Morgunblaðið - 05.07.1968, Side 12

Morgunblaðið - 05.07.1968, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1968 Einbúinn í Loðmundarfirði r Nú er hann líka að hverfa á broft UM sl. helgi var oft getið um eina kjósandann í Loðmundar- firði ag erfiðleikana á að koma því þannig fyrir að hann gæti, sem aðrir íslendingar, kosið for- seta — og svo fór að ekki tókst vegna slæms sjóveðurs að ná at- kvæði hans. Þessi maður er Kristinn Halldórsson á Sævar- enda í Loðmundarfirði, síðaisti bóndinn í dalnum. Og reyndar er þetta síðasta árið hans þar, því nú í sumar gefst hann einnig upp og hættir að búa, að því er hann tjáði fréttamanni MbL, sem barði að dyrum á hinum ein- manalega bæ hans kvöld eitt fyrir 3—4 vikum. Þá var óvenju- lega gestkvæmt í Loðmundar- „Hann er eins og hugur manns" segir Kristinn. Hann kvarfar yfir því að féð rási um allt, því nóg er landrýmið. Og smalamennska er erfið síðan Stakkahlíðarbænd- ur fóru í fyrra og hann er einn eftir. f>að tók líka tíma að venja féð, það sótti í fyrstu í átt til Seyðisfjarðar, þar sem það var áður. Og Kristinn kveðst lík- lega hætta búskapnum í sumar. Þetta er allt orðið svo andstætt, eins og hann orðar það. — Þegar sauðburði er lokið ætla ég að setjast niður og hugsa málið, sagði hann. Ég er nú þegar á- kveðinn í að fara, en hvert? því þarf ég að átta mig á. Lík- lega felli ég bústofninn og hætti þú fórst að búa hér fyrir aðeins fáum árum? Var ekki byggðin þá þegar að fara í eyði? — Maður áttar sig nú eigin- lega ekki á hvaða vitleysa það var, segir Kristinn. — Ég flúði frá síldinni, forðaði mér úr bræðslureyknum. Ég bjó á Seyð- isfirði, þar sem Sunnuver er nú, og var orðið að mér kreppt af verksmiðjum. Það er auðvitað andstætt að fara ekki beint í gróðann, eins og hinir. En ég sem sagt forðaði mér með mitt fé. Ég hef gaman af búskap, finnst allt annað að ráða mér sjálfur. Hér þarf ég ekki að biðja neinn um neitt. Já, mér finnst skemmtilegt að vinna og sækja ekkert til annaræa. Satit að segja þá hélt ég að bændurnir í Brúna byggði hann einn úr rekaviði. Hún er 42 m á lengd og traust mannvirki. firði. Sex manna leiðangur var þar kominn eftir sýnishornum af perlusteini í landi Stakka- hlíðar, hinum megin í dalnum, og Kristinn bóndi hafði komið á traktornum sínum niður á klappirnar, þar sem báturinn lagðist að, til að aðstoða við flutning á farangri. Við fjarðarendann í Loðmund- arfirði gengur rif frá suðri þvert yfir f jörðinn. Rétt innan við rif- ið syðra megin stendur bærinn Sævarendi, sunnan við Fjarðará. Fréttamaður kemur þvert yfir dalinn, frá Stakkahlíð, gegnum þessa sérkennilegu hóla, sem myndast hafa þegar feiknastór skriða féll úr fjallinu og barst 6-7 km leið þvert yfir dalinn, innan við rifin. Leiðin yfir ána var greið, því Kristinn bóndi hefur sjálfur og einn síns liðs lagt yfir hana sterklega 42 m langa brú, svo hann gæti komizt þar yfir óhindrað með vinnu- tæki sín, traktor, jeppa og snjó- sleða. Brúna gerði hann úr reka- við ar drum bu m, byggði búkka undir hvern þeirra á árbotn- inum. Það er ótrúlega mikið mannvirki, gert af einum manni — Þetta var að vísu erfitt, sagði hann. En þetta var lífsspurs- mál fyrir mig! Baerinn á Sævarenda er snot- urt hvítmálað steinhús og ber vott um snyrtimennisku ábúand- ans, að utan og innan. Kristinn bóndi var ekki heima þetta vorkvöld, þó orðið væri á- liðið kvölds. Hann var að sinna lambám sínum uppi í fjalU, þjiálpa við sauðburðinn, bólu- setja og marka, og var við það la-ngt fram á nótt: Þetta eru orðnar langar vökur, sagði hann. — Ég hef ekki lengi sofið nema 2—3 klukkustundir á sólarhring, En lömbin eru nú það sem mað- ur byggir afkomu sína_ á. Það er tekjulind búsins.. Ég hvíli mig bara eftir 9auðburð. Kristinn hefur um 150 kindur, og einn hest til að smada á. Auk þess hafði hann tvö önmur hross frá Stakkahlíð í gjöf í vetur. Og svo hefur hann hund og kött. Hundurinn smalar með honum. alveg búskap. Það er of erfitt að venja féð aftur á nýjan stað, — En hvernig stóð á því að Stakkahlíð, Magnús og Sigurð- ur, ætluðu að vera hér áfram. En svo þegar börn Magnúsar fóru að stækka og þurftu að laera og Sigurður var orðinn heilsulítill, þá fluttu þau burt. Það var sl. sumar. — Ég sé að þið hafið verið byrjaðir á jarðabótum? — Já, þeir létu grafa mikið af skurðum. Og ég lét líka grafa og þurrka upp land. Það er erfitt að fera frá þessu. Ég er búinn að leggja svo mikið í þetta og bjó hér svo stutt. Húsið mætti gera mjög gott. Það var að vísu búið að standa autt í itvö ár, en ég hef dittað að því. Já, mér finnst slæmt að þurfa að fara. — Nú befur þú verið hér einn í vetur. Hvernig áhrif hefur það á mann að vera einbúi — langt frá öðru fólki? — Það er andstætt að vera úti- lokaður frá mannlífinu, ekki er því að neita, svarar Krisitinn. — Eitt er nú það, að maður getur ekki hróflað sér. Ef eitthvað kemur fyrir, þá veit enginn um það. Maður má ekki við því sjálf ur. Ekki heldur skepnanna vegna. Svo fær maður leiðiköst. Aðalatriðið er að hafa næg verk efni og meðan svo er, þá er þetta ágætt. En svo koma eyður í og frístundir, og þá verður maður ómögulegur af að geta ekki talað við fólk. Það munaði öllu að 'hafa fólkið í Stakkahlíð í ná- grenninu. Konan var svo al- mennileg við mig, meðan þau voru hér, og hjálpaði mér með ýmislegt. Ég hefði verið ánægð- ur hér, ef þessi eini bær hefði haldizt í by.ggð. — Annars hefur farið vel um mig í vetur, bætir Kristinn við. Ég er stálhraustur. Ekkert amaði að mér, utan það að ég sneri mig á fæti í haust og var slæmur í hálfan mánuð. En ég þrælaðist samt við að sinna mínum sitörf- um. Aðdrætti hef ég fengið frá Seyðisfirði. Flóabáturinn kom hér við áður, en hætti þegar hitt fólkið flutti burt. Eg vierð því að fá bát fyrir 1200 kr. hingað, ef ég þarf einhvers með. Frændur mínir í Húsavík, naestu vík fyrir norðan, komu líka á móti mér á fjallið. Þangað gat ég farið á snjásleðanum. Og ég hef sírna. — Já, það er gott að búa ihér. Ef það væii vitað að eitthvað yrði úr námuvinnslu og þeir færu að byggja hér, þá mundi ég Kristinn bóndi í bæjardyrunum á Sævarenda. vera kyrr. En þá þyrfti að búa þannig í haginn að aðstæður séu góðar fyrdr einn mann eða fáa. T.d. þyrfti að þurrka heyið með súgþurrkun. Og eins þyrfti að vera hægt að gefa alveg inni að vetrinum. Hvernig var þetta í vetur. Var ekki kalt og enfitf? — Það var snjólétt framan af, en síðan innistaða út maímánuð. En ég á enn næg hey til að gefa það sem eftir er og hefi haft lítil matarkaup. Vordð hefur ver- ið óvenju kalt. ísinn lá upp að frarn í júni. Og gaddur hefur verið í túninu. Það sýnir vel hve óvenjiu kaldur veturinn hefur Framhald á bls. 14. „Þakka Guði fyrir farinn veg“ — segir Sesselja Hansdóttir, sem í dag á 75 ára afmœli „Líf mitt hefur ef til vill ekki alltaf verið eintómur dans á rós- um, en þegar ég lít yfir farinn veg, þakka ég Guði fyrir það, sem hann var búinn að leiða mig yfir“, sagði frú Sesselja Hansdótt ir, Ásgarði 51 í Reykjavík — en hún á 75 ára afmæli í dag, — þegar við hittum hana að máli í vikunni í tilefni af þessu merk- isafmæli. „Ég hef verið svo lánssöm í lífinu, að þeir, sem hafa orðið vinir mínir hafa verið það til dauðadags, sýnt mér órofa tryggð. Ég hef ekki kynnzt nema góðu fólki". „Segðu mér fyrst svolítið frá uppruna þínum og fyrstu árum“. „Það er þá fyrst til að taka, að ég er fædd í Hansbæ við Klappar stíg, sem eldri Reykvíkinigar muna áreiðanlega eftir. Faðir minn hét Hans Adolf Guðmunds- son, og hafði áður búið í Gufu- nesi. Ég naut föður míns ekki lengi við, því að hann dó þegar ég var tveggja ára að aldri. Móð- ir mín fékk eitt sinn vonda mis- linga, en þeir voru ákaflega al- geng farsótt í þá daga og land- læg, og þegar ég kom heim frá fermingu minni, var mér til- kynnt lát hennar. Hún hét Helga Hjartardóttir. Ég var eins og fleiri fermd í Dómkirkjunni. Við vorum 3 systkinin, en Snjáfríður systir mín, dó ung. Bróðir minn var Hjörtur Hansson, sem seinna var mjög kunnur í Verzlunar- mannafélagi Reykjavikur. Er hann einnig látinn fyrir all- nokkru. „Mér var nú komið í fóstur til góðra hjóna, Kristínar Magnús- dóttur frá Laugarnesi og Her- manns Guðmundssonar, og reynd ust þau mér fjarska vel. Við bjuggum á Smiðjustígnum, og átti ég þar lengi heima. Ég var eins og altítt var þá í vistum hing að og þangað, og fór í síld noxður á Oddeyri hjá Akureyri. Þegar ég var 16 ára lærði ég að dansa í Iðnó, og þótti mér sérstaklega gaman að dansa, og langaði mig mikið að komast út fyrir lands- steinana til að læra meira í dansi og söng, en til þess voru nú ekki efnin á þeim dögum. En ég kenndi svo sjálf dans í 4 ár í Báruhúsinu við Tjörnina, sem seinna var kallað KR-húsið. Ég hafði um 300 nemendur. Dans og söngur var mitt líf og yndi í þá daga, og er ennþá, og ég man eft- ir því, að ég söng einsöng 1 barna stúkunum Æskunni og Svövu. Það þótti mikið þá, og mikið þótti mér vænt um það, þegar Jakob Möller gekk til mín, þegar ég kom niður af „senunni" og rétti mér 300 krónur, sem þá var mikið fé. Og svo liðu árin, og ég gifti mig 23. júlí 1917. Maðurinn minn hét Jón Jónsson, og var lengi vélstjóri á togurum, bæði á Egg- ert Ólafssyni og fsíendingL Séra Friðrik Friðriksson gaf okkur saman í KFUM-húsinu, og blessuð gamla konan, hún móðir hans, Guðrún Pálsdóttir, hélt okkur veizlu á eftir með súkku- laði og kökum. Við hjónin áttum svo heima í húsi fósturforeldra minna á Smiðjustíg 9. Við höfum eignazt 2 syni, Magnús Kristinn, strætisvagnstjóra og Hans, starfs mann hjá 9ÍS, en þeir eru kvænt ir indælum konum, Sigríði Krist- ínu Sigurðardóttur og Ingibjörgu Ingimundardóttur, og börnin mín og barnabörnin eru auga- steinar mínir og hafa reynst mér sérlega vel“. „Áttuð þið svo ekki sumar- bústað í Grafarvogi í eina tíð?“ „Jú, og þar lifðum við indæla tírna við hlið góðra nágranna. Jón var ráðinn til þess að sjá um laxveiðar í Grafarvogi, og keypti sér grásleppuskúr, en ég eldaði svo í tjaldi við hliðina. Hann fauk svo ofanaf okkur eina nótt- ina og mikið vorum við feginn að sjá mann koma hlaupandi yfir móana til okkar ,og bjóða okkur húsaskjól hjá sér, en þetta var nágranni okkar í næsta sumar- bústað, Sigurbjörn í Vísi. En upp úr þessu reistum við okkur nýj- an sumarbústað, og var honum valið nafnið LAXHÓLL, og var þetta kveðið um: „Laxhóll þetta hús skal heita. Hér má fjöldinn sjá: Allir þeir, sem orku beita, auðnast sigri að ná“. Já, það má nú segja, að okkur leið vel í Laxhól, og þar var oft glatt á hjalla. Eftir að Jón minn hætti á sjónum vann hann við rörlagnir í landi. Ég missti mann inn minn 1939, og síðan ég varð ekkja hef ég búið hjá Magnúsi syni mínum og konu hans. Og Jón sonur þeirra kom eiginlega upp í fangið á mér, þegar ég missti manninn minn, og hefur verið sérstakur augasteinn minn alla tíma síðan“. „Gg hvað viltu svo segja, Sess- elja, að lokum, á þessum tíma- mótum í lífi þínu?“ „Ég vil bara endurtaka þakkir mínar til sona minna, tengda- dætra og barnabarna fyrir allt, sem þau hafa verið mér, og þá má ég ekki gleyma öllum vinum mínum nær og fjær. Vinátta þeirra og tryggð hafa gert líf mitt ríkara og fyllra, og ég á þeim öllum mikið að þakka“, sagði þessi heiðurskona, sem elskar dans og söng, þegar við kvödd- um hana og óskuðum henni hjart anlega til hamingju með þennan hátíðisdag. — Fr. S.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.