fullum gangi, Iíf manna liði þar með sama hætti og venju- lega og væri lítið annað um það að segja. Hitabylgja hefði gengið yfir Parísarsvæðið síðustu daga og nytu menn nú sumars og sólar, hver sem betur gæti. Um stjórnmálaástandið kvað sendiherrann lítið að segja í augnablikinu. Þingið kæmi ekki saman að nýju fyrr en 11. júlí, en þess væri beðið með nokkurri eftirvænt ingu, því að þá igæti e.t.v. orðið einhver breyting á nú- verandi stjóm, þótt það væfi ekkert víst. Einnig væri gert ráð fyrir margháttuðum ráð- stöfunum í innanríkismáhim. — „í gær lækkuðu þeir for- vexti eins og þið hafið sjálf- sagt heyrt“, sagði hann, „og þegar þingið kemur saman er búizt við að lagðar verði fram heildartillögur bæði í efnahagsmálum og fræðslu- málum“. — Komu úrslitin í kosn- ingúnum ekki á óvart? — Jú, það má nú segja, sérstaklega úrslit síðari hluta kosninganna, sem fram fór sl. sunnudag. Gaullistar reynd- ust hafa miklu meira fylgi en nokkurn grunaði og stjórnin styðzt nú við öflugra þing- fylgi en nokkru sinni fyrr frá því de Gaulle tók við völd- um fyrir tíu árum. — Og hvað segja vinstri menn nú og gera? — Það er víst heldur lítið enn sem komið er. Þeir biðu svo mikið fylgistap í kosning- unum, að þeir eru í sárum eins og er. — Og hvað getið þér sagt okkur um orðróminn um að de Gaulle hyggist segja af sér með haustinu? — Það veit nú enginn neitt ákveðið um það. Þessu hefur verið fleygt og menn hafa uppi allskonar getgátur. En þeir hafa lítið á að byggja, held ég, og það getur enginn sagt neitt ákveðið um hvað hann gerir, sagði sendiherr- ann að lokum. Mao líkt við Chiang Moskvu, 4. júlí — NTB FRÉTTASKÝRANDI sovézka tímaritsins „Nýi tíminn“ líkti í dag Mao Tse-tung við Chiang Kai-shek, leiðtoga kínverskra þjóðernissinna á Formósu, og hélt því fram, að markmið beggja væri að víkka út vald Kína til allrar Austur-Asíu. Fréttaskýrandinn, I. Andro- poV, sakaði Mao Tse-tung um að stefna að því að leggja undir sig Malaysíu, Thailand, Burma, Nepal, Vietnam, Kambódíu, La- os, Kóreu, Bhutan og Sikkim auk eyjaklasanna Andam, Ryu- kyu og Sulu, og hélt því fram, að í nýrri landakortabók kín- vérskra skólabárna væru öll þessi lönd merkt kínverskt' land- svæði. Hann sagði, að í þessu færu skoðanir Maos og Chiang Kai-shek mjög saman, þar sem í bók sinni „Örlög Kína“ hefði sá síðarnefndi hvatt til innlimunar Burma, Vietnam, Kóreu og Mongólíu. Kunnugir í Moskvu telja, að ekki sé hægt að hugsa sér gróf- ari móðgun í garð Maos en að líkja honum við Chiang Kai- shek, sem sovézk blöð hafa far- ið 'hinum háðulegustu oirðum um árum saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.